Morgunblaðið - 06.06.1998, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 06.06.1998, Blaðsíða 64
64 LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ DALALILJA (Convallaria majalis) DALALILJA HVÍTASUNNA er nú liðin og þar með er líklega lokið fermingum um allt land, en víða til sveita er enn siður að ferma á hvíta- sunnu. Flestum er fermingardagurinn sjálfsagt minnis- stæður alla ævi og þannig er því einnig farið um mig. Það er ekki aðeins ferming- in sjálf eða veislan sem haldin var, sem rifjast stundum upp fyrir mér, heldur líka fermingarblómið mitt. Eldri systir mín fór í blómabúð og sneri heim með það yndislegasta barmblóm sem ung stúlka gat hugsað sér, fíngert og fagurt og sætlega ilmandi. Þetta voru íyrstu kynni mín af blómi vikunnar, dalaliljunni, eins og hún er oftast kölluð á íslensku, en nafnið liljukonval heyrðist líka oft áður fyrr, en það er danska heitið á blóminu. Latneska nafnið táknar blómið, sem vex í djúpum dölum og blómstrar í maí. Dala- liljan vex villt víða um heim, í Norður-Ameríku og Norður-As- íu og í Evrópu vex hún allt norð- ur undir heimskautsbaug og upp í 2.300 m hæð. Það er aðeins á Ir- landi og Islandi, sem hún vex ekki villt, en á báðum stöðum þrífst hún ágætlega í görðum. Kjörlendi hennar í nátturunni er skógarbotn bjartra laufskóga, þar sem rakinn er ekki of mikill. Dalaliljan myndar oft breiður þar sem hún vex villt, en hún hef- ur láréttan jarðstöngul, sem er dálítið skriðull og greinóttur. Upp af honum vex á vorin brodd- ur, umlukinn rauðleitri himnu. Smám saman vex upp grænn vafningur, sem breiðir úr sér og í Ijós koma blöðin, sem eru 1-3 talsins. Blöðin eru áberandi gul- græn á lit, hárlaus og jaðramir sléttir. Æðastrengirnir eru áber- andi í breiðoddbaugóttri blað- blöðkunni, sem er dálítið íhvolf, þannig að vatn, sem lendir á blöðunum leiðist auðveldlega nið- ur til jarðstönguls og rótar. Blómstöngullinn virðist koma til hliðar við blaðvöndulinn upp úr stöngulbroddinum. Hann verður 15-25 cm hár, er alveg blaðlaus og mjög grannur. Blómin eru í einhliða klasa, sætlega ilmandi, snjóhvítar bjöllur með örh'tið út- sveigðum blómjöðrum. Hvert blóm er á stuttum blómstilk og það er þvínæst sem hvítt perlu- band ljómi á grænum blaðgrunn- inum. Fjöldi blómklukknanna er breytilegur. Hjá villtum dalalilj- um era þær 5-7 en við ræktun hefur verið reynt að fá fram blómfleiri .afbrigði og til eru af- brigði með allt að 15 blómum á stönglinum. Eins era til afbrigði með bleikleitum blómum og jafn- vel fylltum og með mislitum blöð- um, variegata, en þessi afbrigði era líklega ekki í ræktun hér- lendis. Dalalilja er mjög vinsælt vorblóm á Norður- löndum, en ekki mjög algeng í görð- um hér, en var þó töluvert ræktuð áður fyrr. Sunnanlands blómstrar dalalilja í júníbyrjun. Dalalilja gerir ekki miklar kröfur til jarðvegs- ins en kýs þó helst léttan og myldinn jarðveg. Þar sem hún á annað borð kann við sig, fjölgar henni smám saman og myndar loks fal- lega breiðu, en það er auðvelt að halda henni í skefjum. Dalaliljan er fyr- irtaks botnplanta í trjábeðum, þar sem blómstrun hennar lýkur áður er lauf trjánna er fullvaxið og laufið sölnar þegar líða tekur á sumarið. Sem sagt, það er flest sem hana prýðir. Já, flest _ en ekki allt. Dalalilja er gömul Iækningajurt og eins og svo margar lækningajurtir er hún eitrað, meira að segja mjög eitr- uð, sé ekki rétt með farið. Rúss- neskir bændur notuðu dalalilju við flogaveiki, slagi og ýmsum hjartasjúkdómum. Hún inniheld- ur efni, sem heitir convallamarin, sem hefur áhrif á hjartað, og er náskylt virka efninu í fíngur- bjargarblómi, sem er líka notað sem hjartalyf. Þetta efni stillir óreglulegan hjartslátt hjá veiku hjarta, en ekki skyldi ég ráð- leggja nokkram að fara að lækna sig með dalalilju á eigin spýtur. Aldin dalalilju er rautt ber sem líka er eitrað og erlendis