Morgunblaðið - 13.11.1999, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 13.11.1999, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR NEYTENDUR Salurinn, Kópavogi Kammersveitin Aldubáran KAMMERSVEITIN Aldubáran frá Færeyjum heldur tónleika í Salnum í Tónlistarhúsi Kópvogs, á morgun, sunnudag, kl. 16. Á efnis- skránni er eingöngu tónlist eftir færeyska tónskáldið Sunleif Ras- mussen og verður hann viðstaddur tónleikana. Verkin sem flutt verða eru Hoyrdu tit havsins andalag, Dansandi regndropar, Sum hin gylta sól, Echoes of the Past og frumflutningur á verkinu Mozaik/ Miniature. Sunleif Rasmussen Færeyska tónskáldið Sunleif Rasmussen er fæddur á Sandur 19. mars 1961, en er nú búsettur í Dan- mörku. 16 ára gamall fór hann til Óslóar og lærði þar tónfræði og píanóleik. Árið 1984 hitti hann Atla Heimi Sveinsson tónskáld og varð það til þess að hann sneri sér að tónsmíðum. Hann fluttist ásamt fjölskyldu sinni til Danmerkur árið 1988 til að undirbúa sig fyrir inn- tökupróf í Konunglega danska tón- listarháskólann í Kaupmannahöfn og lauk þaðan burtfai-arprófi í tón- smíðum árið 1995. Hann er tilnefnd- ur til Tónlistarverðlauna Norð- urlandaráðs, íyrstur Færeyinga. Sunleif segir að Hoyrdu tit hafs- ins andalag sé eitt af fyrstu verkum sínum fyrir hljóðfæri, samið 1984. Dansandi regndropar var samið fyrir danska og breska ríkisútvarp- ið (BBC). Það var framflutt 1996 í útvarpshúsinu í Kaupmannahöfn af bresku kammersveitinni Capri- com. Raindrops skrifað hann sem undirbúning að fyrstu sinfóníu sinni, sem verður framflutt í Norð- urlandahúsinu í Færeyjum 1. apríl árið 2000. Sum hin gylta sól er sam- ið 1993 og er titillinn sóttur til gam- als færeysks sálmalags. Echoes of the Past var samið að beiðni Auðar Hafsteinsdóttur fiðluleikara og var framflutt og fékk verðlaun á Myrk- um músíkdögum í Reykjavík 1993. Síðasta verkið sem flutt verður á tónleikunum á morgun, Mozaik / Miniature, skrifaði Rasmussen fyr- ir tónleikana í Salnum. Rasmussen hefur hlotið ýmsar viðurkenningar, m.a. hlaut hann viðurkenningu frá danska tón- skáldafélaginu 1993 og 1997 fékk hann þriggja ára starfslaun frá Statens Kunstfonds. Kammersveitn Aldurbáran Kammersveitin Aldurbáran er skipuð þeim Andreu Heindriksdótt- ur á flautu, Önnu Klett á klarínett, 0ssuri Bæk á fiðlu og Jóhannesi Andreasen á píanó. Kammersveitin var stofnuð árið 1995 af sjö ungum færeyskum tón- listarmönnum. Sveitin er skipuð flautu-, klarinett- og hornleikara, tveimur fiðluleikurum auk gítar- leikara og píanóleikara. Sveitin hef- ur nú þegar frumflutt fjölda verka eftir færeysk sem og annarra þjóða tónskáld en færeysk tónlist er oft í forgranni á efnisskránni. Aldubár- an hefur auk fjölbreytts tónleika- halds innanlands sem utan hljóðrit- að fyrir bæði útvarp og sjónvarp. Tónleikamir í Salnum era haldn- ir á vegum Norðurlandahússins í Færeyjum og er miðaverð 1.200 kr. Tónleikamir standa í um 50 mínút- ur og verður ekket hlé. Salurinn, Kópavogi Einleiks- tónleikar Guðna Franzsonar GUÐNI Franzson klarinettuleik- ari heldur einleikstónleika í Saln- um í Tónlistarhúsi Kópavogs á morgun, sunnudag, kl. 20:30. Guðni leikur nokkur af helstu einleiksverkum líðandi aldar fyrir klarínettu. Meðal höfunda sem eiga verk á efnisskránni eru Stravinsky, Messiaen, Berio, Boulez, Donatoni og Reich auk Þórólfs Eiríkssonar og Hauks Tómassonar. „Klarínettan verður í aðalhlut- verki en