Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1917, Blaðsíða 11

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1917, Blaðsíða 11
11 2. Gunnlaugs s , 10. kap. (íal. s. II, 247): Hreðuvatns (í pappirs- hdr. frá 17. öld; sum önnur hafa Hredavatns) 3. Hallfreðar s. 10. kap. (Fornsögur. Lpz. 109 bls.): Hreðuvatns (skinnhdr. frá byrjun 14. aldar). Fms. III, 21: Hreðuvatz (skinnhdr. frá byrjun 14. aldar). Flat. I, 497: Hreduuatz (skinnhdr. frá lokum 14. aldar). og í máldögum, er prentaðir eru i íslensku Fornbrjefasafni, er vatns- ins getið beinlínis vegna eyjarinnar. Fyrsta og elsta heimild nafnsins þar — og í fornum ritum yfirleitt — er máldagi Stafholtskirkju, er Steini prestur Þorvarðsson setti um 1140, að tali Jóns Sigurðssonar- Þar stendur (ísl. Fbrs. I, 179—80): Hann [þ. e. Steini pr. Þorvarðs- son] g a f t i 1 k i r k i u [i Stafsholti] hris ey a hreiþu vatne. Þessi máldagi er nú því miður eigi til í fornu liki, heldur að eins í uppskrift frá 1601, er gerð mun vera eftir annari eldri, líklega frá 13. öld, því að frumritið er lijer talsvert aukið. í uppskriftinni frá 1601-stendur með rithætti þeirra tíma: hrijsey a hreidu vatfti, en útgefandi fbrs. hefir vikið honum við og fært nær rit- hætti 12. aldar. I síðari máldögum Stafholtskirkju, sem allir eru af frummáldaganum runnir, er þetta orðað á líkan hátt, en með síðari tíma rithætti, svo sem 1354 (s. st. III, 88): hrijsey a hreda- vatwe, 1397 (s. st. IV, 188): Hrijsey a Roduvattni, 1480 (s. st. VI, 268): Hrijsey a Roduvatne, c. 1500 (s. st. VII, 64): Hrijsey A Hreduvatni. í tveim uppskriftunum er »Róðuvatn« eflaust sprottið annaðhvort af mislestri á því, er i frum- ritunum hefir staðið, eða af því, að ritarar hafa viljað gera nafnið skiljanlegt og fyrir þá sök breytt þvít á þenna hátt, enda má vera, að þar hafi verið höfð róða um tíma til þess að veita eynni meiri helgi og vernd. En þótt eyin sje nefnd »hrísey«, þá mun það eigi hafa verið upphaflegt heiti hennar heldur að eins sett í máldagana til að lýsa því, hvers konar ey þetta sje, gögnum hennar og gæðum. Eftir því, sem að framan er greint, mun enginn vafi geta á því leikið, að nafnið á vatninu — og þá líka á jörðinni og bænum — sje rjettast í elstu heimildinni, máldaga Steina prests Þorvarðssonar frá fyrri hluta 12. aldar: hreidu vatn = hreiþovatn eða hreiðuvatn, en allar aðrai myndir nafnsins í sögum og síðari máldögum eru aflaganir einar, enda má vera, að menn hafi eigi skilið fyrri lið nafnsins, og orðið því aflagast æ meir og meir, er fram liðu stundir. Á ofanverðri 13. öld mun nafnið fyrst hafa breytst íhreðuvatn og síðan í hreðavatn, ensú breyting mun þó eigi hafa á orðið fyr en á 16. öld. Má af þessu marka, að engin rök eru til að ætla fyrri lið nafnsins hafa verið viðurnefni manns, 2*

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.