Morgunblaðið - 13.11.1999, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 13.11.1999, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ Ótti við genamisrétti virðist almennur Hjartveiki Afengi ver hjartavöðva í rottum. Skalli Vísindamenn rækta hár án lyfjanotkunar Bóluefni þróað til að styrkja ónæmiskerfið Ötti við mismunun vegna arfbera Medical Tribune News Service. MARGT fólk óttast að tryggingafé- lög kunni að mismuna því vegna þess hvað leynist í arfberum þess, og í fjölda tiivika kemur þetta í veg fyrir að fólk fari í arfberarannsókn sem getur sagt fyrir um hvort það eigi á hættu að fá arfgengt krabba- mein. Vísindamenn við Yaleháskóla í Bandaríkjunum könnuðu viðhorf erfðafræðiráðgjafa til að komast að því hvort fagfólk teldi sig einnig eiga á hættu að verða beitt genamisrétti. Könnunin leiddi í ljós, að þótt flestir ráðgjafanna myndu gangast undir arfberarannsókn myndu þeir gera varúðairáðstafanir til að tryggja að þeir yrðu ekki beittir misrétti. Tveir af hverjum þrem ráðgjöfum sögðu að þeir myndu ekki krefjast greiðslu frá trygginga- félagi sínu fyrir arfberarannsókn, og 82% ráðgjafanna kváðust myndu segja lækni sínum frá niðurstöð- unni, reyndist hún jákvæð, en myndu ekki vilja að niðurstaðan yrði færð í sjúkraskýrslur þeirra. Áhættuþættir kynntir „Ég fékk það staðfest að þrátt fyrir áhættuna myndu flestir erfða- fræðiráðgjafamir gangast undir rannsókn,“ sagði Ellen Matloff, sem stýrir arfberaráðgjafaverkefni krabbameinsmiðstöðvarinnar í Yale, og var aðalhöfundur könnun- arinnar. „Þetta segir mér, að kost- imir vegi þyngra en áhættan." Tii að tryggja að samþykki sé upplýst þurfa ráðgjafar að ræða við sjúklingana um alla hugsanlega áhættuþætti, þar á meðal möguleik- ann á að sjúkra- eða líftryggingar falli niður. Þótt ekki hafi komið í Ijós nein skráð tilfelli genabundinn- ar mismununar segir Matloff að varúðarráðstafanir ekki ólíkar þeim sem ræddar voru í könnuninn séu mögulegar fyrir sjúklinga. Meðal þessara ráðstafana er að færa upplýsingar um arfbera ekki inn í skjöl eða tölvukerfi sjúkra- húsa, og að senda rannsóknarstof- um sýni einungis merkt með tölum, en ekki nöfnum sjúklinganna. Joan Bums, kennslustjóri í arfberaráð- gjöf við Háskólann í Wisconsin, seg- ir það skiljanlegt að fólk vilji gæta varúðar. „Ef tryggingafélögin hafa aðgang að niðurstöðunum getur það haft áhrif á möguleika manns á tryggingu í framtíðinni." Borgar sjálft Rúmlega hundrað manns gangast undir rannsókn á vegum arfbera- ráðgjafarverkefnis Yale árlega. Að sögn Matloff greiðir um helmingur fyrir rannsóknina úr eigin vasa vegna þess að fólkið óttast að sjúkratrygging þess verði felld nið- ur ef það reynist hafa arfbera sem gæti ef til vfil orðið til þess að það fengi krabbamein. Bums sagði það ákaflega erfitt úrlausnarefni hvemig tryggja mætti persónuleynd á arfberaupp- lýsingum. „Það þarf að ganga úr skugga um, að fólk geti fengið sjúkratryggingu án tillits til hvaða arfbera það hefur eða hvaða niður- stöður fást úr rannsóknum á genum þess.“ Reuters Imelda Marcos, fyrrum forsetafrú á Filippseyjum, iðkar líkamsrækt af innlifun og elju. Líkamsrækt dregur úr hættu á brjóstakrabba Chicago. AP. KONUR sem stunda líkamsrækt í að minnsta kosti eina klukkustund á dag kunna að draga með því úr hættunni á að fá brjóstakrabba um 20 prósent, samkvæmt niðurstöðum einhverrar umfangsmestu rann- sóknar sem gerð hefur verið í þess- um efnum. Eykur þetta á þær vís- bendingar sem fundist hafa um að líkamsrækt geti átt þátt í að hindra brjóstakrabba. Greint var frá niðurstöðum rann- sóknarinnar í Archives of Internal Medicine í októberlok. