Morgunblaðið - 06.06.1998, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 06.06.1998, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ UTI AÐ BORÐA MEÐ ÞÓRARNI SIGÞÓRS- SYNI TANNUEKNI LM Að standa uppi sem sigurvegari Laxveiðitímabilið er hafíð og Þórarinn Sig- þórsson er klár í slaginn. Hann segir Sveini Guðjónssyni frá þessu áhugamáli sínu og mörgu fleira yfír kvöldverði á Jónatan Livingston Mávi. LIMÚSÍNA! Það dugði ekkert minna þegar við Þórarinn Sig- þórsson fónim saman út að borða á veitingahúsið „Jónatan Li- vingston Mávur“. Reyndar er þetta þjónusta sem veitingahúsið býður gestum sínum upp á og sjálfsagt að notfæra sér hana. Krakkai-nir í hverf- inu ráku að vonum upp stór augu þegar drossían góða renndi í hlað og einn strákurinn hrópaði upp yfir sig: „Vá, maður, limósína!" Undirritaður var hins vegar hálf flóttalegur þegai- hann laumaðist inn í eðalvagninn og vonaði að engir fullorðnh’ leyndust á bak við gluggatjöld til að fylgjast með, - þetta var einhvern veginn „út úr kortinu" miðað við aldur og íyrri störf blaðamannsins. En svo þegar maður er kominn út á göturnar er þetta skemmtileg til- finning, svona dálítið eins og maður sé orðinn þjóðhöfðingi, eða þannig... - Og þegar Þórarinn, tannlæknir og laxveiðimaður með meiru, er stiginn um borð kemur ek- illinn, Ami Valur Sólonsson sem einnig er framkvæmdastjóri veit- ingahússins, með kampavínsflösku, Bollinger Special Cuvée, og skenkir í tvö glös. Þórarinn staðhæfir að þetta sé sama kampavínstegundin og James Bond bjóði jafnan stúlkunum sínum upp á þegar hann vill láta vel að þeim og hasarinn er yfirstaðinn í lok hverrar kvikmyndar. „Eg var einu sinni sóttur í svona limúsínu á lúxushótel á Miami og ek- ið að skipshlið, þegar ég fór í sigl- ingu á Karíbahafi hérna um árið,“ segir Þórai’inn og við erum sammála um að skemmtisigling á Karíbahafi sé lífsreynsla sem menn verði að prófa, ef efni og aðstæður leyfa, að minnsta kosti einu sinni á ævinni. Þórarinn valdi „Jónatan Li- vingston Máv“ með tilliti til þess að staðurinn býður upp á góða villibráð- arrétti, enda er það í fullu samræmi tr ■X' á við áhugamál hans og veiðimanns- eðli. Þórarinn er nefnilega ekki bara laxveiðimaður af guðs náð, heldur einnig skotveiðimaður og uppá síðkastið hefur hann einnig verið að renna fyrir þorsk. En við förum ekki nánar út í þá sálma. Allur pakkinn Við valið á réttunum á matseðlin- um og vínunum á vínlistanum geng- ur Þórarinn ákveðið og skipulega til verks, eins og hans er von og vísa. Allt hefur þar sína skírskotun og rökstuðningui’ liggur að baki valinu á hverjum rétti fyrir sig. Og Þórar- inn vill velja allan pakkann í einu, það er forréttinn, aðalréttinn og eft- irréttinn, með tilheyrandi vínum. í fon’étt velui’ hann: Blanciaða sjávairétti sem eru: smokkfiskur á bleksósu, hörpuskel á sítrónusósu, rækjur á anaissðsu, humar á humar- vinaigrettesósu og kræklingur á rauðvínssösu. „Þetta er vel við hæfi þar sem við erum nú staddir hér við höfnina í nálægð við hafið,“ segir hann. Og með þessu velur hann hvítvínið Chablis Premier Cru „Monts de Milieu“ árgerð 1995, Pi- erre André/Appellation Chablis premier Cru Contrólée. „Þetta er fal- legt vín“, segh’ hann og ber það upp í ljósið og dreypir á: „Ferskt og gott og það er af því eikarilmur. Dýiindis vín,“ ítrekar hann, „og ég hlakka til að finna hvernig það fer með þessum flókna sjávairétti sem við pöntuðum.