Morgunblaðið - 06.06.1998, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 06.06.1998, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 1998 LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ Glæsilegur árangur í samræmdu prófunum Morgunblaðið/Jenný Jensdóttir NEMENDUR 10. bekkjar Drangsneskóla náðu frábærum árangri í samræmdu prófunum. Drangsnesi - Skólaslit voru í Drangsnesskóla fimmtudaginn 28. maí siðastliðinn. Voru um miðjan daginn gróðursett tré, grillaðar pylsur og farið í leiki en skólaslit og afhending ein- kunna um kvöldið. Nemendur skólans í vetur voru 20 og þar af tóku 6 nem- endur samræmd próf úr 10. bekk. Var árangur þeirra í þess- um lokaprófum upp úr grunn- skóla stórglæsilegur. Meðalein- kunn í öllum fögum langt yfir svokölluðu landsmeðaltali. Má þar nefna að meðaleinkunn í stærðfræði var 7,75. Og aðrar cinkunnir eftir því. Og það tfðkast alls ekki á Drangsnesi að fá undanþágu frá samræmdu prófunum fyrir lélegustu nem- cndurna eins og gert er í a.m.k sumum skólum í Reykjavík til að halda uppi góðu meðaltali. Fengu nemendur og kennarar blóm frá hreppsnefnd Kaldrana- neshrepps við skólaslitin sem viðurkenningu fyrir gott skóla- starf í vetur. Þetta er í fjórða sinn sem Drangsnesskóli útskrifar nem- endur úr 10. bekk og var það ekki auðsótt mái á sfnum tíma að fá að hafa þennan bekk við skól- ann. Töldu allir sem vit þóttust hafa á skólamálum, bæði leik- menn og lærðir, þetta hið mesta óráð og börnunum mikill óleikur gerður með þessari ráðstöfun. En reyndin er allt önnur. Árang- ur 10. bekkjar nemenda við skól- ann hefur verið mjög góður und- anfarin ár og þau fara öll til framhaldsnáms og standa sig þar með prýði. H llHtk Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason NEMENDUR 5. bekkjar Grunnskólans í Stykkishólmi heimsóttu Amtbókasafnið og lásu ritdóma um barna- bækur sem þeir höfðu lesið. Á myndinni er hluti 5. bekkjar ásamt kennara sínum, Unni Breiðfjörð, og for- stöðumanni Amtbókasafnsins, Sigurlínu Sigurbjörnsdóttur. Utlán aukast á 150% starfs- ári Amtbókasafnsins Stykkishólmi - Á síðasta ári voru 150 ár liðin frá því að Amtbókasafn- ið í Stykkishólmi hóf starfsemi sína. í ársskýrslu forstöðumanns, Sigur- línar Sigurbjörnsdóttur, kemur fram að aukning hefur orðið á út- lánum í safninu á síðasta ári. Alls voru lánaðar út 11.484 bækur og tímarit, sem þýðir að útlánin voru rúmlega 9 bækur á íbúa yfir árið. Aðfóng á árinu voru 312 bækur, keyptar eða gefnar. 299 fjölskyldu- og einstaklingsskírteini voru gefin út á árinu. Forstöðumaður Amt- bókasafnsins er Sigurlína Svein- bjömsdóttir og með henni á safninu vinnur Birna Pétursdóttir. Safn- gögn hafa ekki enn verið talin að fullu. Útlánaefni er þó nær allt tölvuskráð. Ótaldar eru bækur í geymslu, sem skipta þúsundum. Geymsluskrá er smá saman að verða til og styttist því í að hægt verði að telja geymsluefnið. Á síðust skóladögum heimsóttu nemendur 5. bekkjar grunnskólans Amtbókasafnið. Þeir höfðu valið sér bók til lestrar, samið útdrátt úr henni og sögðu frá boðskap hennar og hvernig þeim fannst bókin. For- eldrum barnanna og öðrum bæjar- búum var boðið að koma og hlusta á flutninginn. Morgunblaðið/Karl Á. Sigurgeirason Börnum gefnir reið- hjólahjálmar Hvammstanga - Kvenfélagið Björk á Hvammstanga gefur árlega sex ára börnum reið- hjólahjálma í suinarbyrjun. Þetta árið þáðu ellefu börn þessa sumargjöf. Morgunblaðið myndaði þennan hóp ásamt stjórn Kvenfélagsins, Sigríði Ragnarsdóttur, Arndísi Jóns- dóttur og Eddu Hrönn Gunn- arsdóttur. ÚR VERINU Morgunblaðið/Armann Agnarsson BEITIR með fulla nót af sfld, en skipveijar á Þórshamri búa sig undir að meðtaka gjöfina. Síldin fær frí fram yfir helgi SÍLDVEIÐIFLOTINN er nú ann- aðhvort lagstur að bryggju eða á leið til lands í tilefni sjómanna- dagsins á sunnudaginn. Að sögn sjómanna var sfldin komin fast að landhelgismörkunum þegar veiðum lauk og torfurnar á ör- uggri ferð í