Morgunblaðið - 06.06.1998, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 06.06.1998, Blaðsíða 54
54 LAUGARDAGUR 6. JIJNÍ 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SIGURÐUR HELGASON + Signrður Helga- son var fæddur á Vífilsstöðum 27. ágúst 1931. Hann andaðist 26. maí síð- astliðinn á Landspít- alanum og fór útför hans fram frá Kópa- vogskirkju 5. júní. Þau Ieiðu mistök urðu við vinnslu föstudagsblaðsins, að minningargrein um Valtý Guðjónsson, fyrrum bíejarstjóra og si'ðar útibústjóra Samvinnubankans í Keflavík, birtist innan um minn- ingargreinar um Sigurð Helga- son. Hlutaðeigendur eru beðnir afsökunar á þessum mistökum. Sigurður Helgason var kjark- mikill baráttumaður. Hann fór ótrauður í erfiða hjartaaðgerð þeg- ar í ljós kom að ekki var annað til úrræða ef bjarga ætti heilsu hans. Hann sætti sig ekki við heilsuleysi og athafnaleysi væru nokkrar leið- ir til úrbóta. Sú orrusta sem hann háði síðustu vikur var löng og erfið - < og enda þótt hún tapaðist að lokum var þrek hans og þol aðdáunarvert. Sigurður kom til starfa hjá Hjartavernd sem upplýsinga- og fræðslufulltrúi árið 1990. Hann var þá formaður Landssamtaka hjartasjúklinga og sem slíkur átti hann stóran þátt í að bæta og auka samstarf þessara tveggja samtaka sem bæði eiga sér sameiginleg markmið þótt mál hafí þróast svo að þau starfi sitt í hvoru lagi. Það var ekki síst fyrir tilstuðlan hans að góð samvinna tókst um mikil- væg verkefni eins og Alþjóða heil- brigðisdaginn 1992, sem var bar- áttudagur gegn hjarta- og æða- sjúkdómum, stofnun HL-stöðvar- innar, sem er æfingastaður fyrir hjarta- og lungnasjúklinga, og margt fleira. Sem upplýsinga- og fræðslufull- trúi Hjartaverndar var Sigurði vel ljóst mikilvægi forvarna í barátt- unni við hjarta- og æðasjúkdóma. Hann ritstýrði af mikilli röggsemi riti Hjartaverndar og bryddaði upp á ýmsum nýjungum í útliti og efni blaðsins og fékk m.a. landskunna listamenn til að mynd- skreyta forsíðu og fleira. Sem leik- maður fylgdist hann mjög vel með öllum nýjungum í hjartasjúkdóm- um og sótti mörg þing hjarta- verndarfélaga, bæði austan hafs og vestan, og flutti þar erindi um starfsemi Hjartaverndar. Hann kynnti sér nýjungar í fjármögnun- arleiðum þessara félaga sem hann síðan nýtti í þágu Hjartaverndar með góðum árangri. Þá átti Sig- urður stóran þátt í útgáfu einnar vinsælustu matreiðslubókar seinni ára, „Af bestu lyst“, með upp- skriftum að hollum hverdagsmat, en bókin varð til að frumkvæði Hjartaverndar í samvinnu við Manneldisráð og Krabbameinsfé- lagið. Helgi yfírlæknir á Vífílsstöðum, '■^faðir Sigurðar, var ekki aðeins þekktur af sínum lækningum held- ur einnig vegna baráttu sinnar fyr- ir kjörum og réttindum sjúkra. Sig- urður kynntist því málefnum þess- um af eigin raun allt frá bernsku. A seinni árum var þetta eitt af megin- baráttumálum hans og hann beitti sér af alefli, bæði í rituðu máli og töluðu, gegn hverskyns tilraunum ríkisvaldsins til að skerða réttindi og hag sjúkra og fatlaðra. Sigurður Helgason stóð á meðan stætt var. Hann lét af störfum fyrir u t Hjartavernd síðla árs 1996, en síð- ustu mánuðina var ljóst að hverju dró og þrek hans fór þverrandi þótt kjarkurinn væri óbugaður. Fyrir hönd Hjartavemdar þakka ég Sig- urði störf hans í þágu samtakanna og votta eiginkonu hans og fjöl- skyldu virðingu okkar og samúð. F.h. Hjartaverndar, m Magnús Karl Pétursson. Mig langar til að minnast vinar míns, Sigurðar Helgasonar, með nokkrum orðum. Það var sumar og við vomm innan við ferm- ingu. Hann hafði komið í heimsókn til okkar vestur í