Morgunblaðið - 13.11.1999, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 13.11.1999, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR sýningannnar. INTERNATIONAL ART INVITATIONAL EXH\B\T\ON OF QINGOAO 99 Verk þriggja íslenskra myndlistarmanna á stórri alþjóðlegri sýningu í Kína Hefðbundin myndlist hæst skrifuð af öllum listformum í Kína s A stórrí alþjóðlegri listsýniiigu sem haldin var í borginni Qingdao í Kína í lok ágúst sl. voru verk eftir þrjá íslenska listamenn. Margrét Sveinbjörnsdóttir hitti tvo þeirra á dögunum og fékk að heyra undan og ofan af ferð þeirra í austurveg. Ólafur Egilsson sendiherra og Gerður Gunnarsdóttir myndhöggvari. Við hlið Gerðar má sjá verk hennar, „Fiðluleikarann“ og „Hljóm- sveitarstj órann“. ÆR Gerður Gunnarsdóttir myndhöggvari og Ásta Ólafs- dóttir myndlistarmaður hugsuðu sig ekki tvisvar um þegar þeim bauðst að taka þátt í hinni al- þjóðlegu stórsýningu, sem haldin var í fyrsta sinn dagana 27. - 31. ágúst sl. Tryggvi Ólafsson listmál- ari átti aftur á móti ekki heiman- gengt en sendi engu að síður verk á sýninguna. Qingdao og útborgir hennar telja um fimm miiljónir íbúa. Borgin stendur við Gulahafíð, um 600 km suðaustur af Bejing. Alls tóku yfir hundrað listamenn frá hinum ýmsu heimshornum þátt í sýningunni, sem var haldin í nýbyggðri menn- ingarmiðstöð borgarinnar í tengsl- um við níundu alþjóðlegu bjórhátíð- ina í Qingdao. Þetta er í fyrsta sinn sem svo stór listsýning er haldin í borginni en ætlunin er að framhald verði þar á. Að sögn þeirra Ástu og Gerðar hafa aðstandendur sýning- arinnar uppi áform um það að hún bætist í hóp alþjóðlegra stórsýninga á borð við Feneyjatvíæringinn, Documenta í Kassel, og viðlíka sýningar í Jó- hannesarborg, Istanbúl, Sao Paulo og Kóreu. „Ýmislegt hef ég nú séð gerast í Nýlistasafninu..." Þær Ásta og Gerður ljúka báðar miklu lofsorði á skipuleggjendur sýningarinnar, sem fengu allt til að ganga upp að því er virtist áreynslu- laust. „Hefðbundin myndlist er hæst skrifuð af öllum listformum í Kína og skipuleggjendumir báru okkur listamennina á höndum sér og við máttum helst ekkert gera sjálf,“ segir Ásta. Hún kom til Ásta Ólafsdóttir og verk henn- ar á sýningunni í Qingdao. Qingdao tveimur dögum áður en sýningin var opnuð. „Þá var ekki einu sinni búið að leggja rafmagn í húsið og varla búið að múra að inn- an salina - ýmislegt hef ég nú séð gerast í Nýlistasafninu en hef þó aidrei fyrr séð ófrágengna sali breytast í yfirgripsmikla mynd- listarsýningu á eins skömmum tíma. Svo var opnað tveimur dögum seinna með með pomp og prakt, þykkri sýningarskrá og útgáfu á fyrstadagsfrímerkjum," segir Ásta. Sjálf hafði Ásta verkin sín fimm með sér undir hendinni til Kína en Gerður sendi sín á undan sér, enda höggmyndimar hennar þrjár öllu fyrirferðarmeiri. Tryggvi sendi níu verk til að gefa sýningarstjórunum færi á að velja úr þeim. „Þeir voru svo hrifnir af verkunum hans að þeir settu þau öll upp,“ segir Gerð- ur. Listasafn Qingdao er í gömlum musterisgarði í miðborginni en í framtíðinni mun það hafa aðsetur í nýju menningarmiðstöðinni. Með sýningunni var það að safna verkum í nútímalistadeild sína en listamönn- unum sem þátt tóku var gert að gefa safninu eitt verk hver af þeim sem sýnd voru. Ómetanlegt starf sendiherrans Opnunarhátíð sýningarinnar var mikil skrautsýning, að sögn Gerðar. Dúfum og marglitum blöðrum var sleppt upp í himininn, lúðrasveit lék og drekar liðuðust um svæðið. Asamt borgarstjóranum í Qingdao héldu opnunarræður Ólafur Egils- son, sendiherra íslands í Kína, og lússneski sendiherrann. Gerður og Ásta segja Ólaf og eiginkonu hans, Rögnu Ragnars, vinna ómetanlegt starf í því að koma á og efla menn- ingarleg tengsl íslands og Kína og þær hvetja til þess að íslendingar gefi Kínverjum meiri gaum, hvort heldur er í menningarlegu eða við- skiptalegu augnamiði. „ísland er merkilegt land í augum Kínverja og í Kína virðast allir vita hvar Island er. Það er okkar hagur að troða ekki endalaust marvaða á landakortinu, heldur ferðast og verða sýnileg. Kína er gríðarlega mikilvægt land, bæði í efnahags- og menningarlegu tilliti, og fom menning hefur djúpar rætur í hug og hefðum Kínveija. Við á íslandi erum í góðri aðstöðu núna til þess að leggja grunninn að öflug- um menningarlegum samskiptum á milli landanna," segir Ásta - og báð- ar eru þær á því að þjóðimar verði að efla kynnin sín á milli. Kanadískur leikhópur á leið landsins Sýnir leikrit um íslenska innflytjendur KANADISKUR leikhópur er á leið til landsins í boði forseta Islands til að sýna leikrit um íslenska innflytjendur í Vest- urheimi. Verður verkið, „In the Wake of the Storm", sýnt á þremur stöðum, í Reykjavík, á Akureyri og á Sauðárkróki dagana 20.