hafa börn stundum orðið fyrir eitrun- um við að borða berin eða tyggja blaðstilka. Líklega er bara kost- ur hvað við íslendingar eram litl- ar grænmetisætur og börnin því ekki vön „að bíta gras“. Meira að segja getur vatn, sem afskorin dalalilja stendur í, verið eitrað litlu barni. Dalaliljan er tengd helgisögn- um. Hún er sögð hafa sprottið upp af táram Maríu Magdalenu, þegar hún grét við gröf Krists á degi upprisunnar. Bretar tengja hana sögninni um heilagan Le- onard, sem barðist við ógurlegan dreka í margar klukkustundir og hlaut í bardaganum mikil og djúp sár. Alls staðar, þar sem blóð hans féll, spratt dalaliljan upp og enn vex hún í Leonard- skógi í Sussex. Dalalilju má fjölga upp frá fræi, sem er þó stundum tregt til að spíra. Dalalilja er stundum á boðstólum í gróðrarstöðvum á sumrin en henni er oftast fjölgað með jarðstönglum, sem settir era niður á haustin. Þessir jarð- stönglar eru stundum á haust- laukalista Garðyrkjufélags Is- lands. Ath. Höfundarnafn greinar- innar um blómgunartíma sumar- blóma féll niður. Greinina skrif- aði Guðríður Helgadóttir garð- yrkjufræðingur. S.Hj. BLOM VIKUIVMR 381. þáttur Lmsjón Ágústa lijiirnsdótíir FRÉTTIR VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Hnýtt í rann- sóknir Kára ÉG ER hissa á því hvað menn reyna að hnýta mikið í rannsóknir Kára Stefáns- sonar hjá íslenskri erfða- greiningu. Það hefur ekki verið svo erfitt hingað til að komast í gögn í sambandi við sjúklinga, en nú er verið að gera svo mikið mál út af þessu. Og svo eru þeir sem gagnrýna Kára sem mest, þeir hjá Tölvunefnd, með menn á launum hjá Is- lenskri erfðagreiningu. Vona að þeim takist ekki að flærna hann í burtu. 190923-4799. Stórkostlegt krem VELVAKANDA barst eft- irfarandi: „Ég sem skrifa þessar línur er ein af mörgum sem er illa haldin af psori- asis exemi og voru báðir lófar sem sagt eitt sár og slæm sár á fótum og hand- leggjum. Svo var mér gef- in krukka með SD kremi og var það eins og við manninn mælt, eftir þrjá daga fóru sárin að gróa. Og núna tveim vikum eftir að ég fór að nota SD krem- ið er ég sáralaus og farin að nota hendurnar til flestra heimilisstarfa. Ég var búin að leita mér hjálp- ar hjá læknum en batinn var lítill. Mig undrar að SD kremið skuli ekki fá meiri athygli hjá þeim sem eru að lækna og berjast við þennan sjúkdóm. Ég vil segja við alla psoriasis sjúka, próflð þetta krem og þið verðið ekki fyrir vonbrigðum. Kremið er alíslenskt og unnið úr íslenskum jurt- um, vatni og lýsi. Kremið er hrein bylting gegn þess- um sjúkdómi. Erla Pálsdóttir. Til framfara í læknisfræði ÞAÐ er alltof mikið gert úr trúnaði og nafnleynd af úrtölumönnum um ís- lenska erfðagreiningu. Satt að segja hef ég engan hitt sem ekki vill glaður láta allar upplýsingar um sjúkdóma sína í té ef verið gæti til framfara í læknis- fræði. Við sem höfum misst ástvini okkar á unga aldri, t.d. úr krabbameini, fylgjumst grannt með þessum málum og tiúum því ekki að reynt verði að setja fótinn fyrir Kára Stefánsson. Kona. Tapað/fundið Perlufesti týndist STUTT smágerð perlu- festi með mismunandi perlum týndist sl. miðviku- dag um eftirmiðdaginn. Finnandi er vinsamlega beðinn að hringja í síma 560 9877 eða 568 5990 eftir hádegi. Þuríður. Dýrahald Páfagaukur í óskilum ÞANNIG er mál með vexti að í fyrradag fangaði dótt- ir mín bláan páfagauk sem var á flugi úti og nú er gauksi í fóstri hjá mér. Þetta átti sér stað í Bæjar- gili í Garðabæ. Þetta virð- ist vera ungur fugl, gæti ég trúað að hann hafi verið búinn að vera eitthvað úti því hann var mikið hóstandi og dauðþreyttur þegar hann komst í búr hjá mínum eigin páfagauk. Mikið vildi ég koma honum í réttar hendur. Síminn hjá mér er 565 8694. María Richter. Týndur kettlingur BRÖNDÓTT ómerkt læða, 9-10 vikna gömul, með hvíta bringu og hvítar loppur, týndist frá Austur- götu í Hafnarfirði