Morgunblaðið - 13.11.1999, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 13.11.1999, Blaðsíða 58
MORGUNBLAÐIÐ 58 LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1999 UMRÆÐAN Sítengt samfélag UNDANFARIÐ hefur verið fjallað á síðum Morgunblaðs- ins um tímamælingu eða skrefatalningu int- ernetsímtala. Þessi umfjöllun er til komin vegna umræðna í Bretlandi, þar sem símafélög eru gagn- rýnd fyrir að hindra framþróun Internets- ins með of hárri verð- ~iagningu og með því að tímamæla símtöl vegna internetsamsk- ipta. I framhaldi af þessari umfjöllun vill Landssíminn leitast við að eyða misskilningi og upplýsa lesendur Morgunblaðsins betur um hverjar eru framtíðaráætlanir fyr- irtækisins um nettengingar fyrir viðskiptavinina. Heimsmet í nettengingum í raun er fráleitt að líkja saman stöðunni hér og í Bretlandi hvað varðar notkun Internetsins og símakostnað. Samkvæmt könnun- um eru tæplega 20% Breta með að- ~>gang að Internetinu. Aftur á móti eru yfir 80% Islendinga með Int- ernetaðgang heima, í vinnu eða skóla. Helmingur íslenzkra heimila er nettengdur. Hvort tveggja er heimsmet; íslendingar standa framar öðrum þjóðum hvað varðar internettengingar. Svipað er uppi á teningnum þeg- ar litið er á það hversu lengi netnot- endur eru tengdir. Brezkir netverj- ar eru tengdir að meðaltali í um 17 mínútur á sólarhring, en banda- ^rískir í um klukkustund. íslenzkir netnotendur fylgja þar fast á eftir með tæplega 50 mínútna tengitíma á sólarhring. Hér nota 32% fullorð- Silki-damask í metratali í úrvali Póstsendum Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050. inna einstaklinga Int- ernetið a.m.k. viku- lega en í Bandaríkjunum er sambærilegt hlutfall 28%. Allt sýnir þetta að verð á internetteng- ingum hefur sízt stað- ið í vegi fyrir því að Is- lendingar tengist Intemetinu og noti það, enda sýna kann- anir OECD að í fáum löndum er ódýrara að nota Netið en einmitt á Islandi. Kostnaður við 20-25 stunda notk- un á mánuði, sem ætla má að sé meðalnotkun Islendings eða Bandaríkjamanns, er lægri á Islandi en bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum ef miðað er við upphringiaðgang í gegnum al- menna símakerfið á afsláttartaxta. Landssíminn vinnur stöðugt að því að lækka kostnað við internett- engingar. Þannig er ný leigulínu- verðskrá afar hagstæð fyrir intem- etþjónustufyrirtæki og önnur fyrirtæki, sem vilja tengjast intem- etgátt beint. (Það er misskilningur hjá leiðarahöfundi Morgunblaðsins sl. þriðjudag að nýja leigulínuverð- skráin hafi „snarlækkað" af því að samgönguráðherrann hafi „gripið í taumana“. Hún hafði verið lengi í vinnslu ásamt Póst- og fjarskipt- astofnun og er byggð á útreikningi á raunkostnaði við að veita þjónust- una.) Framundan er talsverð verð- lækkun á aðgangi netþjónustuíyr- irtækja að internetgátt til útlanda. Yfirburðir íslendinga á þessu sviði breyta ekki því að við verðum að fylgjast vel með þróun Intem- etsins og vera fljót að tileinka okk- ur nýjungar, ætlum við að halda þessari forystu. Þar skiptir auðvit- að mjög miklu máli að Landssíminn sé með á nótunum og komi til móts við þarfir viðskiptavina sinna. Þeir, sem nota Netið mest, gera nú ekki sízt kröfu til Landssímans um tvennt, annars vegar meiri band- breidd eða vinnsluhraða á Netinu og hins vegar möguleika á síteng- ingu, þ.e. að geta alltaf verið tengd- ir Internetinu fyrir