Morgunblaðið - 13.11.1999, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 13.11.1999, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1999 31 Christer Pettersson í viðtali við sænska sjónvarpið Segir hugsanlegt að hann hafi myrt Olof Palme Stokkhólmi. Reuters, AFP. CHRISTER Pettersson, sem á sín- um tíma var dæmdur fyrir að myrða Olof Palme, forsætisráð- herra Svíþjóðar, en síðan sýknaður, sagði í fyiradag, að það væri hugs- anlegt, að hann væri þrátt fyrir allt morðinginn. Um það gæti hann þó ekki fullyrt vegna þess, að hann þjáðist oft af óminni eða tíma- bundnu minnisleysi. Pettersson sagði, að hugsanlega hefði óminnishegrinn verið yfir honum hinn örlagaríka dag, 28. febrúar 1986, þegar Palme var skotinn á götu í Stokkhólmi. Var hann þá á heimleið úr kvikmynda- húsi ásamt Lisbeth, konu sinni. „Gæti hafa gert það“ „Eg held ekki, að ég hafi verið að verki en ég gæti samt hafa gert það,“ sagði Pettersson í viðtali við sænska sjónvarpið. „Hafi ég beitt byssu, hef ég gert það í hálfgerðu meðvitundarleysi... Eg vaknaði síð- ar upp í fangaklefa án þess að hafa hugmynd um hvar ég var staddur." Morðið á Olof Palme var mikið reiðarslag Svíum og raunar fólki um allan heim og það er mestur glæpur í Svíþjóð síðan Karl Gústaf III var myrtur á grímudansleik 1792. Pettersson, sem er áfengissjúkl- ingur, fíkniefnaneytandi og þjófur, sat einu sinni í fangelsi íýrir að myrða mann með byssusting en hann var dæmdur íyrir morðið á Palme í júlí 1989. Þremur mánuð- um síðar var hann sýknaður vegna skorts á sönnunargögnum og fékk um þrjár milljónir ísl. kr. í bætur. Morðvopnið ófundið Morðvopnið, Magnum-marg- hleypa, hefur aldrei fundist og í sumar er leið átaldi opinber nefnd lögregluna og sakaði hana um að hafa klúðrað rannsókninni og ekki fylgt eftir vísbendingum. Hingað til hefur Pettersson hald- ið fram sakleysi sínu og ítrekað þá sögu sína, að kvöldið er Palme var myrtur hafi hann verið einn í lest á heimleið eftir að hafa reynt að verða sér úti um amfetamín í mið- borginni. Vilja meiri upplýsingar frá Ocalan Talsmaður ríkissaksóknara- embættisins sagði, að yfirlýsingar Petterssons hefðu vakið athygli enda er unnt að taka upp málið ef nýjar og nægar upplýsingar koma fram. Sænska lögreglan er enn að vinna að Palme-morðinu og m.a. að athuga kenningar um, að það hafi Umdeilt mál í Bretlandi Samkynhneigðu pari falin umsjá fósturbarns MÁL tveggja ára drengs, sem var fluttur frá fósturforeldrum sínum og færður í umsjá samkynhneigðs pars, hefur vakið mikla athygli í Bretlandi. Svo virðist sem breska þjóðarsálin sé ekki tilbúin að fallast á þá skoðun að ættleiðingar séu sjálfsögð mannréttindi samkyn- hneigðra, því ýmsir hafa orðið til að mótmæla fósturskiptunum. Hjónum í Lewisham, einu út- hverfi Lundúna, var falin forsjá drengsins strax eftir fæðingu, en læknar hafa nýlega skorið úr um að hann þarfnist sérstakrar umönnun- unar, en hann er aðeins nýbyrjaður að ganga og hefur ekki enn lært að tala. Félagsmálastofnun bæjarins taldi sýnt að fósturforeldrar drengsins byggju ekki við nægilega góðar aðstæður til að sinna sér- stökum þörfum hans, og komst því að þeirri niðurstöðu að velferðar hans yrði best gætt með því að koma honum í fóstur annars staðar. Fyrir valinu urðu tveir