“ í aðah’étt velui’ hann rjúpubringu með gratineruðum kartöflum og villibráðasósu ásamt rauðvíninu Chateau Beuregaard, árgerð 1990, Appellation pomerol controllée. „í samræmi við skotveiðiáhugann," segir veiðimaðurinn og er gi’einilega með þetta allt á hreinu. „Auðvitað hefði verið við hæfi að fá sér lax í til- efni af því að laxveiðitímabilið er að hefjast, en Iax borða ég yfirleitt Morgunblaðið/Ásdís ÞORARINN Sigþórsson: „Þetta var sá sterkasti fiskur sem ég hef komist í kynni við...“ aldrei á veitingahúsum. Fram- reiðsluferill hans er svo erfiður og viðkvæmur að hann verður sjaldnast góður kominn á disk á veitingahúsi." EftiiTétturinn er einnig valinn strax: Fantasíu dessert, með fjórum tegundum af kökum og döðluís, mangóís, kókosís og súkkulaðiís. Og með því sérstakt desertvín: Fonseca Guimaraens, 1985.. En áður en við hefjumst handa við forréttinn er okkur borinn eins konar „for-forrétt- ur“ sem er hreindýrahjarta - terrine með muldum pistaníuhnetum. Hér er snöfurmannlega gengið til verks og ég spyr Þórarin hvort þetta sé ekki bara í samræmi við hans per- sónuleika. „Ég hef heyrt að þú sért „perfeetionisti". Haldinn fullkomn- unaráráttu, sem meðal annai’s kem- ur fram í því hvernig þú berð þig að við laxveiðarnar?" „Jú, það er mikið til í því, hvort sem það er nú kostur eða löstur. Ég hef alla tíð lagt mig fram um að gera eins vel og kostur er í hverju því sem ég tek mér fyrir hendur. Það gildir jafnt um áhugamál og starf. Og þeg- ar maður veit að maður hefur gert sitt besta þá fylgir því sérstök til- fmning. Anægjan að hafa leyst verk sitt vel af hendi. Það er sú ánægja sem felst í þeirri tilfínningu að standa uppi sem sigurvegari." Besta sjávarfang í heimi Blönduðu sjávarréttirnir eru bornir fram með sérlega smekkleg- um hætti og bragðast afar vel og ekki síst eru sósurnar vel heppnað- ar: „Þetta er einstaklega fallegur diskur og mér finnst að við ættum að taka sérstaka mynd af honum,“ segir Þórarinn hrifinn. „Hér erum við með besta sjávarfang í heimi. Þegar ég er á veitingahúsum erlendis panta ég oft til gamans sjávari’étti bara til að fá staðfestingu á því enn og aftur að þeir eru alltaf bestir heima á ís- landi.“ „Þetta er dýrindisvín,“ segir hann ennfremur um Chablis-hvítvínið. „En ég held að það megi ekki verða eldra en sjö til átta ára gamalt. Akveðin tilbrigði af þessu hvítvini er hægt að kaupa fyrir bílverð, og þá eru gæðin eftir því,“ og við skálum í okkar Chablis og erum fyllilega sátt- ir með það þótt ekki kosti það bíl- verð. „Sterk vín bragða ég sárasjaldan heldur drekk frekar létt vín,“ segir hann og bætir við eftir nokkra um- hugsun: „Það er kannski ekki rétt að vera að reka mikinn áróður fyrir vín- drykkju en þó verður að segjast eins og er að léttvín, sérstaklega rauðvín, virka í raun eins og meðal, til dæmis við hjarta- og æðasjúkdómum séu þau hóflega drukkin, eitt til tvö glös á kvöldi.