Morgunblaðið - 06.06.1998, Qupperneq 68

Morgunblaðið - 06.06.1998, Qupperneq 68
68 LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM MÓA segir að það verði stuð, stuð, stuð, þegar hún spilar með bandinu sínu í Héðinshúsinu í kvöld á hátíðinni Popp í Reykja- vík. „Mér líst rosalega vel á hátíð- ina og flnnst hún bæði skemmti- legt og gott framtak. Héðinshús er rosalega flott tónleikahús, bæði hrátt og stórt og hentar mér mjög vel. Eg veit reyndar ekki hvernig hljómburðurinn er, en það á eftir að koma í ljós.“ Móa hefur æft með bandinu sínu undanfarin tvö ár en starfað mest erlendis og spilað þar til að fylgja hlutum eftir. Hún er því að koma fram í fyrsta skipti á Islandi undir þessu nafni. „Þetta er skemmtilegt tækifæri til að bæta úr þessari þögn og spila hér heima.“ Móa er flokkuð undir dans/popp tónlist á dagskrá há- tíðarinnar. „Eg er Islendingum ekki alveg ókunn og ég vona að þeir taki þessari nýju tónlist minni vel. Eg er reyndar ekki hrædd um annað því viðbrögðin hingað til hafa verið mjög hlý og góð. Eg vil ekki skilgreina tónlist mína, mér finnst það ekki vera mitt hlutverk. Ég er undir ýmsum áhrifum og hef m.a. djassbak- grunn, en þetta verða alvöru popptónleikar, enda Popp í Reykjavík." Smáskífan „Memorycloud" með Móu er væntanleg á markaðinn í júlí og með haustinu gefur hún út breiðskífu, og þá er aldrei að vita nema næsta súperstjarna Islands taki upp hljóðnemann og hefji upp munúðarfulla raust sína fyrir landann. Fyrstu tónleikar Móu á Islandi r 9{œturga[inn Smiðjuvegi 14, Kppavogi, strni 587 6080 MÓA og strákarnir í bandinu spila á íslandi í fyrsta skipti í kvöld. I kvöld leikur Galabandið ásamt Önnu Vilhjálms Sjáumst hress Mataróregla Ertu með mat á heilanum? Haldið veiður námskeið fyrir fólk með bulimiu, anorexiu og ofátsvandamál. Á námskeiðinu verða kenndar ábyrgar aðferðir til þess að ná valdi á þyngd sinni og lífstíðarprógrammi til bata. Fjórða námskeið fullt. Tvö pláss laus á sjötta námskeið, sem hefst 9. júní. Byrjað er að taka á móti pöntunum í næsta námskeið. Upplýsingar í síma 552 3132. Hljómsveit Birgis Gunnlaugssonar Frábær danstónlist frá kl. 22.00. Dúettinn Djúkbox heldur uppi fjörinu með léttri sveiflu á Mímisbar. -þin saga! 600 fermetra auglýsing GRANT Johnson gengur frá köðlunum eftir að hafa aðstoðað við að reisa stærsta auglýsingaskilti Ástralíu í Auckland á Nýja-Sjálandi. Skiltið auglýsir L’Oreal snyrtivörur og er heildarflatarmál auglýsing- arinnar 600 fermetrar. Lisa Marie sver sig í ættina LISA Marie Presley virðist ætla að feta í fótspor föður síns, rokkkóngsins Elvis Presley, því hún hefur gert samning við nýtt plötufyrir- tæki, Java Records. „Ég hitti Lisu Marie gegn- um sameiginlegan vin, lög- fræðing, í desember árið 1997,“ sagði Ballard í yfirlýs- ingu, „og ég hreifst af gáfum hennar, hæfíleikum og tónlist- arástríðu. Við höfum átt gott með að vinna saman og það er deginum ljósara fyrir mér að tónlist Lisu Marie verður ein- stök og áhrifamikil." Talskona Ballard sagði að Lisa Marie færi í hljóðver „einhvern tíma á þessu ári“. Engar frekari upplýsingar voru fáanlegar um samning- inn. Annað stórt nafn sem Java Records er með á sínum snærum er Terence Trent D’Arby. Presley hefur ekki látið mik- ið fyrir sér fara í fjölmiðlum þrátt fyrir að vera dóttir Elvis og fyrrverandi eiginkona Michaels Jacksons. Hún er tveggja barna móðir og kom í fyrsta skipti fram á tónleikum í ágúst síðastliðnum þegar tæknin gerði henni kleift að syngja lagið „Daddy Don’t Cry“ í „dúett“ með föður sín- um á tónleikum í Memphis sem haldnir voru í tilefni af því að 20 ár voru síðan hann lést. Aðrar rokkstjörnur sem eru að feta í fótspor foreldra sinn um þessar mundir með nýjar plötur eru m.a. Sean, sonur bítilsins John Lennons, Jakob úr Wallflowers, sonur Bob Dylans, Chris, sonur Stephen Stills, og Emma Townshend, dóttir gítarleikarans Pete úr sveitinnni Who. ÞAÐ ER óneitanlega svipur með þeim feðginum Lisu Marie og Elvis. Nýtt smá- stirni í Hollywood LEIKKONAN Jennifer Love Hewitt sem skaust upp á sfjörnuhimininn með leik sinum í myndinni „I Know What You Did Last Summer" mætti á dög- unum til forsýningar í Los Ang- eles á nýjustu mynd sinni. Sú heitir „Can’t Hardly Wait“ og fjallar um atburði sem eiga sér stað í útskriftarpartíi í fram- haldsskóla. Jennifer leikur einnig í sjónvarpsþáttunum „Party of Five“ ásamt hroll- vekjustjörnunni Neve Campbell.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.