Stykkishólm ásamt Lárusi, bróður sínum. Við vorum á stuttbuxum og spörkuð- um bolta, flugumst á og ræddum stjórnmál og heimspeki; þá var nú líf í tuskunum. Nokkrum árum seinna var ég í heimsókn á Vífíls- stöðum. Það var síðla sumars og þeir bræður, Sigurður og Lárus, voru að búa sig undir að fara norður á Akureyri, þar sem þeir stunduðu nám við menntaskólann. Það var komið kvöld og tími til að fara í hátt- inn. Svona í lokin, eftir langan og viðburðarikan dag, leit ég inn til þeirra. Þeir voru komnir uppí, en voru eitthvað á stjái þarna á náttföt- unum; og áður en ég spurði setti Sigurður sig í stellingar, sem enginn gerði á jafn tilkomumikinn hátt sem hann, til að gefa mér skýringar. Þeir voru nefnilega með námsbækur í höndunum. Og þá kom skýringin: „Við lesum um þessa kappa, Napóle- on og aðra, og dreymir um þá í nótt - þannig lærum við mannkynssögu." Slíkt hafði ég aldrei heyrt áður og sennilega aldrei síðar; en þarna lærði ég ef til vill meiri uppeldis- fræði heldur en ég hef lært í annan tíma. Sigurður Helgason var miklum hæfileikum búinn. Eg held hann hafi hlotið að fá í vöggugjöf flest það besta frá foreldrum sínum, og er þá mikið sagt, enda voru þau Helgi Ingvarsson og Guðrún Lárusdóttir af þeirri manngerð, sem enginn verður ósnortinn af. Miklir hæfileik- ar Sigurðar fengu því að þroskast og vaxa upp í því besta umhverfi, sem nokkur maður getur óskað sér. Sem fulltíða maður var Sigurður hugmyndaríkur og kraftmikill leið- togi og ævinlega talsmaður þeiiTa sem minna máttu sín. Sem fjölskyldumaður var hann mikill gæfumaður. Þau Gyða og Sig- urður voru sköpuð hvort fyrir annað og með börnum sínum tókst þeim að skapa heimili, þar sem ríkti andi manndóms, kærleika og lífsgleði. Ég hitti Gyðu fyrir nokkrum dög- um, þá sagði hún mér hvert stefndi. Fregnin um andlát vinar míns kom mér því ekki á óvart. Ég minnist Sigurðar með söknuði. Að kynnast slíkum manni er gæfa. Og nú, að leikslokum, finnst mér viðeigandi að nota fomt orðalag, þar sem fallinn er í valinn drengur góð- ur og hvers manns hugljúfi; þar er nú skarð fyrir skildi. Bragi Jósepsson. Sigurður Helgason, fyrrverandi bæjarfógeti á Seyðisfirði, lést 26. maí sl. 66 ára að aldri. Sigurður var fæddur á Vífilsstöð- um, sonur hjónanna Helga Ingvars- sonar, yfirlæknis, og Guðrúnar Lár- usdóttur. Sigurður lauk stúdents- prófi frá Menntaskólanum á Akur- eyri 1951^ prófi í viðskiptafræði frá Háskóla Islands 1954 og embættis- prófi í lögfræði frá sama skóla árið 1957. Réttindi hæstaréttarlögmanns fékk hann 1969. Sigurður starfaði fyrir Sjálfstæðisflokkinn og síðar Verslunarsambandið hf. til 1967, er hann hóf rekstur eigin lögfræðistofu í Kópavogi. Arið 1981 var Sigurður skipaður bæjarfógeti á Seyðisfirði og sýslumaður Norður-Múlasýslu og gegndi hann því til ársins 1989 er hann fluttist aftur í Kópavog og hóf þar rekstur lögfræðistofu ásamt því að starfa mikið fyrir Hjartavernd. Fyrir utan það að gegna ýmsum trúnaðarstörfum íyrir Sjálfstæðis- flokkinn, bæði í Kópavogi og á landsvísu, var Sigurður bæjarfull- trúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi 1962-1975, þar af forseti bæjar- stjórnar síðustu tvö árin. Hann varð síðan aftur varabæjarfulltrúi árið 1990. Sigurður var allan sinn feril sem bæjarfulltrúi í forystusveit í bæjarmálum í Kópavogi jafnframt því að gegna ýmsum trúnaðarstörf- um á vegum bæjarins þann tíma. Sigurður starfaði mikið fyrir hjartasjúklinga og var í stjórn SIBS í áraraðir fyrir utan að starfa mikið að félags- og kirkjumálum. Bæjarstjórn Kópavogs þakkar Sigurði Helgasyni fyrir öll