Morgunblaðið - 06.06.1998, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 06.06.1998, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 1998 39 trðurlöndin og: kalda stríðið í Reykjavík 24. til 27. júní Fremstu röð srannsókna ingar voru fastur liður í vígbúnaðarkapphlaupi risaveldanna. Grænland í kjarnorkustefnu Danmerkur og Bandaríkj anna SVEND Aage Christensen, sem starfar hjá utanríkismálastofn- uninni dönsku'(DUPI), er einn fjögurra sérfræðinga sem halda erindi í þeim kafla ráðstefnunn- ar, sem ber yfirskriftina „Hernaðar- viðbúnaður vestrænna ríkja í hánorðri". Erindi Christensens fjallar um Grænland í kjarnorku- stefnu Danmerkur og Bandaríkjanna 1951-1968. Útgangspunktur er- indis Christensens á ráð- stefnunni er skýrsla sem bandarísk stjómvöld út- bjuggu að beiðni dönsku stjórnarinnar um hlut- verk Grænlands í hem- aðaráætlunum kalda stríðsins. Skýrslan var lögð fram í fyrra. Tildrög þess að þessi skýrsla var gerð var iýrst og fremst það írafár sem upp kom þegar það upplýstist að á sjötta áratugnum hefði forsætisráð- herra Danmerkur gefið Bandaríkja- mönnum leynilega heimild til að geyma kjarnorkuvopn á Grænlandi. Þetta upplýstist með því að árið 1995 léttu stjórnvöld í Kaupmanna- höfn leynd af skjali frá 1957, sem var leynileg yfirlýsing frá þáverandi for- sætisráðherra, H.C. Hansen, sem beint var til bandarískra stjórnvalda. „I þessu skjali veitti Hansen Banda- ríkjamönnum ekki beinlínis heimild, heldur það sem kalla má „grænt ljós“ á að kjarnorkuvopn yrðu geymd á Grænlandi," sagði Christensen í sam- tali við Morgunblaðið. í kjölfar þessarar yfirlýsingar voru sprengjur hlaðnar kjarnaoddum, sem langdrægar flugvélar báru, geymdar um átta mánaða skeið í Thule-herstöð- inni. En að sögn Christensens var þetta „græna ljós“ notað til að koma fyrir fleiri tegundum kjarnorkuvopna á Grænlandi, svo sem loftvarnaflaug- um og flaugum sem skotið var úr flug- vélum. Hætt var að hafa slíkar flaugar tiltækar á Grænlandi 1965. „Síðasta gerð kjarn- orkuvopna sem kom við sögu á Grænlandi voru sprengjumar um borð í B-52-sprengjuflugvélun- um, sem sveimuðu allan sólarhringinn yfir Græn- landi samkvæmt air- horne-aiert-áætluninni svokölluðu," sagði Christensen. Þessi áætl- un var í gildi á tímabilinu 1958-1968. Ástæðuna fyrir því að erindi Christensens á ráðstefn- unni endar 1968 segir hann vera þá, að 21. janú- ar 1968 brotlenti ein þessara stóra sprengju- flugvéla, hlaðin kjam- orkusprengjum, á ísnum við Thule- stöðina. „Þetta slys olli því að danska „græna ljósið“ breyttist í rautt ljós. Bandarískum ráðamönnum voru borin þau skilaboð að það samræmdist ekki stefnu dönsku stjómarinnar í kjarn- orkumálum að flugvélar hlaðnar kjarnorkusprengjum flygju yfir Grænland. Eina kjarnorkuvopna- lausa svæðið I kjölfar nokkurra mánaða samn- ingaviðræðna milli danskra og banda- rískra stjórnvalda varð samkomulag um að kjarnorkuvopn skyldu ekki koma inn í loft- eða landhelgi Græn- lands nema í sérstökum undantekn- ingartilvikum sem samið skyldi um sérstaklega. Þetta samkomulag varð hluti af bindandi samningi Bandaríkj- anna og Danmerkur um varnir Græn- lands. „Þannig varð Grænland eini hluti danska konungsríkisins sem í skilningi alþjóðalaga var yfirlýst kjarnorkuvopnalaust svæði.