einnig verður músíkin leik- in af diskum og tölvu. Ef til vill verður þetta í síðasta skipti sem ég- leik þessi verk. Heyra þau fortíð- inni til eða er þetta upptaktur að Guðni Franzson gengur í lið með Kára á æfingu fyrir tónleikana í Salnum. framtíðarmúsík 21. aldarinnar?" sagði Guðni. Tónleikarnir era hluti af röð ein- leikstónleika sem Caput-hópurinn stendur fyrir í Salnum, Næstu ein- leikstónleikar Caput í Salnum, era sunnudagskvöldið 21. nóvember kl. 20:30, en þá leika þeir Eiríkur Öm Pálsson á trompet og Sigurður Þor- bergsson á básúnu. Miðapantanir og sala í anddyri Salarins alla virka daga frá kl. 9-16 og frá kl. 19-20:30 tónleikadaga. Sönghópurinn Gríma á síðustu tón- leikum Norðurljósa SÍÐUSTU tónleikar Norðurljósa, tónlistarhátíðar Musica Antiqua í Listasafni íslands, verða ámorgun, sunnudag kl. 20. Á tónleikunum syngur sönghóp- urinn Gríma enska, franska og ít- alska dansa og söngva frá endur- reisnartímanum, m.a. eftir Susato, Attagnant, Arcadelt, de Rore, Ga- stoldi, Holborne og Dowland, en verk eftir þann síðastnefnda skipa stóran sess í efnisskránni. Sönghópinn Grímu skipa þau Kristín Ema Blöndal sópransöng- kona, Guðrún Edda Gunnarsdóttir altsöngkona, Gísli Magnason tenór- söngvari og Benedikt Ingólfsson bassasöngvari, en þau era öll félag- ar í Schola Cantorum, kór Hall- grímskirkju. Hljóðfærahópinn skipa þau Camilla Söderberg, Helga Aðal- heiður Jónsdóttir, Ragnheiður Haraldsdóttir og Þórdís Heiða Kristjánsdóttir blokkflautuleikarar ásamt þeim Ólöfu Sesselju Óskars- dóttur gömbuleikara og Snorra Emi Snorrasyni lútuleikara. Ný könnun sýnir að gæðum grænmetis hefur hrakað Tilviljun virðist ráða gæðum gra'imietis Morgunblaðið/Kristinn Framkvæmt var gæðamat á jöklasalati, tómötum og grænni papriku Gæðum á grænmeti hef- ur hrakað á síðustu vik- um samkvæmt nýrri gæðakönnun. Hagkaup er nú í neðsta sæti ás- amt Nettó en í síðustu könnun var grænmetið best í Hagkaupi og Fjarðarkaupum. Að þessu sinni er besta grænmetið í Sam- kaupum. KÖNNUNIN sem um ræðir var gerð á vegum Samstarfsverkefnis Neytendasamtakanna og ASI-fé- laga á höfuðborgarsvæðinu en Mat- vælarannsóknir Keldnaholti fram- kvæmdu gæðamatið. Ágústa Ýr Þorbergsdóttir, verk- efnisstjóri samstarfsverkefnisins, segir að könnun sem framkvæmd var 8. október sl. hafi hæsta heild- areinkunn verið 3,7 en í gæðakönn- uninni sem fram fór í byrjun þess- arar viku var hæsta heildareinkunnin 3,3. Samkaup með hæstu einkunn Hæstu heildareinkunn fær Sam- kaup með 3,3, sem er jafnframt sama einkunn og verslunin fékk í síðustu könnun en þá var Samkaup í fjórða sæti. Ágústa segir að fjórar verslanir deili öðru sætinu með heildareink- unnina 3,2, Nýkaup, 10-11, 11-11 og Fjarðarkaup. Nýkaup fær sömu einkunn og síðast, 10-11 hækkar um 0,2 stig og 11-11 hækkar sig mest eða um 1,2 stig. Fjarðarkaup lækkar um 0,5 stig í heildareinkunn. Þriðja sæti deila Bónus og Nóatún með heildareinkunn- ina 3. Nóatún stend- ur í stað en græn- metinu í Bónus hrakar samkvæmt þessu um 0,5 stig frá síðustu könn- un. Lestina reka síðan Hagkaup og Nettó með heildareinkunnina 2,5. Við þetta hrapar Hagkaup úr fyrsta sæti og lækkar um 1,2 stig.