þau störf sem hann hefur innt af hendi í bæj- arfélagi sínu og sendir eftirlifandi eiginkonu hans, Gyðu Stefánsdóttur, svo og fjölskyldunni allri innilegar samúðarkveðjur. Bæjarsljórnin í Kópavogsbæ, Sigurður Geirdal, bæjarstjóri. Kveðja frá Landssamtökum hjartasjúklinga. I dag er til moldar borinn kær vin- ur í félagasamtökum okkar, Sigurður Helgason. Hann var eldhuginn á meðal okkar, lét sér ekkert óviðkom- andi er gæti eflt samtök okkar og komið málefnum okkar á framfæri. Hann var annar formaður okkar ungu samtaka og gegndi því stai-fi í sex ár. Hann fékk ótrúlega miklu áorkað þann tíma og hafði mjög gott lag á að virkja félagsmenn til starfa, og þar á meðal mig, sem var ekki mikill félagasamtakamaður þá, en honum tókst að breyta mér í bar- áttumann. Því miður voru kynni okkar ekki nógu löng, því hafi ég lært eitthvað af nokkrum manni, þá var það af honum. Ég veit að aðrir mér fremri geta rakið sögu hans betur en ég og læt því hér staðar numið. En eitt veit ég með vissu, hann átti góða konu sér við hlið. Við sendum henni og börn- um þeirra okkar dýpstu samúðar- kveðjur. Gísli J. Eyland, formaður Landssamtaka hjartasjúklinga. Sigurður Helgason hæstaréttar- lögmaður og fyrrverandi formaður Landssamtaka hjartasjúklinga lést á gjörgæsludeild Landspítalans 26. maí sl. eftir langvarandi og erfið veikindi. Sigurður tók við af mér sem for- maður LHS á vordögum 1990 og gegndi starfinu í sex og hálft ár eða þar til Gísli J. Eyland núverandi for- maður tók við í september 1996. Það var mikið lán fyrir LHS að fá Sigurð Helgason þann dugmikla hugsjóna- mann til starfa, enda vann hann geysimikið og óeigingjamt starf að málefnum hjartasjúklinga í for- mannstíð sinni og allar götur síðan svo lengi sem heilsan leyfði. Hann var atkvæðamikill í ræðu og riti fyrir málstað okkar og efldi hag samtak- anna í daglegu starfi sínu. Fjölmarg- ir skjólstæðingar okkar leituðu til hans í erfiðleikum vegna veikinda og fengu hjá honum úrlausn og uppörv- un. Mér er ekki kunnugt um að Sig- urður hafi nokkru sinni fengið eyris- virði íyrir alla þá aðstoð eða störf sín hjá LHS en þakklæti og virðingu frá félögum sínum mat hann meir en nokkuð annað. Landssamtök hjartasjúklinga juku umsvif sín mjög eftir að Sig- urður varð formaður. Áður var búið að samþykkja deildaskiptingu á landsbyggðinni og inngöngu LHS í SÍBS. Á fyrsta starfsári Sigurðar voru stofnuð 10 aðildarfélög LHS í öllum kjördæmum landsins auk Vestmannaeyja. Árið 1996 var svo 11. félagið stofnað, Neistinn, styrkt- arfélag hjartveikra barna. Mér er sérstaklega minnisstæð ferð okkar Sigurðar ásamt eiginkonum okkar norður í land í október 1990 en þá voru stofnuð tvö aðildarfélög sömu helgina, á Norðurlandi vestra og í Þingeyjarsýslum. Nokkru síðar gekk LHS í SÍBS og var Sigurður þá kjörinn í stjórn SÍBS, Reykja- lundar og happdrættis SÍBS. Ál- staðar var hann jafn ráðhollur og vinsæll, og hann mætti á fundi þess- ara stjórna svo lengi sem heilsan leyfði og jafnvel lengur. Sigurður Helgason var fönguleg- ur maður með óvenju bjart og fag- urt yfirbragð. Það geislaði af honum góðvildin enda átti hann fjölda vina. Hann var vel menntaður, bæði við- skipta- og lögfræðingur, og starfaði sem hæstaréttarlögmaður. Hann var gegnum heill sjálfstæðismaður og gegndi fjölda trúnaðarstarfa fyrir flokk sinn, einkum þó í heimabæ sín- um Kópavogi þar sem hann var for- seti bæjarstjórnar um árabil. Um tíma var hann sýslumaður Norð- Mýlinga og bæjarfógeti á Seyðisfirði og sinnti því starfi af festu og dugn- aði. Leitaði sátta svo lengi sem verða mátti og