“ Auk þess að tala um kjarnorkuvopn á Grænlandi hyggst Christensen skýra í erindi sínu aðrar hliðar á hern- aðartengdu starfi sem fram fór á Grænlandi á tímum kalda stríðsins. I fyrsta lagi er þar um að ræða njósnaflug sem haldið var úti fyrir daga gervihnattanna og í öðru lagi hernaðarlegar rannsóknir. Umfangs- mest þessara rannsóknaverkefna var áætlun frá árinu 1960 um að leggja mjög stórt gangakerfi í jökulhelluna. í þessu gangakerfi var hugmyndin að komið yrði fyrir miklum fjölda eld- flauga, sem flytja átti á milli eftir járn- brautum. Áætlunin gerði ráð fyrir allt að 11.000 manna liði her- og tækni- manna, sem átti að sjá um rekstur þessarar ævintýralegu herstöðvar. Fallið var frá þessum áformum 1962. Thule-stöðin mikilvægari en Keflavík Aðspurður um muninn á mikilvægi herstöðvarinnar í Keflavík og Thule- stöðvarinnar á Grænlandi eftir lok kalda stríðsins sagði Christensen að það væri að sínu mati auðveldara að láta eitthvað annað koma í staðinn fyr- ir Keflavíkurstöðina en Thule-stöðina. Þau verkefni sem nú séu unnin á eða út frá Keflavíkurstöðinni - þeirra mik- ilvægast sé eftirlit með umferð í og á hafinu umhverfís landið og í lofthelg- inni yfir þvi - sé mögulegt að inna af hendi án þess að Bandaríkjamenn haldi úti herstöð á Islandi. Erfiðara sé að finna eitthvað sem komið geti í staðinn fýrir Thule-stöðina, en mikil- vægi hennar felist eftir sem áður ekki sízt í viðvörunarkerfinu gegn eld- flaugaárásum, sem Bandaríkjamönn- um þyki enn mikilvægur þáttur í ör- yggiskeifi sínu. Svend Aage Christensen Telur rannsóknir á orsökum kalda stríðsins gallaðar ndurinn 3i leið oka tríðsins Arbatov er fæddur í Ukraínu árið 1923. Hann stundaði nám við Stofn- un uni alþjóðasamskipti í Moskvu og lauk því með gráðu í alþjóðarétti. f byijun sjöunda áratugarins var hann gerður að meðlimi í sovésku vísinda- akademíunni. Allt fram að hruni Sovétríkjanna gegndi hann ýmsum ábyrgðarstörf- um en kunnastur varð hann sem ráð- gjafi Sovétleiðtoga í málefnum Bandaríkjanna. Hann stofnaði meðal annars Rannsóknarstofnun um mál- efni Bandaríkjanna og Kanada í Moskvu. Man eftir Keflavíkurveginum, hótelinu, Höfða og veðrinu Arbatov segir að eftir Höfðafund- inn hafi hann öðlast aukinn skilning á orsökum kalda stríðsins. Hann seg- ist varla búast við að nýjar rann- sóknir fræðimanna muni breyta skoðunum hans á þessu sviði veru- lega, enda hafi hann fylgst náið með málum um langt skeið. Arbatov segist hlakka til að koma til Islands, bæði vegna ráðstefnunn- ar og vegna þess að í fyrri ferð hans gafst lítið tækifæri til skoðunar- ferða. Hann segist muna eftir leið- inni frá Keflavíkurflugvelli til Reykjavíkur, eftir hótelinu þar sem hann bjó og Höfða og veðrinu, sem lionum þótti undarlegt, en fátt annað þafi hann séð af Islandi. Valur segir að einnig sé mikilvægt að setja Island í norrænt samhengi kalda stríðsins. Hann bendir til dæm- is á að Islendingar hafi leitað bæði til Dana og