“ - Þú ert þá væntanlega orðinn sér- fræðingur í léttvínum, ef ég þekki þigrétt? „Sérfræðingur er of sterkt orð enda er vínþekking heilt fag sem tekur menn alla ævina að stúdera. Ég hef hins vegar lagt mig fram um að kynna mér gæði og eiginleika hinna ýmsu víntegunda og veit nokkurn veginn hvað það er sem ég er að láta ofan í mig hverju sinni. En ég ætla mér ekki þá dul að þykjast vera sérfræðingur í borðvínum. Ég J-’V ▼ fór eitt sinn að gamni mínu á veit- ingahús á Miami, sem státar sig af stærsta vínkjallara í heimi, og leit á vínseðilinn hjá þeim. Hann var eins og Biblía í stóru broti og dýrasta vín- ið þar kostaði 26 þúsund dollara. A risfcT" M I)eim vínlista var margt eðalvínið ' IJ sem ég þekkti hvorki haus né sporð á, svo maður grípi nú til líkingar úr laxveiðinni." 82 laxar á einum degi - Hvenær var það sem laxveiði- áhuginn greip þig þessum heljartök- um, ef svo má að orði komast? „Ég er alinn upp á laxveiðijörð, Einarsnesi við Hvítá í Borgarfirði, og byrjaði sem strákur að renna fyrir lax, þótt þar væri aðallega stunduð netaveiði. Veiðibakterían hefur sjálfsagt blundað í mér alla tíð, þótt hún hafi ekki blossað upp fyrr en eftir að ég var kominn vel á legg. Það hefur verið um miðjan sjöunda áratuginn og þá strax ákvað ég að taka þetta mjög vís- indalega. Ég gekk þá í smiðju til besta laxveiðimanns sinnar samtíð- ar, Kristjáns í Cristel, og bað hann um að kenna mér fagið. Og hvort sem það var fyrir hans ráð eða ein- skæra heppni, þá kom ég aflahæst- ur heim úr mínum fyrsta alvöru veiðitúr, sem var í Miðfjarðará." - Og þú hefur jafnan verið afía- hæstur síðan. Hvað er það mesta sem þú hefur fengið á einum degi? „Við Egill Guðjohnsen veiddum eitt sinn 82 laxa á eina stöng í Laxá á Asum. Það er líklega heimsmet í laxafjölda á eina stöng á einum degi, án þess að ég geti þó staðfest það. En í íslands metabókinni er skráð að ég eigi met í laxafjölda á einu sumri, en sumarið 1976 veiddi ég 812 laxa.“ - Er það keppikefíi hjá þér að fá sem flesta laxa? Hvað gerir þú við allan þennan afla? „Það er hluti af veiðigleðinni að afla vel. Hér á árum áður má segja að ég hafi verið atvinnuveiðimaður. Ég seldi aflann og fékk dágóðan pening fyrir. A áttunda áratugnum var dýrasta veiðileyfið í neðsta hluta Laxár í Kjós. Ef ég seldi 12 punda lax var ég kannski búinn að fá fyrir veiðileyfinu þann daginn. Nú kostar dagur fyrir eina stöng í Laxá á Asum um 180 þúsund krón- ur, en verð fyrir lax er í algjöru lág- marki þannig að viðhorfin eru breytt hvað þetta varðar. En góð aflabrögð eru enn hiuti af veiðigleð- inni hvað mig snertir." - Nú hefur þeirri skoðun vaxið fískur um hrygg að sleppa laxinum í friðunarskyni. Að veiða aldrei meira en það sem menn ætla að borða og sleppa þeim fiskum sem veiðast um- fram það. Hver er þín afstaða til þessa? Að fara í MAGNÚS JÓHANNSSON LÆKNIR SVARAR SPURNINGUM LESENDA Spurning: Spurning mín er um ófjósemisaðgerðir. Ég er 28 ára gömul og hef aldrei haft gaman af börnum eða hvarflað að mér sú hugsun að mig langaði til að eign- ast börn. Nú er ég orðin viss um að ég muni ekki skipta um skoðun og langar því að afla mér upplýs- inga um ófrjósemisaðgerðir. Mig langar að vita hvern maður talar við til að fá slíka aðgerð, hvort það sé háð mati einhvers hvort maður kemst í aðgerðina og þá hvers, hvort einhverjar reglur séu um hverjir fá þessar aðgerðir, hvort það sé biðlisti eftir að komast í þær, hversu mikið það kæmi til með að kosta, hversu lengi maður þarf að liggja á spítala á eftir, hvort það séu einhver hugsanleg eftirköst og hvort þessar aðgerðir séu fullkomlega öruggar því ég veit um konu sem fékk utanlegs- fóstur nokkrum