Morgunblaðið - 06.06.1998, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 06.06.1998, Blaðsíða 56
56 LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ VALTÝR GUÐJÓNSSON + Valtýr Guðjóns- son, fyrrum bæjarstjóri og síðar útibússtjóri Sam- vinnubankans í Keflavík, fæddist í Lækjarbug í Hraun- hreppi í Mýrasýslu 8. maí 1910. Hann lést á Sjúkrahúsi Suðurnesja 25. maí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Keflavíkurkirkju 5. júní. Þau leiðu mistök urðu í vinnslu föstudagsblaðs- ins, að minningargrein Ellerts Eiríkssonar, bæjarstjóra í Reykjanesbæ, um Valtý birtist innan um minningargreinar um Sigurð Helgason lögfræðing á blaðsíðu 49, en er endurbirt hér á eftir. Hlutaðeigendur eru beðnir afsökunar á þessum mis- tökum. Genginn er á vit feðra sinna heiðursborgarinn Valtýr Guðjóns- son, 88 ára að aldri. Valtýr var alla ævi mikill atorku- og eljumaður ’“*sem lagði gjörva hönd á verkefni samtímans. 21 árs gamall flutti hann til Keflavíkur og hóf kennslu við Barnaskólann, samkennarar voru tveir, Guðmundur Guðmundsson skólastjóri og önnur Fram- nessystra Guðlaug Guðjónsdóttir. Ibúar Keflavíkur voru þá um 830, bærinn sjávarþorp með yfirbragði fyrri tíma, malargötum, bárujárns- klædd timburhús ásamt torfbæj- um, íbúarnir sjómenn og fiskverka- —-o-fólk sem kreppan skók sem harð- ast. Inn í þetta samfélag flytur hinn ungi kennari tónlistar og söngva, kennir nemendum sínum að meta sönggyðjuna en slíkt var sjaldgæfur hlutur í sjávarþorpum. Karlakórinn Ægir var stofnaður og var Valtýr fyrsti söngstjóri hans, þótti mikill menningarbragur af þessu tónlistarstarfi og verður það seint full þakkað. Árið 1939 var stofnað málfunda- félagið Faxi og var Valtýr fyrsti formaður þess. Félagið hefur starf- að óslitið síðan og gefur út blaðið Faxa sem er spegill samtíðarinnar. Þar eru einna bestu heimildir um menn og málefni í byggðum Suður- •jt nesja. Fyrstu kynni mín af Valtý tengj- ast málfundafélaginu Faxa en stjúpi minn Guðni Magnússon mál- arameistari var Faxafélagi. Fundir voru haldnir á heimilum félags- manna á síðkvöldum og voru þá veitingar rjómapönnu- kökur og kaffi, einnig appelsín. Var lagt mikið á sig við að vaka fram yfir fundarlok til þess að njóta afgang- anna. Kom þá Valtýr inn í eldhús og leit yfir gleraugun sem var séreinkenni hans og lét nokkur glettin orð fylgja. Eiginkona Val- týs, Elín Þorkelsdóttir og móðir mín Hansína voru vinkonur og var oft setið í eldhúsinu á Suðurgötu 35 og skrafað um heima og geima. Elín var fróð og skemmtileg og á ég margar minningar tengdar henni. Synir Elínar og Valtýs, Emil og Gylfi, eru vinir mínir frá barnæsku, enda ólumst við upp á Suðurgöt- unni, Vatnsnesveginum og efri hluta Keflavíkur frá barnæsku ásamt mörgum öðrum góðum drengjum. Varla leið sá dagur að ekki væri komið á heimili hvers annars. Þegar bíladelluaidurinn náði tök- um á sonunum voru þeir öfundaðir meira en aðrir ungir menn. Því Valtýr átti á þessum árum fína bíla m.a. af Pacard gerð, þótti eftir- sóknarvert að aka um í drossíum á malargötum Keflavíkur. Eg tel mér heiður að hafa kynnst þeim heiðurshjónum Valtý og Elínu. Árið 1944 þegar íslendingar fá sjálfstæði og seinni heimsstyrjöld- in er hvað hörðust, söðlar Valtýr um og gerist skrifstofumaður og gjaldkeri Rafveitu Keflavíkur. Þá var helsta