Norðmanna um ráð varð- andi ýmsar ákvarðanir í öryggismál- um landsins, meðal annars um aðild að Atlantshafsbandalaginu og her- stöð Bandaríkjamanna. „íslendingar tóku sér þessar tvær þjóðir til fýrir- myndar í ákvörðunum og þeir hefðu til dæmis varla gerst aðilar að Atl- antshafsbandalaginu ef þær hefðu ekki tekið þá stefnu. Bandaríkjamenn reyndu líka stundum að beita þeim fyrir sig þegar þeir vildu fá einhverju framgengt á íslandi. íslendingar horfðu hins vegar mun minna til Svía og hlutleysisstefnu þeirra enda var staða þeirra og Finna töluvert önnur en hinna Norðurlandaþjóðanna." Valur segist reyndar vænta mikils af umræðu um hlutleysisstefnu Svía og Finna í kalda stríðinu enda sé þar ýmislegt í endurskoðun. Nú er verið að meta kosti þessarar stefnu og galla fyrir þessi ríki og samband þeima við stórveldin. Komið hefur í ljós, að samskipti Svía við Banda- ríkjamenn voru mun nánari en talið hefur veri á hernaðarsviðinu. Einnig er tekist á um samskipti Finna og Sovétmanna. Á dögum kalda stríðsins var sátt um utanríkisstefnu Finn- lands. Sumir sagnfræðingar telja, að Finnar hafi fylgt raunsæisstefnu, sem hefði reynst þjóðinni vel, en aðr- ir eru þeirrar skoðunar, að Finnar hafi gengið of langt í sáttavilja sínum gagnvart Sovétmönnum. Framsaga Vals á ráðstefnunni verður um hlutverk Islands í hemað- aráætlunum Bandaríkjanna 1945-65 en um það fjallaði hann að nokkru leyti í áðurnefndri bók sinni, „í eld- línu kalda stríðsins". Um þessar mundir vinnur Valur m.a að fram- haldi hennar, með rannsóknum á samskiptum Islands og Bandaríkj- anna á sjöunda áratugnum. Nánari upplýsingar um ráðstefnuna er að finna á heimasíðu undir slóðinni www.coldwar.hi.is. GEIR Lundestad, prófessor í sagnfræði við Oslóarháskóla, stýrir norsku Nóbelsstofn- uninni og er einnig ritari nefndarinnar sem úthlutar friðarverð- launum Nóbels. Hann mun taka þátt í pallborðsumræðum á ráðsteftiunni í Reykjavík og ætlar að beina sjónum sínum að kaldastríðs- rannsóknum í gegnum tíðina. Mun hann þar rökstyðja þá skoðun sína að þessar rannsóknir hafi ekki skilað eins miklum skilningi á or- sökum kalda stríðsins og gera hefði mátt ráð fyrir. Rannsóknir á orsökum kalda stríðsins skiptast í tvær meginstefnur að sögn Lundestads. Fyrri stefnan er hinn svokall- aði „gamli skóli“ sem fól í sér þróun þriggja megin kenninga á orsökum kalda stríðsins. „Nýi skólinn" leitast hins vegar við að finna orsakir kalda stríðsins á gmnni nýrra heimilda sem fræðimenn hafa einungis nýverið fengið aðgang að, sérstaklega í Rússlandi en einnig í öðram löndum eins og Kína og jafnvel Bandaríkjunum þar sem frekari heimildir hafa litið dagsins ljós. „Ég vil hins vegar halda því fram að þessi „nýja umræða" sé á margan hátt framhald af þeirri gömlu, beini í mörgum tilfellum sjónum sínum að sömu spurningunum og á heldur óheppilegan hátt.