“ Ágústa segir að ekki hafi verið til græn paprika í Strax, sem skýri að henni sé ekki gefin heildareinkunn, en hún bendir á að verslunin komi vel út í gæðamati á jöklasalati og tómötum. Þá bendir Ágústa á að sú breyt- ing hafi orðið frá síðustu könnun að allar verslanimar nema ein séu famar að selja erlenda tómata í stað ís- lenskra. Gæðamat Það var Valur N. Gunnlaugsson sem vann gæðamatið íyrir Sam- starfsverkefni NS og ASI en hann hefur að sögn Ágústu metið fjölda grænmetissýna. Gefn- ar voru einkunnir fyrir útlits- og bragðþætti og voru upplýsingar skráðar á stöðluð eyðublöð. Sýna- Samkaup var með besta grænmetið að þessu sinni í þættinum Eldhús sannleikans sem sýndur var í ríkissjónvarpinu í gær, föstudag, var elduð lambal- ifur og búið til rauðlauksmarmel- aði. Gestir þáttarins voru Sigríð- ur Amardóttir fjölmiðlakona og Gunnar Dal rithöfundur. Lambalifur fyrir heimspekinga og adra hugsuði 800 gr. lambalifur, skorin í 1 cm. breiða strimla. __________1 /2 lítri vatn____ 1 dl. rauðvínsedik hveiti, kryddsaltog pipar. 1 msk. matarolía 2 msk. smjör. 1 laukur, fínt saxaður. 1 dl. fínt saxað svínaflesk (beikon) 1 msk. kapers. A. Blandið saman vatni og rauðvínsediki, blandið saman hveiti, kryddsalti og pipar. Setjið lifrina í ediksblandað vatnið. B. Takið lifrarsneiðamar upp úr vatninu og þerrið þær. Veltið þeim upp úr krydduðu hveitinu. C. Setjið matarolíuna á pönn- una. Þegar hún er orðin heit er smjörið sett á pönnu. Þegar það er bráðnað era lifrarstrimlarnir snöggsteiktir báðum megin (15 sek. á hvorri hlið). Lifrin tekin af pönnunni og sett í skál. D. Setjið svínafleskið (beikon- ið) og laukinn á pönnuna. Þegar beikonið fer að taka lit og laukur- Eldhús sannleikans inn er orðinn mjúkur er kapers- inn settur á pönnuna. E. Lifrin er nú sett á pönnuna og lok á hana. Lifrin er hituð í augnablik, hún má ekki steikjast meira. Rauðlauks- marmelaði 4 rouðir laukar, fínt saxaðir _______1/2 dl. ólífuolía__ _________msk. smjör_______ 2 msk. balsamic-edik ________tsk. sojqsósa_____ svartur pipqr. Hitið olíuna í potti, setjið lauk- inn í pottinn og steikið hann. Þeg- ar hann er orðinn mjúkur er hit- inn undir pottinum lækkaður og lok sett á hann. 2. Laukurinn er látin malla í pottinum í 15 mín. Þá er balsamic-edikið sett í pottinn og laukurinn steiktur áfram í um 10 mín. 3. Næst er smjörið sett í pottinn og því næst sojasósan. Laukurinn er svo kryddaður með svörtum pipar eftir smekk. Berið lifrina fram með rauðlauksmar- melaðinu og hýðishrísgrjónum. Pasta með reyktum laxi Svona gerir Sirrý: _________500 g pasto___ (helsl ferskt eggjgpastg) ____________30 g smjör_____________ __________1 /2 (lítill) laukur_____ 150 g reyktur lax 2 dl rjómi Svartur pipar úr kvörn Bræðið smjörið og látið laukinn mýkjast í því án þess að dökkna. B. Grófsaxið helminginn af lax- inum og setjið hann út í ásamt rjómanum. Hitið þetta varlega, setjið það síðan í hnífakvörn og búið til slétt mauk. C. Skerið afganginn af laxinum í mjóar ræmur. Sjóðið pastað. Látið renna af þvi og hellið því í skál. D. Bætið laxasósunni við. Hrærið þetta vandlega saman og bætið við ögn af pipar. Blandið laxaræmunum saman við og berið réttinn strax fram. Borið fram með tómatsalati. Tómatsalat Nokkrir fallegir tómatar Örlítill, fínt skorinn laukur __________fersk basilika_______ ____________Olíusósa:__________ olífuolía, __________hvítvínsedik,________ sglt og pipar Tómatar skornir í þunnar sneiðar og raðað á disk. Laukur látinn yfir og dressingunni svo hellt yfir. Miklu af ferskri basilíku er stráð yfir og salatið látið bíða í kæli í nokkra stund.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.