Morgunblaðið - 13.11.1999, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 13.11.1999, Blaðsíða 62
62 LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÍSLENDINGAR verja hátt á fjórða milljarð króna til tannheilbrigðismála. Almannatryggingar standa straum af kostnaði um fjórðungs af þessari upphæð þ.e. einum milljarði en al- " menningur af þremur fjórðu hlutum þ.e. af þremur milljörðum. Mjög seig á ógæfu- hliðina í upphafi þessa áratugar þegar kostn- aðarhlutdeild not- enda, aldraðra og ör- yrkja og einnig barna var aukin. Börn og unglingar undir 16 ára aldri höfðu í byrjun áratugarins fengið allan tannlæknakostnað sinn endur- greiddan en á árunum 1992 og 1993 var þessi endurgreiðsla færð í áföngum niður í 75%. Pessu var harðlega mótmælt á sínum tíma enda kom á daginn í skýrslu sem landlæknisembættið birti árið 1997 að tekjulágt fólk var far- ið að veigra sér við því að leita til tannlæknis af fjárhagsástæðum. A þessu ári var gerð sú jákvæða breyting á stuðningi við unglinga að viðmiðunaraldurs- mörkin voru færð upp í 17 ár. Eftir sem áður er greiðsluhlutfallið 75%. Þetta var þó mjög mikilvægt spor í rétta átt. Fjárhagslegt stórmál En ekki er síður mikilvægt að huga að forvarnarstarfi á meðal barna og unglinga en endur- greiðsluhlutfallinu. Forvamar- starfið skiptir máli fyrir heilsu og líðan viðkomandi einstaklinga og peningalega er hér um stórmál að ræða. Það er óumdeilt að vel Tennur Ef þetta stenst, segir Ögmundur Jónasson, er um að ræða 2.500 börn og unglinga á skólaskyldu- aldri sem ekki hafa leitað til tannlæknis um árabil. heppnaðar forvarnir á þessu sviði lækninga geta sparað háar fjár- upphæðir. Ég hef sem aðrir fylgst með rökræðum sérfræðinga um þetta efni. Það sem mér fínnst standa upp úr er þetta: A undan- förnum árum hefur þokað í rétta átt og mun að hluta mega rekja það til bættrar tannhirðu þar á meðal flúomotkunar í tannkremi og við sérstaka flúormeðhöndlun. Við erum á framfarabraut Samkvæmt upplýsingum heil- brigðisráðherra vora 2,2 tennur skemmdar að meðaltali í norrænu 12 ára barni að Islendingum und- anskildum árið 1990 en 4,1 tönn í íslenska baminu. Upp úr miðjum áratugnum var þetta hlutfall orðið svipað hér á landi og annars staðar á Norðurlöndunum eða um ein og hálf skemmd tönn að meðaltali. En hvar era þá skemmdu tenn- umar? Margt bendir til að þær sé að finna í þeim hópi sem ekki sinn- ir nægilega tannhirðu eða er með veikar tennur og hefur ekki að- gang að forvömum til dæmis sér- stakri flúormeðferð. Að mínum dómi þarf að einhenda sér á þenn- an hóp, finna hann og veita honum meðferð. Styrlq'a þarf forvarnar- starf í skólum Eftir að einkatannlæknastofur fóru að leysá skólatannlæknastof- ur af hólmi virðist tilhneigingin vera sú að vaxandi hópur ung- menna fari hvorki til einkatann- læknis né til skólatannlæknis. Ekki eru til óyggjandi tölur um hve mörg börn hér er um að ræða en varfærin tilgáta væri á bilinu 5 af hundraði. Ef þetta stenst er um Eflurn forvarnir í tannlækningum Ögmundur Jónasson að ræða um 2.500 börn og unglinga á skólaskyldualdri sem ekki hafa leitað til tannlæknis um árabil. Hugsanlegt er að sum þessara bama leiti ekki læknis af pen- ingaástæðum, önnur vegna þess að enginn er til þess að veita þeim það aðhald sem skólatannlæknastof- urnar gerðu. Heilbrigðisráðherra á jákvæðum nótum? A Alþingi beindi undirritaður þeirri spumingu til heilbrigðisráð- herra hvort til stæði að styrkja for- vamarstarf í skólum. Kvað heil- brigðisráðherra slíkt vera í athugun og var ekki annað að heyra en sú athuigun væri á já- kvæðum nótum. Eg tel brýnt að slík endurskoðun taki til landsins alls. Misrétti hefur ríkt á milli höf- uðborgarsvæðisins og landsbyggð- arinnar og er nauðsynlegt að boðið verði upp á forvarnarstarf í öllum skólum landsins. Reyndar