Morgunblaðið - 13.11.1999, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 13.11.1999, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1999 47 _______________MARGMIÐLUN Persónuleg samskiptamiðstöð Aukinn hraði orgjorva OZ HF. KYNNTI á dögunum njrj- an hugbúnað sem hefur verið í þróun hjá fyrirtækinu undanfarin ár, svonefndan iPulse, sem fyrir- tækið kallar persdnulega sam- skiptamiðstöð. Hugbúnaðurinn er til þess fallinn að auðvelda not- endum að ná sambandi við hvern þann sem er með slíkan búnað upp settan og gild- ir þá einu hvort hann er við tölv- una eða ekki. Segja má að iPulse tengi saman símkerfi og Netið, en grunnhugmyndin er að í stað þess að leitað sé að símanúm- eri, GSM-númeri eða netfangi einhvers sé einfald- lega leitað að nafni viðkomandi. Hugbúnaðurinn sér þá um að hafa samband við þann sem Ieitað er eftir eftir fyrirfram skilgreindum leiðum. Hugbúnaður í töivu þess sem reynt er að hafa tal af bregst við eftir því sem hann hefur ósk- að, hvort sem það er með því að opna spjallglugga, senda tölvu- póst, hringja í GSM-síma hans eða senda SMS-boð svo dæmi séu tek- in. Ef svo vill til að viðkomandi er ekki við tölvuna en hefur stillt hugbúnaðinn svo að hann beini fólki í simann kemur iPulse á símasambandi yfir Netið, þ.e. sá sem situr við tölvuna fær upp símaglugga og notar tölvuna og hljóðkort hennar sem síma, eða tengir við símkerfi sitt, en á hin- um endanum fær sá sem leitað var að símtal í GSM-síma sinn. Þar sem iPulse byggist á miðl- ara/biðlara-umhverfi er hægt að skrá sig inn í kerfið úr hvaða tölvu sem er með því að slá inn notendaheiti og aðgangs- orð. Fyrir vikið hefur notandi ævinlega aðgang að tengla- lista sínum hvar sem hann er staddur í heim- inum og hvort sem hann er að skoða listann í farsíma eða lófa- tölvu. iPulse getur séð um fjölmargar sam- skiptaleiðir, til að mynda boðsendingar, frá tölvu til tölvu eða tölvu til SMS- gáttar, hægt er að koma á texta- spjalli milli tölva og jafnvel halda slíka fundi ef vill. Hægt er að ræð- ast við frá tölvu til tölvu, tölvu til almenns sima eða tölvu til farsima og hægt er að koma á vefstefnu ef svo má segja, þar sem viðkomandi geta til að mynda skoðað vefsíðu saman þar sem annar ieiðbeinir hinum. Hugsanlega mætti því nota hugbúnaðinn til að kenna vefnotk- un eða Iiðsinna við hana. iPuIse-hugbúnaðurinn er settur upp í tölvu viðkomandi notanda og á samskipti um sérstakan iPuI- se-þjón sem selja má upp hjá við- komandi fyrirtæki, ef nota á bún- aðinn til að mynda innan stórfyr- irtækis, eða hjá netþjónustuaðila eða símafyrirtæki, sem verður væntanlega algengasta uppsetn- ing. Svo er um hnútana búið í hugbúnaðinum að notaðir eru opnir staðlar í öllum samskiptum sem auðveldar að bæta við sam- skiptamöguleikum eftir þvi sem verkast vill, til að mynda vegna WAP eða Epoc32-sima. Hjá OZ kom fram að menn þar á bæ sjá engin tormerki á því að bæta við nánast hvaða þjónustu sem er og nefna sem dæmi myndfundi, raf- ræna verslun eða netleiki ef út í það sé farið. Að sögn aðstandenda sjá stór- fyrirtæki mörg sér hag í að koma slikum þjóni fyrir innan fyrirtæk- isins, enda vilja þau hafa hönd í bagga með uppsetningu á sam- skiptum starfsmanna sín á milli, meðal annars til að tryggja að samskiptin séu í öruggum hönd- um og öll öryggisatriði