viðráðanlegt gjald. Þetta er krafan víða um heim og framtíðin í internetsamskiptum er sú að bandbreiddin sé verðlögð, en ekki tengitíminn. Sítenging um ADSL og breiðband Þessum kröfum mun Landssím- inn mæta innan skamms, í fyrstu með ADSL-tengingum, sem byggj- Sími íslendingar, segír Ólafur Þ. Stephensen, eiga að halda yfirburðum sínum í netsamskiptum. ast á bandbreiðum gagnaflutningi um símalínuna, sem nú þegar ligg- ur inn á hvert heimili, og síðar með gagnvirkum tengingum um breið- bandið. Það er hins vegar útbreidd- ur misskilningur, bæði hér á landi og annars staðar, að auðvelt sé að koma sítengingu við í almenna sí- makerfinu. Kerfið er hannað þann- ig að um 25% notenda geta verið í sambandi í einu. Alla jafna er það yfrið nóg. En í landi, þar sem helm- ingur heimila og yfir 80% fyrir- tækja hafa internettengingu, gæti það hreinlega sprengt almenna sí- makerfið á einni nóttu að taka upp fast gjald, sem hvetti til þess að all- ir netnotendur væru sítengdir. Oft er vísað til þess að þetta sé hægt í Bandaríkjunum, en málið er ekki alveg svo einfalt. Frá fyrri tíð hefur sú venja verið víða þar í landi að símtöl innan gjaldsvæðis séu innifalin í afnotagjaldi en langlínu- samtöl tímamæld. Þetta fyrirkomu- lag hvatti vissulega til netnotkunar þegar Intemetið hélt innreið sína, að því gefnu að internetþjónustan, sem viðskiptavinurinn tengdist, væri á sama gjaldsvæði. Vestra eru gjaldsvæðin oft mjög lítil, í ferkfló- metrum talið. A Islandi er allt land- ið eitt gjaldsvæði. Þetta fyrirkomulag hefur hins vegar valdið mörgum símafyrir- tækjum í Bandaríkjunum veruleg- um vandræðum. Þar sem netnotk- unin er mest, t.d. í Kalifomíu, hafa sítengdir netnotendur valdið gífur- legu álagi á kerfið. I sumum tilfell- um urðu afleiðingarnar þær að í fimmta hvert skipti, sem símnot- andi reyndi að ná sambandi, fékkst einfaldlega enginn sónn. Viðbrögð fjölmargra símafyrirtækja, víðs vegar um Bandaríkin, hafa verið að boða DSL-lausnir af ýmsu tagi, sambærilegar við ADSL-tenging- una, sem Síminn mun byrja að bjóða hér á landi eftir fáeinar vikur. Landssíminn er í hópi fyrstu síma- fyrirtækja, sem bjóða þessa þjón- ustu á almennum markaði. Nú þeg- ar eru tilraunir hafnar með þjónustuna og 50 starfsmenn Landssímans hafa notað hana í Ólafur Þ. Stephensen haust með góðum árangri. ADSL-tengingin er óháð núver- andi símstöðvakerfi og notast í staðinn við ATM-gagnaflutnings- kerfi Landssímans. Með henni verður ekki eingöngu hægt að bjóða upp á sítengingu fyrir fast gjald, heldm- einnig margfalt meiri bandbreidd en með núverandi mót- alds- og ISDN-tengingum í al- menna símakerfinu. Fyrir kröfu- harða netnotendur, sem eyða löngum tíma á netinu, verður ADSL án nokkurs vafa mjög hag- kvæm lausn, fyrir nú utan ánægjuna, sem fylgir auknum vinnsluhraða. ADSL er lausn, sem brúar bilið á milli ISDN-tenginga dagsins í dag og breiðbandslausna framtíðarinn- ar. Síminn er nú að hefja tilraunir með gagnvirkan internetaðgang um breiðbandið og gerir ráð fyrir að bjóða slíka þjónustu á næstu misserum, enda fer verð endabún- aðar, sem til þessa hefur gert hana óhagkvæman kost, ört lækkandi. í framtíðinni má ætla að bæði fyrir- tæki og heimili verði sítengd Int- ernetinu og margs konar öðrum margmiðlunarveitum í gegnum breiðbandið, en nú þegar eiga rúm- lega 30% heimila á Islandi kost á að tengjast því. Netið í hvers manns vasa Ekki