vildi hvers mánns vanda leysa. Sigurður Helgason var ákaf- lega skemmtilegur vinur og félagi. Mér er ógleymanlegt hve vel honum tókst upp í góðra vina hópi með meinlausum gamansögum af sam- tíðamönnum sínum og sjálfum sér, einkum þó í bridge og pólitfk. Það er skarð fyrir skildi hjá Landssamtökum hjartasjúklinga eft- ir fráfall svo dugmikils félaga. Við kveðjum Sigurð Helgason með virð- ingu og þakklæti og sendum konu hans Gyðu Stefánsdóttur og fjöl- skyldu innilegar samúðarkveðjur. Ingólfur Viktorsson. Það mun hafa verið snemma vors 1981 sem fundum okkar Sigurðar Helgasonar bar fyrst saman. Þannig háttaði til að Erlendur Björnsson sýslumaður á Seyðisfirði hafði látist þá um veturinn og Sigurður, sem hafði starfað sem lögmaður um all- langt skeið, hafði fengið sýslu- mannsstöðuna þegar hún var aug- lýst. I gegnum kunningja minn, Grétar son Sigurðar, hafði ég kom- ist að því að hann myndi vanta full- trúa þá um sumarið. Þar sem ég hafði heyrt menn á þáverandi vinnu- stað mínum, lögreglustöðinni í Kópavogi, tala alla tíð einkar vel um Sigurð Helgason og það jafnvel þó svo hann hefði verið að vasast í póli- tík þar í bæ um alllangt skeið, ákvað ég að kanna hvort hann væri ekki til í að ráða mig til sín. Sigurður tók mér afar vel eins og ævinlega síðan og niðurstaða þessa samtals var sú að við hjónin tókum okkur upp og fluttum á Seyðisfjörð þar sem við bjuggum næstu árin. Hafi sá sem þetta ritar haft efa- semdir um ágæti þess húsbónda sem hann var að ráða sig til, þá hafa þær verið fljótar að hverfa. Þægi- legri yfirmann en Sigurð Helgason er erfitt að hugsa sér. Enda maður- inn þeirrar gerðar að ekki var hægt annað en láta sér líða vel í návist hans. Sigurður varð fljótt vinsæll þar eystra og nutum við þess sem unnum hjá honum á þessum árum. Mæli ég hér fyrir munn annarra starfsmanna. Seint verður því haldið fram að Sigurður hafi verið strangt yfirvald, enda var það víðs fjarri hans lífsmáta. f þessu felst hins veg- ar ekki að hann hafi ekki ætlast til þess að farið væri að lögum. Öðru nær. Það hefði verið jafn fjarri hon- um. Hins vegar var að hans mati óþarfi að beita lagabókstafnum harðar en efni væru til á hverjum tíma. Sigurður var mjög greindur maður og víðlesin. Hann gat verið harður af sér og fastur fyrir ef á þurfti að halda, en beitti þeirri hlið- inni afar sparlega, og ekki nema full þörf væri. Á þessum árum voru sýslunefndir enn við lýði og kom sýslunefnd Norður-Múlasýslu saman til fundar á Seyðisfírði á hverju sumri. Fund- uðu sveitarhöfðingjar þar í tvo daga undir öruggri stjórn Sigurðar, sem var þá svo sannarlega í essinu sínu. Þegar nefndin hafði lokið störfum sínum seint á laugardegi var ævin- lega boðið til veislu á heimili sýslu- mannshjónanna. Gleymast þær dýrðlegu veislur seint þeim sem í voru. Og talandi um heimili þeirra Gyðu og Sigurðar þá voru þau hjón- in afar samhent í öllu sem þau tóku sér fyrir hendur. Var eftir þeim tek- ið hvar sem þau fóru. í þeirra hús- um þar eystra var mönnum tekið opnum örmum, og þá ekki hvað síst þeim sem minna máttu sín í samfé- laginu. Var það mjög í samræmi við lífssýn þeirra hjóna, sem kunnu ekki að fara í manngreinarálit. Kom og hér til eitt af því sem einkenndi mjög Sigurð Helgason, en það var hversu hjálpsamur og greiðvikinn hann var. Var til þess tekið að hann gat ekki hugsað sér annað en leysa úr hvers manns vanda án þess að hann sjálfur hefði þar af nokkra hagsmuni, enda lét hann sér meira annt um annarra hagi en sinn eigin. Og ekki verður svo minnst á Sig- urð sýslumann á þessum árum að Subarubifreið