í góðu lagi, enda eru allar sendingar inn- an hvers iPulse-klasa, eins og slík uppsetning kallast, dulritaðar. Aðallega má þó búast við að síma- fyrirtæki eða netþjónustuaðilar selji upp iPulse-þjóna, enda hent- ar ákaflega vel fyrir slíka aðila að reka þjónustuna. Sem stendur er iPulse-hugbún- aður til fyrir Windows-stýrikerf- in, 9x og NT, en þjónninn keyrir undir NT við Oracle-gagnagrunn. Væntanlegar eru útgáfur fyrir önnur stýrikerfi, þar á meðal MacOS og Linux. Einnig verður vefútgáfa gefin út og fyrir WAP og EPOC32-stýrikerfið. SAMKEPPNIN harðnar sífellt á milli Intel og AMD, ekki síst eftir að AMD náði frumkvæði á ör- gjörvamarkaðnum með því að setja á markað hraðvirkasta örgjörvann. I kjölfarið hefur Intel keppst við að auka hraðann á Pentium Ill-örgjörv- um sínum, en AMD svarað um hæl. 700 MHz Athlon-örgjörvi AMD kom sá og sigraði, ef svo má segja, því hann var og er reyndar, hrað- virkasti örgjörvi í almennri sölu. Intel hafði ætlað sér að kynna álíka ör- gjörva á næsta ári en brást hart við og kynnti 733 MHz-örgjörva, sem fyrirtækinu hefur reyndar veist erfitt að fjöldaframleiða. Auk þess sem tif- tími örgjörvanna hefur hækkað um- talsvert hefúr Intel gert á þeim ýms- ar breytingar, meðal annars flýtt til muna í þeirri biðminnisvinnslu sem eykur hraðann meira en tiftíminn segir til um. Orgjörvarnir eru framleiddir með 0,18 míkróna tækni, sem minnkar umtalsvert orkunotkun þeirra. AMD-menn sitja þó ekki auðum höndum. I gær barst frá fyrirtækinu frétt þess efnis að næsta gerð Athlon, sem væri á 750 MHz hraða, kæmi á markað fyrir áramót. Þetta er nokkru fyrr en fyrri áætlanir gerðu ráð fyrir. Einnig skýrði AMD frá því að enn sprækari örgjörvi, 800 MHz, kæmi á markað í ársbyrjun og að 900 MHz- gjörvi sé í prófúnum, en hann er með- al annars þeim kostum búin að ekki þarf að kæla hann sérstaklega líkt og hraðvirkustu örgjörva Intel. Allir eru AMD-gjörvamir nýju á 0,18 míkróna flögu sem AMD-menn segja að muni lækka verð ör- gjörvanna enn frekar. Með Athlon hefur AMD tekist að snúa vörn í sókn, því rekstur þess er í jafnvægi um þessar mundir, en áður var búist við að það myndi skila miklu tapi. Næsta gerð AMD-örgjörva kallast Thunderbird og fyrsti örgjörvi þeirr- ar gerðar, sem væntanlegur er á næsta ári, verður að sögn 1.000 MHz, eða 1 GHz. Enn öflugri örgjörvi er á teikniboðinu, kallast Mustang og vinnur með 266 MHz-gagnagátt og með upp undir tveggja MB biðminni. Mustang verður fyrsti koparörgjörvi AMD. Matrix á DVD KVIKMYNDIN the Matrix sló óforvarandis í gegn á árinu og þótti venju fremur glæsileg mynd, upp full með mögnuðum tæknibrellum og hugmyndafimleikum. Kemur varla á óvart að hún sé með vinsælustu myndum á DVD og tók reyndar Titanic í nefið við útgáfuna fyrir skemmstu vestan hafs. Þegar leið að útgáfu myndarinnar á mynd- bandi og DVD-diskum segir sagan að stjórar Warner hafi loks áttað sig á að mikil eftir- spurn yrði eftir myndinni á DVD-sniði, enda markhópur myndarinnar sá sami og DVD- sala; ungt fólk sem hefur mikinn áhuga á tækni og á handbært fé. Mikil vinna var því sett af stað til að bæta í myndina ýmislegu góðgæti, auka myndskeiðum, skýringarmynd- skeiðum vegna tæknibrellna, viðtölum og tón- list. Til að koma öllu fyrh- varð diskurinn tvö- faldur en fyrir vikið með bestu útgáfum sem