Morgunblaðið - 13.11.1999, Síða 67

Morgunblaðið - 13.11.1999, Síða 67
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1999 67 FRÉTTIR Merki Flugþings ‘99. Flugþing í næstu viku REKSTRARFORM íslenska flug- samgöngukerfisins verður tekið til umræðu á Flugþingi ‘99 sem haldið verður í Reykjavík næstkomandi miðvikudag. Þar flytja tíu innlendir og erlendir fyrirlesarar erindi um ýmsar hliðar flugsamgangna og fyr- irkomulag á rekstri þeirra. Meðal erinda má nefna umfjöllun Gunnars Finnssonar, deildarstjóra hjá Alþjóða flugmálastofnuninni, um ábyrgð ríkisins í flugsamgöng- um, erindi Þorgeirs Pálssonar flug- málastjóra um hlutverk Flugmála- stjórnar í nútíð og framtíð, erindi Bian McDonnell, forstjóra írsku flugmálastofnunarinnar, um við- skiptavæðingu hennar og erindi Hreins Loftssonar, formanns fram- kvæmdanefndar um einkavæðingu um strauma og stefnur í ríkisrek- inni þjónustu. Þá fjallar Gylfi Magnússon hagfræðingur um einkafjármögnun flugstöðvar á Reykjavíkurflugvelli. Flugþing hefst með ávarpi Hilmars Baldurs- sonar, flugstjóra og formanns flug- ráðs, kl. 9 að morgni miðvikudags- ins 17. nóvember og lýkur fundum um kl. 17. Þorgerður Diðriksdóttir og Eyjólfur Valgeirsson heimilismenn á Hrafh- istu í Reykjavík undirbúa basarinn ásamt leiðbeinendum sinum, þeim Valgerði Hjartardóttur, Gerd Ellen Einarsson og Turid H. Erlendsson. * Arlegur Hrafnistu í HEIMILISFÓLK á Hrafnistu í Reykjavík vinnur þessa dagana að undirbúningi á árlegum basar sem haldinn verður í dag, laugardaginn 13. nóvember nk. á 4. hæð. A basarnum gefur að líta fjölbreytta og skemmtilega handavinnu heim- ilisfólksins, segir í fréttatilkynn- ingu. basar á Reykjavík Á Hrafnistu er að flnna ýmsa hagleiksmenn og konur. Þama er um að ræða ýmis konar föndur heimilisfólks. Meðan basarinn stendur yfir mun stjóm Ættingja- bandsins, sem er félag aðstandenda heimilisfólksins, selja vöfflur og heitt súkkulaði í samkomusalnum Helgafelli á C-4. Fj ölskyldudagur í Gullsmára ANNAR fjölskyldudagurinn í fé- lagsheimilinu Gullsmára, sem var opnað í des. 1997, verður nú laugar- daginn 13. nóv. og helst með dag- skrá kl. 14. Á dagskránni, sem flutt er af fólki á öllum aldri, mun Kór Snælands- skóla syngja nokkur lög undir stjóm Heiðrúnar Hákonardóttur, ungir dansarar frá Dansskóla Sigurðar Hákonarsonar dansa gömlu dansana, Ásrún Karlsdóttir, Eva Lind Jónsdóttir og Þómnn Ása Þór- isdóttir syngja við undirleik Kol- brúnar óskars Óskarsdóttur og Margrét Bjamadóttir íþróttaþjálfari mun bragða á leik með gestum, ung- um sem öldnum. Þá mun Guðrún Eyjólfsdóttir, eldri kona, flytja fróð- leik um fjölskylduna fyrr og nú. Veitingar verða glæsilegar að vanda og seldar á vægu verði en aðgangur að dagskránni er öllum heimill og án endurgjalds meðan húsrúm leyfir. Félagsheimilið Gullsmári er ann- að af tveimur félagsheimilum sem ætluð era sérstaklega eldra fólki í Kópavogi til samfunda og samvera. Á sumardaginn fyrsta í ár, á Ári aldraðra, vora þessi félagsheimili, Gullsmári og Gjábakki, opnuð form- lega fyrir fólk á öllum aldri, enda yf- irskrift Sameinuðu þjóðanna „þjóð- félag fyrir fólk á öllum aldri.“ Áður hafði verið mörkuð ákveðin „kyn- slóðastefna" í félags- og tómstunda- starfi eldra fólks Kópavogi t.v. með því að gefa kynslóðum tækifæri til að mæta í félagsheimilunum á svokölluðum fjölskyldudögum, segir í fréttatilkynningu. Lýst eftir vitnum FÖSTUDAGINN 5. nóvember sl. um kl. 12.50 varð umferðaróhapp á gatnamótum Háaleitisbrautar og Brekkugerðis í Reykjavík. Þar lentu saman bifreiðir af Mercedes Bens gerð rauð/vínrauð að lit og Masda 323 ljósgræn að lit. Leitað er eftir vitnum að óhapp- inu og þau beðin að gefa sig fram við rannsóknardeild lögreglunnar í Reykjavík. Stofnun foreldra- samtaka barna með klumpufót SUNNUDAGINN 14. nóvember nk. klukkan 17.00 verður haldinn stofnfundur samtaka foreldra bama með klumpufót í sal Um- hyggju á Laugavegi 7. Þeir sem tengjast þessu málefni á einhvera hátt era velkomnir á fundinn og til að taka þátt í stofnun samtakanna. R|„ ||j h|„ fevKJAte^Í WIU UI UIU BORGARLEIKHÚSIÐ BH I'RIINAR! ll'Sii'' Leikritið Leit að vísbendingu um vitsmunalíf í alheiminum er í leikstjórn Maríu Sigurðardóttur. Með aðalhlutverk fer Edda Björgvinsdóttir. /í>mbl.is V —e/T-mi#\£y rJÝTT-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.