baráttumálið að fá Sogs- rafmagnið suður með sjó. Hefjast þá fyrir alvöru afskipti hans af stjómmálum. Hinn 1. apríl 1989, á 40 ára af- mæli Keflavíkurkaupstaðar, var Valtýr gerður að heiðursborgara bæjarins, við það tækifæri flutti forseti bæjarstjórnar frú Anna Margrét Guðmundsdóttir, ræðu og fjallaði um feril Valtýs, full ástæða er að birta hluta hennar á nýjan leik þegar heiðursborgarinn er all- ur. „Valtýr var fyrsti forseti bæjar- stjórnar árið 1949 og gegndi því starfi þar til hann tók við bæjar- stjóraembættinu 1954-1958. Um það leyti var gatnakerfi bæjarins í afar slæmu ástandi. Malargötur settu svip sinn á bæinn og Hafnar- gata, aðalgata bæjarins, oft nefnd þúsund vatna gatan. Það var í bæj- arstjóratíð Valtýs, sem hafist var handa við lagningu malbiks hér í bæ. Hann sýndi eldlegan áhuga við það verkefni, sem og annað, sem GUÐNIERNST LANGER + Guðni Ernst Langer fæddist í Reykjavík 9. októ- ber 1940. Hann lést á Landspitalanum 30. maí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Digranes- kirkju 5. júní. Nú er fallinn í valinn Guðni Ernst Langer, skipsfélagi okkar á m.t. Stapafelli og má segja að stutt sé stórra högga á milli. Guðni var einn af gamla skól- -^anum sem óðast er að hverfa af sjónarsviðinu og er því sjónarsviptir að honum. Ekki er svo ýkja langt síðan hann var í fullu fjöri hér um borð. Brotthvarf hans kom því með stuttum fyrirvara, þótt við félagarn- ir vissum að vágesturinn stórtæki hefði bankað að dyrum hans. Guðni ^^var búinn að vera lengi hér eins og JJ^lestir skipsfélagarnir, þannig að við þekktum vel til hans. Hann var góður dreng- ur sem engum vildi illt. Þótt yfirborðið væri stundum gróft, vissum við allir, að undir því sló hjarta úr gulli. Væringar voru því gleymdar um leið. Við félagarnir vissum að hann var með eindæm- um bamgóður og að bamabörnin hans voru sólargeislarnir í tilver- unni. Gíni eins og hann kallaði sig sjálfur var búinn að vera hér um borð síðastliðin 13 ár. Flestir okkar vora búnir að vera með honum til sjós, bæði hér á skipinu og einnig hjá Sambandinu þannig að við finn- um fyrir missi þessa skipsfélaga okkar og söknum hans. Við viljum votta fjölskyldu hans og vinum sam- úð okkar. Hinstu kveðjur frá áhöfninni á m.t. Stapafelli. horfði til framfara á þeim árum. Valtýr var einn af brautryðjendum bæjarins okkar. Hann hlífði sér hvergi við störf til almannaheilla. Hann var aðsópsmikill sveitar- stjórnarmaður. Hann naut virðing- ar og aðdáunar fylgismanna sinna. Andstæðingum sínum var hann harður í horn að taka og óvæginn á köflum, en hann var viðurkenndur dugnaðar- og drengskaparmaður, einbeittur og fylginn sér, einn þeirra, sem mestar kröfur gera til sjálfs sín. Valtýr er mikill unnandi fagurra lista. Sjálfur býr hann yfir ríkri og einlægri sköpunargáfu, þó hann hafi aldrei borið hana á torg. Fellur sú hneigð hans jafnt til óbundins ríms og tóna. Það er sjálfsagt flestum ljóst að störf að bæjarmálum á þeim umbrotatím- um, er Valtýr var í forystu bæjar- mála í Keflavík, hafa ekki verið átakalaus. Á þeim árum var Kefla- vík að kasta af sér kápu smáþorps- ins og klæðast fötum stórhuga kaupstaðar, hvar bjartsýni og at- orka er í fyrirrúmi. Valtýr Guð- jónsson var í bæjarstjórn í 25 ár til ársins 1974. Hann gegndi fjölda annarra trúnaðarstarfa í þágu bæj- arins. Hann