Morgunblaðið - 13.11.1999, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 13.11.1999, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1999 25 mwi Erlendar skammtímaskuldir innlánsstofnana drógust saman um tæpa 20 milljarða á sex mánuðum Skuldir ívið hærri en forði Eigum til afgreiðsly nýja rennibekki TOS-Sri-40-C TOS-SN-50-C TOS-SN-500-S með 77mm gegnum CriC-Hálfsjáifvirkan rennibekk o.fl. Opið Laugardag og Sunnudag frá 10-16 ts&Mtyá&'&ík Einkaumboö fyrir TOS járnsmíðavéiar Erlendar skammtímaskuldir innlánsstofnana og fjárfestingarbanka og gjaldeyrisforði Seðlabanka íslands milljarðar kr. X A-Skammtímaskuldir Gjaldeyrisforði J '98 1999 d 1 1 +- 1 1 1 1 1 —I f- des. jan. feb. mars apríl maí júní júlí ág. sept. okt. ERLENDAR skammtímaskuldir íslenskra innlánsstofnana hafa dregist saman frá hámarki sem þær náðu í mars sl. I lok september voru skuldirnar þó ívið hærri en gjaldeyrisforði Seðlabankans. Seðlabankinn hefur allt frá haust- inu 1998 varað við útlánaþenslu og gripið til aðgerða til að koma bönd- um á hana, m.a. með lausafjárregl- um. Islenskar lánastofnanir taka lán til lengri og skemmri tíma erlendis til að fjármagna útlán sín hér að hluta og hafa viðvaranir borist frá Seðlabankanum þess efnis að þær reiði sig ekki um of á erlendar skammtímaskuldir til að íjármagna vaxandi útlán. Ennfremur hefur Seðlabankinn bent viðskiptabönk- unum á að halla kunni undan fæti á erlendum skammtímamarkaði á síðustu vikum ársins vegna 2000- vandans. Skammtímaskuldir úr 57 milljörðum í 37 á hálfu ári Fjármögnun bankanna til lengri tíma hefur verið talin æskilegri en skammtímalán og að því er fram kemur í samtölum við bankastjóra viðskiptabankanna í Morgunblað- inu nýlega, er staðan hvað lánsfé varðar viðunandi, a.m.k. með tilliti til 2000-vandans. Svo virðist sem íslenskar inn- lánsstofnanir og fjárfestingarbank- ar haíi tekið varnaðarorð Seðla- bankans tO greina, a.m.k. hafa erlendar skammtímaskuldir þess- ara aðila lækkað um 19,6 milljarða króna á sex mánaða tímabili frá lokum mars til loka septembermán- aðar, úr 56,9 milljörðum í 37,3 millj- arða króna í kjölfar lausafjárreglna Seðlabankans. Ingimundur Friðriksson, aðstoð- arbankastjóri Seðlabankans, segir samanburð gjaldeyrisforða Seðla- bankans og erlendra skammtíma- skulda mikOvægan. „Pví meiri sem erlendar skamm- tímaskuldir verða í samanburði við gjaldeyrisforðann, því viðkvæmari verður staðan gagnvart útlöndum. Við höfðum áhyggjur snemma árs þegar skammtímaskuldirnar náðu hámarki og gerðum ráðstafanir sem eru að skila sér,“ segir Ingi- mundur. Hann segir jafnframt ástæðu til að ætla að skammtíma- skuldirnar hafí lækkað enn frá septemberlokum. Ekki visbendingar um tregðu á lánamörkuðum „Við höfum engar vísbendingar um að aðgangur íslensku bankanna að skammtímalánsfé erlendis sé al- mennt orðinn erfiðari," segir Ingi- mundur og að hans sögn kemur hvatinn að samdrætti í skuldastöðu íslensku lánastofnananna til skemmri tíma fyrst og fremst frá lausafjárreglum Seðlabankans. „Ef einhver tregða er á skamm- tímalánamörkuðum er það vegna 2000-vandans sem gildir á öllum mörkuðum," segir Ingimundur. Hann segir aðspurður að svo virðist sem íslenskar lánastofnanir njóti trausts á erlendum lánamörk- uðum. „Hver erlend lánastofnun fyrir sig gerir sitt eðlilega mat á því hvað hún vill lána mikið til hvers og eins en þessar reglur geta verið breytilegar eftir stofnunum. Staða viðkomandi viðskiptavinar er at- huguð og einnig skiptir staða ís- lenska þjóðarbúsins máli. Við vitum ekki til þess að íslenskar lánastofn- anir hafí rekið sig á nein þök. Þær virðast fremur njóta trausts er- lendis nú um stundir," segir Ingi- mundur. „Ríkið sjálft hefur ágætt lánshæfismat frá alþjóðlegum matsfyrirtækjum og bankarnir hafa einnig komið ágætlega út úr slíku mati.