Morgunblaðið - 13.11.1999, Page 67

Morgunblaðið - 13.11.1999, Page 67
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1999 67 FRÉTTIR Merki Flugþings ‘99. Flugþing í næstu viku REKSTRARFORM íslenska flug- samgöngukerfisins verður tekið til umræðu á Flugþingi ‘99 sem haldið verður í Reykjavík næstkomandi miðvikudag. Þar flytja tíu innlendir og erlendir fyrirlesarar erindi um ýmsar hliðar flugsamgangna og fyr- irkomulag á rekstri þeirra. Meðal erinda má nefna umfjöllun Gunnars Finnssonar, deildarstjóra hjá Alþjóða flugmálastofnuninni, um ábyrgð ríkisins í flugsamgöng- um, erindi Þorgeirs Pálssonar flug- málastjóra um hlutverk Flugmála- stjórnar í nútíð og framtíð, erindi Bian McDonnell, forstjóra írsku flugmálastofnunarinnar, um við- skiptavæðingu hennar og erindi Hreins Loftssonar, formanns fram- kvæmdanefndar um einkavæðingu um strauma og stefnur í ríkisrek- inni þjónustu. Þá fjallar Gylfi Magnússon hagfræðingur um einkafjármögnun flugstöðvar á Reykjavíkurflugvelli. Flugþing hefst með ávarpi Hilmars Baldurs- sonar, flugstjóra og formanns flug- ráðs, kl. 9 að morgni miðvikudags- ins 17. nóvember og lýkur fundum um kl. 17. Þorgerður Diðriksdóttir og Eyjólfur Valgeirsson heimilismenn á Hrafh- istu í Reykjavík undirbúa basarinn ásamt leiðbeinendum sinum, þeim Valgerði Hjartardóttur, Gerd Ellen Einarsson og Turid H. Erlendsson. * Arlegur Hrafnistu í HEIMILISFÓLK á Hrafnistu í Reykjavík vinnur þessa dagana að undirbúningi á árlegum basar sem haldinn verður í dag, laugardaginn 13. nóvember nk. á 4. hæð. A basarnum gefur að líta fjölbreytta og skemmtilega handavinnu heim- ilisfólksins, segir í fréttatilkynn- ingu. basar á Reykjavík Á Hrafnistu er að flnna ýmsa hagleiksmenn og konur. Þama er um að ræða ýmis konar föndur heimilisfólks. Meðan basarinn stendur yfir mun stjóm Ættingja- bandsins, sem er félag aðstandenda heimilisfólksins, selja vöfflur og heitt súkkulaði í samkomusalnum Helgafelli á C-4. Fj ölskyldudagur í Gullsmára ANNAR fjölskyldudagurinn í fé- lagsheimilinu Gullsmára, sem var opnað í des. 1997, verður nú laugar- daginn 13. nóv. og helst með dag- skrá kl. 14. Á dagskránni, sem flutt er af fólki á öllum aldri, mun Kór Snælands- skóla syngja nokkur lög undir stjóm Heiðrúnar Hákonardóttur, ungir dansarar frá Dansskóla Sigurðar Hákonarsonar dansa gömlu dansana, Ásrún Karlsdóttir, Eva Lind Jónsdóttir og Þómnn Ása Þór- isdóttir syngja við undirleik Kol- brúnar óskars Óskarsdóttur og Margrét Bjamadóttir íþróttaþjálfari mun bragða á leik með gestum, ung- um sem öldnum. Þá mun Guðrún Eyjólfsdóttir, eldri kona, flytja fróð- leik um fjölskylduna fyrr og nú. Veitingar verða glæsilegar að vanda og seldar á vægu verði en aðgangur að dagskránni er öllum heimill og án endurgjalds meðan húsrúm leyfir. Félagsheimilið Gullsmári er ann- að af tveimur félagsheimilum sem ætluð era sérstaklega eldra fólki í Kópavogi til samfunda og samvera. Á sumardaginn fyrsta í ár, á Ári aldraðra, vora þessi félagsheimili, Gullsmári og Gjábakki, opnuð form- lega fyrir fólk á öllum aldri, enda yf- irskrift Sameinuðu þjóðanna „þjóð- félag fyrir fólk á öllum aldri.“ Áður hafði verið mörkuð ákveðin „kyn- slóðastefna" í félags- og tómstunda- starfi eldra fólks Kópavogi t.v. með því að gefa kynslóðum tækifæri til að mæta í félagsheimilunum á svokölluðum fjölskyldudögum, segir í fréttatilkynningu. Lýst eftir vitnum FÖSTUDAGINN 5. nóvember sl. um kl. 12.50 varð umferðaróhapp á gatnamótum Háaleitisbrautar og Brekkugerðis í Reykjavík. Þar lentu saman bifreiðir af Mercedes Bens gerð rauð/vínrauð að lit og Masda 323 ljósgræn að lit. Leitað er eftir vitnum að óhapp- inu og þau beðin að gefa sig fram við rannsóknardeild lögreglunnar í Reykjavík. Stofnun foreldra- samtaka barna með klumpufót SUNNUDAGINN 14. nóvember nk. klukkan 17.00 verður haldinn stofnfundur samtaka foreldra bama með klumpufót í sal Um- hyggju á Laugavegi 7. Þeir sem tengjast þessu málefni á einhvera hátt era velkomnir á fundinn og til að taka þátt í stofnun samtakanna. R|„ ||j h|„ fevKJAte^Í WIU UI UIU BORGARLEIKHÚSIÐ BH I'RIINAR! ll'Sii'' Leikritið Leit að vísbendingu um vitsmunalíf í alheiminum er í leikstjórn Maríu Sigurðardóttur. Með aðalhlutverk fer Edda Björgvinsdóttir. /í>mbl.is V —e/T-mi#\£y rJÝTT-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.