var varaþingmaður Framsóknarflokksins í Reykjanes- kjördæmi í nokkur kjörtímabil og átti sæti á Alþingi um tíma. Hann var skipaður í varnamálanefnd árið 1971 og var í nefndinni til 1988. Hann var fyrsti maðurinn sunnan Straums, sem átti sæti í varnar- málanefnd. Valtýr er kvæntur æskuvinkonu sinni og sveitunga Elínu Þorkelsdóttur frá Álftá á Mýrum. Þau eiga þrjú börn, sem öll búa hér í Keflavík. Áreiðanlegt er að velgengni Valtýs, starfsorka og dugnaður í þágu bæjarfélagsins hefur oft komið niður á heimili þeirra hjóna. Elín Þorkelsdóttir, konan að baki Valtýs, hefur átt þýðingamikinn þátt í störfum hans. Það er nú einu sinni svo að „maður- inn er ekki eyland“. Hafi hún bestu þakkir bæjarbúa. Bærinn okkar hefur á síðastliðn- um 40 árum breyst ótrúlega mikið. Þeir, sem lagt hafa hönd að verki geta horft stoltir yfir farinn veg. Brautryðjendastarfið var vissulega erfitt. Það var gæfa Keflvíkinga að hafa átt trausta og dugmikla for- ystumenn við stjórnvölinn. Valtýr Guðjónsson var brautryðjandi, sem barðist hart fyrir framförum og heill bæjarfélagsins. ÖIl þau störf fyrir bæjarfélagið og samborgara er vert og skylt að muna og þakka.“ Bæjarstjórn Reykjanesbæjar er ljúft og skylt að þakka þeim sæmd- ar hjónum Valtý og Elínu, en hún lést fyrir nokkrum árum, óeigin- gjarnt starf í þágu samfélagsins. Um leið er börnum þeirra, Emil, Gylfa og Guðrúnu, ásamt öðrum skyldmennum vottuð dýpsta sam- úð. Ellert Eiríksson. Heiðursborgari Reykjanesbæjar, Valtýr Guðjónsson, er látinn. Að baki þeirrar ákvörðunar bæjarfé- lags, að sæma einstakling nafnbót heiðursborgara, liggur viðurkenn- ing á einstæðum störfum hans í þágu samfélagsins. Enda má með sanni segja að Valtýr hafi átt drjúg- an þátt í að breyta Keflavík úr þorpi í bæ. Slíka einkunn fá menn ekki nema þeir hafí búið yfir nauð- synlegu áræði og framsýni - haft þá sýn og skilið gildi þess að stíga stór og djörf skref til framtíðar. Það var gæfa bæjarfélagsins að Valtýr flutti hingað ungur og vel menntaður maður. Hann hafði hrif- ist af hugsjónaeldi Jónasar frá Hriflu og kom í raun til Keflavíkur sem kyndilberi að vestan. Strax lét hann til sín taka á flestum sviðum mannlífsins: í kennslu, mörgum þáttum atvinnulífs, bankastörfum og stjórnmálum. Alls staðar mark- aði hann spor: höfnin, ný íbúðar- hverfi, steypt Hafnargatan, ný skólamannvirki og ekki síst hvatn- ing til dugandi fólks um stofnun og rekstur fyrirtækja. Að forgöngu og fyrir áeggjan Valtýs Guðjónssonar urðu þáttaskil í þróun bæjarfélags- ins. Svo hlaut að fara að hann yrði kallaður til að gegna ábyrgðarstörf- um í bæjarstjórn. Undir merkjum Framsóknarflokksins leiddi hann lista sem aðeins skorti 15 atkvæði til að ná hreinum meirihluta í Keflavík við kosningarnar 1964. Flest ár síðan hefur flokkurinn átt aðild að meirihlutastarfi í bæjar- stjórn og þannig stuðlað að fram- fórum í bæjarfélaginu. Óhætt er að segja að Valtýr Guðjónsson hafi varðað þá braut. Eftir að Valtýr náði hinum form- lega aldri eldri borgara lét hann af störfum sem útibússtjóri Sam- vinnubankans. I stað þess að setj- ast í helgan stein réð hann sig sem fjármálastjóra Fjölbrautaskólans fyrir tilstilli Jóns Böðvarssonar. Það var gæfuspor fyrir skólann á fyrstu árum hans. Þar tókst nefni- lega að sameina glöggan bókhald- ara og fjármálastjóra og svo