“ Hugsanlegur samruni sænska og danska póstsins Stokkhólmi. Reuters. FORSVARSME NN sænsku póst- þjónustunnar, Posten, og þeiiTar dönsku, Post Danmark, eiga nú í viðræðum um sameiningu fyrir- tækjanna og skráningu nýs fyrir- tækis á markað, að því er frá var greint í Dagens Industri í gær. Bæði félögin eru í ríkiseign og verður sameiginleg ársvelta þeirra yfír 300 milljarðar íslenstara króna. Sænska og danska ríkið munu áfram eiga meirihluta í félögunum. Talsmenn fyrirtækjanna segja hugsanlegan samning milli fyrir- tækjanna verða í líkingu við samn- inginn sem gerður var á milli fjarskiptafyrirtækja landanna, Tel- ia og Telenor. Fjarskiptafyrirtækið er nú hið sjötta stærsta í Evrópu og áform eru uppi um hlutafjárútboð í apríl nk. Þá verða um 20% af fyrir- tækinu seld í stærsta hlutafjárút- boði á Norðurlöndum. ----------------- Lítil viðskipti á Verðbréfa- þingi LÍTIL viðskipti voru á Verðbréfa- þingi í gær og námu þau í heild 283 milljónum króna. Viðskipti með hlutabréf námu 102 milljónum og stóð úrvalsvísitalan nánast í stað, hækkaði um 0,09% og er 1.426,9 stig. Viðskipti með skuldabréf námu 166,6 milljónum og á pen- ingamarkaði voru 14,9 milljóna króna viðskipti. Mest viðskipti voru með bréf Pharmaco, 14,1 milljón. Bréf Auð- lindar hækkuðu mest í gær, eða um 2,9% en bréf SR-mjöls lækkuðu mest, um 4,5%. Nefnd um endurskoðun samkeppnislaga * Osamstaða um eftirlit með sam- runa fyrirtækja NEFND, sem viðskiptaráðherra skipaði til að meta þörf á endur- skoðun á samkeppnisákvæðum samkeppnislaga, hefur skilað skýrslu þar sem fram koma mjög mismunandi hugmyndir nefndarmanna um hvaða að- gerða sé þörf. Nefndarmenn skiptast í tvo hópa varðandi af- stöðu sína til þess hvort draga eigi úr eða auka eftirlit með sam- runa fyrirtækja. Flestir nefnd- armenn eru þó sammála um að skerpa þurfí ákvæði um misbeit- ingu á markaðsyfírráðum. Nefndarmenn voru samtals fímmtán og komu ýmist úr ríkis- kerfínu eða frá hagsmunasam- tökum. Þar sem ekki var gert ráð fyrir því í skipunarbréfum nefndarmanna að þeir legðu fram drög að frumvarpi að nýj- um eða breyttum samkeppnis- lögum gátu þeir komið með eigin tillögur að vild. Einn fímm manna og einn tveggja manna hópur nefndarmanna skilaði sameiginlegum tillögum, en aðr- ir nefndarmenn skiluðu sérálit- um. Allir sammála um þörf á endurskoðun samkeppnislaga Allir nefndarmenn eru sam- mála um að þörf sé á að endur- skoða samkeppnislögin. Þeir sem tjá sig um bannákvæði núgildandi samkeppnislaga telja þörf á að skýra þau og skerpa, sumir nefndarmanna vilja að tekið verði upp ákvæði í lögun- um sem taki á ríkisstyrkjum, sumir vilja breyta skipan stjórnsýslu samkvæmt lögunum þannig að annaðhvort sam- keppnisráð eða áfrýjunamefnd samkeppnismála verði lögð nið- L ilKUAU Ostasósurnar í einum grænum bragðast sérstaklega vel með hvers kyns fiski. Matreiðslan getur varla orðið auðveldari: þú setur fiskinn (frosinn eða riýjan) í eldfast mót, hellir sósunni yfir og lætur bakast í ofni. Með fiski mælum við sérstaklega með ostakvartettssósunni. OSTA OG SMJÖRSALAN SE
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.