samkyn- hneigðir menn, sem hafa verið í sambúð um árabil. Mennirnir munu um einnar viku skeið reyna að tengjast drengnum á núverandi fósturheimili hans, áður en þeim verður falin umsjá hans í næstu viku. Ensk lög gera þó aðeins ráð fyrir að annar manhanna fari með forræði yfir drengnum, jafnvel þótt gagnkynhneigt fólk í hjónabandi geti ættleitt sameiginlega. Viðhorfín að breytast „Þeir eru mjög viðkunnanlegir menn og ég ér ánægð með mála- lyktir," sagði núverandi fósturmóð- ir drengsins um verðandi upp- alendur hans í samtali við The Daily Telegraph. En þrátt fyrir að núverandi fósturforeldrar séu sátt- ir við fósturskiptin, hafa ýmsir látið í ljós óánægju með að „rétturinn til að alast upp hjá móður“ verði „hafður af ‘ drengnum. Þó er ljóst að viðhorfin til ætt- leiðinga samkynhneigðra eru að breytast í Bretlandi. Sú deild innan ensku biskupakirkjunnar sem fjall- ar um velferð bama ályktaði í sum- ar að ekki ætti að byggja réttinn til ættleiðinga á kynhneigð, og æðsti dómari landsins í sifjamálum lýsti í síðasta mánuði yfir stuðningi sínum við rétt samkynhneigðra til ættleið- inga. Golfí Keiluhöllinni Aðeins kr. 1200,- klst. % Golfhermir ® Krossaspegil % Prektæki Ath. Komið með hreinar kúlur og kylfur! % KEILUHÖLLIN ---.— --- 1 Tímnnantanir f ííma hugsanlega tengst afskiptum Palme af alþjóðamálum. Hefur hún farið fram á meiri upplýsingar frá Abdullah Öcalan, Kúrdaleiðtogan- um, sem nú situr í tyrknesku fang- elsi, en hann hefur sagt, að Kesire Yildrim, fyrrverandi eiginkona sín, kunni að hafa staðið að baki morð- inu. Bjó hún í Svíþjóð í nokkur ár snemma á síðasta áratug en tókst aldrei að fá vegabréfsáritun fyrir eiginmanninn. Þá vísuðu Svíar einnig úr landi ýmsum félögum hennar og Öcalans í Kúrdíska verkamannaflokknum. Húsbréf Innlausnarverð húsbréfa Innlausnardagur 15. nóvember 1999. 1. flokkur 1989: Nafnverð: 500.000 kr. 50.000 kr. 5.000 kr. Innlausnarverð: 1.239.537 kr. 123.954 kr. 12.395 kr. 1. flokkur 1990: Nafnverð: Innlausnarverð: 500.000 kr. 1.094.359 kr. 50.000 kr. 109.436 kr. 5.000 kr. 10.944 kr. 2. flokkur 1990: Nafnverð: Innlausnarverð: 1.000.000 kr. 2.194.943 kr. 100.000 kr. 219.494 kr. 10.000 kr. 21.949 kr. 2. flokkur 1991: Nafnverð: Inntausnarveró: 1.000.000 kr. 2.040.251 kr. 100.000 kr. 204.025 kr. 10.000 kr. 20.403 kr. 3. flokkur 1992: Nafnverð: Innlausnarverð: 5.000.000 kr. 9.003.672 kr. 1.000.000 kr. 1.800.734 kr. 100.000 kr. 180.073 kr. 10.000 kr. 18.007 kr. 2. flokkur 1993: Nafnverð: Innlausnarverð: 5.000.000 kr. 8.306.530 kr. 1.000.000 kr. 1.661.306 kr. 100.000 kr. 166.131 kr. 10.000 kr. 16.613 kr. 2. flokkur 1994: Nafnverð: Innlausnarverð: 5.000.000 kr. 7.360.098 kr. 1.000.000 kr. 1.472.020 kr. 100.000 kr. 147.202 kr. 10.000 kr. 14.720 kr. 3. flokkur 1994: Nafnverð: Innlausnarverð: 5.000.000 kr. 7.225.550 kr. 1.000.000 kr. 1.445.110 kr. 100.000 kr. 144.511 kr. 10.000 kr. 14.451 kr. Innlausn húsbréfa fer fram hjá íbúóalánasjóði, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum og liggja þar einnig frammi upplýsingar um útdregin húsbréf íbúðalánasjóður I Suðurlandsbraut 24 | 108 Reykjavfk | Sími 569 6900 | Fax 569 6800 opnar í dag á laugavegi 41 ZARA er komin til landsins caris
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.