hans, S-20, komi ekki upp í hugann. Þjónaði sú bifreið hús- bónda sínum af miklum dugnaði í hinu riðlenda umdæmi hans og ekki hvað síst í aftakaveðrum og ófærð á Fjarðarheiði, því ekki lét sýslumað- ur þann farartálma aftra sér frá því að ná því heitasta úr nýjum blöðum á Egilsstöðum, degi á undan Seyð- firðingum. Sigurður gat verið glettinn ef þri var að skipta. Má hér nefna söguna af þri er Þráinn hreppsstjóri var í miklum móð að bjóða upp gular bux- ur og annan fatnað úr verslun í Fellabæ, er sýslumann bar þar að garði. Sýslumaður skynjaði að á hreppstjóra hans myndi runninn uppboðshamur, og greip jakka hans sem lá þar á stól og rétti honum. Þráinn tók feginssamlega við og bauð flíkina þegar fala. En rétt áður en hann sló hana hæstbjóðanda kenndi hann hvers hún væri (kunn- ugir segja að þar hafi þyngd seðla- veskis ráðið nokkni um), og mun hafa verið fljótur að kippa hendinni að sér við mikla kátínu viðstaddra, og ekki hvað síst sýslumanns. Já, það var oft glatt á hjalla í kaffitím- um á sýsluskrifstofunni á Seyðisfirði á þessum árum. Og oftar en ekki var það sýslumaður sem var hrókur alls fagnaðar. Það var helst þann dag mánaðarins sem glíma hans og Odds bókara við söluskattinn var framundan, sem Sigurður var ann- ars hugar. Oddur hafði hins vegar á orði við undirritaðan að það væri hreint með ólíkindum hversu Sig- urður væri talnaglöggur maður og fljótur að átta sig þegar tölur væru annar vegar. Nokkurn skugga bar á þann tíma sem Sigurður var sýslumaður á Seyðisfirði, en það var sú vitneskja að hann gengi ekki heill til skógar. Var Sigurður þó ekkert að flíka þeirri staðreynd. Munu þessi veik- indi hafa að lokum átt stærstan þátt í þeirri ákvörðun hans að segja þess- ari stöðu sinni lausri. Vissulega átti andlát hans ekld að koma þeim sem vissu um hans langvinnu og erfiðu veikindu á óvart. Það er hins vegar alltaf sárt að sjá á eftir mannvini, sem Sigurður Helgason sannarlega var, svo alltof fljótt. Kæra Gyða og fjölskylda. Við Ragna sendum ykkur samúðarkveðj- ur á þessari sorgarstundu. Megi minnningin um góðan dreng lifa. Sveinbjörn Sveinbjörnsson. Með Sigurði Helgasyni er geng- inn hugsjónamaður og eldhugi. Á sínum tíma leiddi Sigurður saman tvö félagasamtök, bæði stór á íslenska risu. Seint á níunda ára- tugnum voru í gangi óformlegar um- ræður um að Landssamtök hjarta- sjúklinga (LHS) gerðust aðili að Sambandi íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga (SíBS). Kom einkum Sigurður að umræðunni fyr- ir fyrrnefndu samtökin en Oddur Ólafsson þau síðarnefndu. Sigurður varð formaður LHS árið 1990. í jan- úar á því ári lést Oddur en Sigurður hélt merkinu á lofti og málinu gang- andi. I byrjun september árið 1990 kom bréf til SÍBS frá LHS sem fór þess formlega á leit að „þing SÍBS 1990 lýsi yfir stuðningi við það að Landssamtök hjartasjúklinga verði viðurkennd sem deild í SÍBS“. Sig- urður sat þetta tilgreinda þing sem áheyrnarfulltrúi frá LHS og gerði nánari grein fyrir málinu. Er skemmst frá þri að segja að þingið samþykkti samhljóða þá tillögu alls- herjarnefndar þess að lýsa stuðningi við inngöngu LHS í SIBS sem sér- stakrar deildar. Eftir vandaðan undirbúning og nauðsynlegar breytingar á lögum SÍBS gerðist LHS fullgildur aðili að sambandinu á þingi þess í október 1992. Frá sama tíma og allt til dauðadags var Sigurður í stjórii SíBS og sat ekki á liði sínu, gegndi margvíslegum trúnaðarstörfum fyr- ir sambandið, bæði inn á við og út á við, var m.a. formaður stjórnar happdrættis SÍBS um sinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.