árum eftir ófrjó- semisaðgerð. Svar: Ófrjósemisaðgerðir á konum eru algengasta tegund getnaðar- vama í heiminum. Slíkum aðgerð- um vai’ fyrst lýst árið 1834 og áætl- að hefur verið að um 150 milljónir núlifandi kvenna hafi gengist undir slíka aðgerð. Aðgerðin byggist á því að hindra að egg, sem myndast í eggjastokkunum, komist niður eftir legpípunum (eggjaleiðurunum) og niður í leg. Sú aðferð sem mest er notuð er að loka legpípunum með klemmu en einnig er hægt að hnýta utan um þær eða brenna. Til að framkvæma þetta þarf að fara inn í kviðarhol og er það venjulega gert í gegnum tvö lítil göt, annað rétt neð- an við nafla og hitt nokkru neðar. Þetta telst vera lítil og tiltölulega hættulaus aðgerð sem tekur 15-20 mínútur og hana má framkvæma í deyfingu eða léttri svæfingu. Fylgi- kvillar við ófrjósemisaðgerðh’ eru mjög sjaidgæfir. Aðgerðin er gerð að morgni og konan getur farið Ófrjósemis- aðgerð heim sama dag. Konan þaií að fara vel með sig, t.d. ekki lyfta þungum hlutum, i eina til tvær vikur. Líta ber á slíka aðgerð sem varanlega ófrjósemisaðgerð, það er fræðilegur möguleiki að gera megi konuna frjóa aftur en líkm’ á að slíkt heppn- ist eru litlai’. Það er eingöngu ákvörðun konunnar sjálfrar að fara í slíka aðgerð og ekki þarf sam- þykki neins nema maka. Ekki er talið ráðlegt að gera ófrjósemisað- gerð á konum sem hafa t.d. fengið utanlegsfóstur, eru með legsig, eggjastokkablöðrur, sýkingu í kvið- arholi eða þjást af offfitu. Aðgerðin heppnast næstum alltaf en í sjald- gæfiim tilvikum verður konan ófrísk þrátt fyrir ófrjósemisaðgerð og þá er örlítið aukin hætta á utan- legsfóstri. Þetta er þó mjög sjald- gæft og talið er að ófrjósemisað- gerð mistakist hjá 1-3 konum af hverjum 1000, efth’ því hvaða aðferð er notuð. Eftir aðgerðina verður konan ófrjó en líkaminn og starf- semi hans breytist ekki að neinu öðru leyti. Alls engin breyting verð- ur t.d. á hormónastarfsemi og tíðir halda áfram eins og áður. Sömuleið- is hafa slíkar aðferðir engin áhrif á kynlíf fólks. Einfaldast er að fara beint til kvensjúkdómalæknis sem hefur aðstöðu til að framkvæma ófrjósemisaðgerðir. Biðtími efth’ slíkri aðgerð getur verið 1-2 mánuð- ir og hún kostar á bilinu 15-20 þús- und krónur. Eins og áður sagði er aðgerðin framkvæmd að morgni og konan getur farið heim síðar sama dag. Rétt er að taka sér frí frá vinnu í nokkra daga og fara varlega með sig í 1-2 vikur. Við þetta má bæta að ófrjósem- isaðgerðir á karlmönnum eru mun minni, einfaldari og enn hættu- minni en á konum. Gerðir eru smá- skurðir sitt hvorum megin við punginn og hnýtt fyrir sáðrásina sem flytur sæðið frá eistum. Að- gerðin er gerð í staðdeyfingu, tek- ur 10-15 mínútur og karlmaðurinn getur farið heim skömmu síðar. Oþægindi eru venjulega minnihátt- ar en rétt er að fara vel með sig í viku til 10 daga. Að þremur mán- uðum liðnum má gera ráð fyrir að sáðrásin hafi tæmst af sæðisfrum- um og karlmaðurinn þá orðinn ófrjór. Þessar aðgerðir heppnast ekki (karlmaðurinn verður áfram frjór) hjá u.þ.b. einum af hverjum þúsund. 9 Lesendur Morgunblaðsins geta spurt lækninn um það sem þeim iiggur á hjartn. Tekið er á nwti spurningum á virkum dögum milli klukkan 10 og 17 i síma 569 1100 og bréfum eða simbrcfum merkt: Vikulok, Fax: 569 1222.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.