kom það fram í máli heilbrigðisráðherra að samkeppnislög yllu mönnum erfið- leikum hvað forvarnarstarf í skól- um snertir. Forvörnin væri orðin markaðsvara og ekki mætti mis- muna í verðlagningu. Við þessu er að mínum dómi aðeins til eitt svar: Allt forvarnarstarf inn í skólana. Höfundur er alþingismaður og formaður BSRB. Húsgögn, ljós °g gj^favörur ns > '3 Munið brúðargjafalistann Fákafeni 9 Reykjavík Simi 568 2866 Jólasveinabúningar og frímerki í Ráðhúsinu 13. og 14. nóvember kl. 12 tit 18 Nýju jólasveinabúningarnir voru valdir úr 30 tillögum sem bárust í samkeppni sem Þjóðminjasafnið efndi til í fyrravetur. Við gerð á jólafrímerkjum í ár var einnig tekið mið af niðurstöðum samkeppninnar. Gefin voru út 13 mismunandi frímerki þar sem jólasveinarnir skrýðast nýju búningunum og eru þau sýnd í Ráðhúsinu. Hvað eigum við nú að gera, Búkolla mín? í , ÞJÓÐSÖGUM Jóns Árnasonar er æv- intýrið um Búkollu. Þar spyr karlsson, þegar allt er komið í óefni og skessan er að ná þeim Búkollu. „Hvað eigum við nú að gera, Búkolla mín? Menn geta í dag dregið lærdóm af þessu ævin- týri og gert eins og Búkolla mælti fýrir um; „Taktu hár úr hala mínum og leggðu það á jörðina." Fyrst var það elfan, síðan eldurinn og að lokum fjallið, sem varð óyfirstíganlegt. Og skessan dagaði uppi í holu þeirri, sem hún boraði með nafar á fjallið. Það ætti prenta og lesa þjóð- söguna í öllum fjölmiðlum landsins, Kúainnflutningur Ef leyfíð fæst, er þá ekki næst að breyta íslenska hestinum? spyr Hreggviður Jónsson. Hann er svo smávaxinn. til umhugsunar og til vamar fyrir íslenska kúakynið. I grein í Morgunblaðinu skrifar Haraldur Blöndal um málið og tek- ur einarða afstöðu gegn atlögunni, sem nú er gerð til að eyðileggja ís- lenska kúakynið, sem örfáar skess- ur og tröll standa fyrir, með bola frá Noregi í eftirdragi. Þær staðreyndir, sem liggja á borðinu í málinu eru í stuttu máli þessar; íslenska kúakynið er eitt af örfá- um kúakynum í heiminum, sem hefur verið erfðafræðilega óbreytt um aldir og flokkast, þar með undir menningarverðmæti og alheims- menningararf, eins og íslenski örn- inn. Ekki alls fyrir löngu sá ég heimOdamynd, þar sem sýnt var hvernig hefur farið fyrir ævagöml- um kúakynum og þau eyðOögð með kynbót- um. Óbætanlegur skaði og skammsýni í nafni vísinda og falskra vona um betri arðsemi. Islenska kúakynið er ekki síðra hvað varðar mjókurmagn kúa, en það norska. Hins vegar hafa búskussar haldið meðaltalinu niðri. Islenska kúakynið framleiðir meira magn mjólkur á fóð- ureiningu, en það norska. íslenska kúakynið getur nýtt vema fóður, en það norska. Islenska kúakynið þarf minna land og minna húsnæði, en það norska. Islenska kúakynið er þar með umhverfisvænna og grænna, en það norska. Gæði íslensku mjólkurinnar era mikO og hún hefur aðra eiginleika en eru í þeirri norsku. Ekki er skortur á mjólkurafurð- um í landinu, heldur hefur orðið að halda í við framleiðendur. Verði leyft að flytja inn norska erfðavísa og breyta hinu íslenska kúakyni er mikill skaði skeður. Eini ljósi punkturinn er sá, að þegar í stað er hægt að leyfa frjáls- an innflutning á norskri mjólk og mjólkurafurðum og hætta ber opin- berum greiðslum til kúabænda. Ef leyfið fæst, er þá ekki næst að breyta íslenska hestinum? Hann er svo smávaxinn. Þá er ekki síður ástæða til að breyta íslensku sauð- kindinni, hún lenti ekki nema í sjöunda sæti í keppni evrópskra neytenda um bragð og gæði, kjöts- ins. Þar höfum við góða reynslu frá fyrri tíð. Mæðiveiki, kláði og karak- úla, húrra. Að lokum minni ég á ræðu for- sætisráðherra Davíðs Oddssonar, 17. júní í ár, þar sem hann bað menn um að fara sér hægt í þessum efnum. Höfundur er fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hreggviður Jónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.