má gleyma möguleikum farsímatækninnar, sem Islending- ar hafa verið flestum þjóðum fljót- ari að tileinka sér. Með svokölluð- um GPRS-gagnaflutningsstaðli, sem Síminn áformar að taka upp í GSM-kerfi sínu innan eins til tveggja ára, gefst kostur á síteng- ingu við Intemetið í gegnum farsí- mann, á sambæriiegum hraða og nú er mögulegur með ISDN-teng- ingu. Með þriðju kynslóð farsí- manna, sem kemur sennilega á markað eftir þrjú til fjögur ár, gefst kostur á sítengingu og miklu meiri bandbreidd, allt að 2 megabitum á sekúndu. í framtíð, sem er nær en margur heldur, verður ísland þess vegna orðið sítengt samfélag, þar sem Internetið verður orðið hreyfanlegt og komið í hvers manns vasa. Landssíminn ætlar sér að gegna áfram lykilhlutverki við uppbygg- ingu þessa öfluga upplýsingasam- félags. Höfundur er forstöðumaður upp- lýsinga- og kynningarmála Lands- símans. Raunir Páls SANNLEIKUR- INN er greinilega einskis virði í augum núverandi félagsmál- aráðherra. Sjálfsagt er það bara tímasóun að elta ólar við fyluna í honum. Páli er greini- lega fyrirmunað að skilja sannleikann. I Mbl. í gær heldur hann áfram að skrökva og hagræða sannleikanum um hús- næðismál láglauna- fólks. Páll gleymdi 4.038 íbúðum Staðreyndin talar auðvitað sínu máli um sannleiksást ráðherrans sem telur sig vera á þessu ári búin að leysa þriðjung af þörfinni fyrir leiguíbúðir. Sannleikurinn er sá að Húsnæðismál Svo lágt leggst ráðherr- ann, segir Jóhanna Sigurðardóttir, að leggja að jöfnu fyrir láglaunafólk 20-25% viðbótarlán í markað- skerfíð með 4,38% vöxt- um og 90-100% lán með 1-2,4% vöxtum. nálægt tvö þúsund manns eru á biðlista eftir leiguíbúðum og frekar mun bætast í þá biðröð á þessu ári en fækka í henni. Því miður. Það er auðvitað bein afleiðing fólksflóttans af landsbyggðinni og ekki síst að fé- lagslegt íbúðakerfí var lagt niður um sl. áramót. I makalausum sam- anburði sínum í Mbl. sleppir ráðherrann fjölda lána til endur- söluíbúða, sem komu til endurúthlutunar í félagslega íbúðakerf- inu á árunum 1988- 1995, auka lána til kaupa á notuðum íbúð- um sem gengu inní fé- lagslega kerfið. Sam- tals var hér um að ræða hvorki meira né minna en 4.038 íbúðir. Hálfsannleikur - ær og kýr Páls Samtals var því heildarúthlutun til fé- lagslegra eignar- og leiguíbúða á árunum 1988-1995 tæplega 7.900 íbúðir en ekki 3.800 eins og ráð- herrann heldur fram. Hálfsannleik- ur virðist því vera ær og kýr Páls bónda á Höllustöðum. I stað þess að taka brúttóúthlutun eða heildar- úthlutun á þessum árum, tekur hann út hluta íbúðanna sem úthlut- að var til eða aðeins tæplega helm- inginn. Þennan helming ber Páll síðan saman við heildarúthlutun á þessu ári í markaðskerfi sem ráð- herrann hefur komið og ekki er ætlað láglaunafólki. Þar eru vaxta- kjör rúmlega þrefalt hærri en þekkst hefur á leiguíbúðum, sem lá- glaunafólk eins og lífeyrisþegar, einstæðir foreldrai- og námsmenn munu ekki ráða við. Það sést best á því hve lágt ráðherrann getur lagst að leggja að jöfnu fyrir láglauna- fólk 20-25% viðbótarlán í markað- skerfi með 4,38% vöxtum og 90- 100% lán með 1-2,4% vöxtum eins og var í félagslega íbúðakerfínu sem ráðherrann lagði niður. Vonandi hlífir ráðherrann mér og öðrum við meira af svona vit- leysu. Hún er varla ráðherra sæm- andi. Höfundur er alþingismaður. Jóhanna Sigurðar- dóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.