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem gerð var í Noregi fyrir tveim árum eru um þriðjungi minni líkur á, að kon- ur sem stunda æfingar í að minnsta kosti fjórar klukkustundir á viku, fái brjóstakrabbamein. Dregnr úr estrogeni „Það bendir allt til þess að það sé engu að tapa fyrir konur ef þær hreyfa sig,“ sagði Beverly Rockhill, sem er vísindamaður við Brigham and Women’s sjúkrahúsið í Boston í Bandaríkjunum, og höfundur nýju rannsóknarinnar. Talið er að lík- amsrækt hafi áhrif á brjóstakrabba með því að draga úr magni estrog- ens í líkamanum. Komið hefur í ljós að estrogen hvetur frumuvöxt í brjóstum og eykur þannig líkur á krabbameini. Þessi nýja rannsókn byggðist á greiningu svara frá 121.701 konu í Bandaríkjunum, sem tók þátt í langtímarannsókn á heUsufari kvenna á aldrinum 30-55 ára. Kann- aðar voru upplýsingar frá tímabil- inu 1980-1994, og meðal þeirra 85.364 kvenna sem svöruðu spurn- ingum um líkamsrækt fundust 3.137 tilfelli brjóstakrabbameins. Hvað er skammdegisþunglyndi? GYLFI ÁSMUNDSSON SÁLFRÆÐINGUR SVARAR SPURNINGUM LESENDA Spurning: Nú þegar svartasta skamm- degið er að koma yfir okkur, langar mig til að vita hvort þunglyndi er algengara hjá okkur á þessum tíma. Er skammdegis- þunglyndi öðru vísi en annað þunglyndi sem leggst á fólk? Er það algengara meðal íslendinga en annarra þjóða sem ekki búa við skammdegismyrkrið í sama mæli og við? Eru lækningaaðferðir aðrar við skammdegisþunglyndi en öðru þunglyndi og hver er árangurinn? Svar: Það er tiltölulega stutt síðan skammdegisþunglyndi var skilgreint sem sérstök sjúkdómsgreining. Þá er átt við þunglyndi sem leggst á fólk reglulega að hausti eða fyrri hluta vetrar, en léttir aftur þegar fer að vora. Það lýsir sér að flestu leyti eins og annað þunglyndi, en kemur greinilega og fer eftir árstíðum. Þetta ástand er talið stafa af minnkandi birtu á þessum árstíma og fundist hefur við er- lendar rannsóknir að skammdegisþung- lyndi er því algengara sem norðar dregur á hnettinum og skammdegismyrkrið er meira og langvinnara. Því mætti ætla að skammdegisþunglyndi væri algengara hér á landi en í flestum öðrum löndum. Nokkrar athyglisverðar rannsóknir hafa verið gerðar á skammdegisþunglyndi hér á landi af geðlæknum við geðdeild Landspít- alans og lífeðlisfræðingum við Háskóla is- lands. Þveröfugt við væntingar miðað við erlendar rannsóknir reyndist skammdegis- þunglyndi fátíðara hér á landi en í nokkr- um fylkjum á austurströnd Bandaríkjanna, sem eru meira en 20 breiddargráðum sunnar en ísland. Algengi á íslandi reynd- ist vera 3,6% miðað við 7,3% í þessum fylkjum Bandaríkjanna. Til skýringar á þessu kom sú tilgáta fram að Islendingar hefðu í gegnum aldimar lagað sig að skammdegismyrkrinu og hver ný kynslóð hefði tekið í arf þessa aðlögunarhæfni. Til þess að prófa þessa tilgátu var gerð rann- sókn á nokkur hundruð Vestur-Islending- um búsettum í Winnipeg í Kanada og ná- Birtustig grenni, sem sannanlega voru af hreinum íslenskum uppruna og mátti rekja ættir þeirra allra allt aftur til 1840 að minnsta kosti. Winnipeg er 10-15 breiddargráðum sunnar en ísland, en um 10 gráðum norðan en áðurnefnd fylki á austurströnd Banda- ríkjanna. Niðurstaðan varð sú að hjá Vest- ur-íslendingum var algengi skammdegis- þunglyndis enn minna en hjá íslendingum, eða 1,2%, sem er svipað hlutfall og fundist hefur í Flórída. Þessar niðurstöður styðja þá tilgátu að erfðafræðilegir þættir hafi áhrif á það hve útsett fólk er fyrir skamm- degisþunglyndi. Rannsóknir á fólki á Winnipeg-svæðinu sem ekki er af íslensk- um uppruna, og eru nú í vinnslu, gætu varpað enn frekara ljósi á þessa tilgátu. Gerðar hafa verið tilraunir bæði hér á landi og erlendis til að meðhöndla skamm- degisþunglyndi með sterku ljósi. Sérstakir Ijósalampar eru þá notaðir og sjúklingur- inn látinn sitja í ljósinu 40 mínútur í senn og meðferðin endurtekin á hverjum degi um tiltekinn tíma. Tilraunir þessar hafa sýnt að slík ljósameðferð hefur áhrif og þunglyndiseinkennin minnkuðu miðað við samanburðarhóp. Þessi meðferð virðist því bera árangur á þessari sérstöku tegund þunglyndis og ef til vill við aðrar tegundir einnig, þótt ekki hafí verið sýnt fram á það enn. Ekki er ólíklegt að ljósameðferð sam- fara annarri hefðbundinni lækningu á þunglyndi geti flýtt fyrir bata í mörgum tilvikum. • Lcsendur Morgunblaðsins geta spurt sálfræð- inginn um það sem þeim liggur á hjarta. Tekið cr á móti spurningum á virkum dögum milli klukk- an 10 og 17 í síma 5691100 og bréfum eða símbréfum merkt Vikulok, Fax:5691222. Enn- fremur símbréf merkt: Gylfí Ásmundsson, Fax: 5601720.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.