hinn reynda skörung er gjörþekkti inn- viði bæjarfélagsins. Átti það tví- mælalaust þátt í að festa skólann skjótt í sessi. Á þeim vettvangi kynntist ég Valtý. Fyrir það er ég ævinlega þakklátur. Fyrir ungan skólameistara reyndist ómetanlegt skjól í Valtý. Má segja að hann hafi leitt mig inn í undraheim þann sem fjármál hins opinbera eru. Ekki var Valtýr mjög áfjáður í að tölvuvæð- ast. Kaus að nota sér gömlu bók- haldsvélarnar sem dugað höfðu honum í áratugi. Nákvæmni hans á þau verkfæri sættu undrun. Mörg- um er minnisstæð rimma hans við tölvuvætt „kerfið“ um verðbætur á byggingarkostnað FS. Taldi sá gamli að embættismenn og tölvur hefðu haft af skólanum nokkrar milljónir með vitlausum útreikning- um. Við kölluðum þetta gullkistuna hans Valtýs. Eftir nokkurra ára eft- irfylgni neyddust embættismenn og tölvur til að viðurkenna útreikninga Valtýs og reiða fram gullkistuna. Þar lögðu hann og gamla bókhalds- vélin tölvur og herskara embættis- manna. Skólinn naut góðs af. Þakklátastur er ég þó Valtý fyrir hin persónulegu kynni sem hann veitti mér. I amstri dagsins var ómetanlegt að geta tyllt sér inn á kontór Valtýs og fengið að njóta ná- vista við hann. Birtist þar eldhug- inn og hinn framsækni en jafnframt vel lesinn og mikill húmanisti. Hall- dór Laxness var í sérstöku dálæti hjá Valtý og fannst honum mikið til koma er við, nokkrir Suðurnesja- menn, heimsóttum skáldið að Gljúfrasteini og færðum því að gjöf afsteypu af Krapa Steinars undir Steinahlíð eftir listamanninn Erling Jónsson. Þá gladdist Valtýr. Svo sem algengt er um leiðtoga og bar- áttumenn þá gat staðið styr um Valtý. Ég kynntist þeirri hlið á hon- um, einkum gagnvart rukkurum og nýjum starfsmönnum. Gruna ég kappann um að hafa viljað kynnast innra manni viðmælenda sinna með því að sýna á sér örlítið hrjúft yfir- borð. Sumir tóku því illa og móðg- uðust meðan aðrir kunnu vel að svara fyrir sig. Við fyrrnefnda hóp- inn hafði Valtýr ekki mikil sam- skipti en kunni þeim mun betur að meta hina. Mátti oft sjá bros á munni þess gamla þegar vel tókst til í slíkum könnunum enda var Val- týr leiftrandi húmoristi. Sá þáttur sem ávallt var ríkur í eðli hans var þó kærleikur í sinni fallegustu mynd. Líklega skipta þeir hundrað- um einstaklingar sem nutu góðs af verkum og skilningi Valtýs Guð- jónssonar. Þeir munu minnast hans ávallt af hlýhug. Staðreyndin er nefnilega sú að Valtýr var mikill fé- lagshyggjumaður en vildi jafnframt að einstaklingurinn fengi að njóta sín. Þannig vildi hann flétta saman samvinnu og einstaklingshyggju þannig að skilyrði til framfara og grósku gætu þrifist en um leið nyti almenningur þess skjóls sem við viljum öll veita þegar á þarf að halda. Þetta sýndi hann í orði og verki á langri og farsælli starfsævi. Ávallt boðinn og búinn ef einhver þurfti á aðstoð að halda. Hann var hinn sanni Framsóknarmaður. Laugardaginn 23. maí sl. var orð- ið mjög af Valtý vini okkar dregið. Formaður Framsóknarflokksins, Halldór Ásgrímsson, var á yfirreið um kjördæmið og gaf sér tíma til að staldra við hjá heiðursborgaranum á sjúkrabeði. Valtýr hélt lengi í hönd hans og brosti. Daginn eftir var hann allur. Með táknrænum hætti má segja að Valtýr hafi kvatt formann flokks síns sæll og glaður enda búinn að skila stórbrotnu verki í anda þeirra hugsjóna sem hann