gerðar hafa verið á kvikmynd á DVD-sniði. Viðtökurnar vestan hafs urðu líka góðar og myndin setti sölumet í fyrstu vikunni, seldist í 780.000 eintökum, en fram að því hafði Titanic átt metið. Svo rækilega sló Matrix sölumet að fleiri eintök seldust af myndinni þessa fyrstu viku en nokkur mynd hefur selt á öllu árinu. Megnið af sölunni var eðlilega í hefðbundum verslunum, en Netið kom einnig sterkt inn og einn söluaðili, reel.com, sem bauð 50% afslátt af myndinni, seldi 50.000 eintök fyrirfram. Enn á Matrix nokkuð í land að ná Titanic í heildarsölu, enda myndin nýkomin á markað vestan hafs og rétt að koma út í Evrópu. Þannig hefur Titanic náð að seljast í hálfri þriðju milljón eintaka á tveimur árum. Eins og getið er fylgir mikið góðgæti myndinni vestan hafs, rúmar 320 mínútur af efni sem ekki komst í myndina og síðan birtist víða í henni hvít kanína á skjánum og ef not- andi smellir á hana fær hann að skyggnast á bak við tjöldin í umræddu atriði. Einnig íylgir heimildarmynd um gerð myndarinnar og tvær skýringarmyndir, önnur þar sem sagt er frá tækninni sem nýtt er þegar Reeves skýtur sér undan byssukúlunum í mögnuðu þakatriði myndarinnar og svo er hugmyndafræðin og þróun hennar skýrð. Einnig er tónlist á diskn- um úr myndinni. Segja má að DVD-sniðið sé nýtt til hins ýtrasta og svo langt gengið í tæknibrellum og tilheyrandi að sumar eldri gerðir DVD-spil- ara hafa ekki ráðið við að sýna myndina, fros- ið í sumum atriðum, spilað önnur aftur og aft- ur, eða einfaldlega neitað að sýna myndina. Eins og getið er hefur diskurinn þegar selst gríðarlega vel vestan hafs, fer vel yfir milljón eintök fyrir jól ef að líkum lætur, en hann á vísast einnig eftir að seljast vel í Evr- ópu, því myndin var ekki síður vinsæl þar. Evrópskir DVD-vinir eru þó ekki eins spenntir fyrir myndinni og bandarískir trú- bræður þeirra, því þeir sætta sig illa við að þurfa að bíða eftir myndinni á meðan hægt er að kaupa hana vestan hafs, en að sögn Wam- er kemur hún út á flestum svæðum í Evrópu 29. nóvember, enda hafi tekið talsverðan tíma að ganga frá textun og talsetningu þar sem það á við. Ekki minnkaði svo reiði evrópskra DVD-vina þegar spurðist að DVD-útgáfan væri nokkuð breytt í Evrópu, á þeirri mynd væri minna um viðbótarefni og til að mynda engin tónlist sérstaklega. Á sumum vefsetr- um hvöttu menn til þess að evrópskir kaup- endur keyptu myndina frekar beint frá Bandaríkjunum, enda væri verið að gefa þeim langt nef, og aðrir hvöttu til að menn keyptu myndina alls ekki. Aðstandendur Warner reyndu að sefa reiði manna með því að benda á að þetta væri vegna þess að í fyrsta lagi hefði ekki verið unnt að koma öllu fyrir á disknum eftir að bú- ið var að bæta inn textum og tilheyrandi fyrir ólík lönd, en einnig að margt af því sem skreytti bandarísku útgáfuna hafi einfaldlega verið svo sérbandarískt að evrópskir heismborgarar hefðu á því engan áhuga. Deilunum um Matrix er fráleitt lokið, en ekld ástæða til að ætla annað en að myndin eigi eftir að rokseljast í Evrópu eins og vestan hafs og þá ekki síst hér á landi. í BTi Skeifunni lau? BT Skeifunni - S: 550-4444 • BT Hafnarfirði - S: 550-4020 • BT Kringlunni - S: 550-4499 • BT Reykjanesbæ - S: 421-4040 • BT Akureyri - S: 461-5500
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.