“ Lundestad segist aðspurður þeirrar skoðunar að rann- sóknir á orsökum kalda stríðsins hafi í raun verið gallaðar. Auðvitað sé mikið að græða á þeim hundruðum ef ekla þúsundum bóka sem ritaðar hafa ver- ið en að við hefðum ekki lært jafn mikið af þessum rannsóknum og gera mætti ráð fyrir. „Það er eitt af stóra vonbrigðunum að okkur skuli ekki hafa tekist að fjar- lægjast þær rannsóknir sem gerðar voru strax við upphaf kalda stríðsins. Margt af því sem var ritað á sjötta áratugnum hefur, þrátt lýrir allar þær rannsókn- ir sem gerðar hafa verið síðan, enn ekki verið endurbætt. Að mörgu leyti erum við nú aftur komin á þann byrjunar- reit sem sagnfræðingar vora í á sjötta áratugn- um. Þessi staðreynd veldm- miklum vonbrigð- um.“ Þrjú heilræði Lundestad segist hafa þrjú heilræði um hvernig haga eigi rannsóknum á orsökum kalda stríðsins. „Fyrsta heilræðið er að við eigum að leggja áherslu á að hverfa frá spurningunni um hverjum sé um að kenna að kalda stríðið varð að veruleika. Við höfum velt okkur of mikið upp úr sekt og sakleysi en spumingin er í sjálfu sér siðferðileg og pólitísk og við sagnfræðingar get- um illa svarað henni á nokkurn mark- tækan hátt. Við ættum því fýrst og fremst að rannsaka hvað gerðist og hvers vegna það gerðist en ekki hverjum var um að kenna.“ Aðspurður viðurkennir Lundestad að vissulega sé mjög erfitt að ræða or- sakir kalda stríðsins án þess að upp komi spurningin um sekt og sakleysi því áhrifa kalda stríðsins gæti enn í stjórnmálum líðandi stundar í mörg- um löndum. „En þótt auðvitað hljóti samtíminn alltaf að endurspeglast í verkum okkar tel ég að við hefðum ekki átt að þurfa að verða fyrir svo miklum áhrifum af samtímaatburðum í rannsóknum okkar.“ Lundestad tekur sem dæmi að hér áður fyrr hafi menn sakað Sovétríkin um að bera ábyrgð á því að kalda stríðið hófst. Á tímum Víetnam-stríðs- ' ins hafi menn farið að kenna Banda- ríkjunum um og þegar síðan tók við „þíða“ í samskiptum stórveldanna hafi verið farið að dreifa ábyrgðinni jafn- ar. „Síðan liðuðust Sovétríkin í sundur og við enduðum aftur á byrjunarreit og tráum þvi að Sovétríkin ein og sér beri sökina." Annað heilræði Lundestads felst í því að sagnfræðingar verði að kanna samspO ólíkra þátta. Hann segir að hér áður fyrr hafi menn einbeitt sér að rannsóknum út frá sjónarhóli Bandaríkjanna en með nýja skólanum hafi athygli manna mjög beinst að Sovétríkjunum. Augsýnilega væri því þörf á að rannsaka samspil gamla og nýja skólans að þessu leyti til, milli austurs og vesturs og á milli Banda- ríkjanna og Sovétríkjanna. Kalda stríðið var flókið fyrirbæri „I þriðja lagi tel ég að við þurfum að hætta að trúa á gildi rannsókna sem bjóða aðeins eina útskýringu á aðgerðum stórveldanna. Hér má taka dæmi af „endurskoðunarsinnum“ gamla skólans sem telja að alla þætti bandarískrar utanríkisstefnu megi út- skýra með tilvísun í efnahagsþætti, og þá fyrst og fremst kapítalisma. I „nýju umræðunni" höfum við síðan - fræðimenn sem telja að allt megi út- skýra með tilvísun í hugmyndafræði kommúnismans. Ég tel að í báðum til- fellum séu menn á villigötum. Kalda stríðið var mjög flókið fyrirbæri þar sem þátttakendur, og skipti þá engu hvoram megin víglínunnar þeir stóðu, höfðu margvíslegar ástæður til að haga sér eins og þeir gerðu.“ ^ Geir Lundestad
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.