drakk í sig ungur. Við félagar hans kveðjum hann líka með djúpri virðingu og þakklæti fyrir stórbrot- in störf. Einstakur maður hefur gengið á vit nýrra verkefna. Við minnumst hans með hlýhug og væntumþykju. Fjölskyldu Valtýs og aðstand- endum öllum sendi ég mína dýpstu hluttekningu. Megi blessun fylgja minningu Valtýs Guðjónssonar. Hjálmar Árnason, alþingismaður. Hver af öðrum til hvíldar rótt halla sér nú og gleyma vöku dagsins um væra nótt vinimir gömlu heima. (Þorsteinn Valdimarsson.) Vinur okkar Valtýr Guðjónsson fékk friðsælt andlát eins og skarið af kertinu sem brennur hljóðlátt of- an í stjakann um væra nótt. Þannig hallaði hann sér til hvíldar í hinsta sinn eins og segir í ljóðinu hér að ofan. Við minnumst hans sem lífskúnstners og heimsborgara og söknum nú góðs vinar sem setti svip á líf okkar, þó með öðrum hætti en margra annarra samborg- ara sinna. Við þekktum hann ekki bara sem kennara, bankastjóra, stjórnmálamann eða erindreka þar sem kaldar hlutlausar staðreyndir ráða ríkjum, heldur kynntumst við manni sem var einstaklega tilfinn- inganæmur og hafði mannlegt inn- sæi sem sjaldgæft er að finna. Und- ir yfirborðinu iðaði lífski’aftur sem efldi djörfung og dug. Þessi leyndi kraftur mótaði hugsjónir hans og knúði hann áfram til margra góðra verka. Hin seinni ár kom svo hinn mjúki og hrifnæmi maður í ljós. Hann átti til að vikna yfir því sem fagurt var og gott, því sem hitti hann í hjartastað. Þetta var hin hliðin á þessum stjórnmálamanni og bankastjóra, hliðin sem fáir samborgarar hans þekktu. Gestkvæmt var á heimili Valtýs og Elínar, oft var skipst á skoðun- um og skeggrætt í hlýjum eldhús- króknum á Suðurgötu 46 og á tylli- dögum fóru fram heimspekilegar vangaveltur í betri stofunni. Kosn- inganætur höfðu yfir sér sérstakan blæ og hægt var að finna þverskurð af mannlífinu á heimili þeirra við hin ýmsu tækifæri því Valtýr fór ekki í manngreinarálit. Þar gat maður hitt fyrir alþingis- eða utan- garðsmenn. Þar komum við oft saman til skrafs og ráðagerða og þótt stjórnmálaskoðanir okkar færu ekki saman var Valtýr ávallt ráðagóður og hollur heim að sækja. Hann var höfðingi í sér og vildi leysa hvers manns vanda enda var hann hnútum kunnugur í þeirri skriffinnsku sem fylgir umsýslu hins opinbera. Fyrir utan þau fjöl- mörgu störf sem Valtýr sinnti, var það þó ekki þeirra vegna sem við leituðum helst í smiðju hans heldur til að finna þá andakt sem maður skynjar þegar hið sammannlega kemur fram. Valtýr var tónelskur og spilaði sjálfur á hljóðfæri, ekki í veislum eða á samkomum heldur einn með sjálfum sér og naut hann þá lista- verka meistaranna til hins ýtrasta. Hann var mjög næmur á íslenska tungu og hafa fáir menn sem við þekkjum haft jafn mikið vald á mál- inu. Bókasafn hans var stórt og mikið og var hann víðlesinn maður og unni mjög bókmenntum og ljóð- um. Þó fannst honum allar bækur veraldar hjóm eitt eftir að hann kynntist verkum Halldórs Laxness og var hann mikill og einlægur að- dáandi nóbelsskáldsins hvort held- ur vora verk hans eða lífsstíll. Eftir að Elín veiktist og fastar venjur heimilislífsins breyttust fór að halla undan fæti hjá Valtý. Und- anfarin ár var það fastur liður hjá okkur að fara saman í Þorláks- messuskötu og minnast þess sér-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.