-29. nóvember. Sextán leikarar eru í hópn- um, sem er frá Edinborg í Norður-Dakóta, en vitað er að einhverjir makar og ættingjar hafa hug á að vera með í för. Ólafur Ragnar Grímsson forseti sá sýninguna þegar hann var á ferð í Norður- Dakóta síðastliðið sumar og bauð hópnum til Islands i kjölfarið. Talsmaður hópsins, Nancy Geir-Boe, tekur tækifærinu opnum örmum en hún segir menn aldrei hafa látið sig dreyma um að sýna leikritið á Islandi. Hðfundurinn, Lauga Geir, var frænka Nancy en verkið var skrifað á sjötta ára- tugnum. „In the Wake of the Storm", sem hefur verið sýnt víðsvegar í Norður-Dakóta og Manitóba, er dramatiskt verk og gerist í byggðum Vestur-Islendinga 1897. Að sögn Nancy er harm- ur rauði þráðurinn í verkinu en þó mun vera slegið á létta strengi inn á milli. Nancy segir suma leikendur vera af íslensku bergi brotna og hafa þeir hug á að taka hús á íslenskum ættingjum sfnum hér á landi en jafnframt er fyrirhugað að forsetinn taki á móti hópnum á Bessastöðum á meðan á dvölinni stendur. í leikhópnum er að flnna eftirnöfn á borð við Einerson, Gustafson, Haldorson og Geir. Þar er líka Magnus nokkur Olafson. Kunnuglegt nafn á ís- lensku leiksviði. Skvap skaparans 1V1I11IIL15T Gallerí Sævars Karls, Bankasiræti 7 LJÓSMYNDIR STEPHANSTEPHENSEN Til 19. nóvember. Opið á verslunar- tíma. Aðgangur ókeypis. RAUNSÆIÐ býður mönnum „kalt mat“ eins og Stephan Stephensen kallar ljósmyndasýningu sína af ístrum ýmissa karlmanna í Gallerí Sævars Karls. Stephan er ekki fyrsti listamaðurinn í listasögunni til að velta sér upp úr holdafari manna. Þótt ekki væri farið aftar en til millistríðsáranna má sjá sæg af listamönnum beggja vegna hafs gera sér mat úr mannslíkamanum með vægast sagt nöturlegum hætti. Af öllum þeim sem höfðu nýraun- sæja túlkunarhætti að leiðarljósi var Chicago-búinn Ivan Albright þó sýnu afdráttarlausastur. Albright dvaldi við fellingar holdsins með slíkri elju að sumar myndir hans urðu aldrei fullgerðar, enda var hann fenginn til Holly- wood á stríðsárunum ásamt tví- burabróður sínum, Malvin Marr, til að mála myndina af Dorian Gray fyrir samnefnda kvikmynd byggða á skáldsögu Oscars Wilde. Ivan Al- bright sá um málun á þeirri mynd sem sýnir Gray sem hryllilegt af- skræmi. Hálfri öld síðar, eða 1993, fór breski málarinn Lucian Freud - bamabam sálkönnuðarins austur- ríska - í fötin Albrights og gerði of- fitu og skvap að yrkisefni sínu í nokkmm nektarmyndum af körlum og konum. Eins og fram kom hjá Albright var málarinn að henda gaman að þeirri trúarlegu fullyrðingu að Guð hefði skapað manninn í eigin mynd, Eitt af verkum Stephans Step- hensen á sýningunni „Kalt mat“ í Gallerí i Sævars Karls. en líklega ræður eilítill uppreisna- randi gjörðum Stephans og fleiri sem feta vilja í fótspor áðumefndra listamanna. Yfir hvem þann sem er kaffærður í Kellogg’s-auglýsing- unni um varðveislu tálgaðs holda- fars, eða hopp og híi eróbik-þrenn- ingarinnar í Sjónvarpskringlunni, hlýtur að koma óstöðvandi löngun til að snúa þessum endalausa megr- unarvaðli upp í andhverfu sína með því að ákalia raunsæið og heimta opinberan mannslíkamans eins og hann er í flestum tilvikum. Sannleikurinn er sá að Ijósmynd- ir Stephans - Cibachrome-litprent ef að líkum lætur - era mun fallegri en virðist við iyrstu sýn. Kátbros- legt myndefnið yfirskyggir vel temprað litaspilið, sem er þegar öll kurl koma til grafar miklu nær ríkulega útfærðu málverki en mann granar. Þannig era ljósmyndir Stephans framhald af portrettmál- un fyrri tíðar nema hvað sjónum er beint eilítið neðar en menn eiga að venjast. Halldór Björn Runólfsson Sigrún Eldjárn mynd- listarmaður mánaðarins MYNDLISTARMAÐUR nóvem- bermánaðar í Gallerí Reykjavík, Skólavörðustíg 16, er Sigrún Eld- járn. Sigrún útskrifaðist úr grafík- deild myndlista- og handíðaskóla íslands árið 1977. Hún hefur haldið 14 einkasýn- ingingar auk fjölda samsýninga bæði innanlands og utan. Hún er einnig þekkt íyrir ritstörf sín og hefur hlotið fjölmarga viðurkenn- ingar á því sviði. Til sýnis í galleríinu era olíumál- verk, vatnslitamyndir og grafík- verk. Sigrún verður sjálf á staðnum í dag, laugardag, kl. 14-16 og fræðir gesti og gangandi um verk sín. Gallerí Reykjavík opið alla virka daga milli 10 og 18 og 11 og 16 á laugardögum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.