sl. mánudag. Hafi einhver orðið ferða hennar var er hann beðinn að hafa sam- band í síma 555 1150. Hvolpur óskar eftir heimili FALLEGUR blandaður Springer/Spaniel hvolpur, 6 mánaða, óskar eftir góðu heimili vegna óviðráðan- legra aðstæðna. Upplýs- ingar í síma 554 6071. Morgunblaðið/Kristinn Rakel og Brúnó Víkverji skrifar... VIKVERJI þurfti í gær að fara á fund lögreglustjóraembættisins til þess eins að fá nýtt ökuskírteini og nýjan passa, því að hann er að fara til útlanda innan tíðar. Gamla ökuskírteinið, þótt gilt sé hérlendis, er útrannið samkvæmt áletran, sem á því stendur. Víkverji fór því inn á lögreglustöð við Hverfísgötu og þegar hann mætti þar rétt fyrir klukkan 13 var anddyri lögreglustöðvarinnar fullt af fólki. Inni í afgreiðslusalnum var sömuleiðis fólksfjöldi. Á veggnum gegnt dyranum stóð talan 57 mynd- uð í rauðum Ijósum. Víkverja var bent á að hann skyldi taka númer ef hann vildi fá afgreiðslu, sem hann gerði. Hann hlaut númerið 84. Þannig voru 27 manns á undan hon- um sem biðu. Ekki átti Víkverji að fá eyðublað til útfyllingar vegna vegabréfsum- sóknar og enn erfiðara virtist að fá eyðublað til útfyllingar vegna öku- skírteinisins. Sú skýring var gefm, að fólk fyllti það yfirleitt rangt út, þannig að afgi’eiðslustúlkumar vildu hafa hönd í bagga með útfyllingunni til þess að spara eyðublöðin. Vík- verja taldist til að aðeins þrjár stúlk- ur væra við afgreiðsluna, sem gekk svo seint að rúm klukkustund fór í þessa bið hans eftir afgreiðslu. Var hann þó búinn að fylla út eyðublöð, sem hann bað um sérstaklega. Þegar þessi þraut er búin, er Vík- verja vísað til gjaldkera og þar átti að greiða 3.000 krónur fyrir öku- skírteinið og 4.600 krónur fyrir vegabréfið. Víkverji lagði kredit- kortið á borðið. Nei, takk, honum var ekki treyst fyrir fjárhæðinni, 7.600 krónum - hann skyldi greiða á staðnum. Og þegar hann hafði gert það var honum tjáð að ökuskírteinið og passinn yrðu tilbúin eftir 10 virka daga. Víkverji spurði, hvort hann gæti fengið vegabréfið og passann sendan í pósti. Svarið var blákalt nei, hann yrði að koma aft- ur, fara í biðröð og skrifa upp á passann. Honum var sem sagt ekki treyst til þess heima hjá sér og koma skyldi hann aftur og bíða í klukkustund eftir að fá að skrifa nafnið sitt. Embættismönnum virð- ist ekki detta í hug, að leyfa um- sækjanda að skrifa undir á staðnum og fylla passann út síðar og senda svo í pósti. Þessi framkoma við borgarana af hálfu lögreglustjóraembættisins í Reykjavík er til háborinnar skamm- ar. Heldur lögreglustjórinn í Reykjavík, að hann geti snattað mönnum og eytt tíma þeirra svona til einskis? Hvers konar virðingar- leysi er þetta við borgarana? Vík- verji er þess fullviss að slík af- greiðsla úr fomeskju þekkist hvergi á byggðu bóli í Evrópu og þótt víðar væri leitað. Þaraa þarf hinn nýi lög- reglustjóri svo sannarlega að taka til hendi. xxx OG ÞAR sem Víkverji er nú einu sinni farinn að láta lögregluna ergja sig, enda telur hann hana hafa sýnt sér hinn argasta dónaskap í gær, má geta þess, að hann var ný- lega í leigubíl og fannst þá leigubíl- stjórinn aka heldur hægt um götur borgarinnar. Víkverji hafði orð á því við bílstjórann sem sagði þá, að hann þyrði bara ekki að aka hraðar, 10 starfsfélagar sínir hefðu verið sviptir ökuleyfí og þar með starfí, þar sem þeir hefðu mælzt á 61 km hraða hér í bænum, þar sem áður þótti ekki tiltökumál að aka á þeim hraða. Lögreglan verður að gæta sín á því, að ofbjóða ekki borguranum. Þar sem menn hafa ekið í áratugi á ákveðnum hraða án afskipta lög- reglunnar þýðir ekki fyrirvaralaust að beita viðurlögum. Að ekki sé tal- að um að svipta menn atvinnu sinni með þeim hætti. Lögreglan verður að átta sig á því, að hún nær engum árangri í að bæta umferðarmenningu án sam- vinnu við borgarana.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.