suðvestur. Töldu menn að ef fram héldi sem horfði yrði sfldin komin inn í íslenska landhelgi upp úr helginni er skipin verða komin aftur á miðin. Svo miklar hafa sfldartorfum- ar verið að undanförnu, að það hefur komið hvað eftir annað fyrir að skip hafa sprengt sfldar- næturnar og þannig bæði glatað afla og skemmt veiðarfæri. Það kom t.d. fyrir hjá Þórshamri, en kom ekki að sök í það skiptið, því nærstaddur var Beitir í mokveiði. Fékk Beitir 1.100 tonn í fjórum köstum, þar af 6-700 tonn í einu og vom Þórshamri þá gefin rösk 600 tonn. Þetta er ekki einsdæmi og að sögn sjó- manna svífur vinskapurinn yfir vötnunum úti á núðunum þó menn keppi e.t.v. eilítið inn- byrðis. Fiskistofa sviptir fjögur skip veiðileyfí FISKISTOFA hefur að undanfömu svipt fjögur skip veiðileyfi vegna brota á lögum um umgengni um nytjastofna sjávar. Annars vegar voru skip svipt veiðileyfi vegna afla umfram heimildir og hins vegar vegna þess að hluti af þorskafla var vigtaður sem steinbítur og þannig skotið undan vigt. Þá hefur Fiski- stofa afturkallað leyfi Hraðfrysti- húss Eskifjarðar til heimavigtunar. Þann 20. maí síðastliðinn svipti Fiskistofa Jón Pétur RE leyfi til veiða í atvinnuskyni vegna afla um- fram aflaheimildir og gildir leyfis- sviptingin þar til aflaheimildastaða skipsins verður lagfærð. Þá var Ósk KE svipt veiðileyfi þann 27. maí vegna afla umfam veiðiheimildir, en skipið fékk leyfið á nýjan leik þann 28. maí eftir að aflaheimildastaða þess hafði verið lagfærð. I byrjun maímánaðar voru skipin Hrefna IS og Sigurvík GK svipt leyfi til veiða í atvinnuskyni í tvær vikur, þar sem hluti af þorskafla skipanna var vigtaður sem steinbít- ur og þannig skotið undan vigt. Leyfí til heimavigtunar afturkallað Fiskistofa afturkallaði leyfi Hrað- frystihúss Eskifjarðar hf. til heima- vigtunar þann 20. maí síðastliðinn. Er ástæðan sú að vigtarmaður fyr- irtækisins hafði gerst brotlegur Mál Sigurðar VE tekið fyrir eftir helgina MÁL Sigurðar VE verður tekið fyr- ir í áfrýjunarrétti í Bodö í Noregi næstkomandi mánudag og þriðju- dag. Sigurður VE var færður til hafn- ar af norsku strandgæslunni í byrj- un júní 1997 þar sem henni höfðu ekki borist tilkynningar um veiðar skipsins og afla innan lögsögu Jan Mayen, en samkvæmt gildandi samningi var skipið þar að sfldveið- um. Undirréttur dæmdi Norðmönn- um í einu og öllu í vil í máli þessu í september síðastliðnum. gegn ákvæðum laga um umgengni um nytjastofna sjávar og ákvæðum reglugerðar um vigtun sjávarafla við vigtun á rækjuafla Hólmaness SU þann 20. aprfl síðastliðinn. ------------------ Farmanna- og fiski- mannasambandið Flotinn flauti samtímis FARMANNA- og fiskimannasam- band íslands hefur beint þeim til- mælum til íslenskra skipstjórnar- manna að þeir þeyti flauturnar á skipum sínum samtímis kl. 14 á morgun, sjómannadaginn, í tilefni þess að sjómannadagurinn er nú 60 ára og einnig í tilefni þess að nú er ár hafsins á vegum Sameinuðu þjóð- anna. Hugmyndin að þessu er komin frá Friðriki Ó. Friðrikssyni náms- manni í Ósló, sem telur að með því að láta flotann flauta samtímis verði landsmönnum kynntur sá kraftur sem flotinn búi yfir og þjóðin minnt á grundvallarstoðir sínar, sambúð- ina við hafið og auðlindir þess. Guðjón A. Kristjánsson, forseti Farmanna- og fiskimannasam- bandsins, sagði í samtali við Morg- unblaðið að tillaga Friðriks hefði verið tekin íýrir á stjórnarfundi hjá FFS og reyndar einnig hjá Sjó- mannasambandinu. „Við ákváðum að taka jákvætt undir hugmyndina og höfum beint því til skipstjórnarmanna að þeir stæðu að þessu flauti kl. 14 á sjó- mannadaginn. Við getum svo sem ekkert skipað mönnum að gera þetta, heldur eru þetta einungis vin- samleg tilmæli um að menn geri þetta í tilefni þess að sjómannadag- urinn er 60 ára og í tilefni af ári hafsins. Síðan verður það bara að ráðast hve þátttakan í þessu verður almenn,“ sagði Guðjón.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.