Morgunblaðið - 06.06.1998, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 06.06.1998, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 1998 5 7 staka andrúmslofts sem ríkti svo oft í eldhúskróknum á Suðurgöt- unni í hádeginu og einkenndi kyn- slóð Elínar og Valtýs þar sem fisk- ur og flot voru á borðum og lyktin hafði eins konar tímasetningu. Nú fyrir síðustu jól áttum við góða stund saman og íhuguðum væntan- legar sveitarstjórnarkosningar og ræddum heimsmálin með kæst bragð í munni en ferskan blæ í and- anum því Valtýr var maður sem skynjaði nútímann og sá inn í fram- tíðina, glöggur á menn og málefni þótt kominn væri með annan fótinn við þröskuld eilífðarinnar. Af eilífðar ljósi bjama ber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir Og upphiminn fegri en augað sér mót öllum oss faðminn breiðir. (Einar Ben.) Helga Margrét Guðmundsdóttir og Jóhanna Brynjólfsdóttir. Kær félagi og samherji andaðist á Sjúkrahúsi Suðurnesja 25. maí síðastliðinn, 88 ára. Ég vil minnast þessa góða drengs með örfáum orð- um. Valtý kynntist ég fyrst árið 1955, er ég opnaði lögfræðistofu í Kefla- vík. Hann gegndi bæjarstjórastarfi þar frá 1954 til 1958 og vann ég ým- is lögfræðistörf fyrir bæjarfélagið. A þessum árum flutti margt fólk hvaðanæva af landinu til Keflavík- ur. Pað var því í mörg horn að líta fyrir bæjarstjórann í þessari hrað- vaxandi byggð. En Valtýr skilaði því verki með mikilli prýði enda forkur duglegur sem taldi ekki eftir sér að vinna myrkranna á milli ef svo bar undir. Keflvíkingar voru langminnugir á frammistöðu hans sem bæjarstjóra. í bæjarstjórnar- kosningunum 1966 vantaði aðeins örfá atkvæði til þess, að Keflvískir samherjar ynnu einir hreinan meirihluta í bæjarstjórn undir for- ystu Valtýs. A bæjarstjóraárunum kynntist ég manninum Valtý Guðjónssyni vel. Auk dugnaðarins var hjálpsemi það sem einkenndi hann mest. Við ræddum oft um mannlífið á Suður- nesjum sem þá var í mikilli gerjun. Oft bar stjórnmálin líka á góma enda báðir áhugasamir um þau mál. Þegar það barst í tal fyrir október- kosningarnar 1959 að ég leiddi lista Framsóknarmanna í nýju Reykja- neskjördæmi, þá óskaði ég þess eindregið við Valtý og fleiri sam- herja að hann skipaði 2. sætið, sem varð raunin. Er ekki að orðlengja það, að allar kosningarnar sem við háðum saman voru óslitin sigur- ganga. í þeim síðustu, árið 1967, varð fylgi flokksins tæp 24 prósent og hefur aldrei verið meira. Við Valtýr áttum því láni að fagna að eiga stóran hóp samherja um allt Reykjaneskjördæmi. Þeir höfðu mikið keppnisskap og voru einhuga og baráttuglaðir. An slíks stuðnings hefði þessi árangur ekki náðst, því við sátum ekki við kjöt- katla kerfisins og útdeildum gjöf- um. Valtýr Guðjónsson fæddist og ólst upp í Hraunhreppi í Mýrar- sýslu og kynntist því kjörum þeirra, er sveitir landsins byggðu. Eftir að hann fluttist til Suðurnesja vann hann meðal annars við kennslu, í sveitarstjórn, sem fram- kvæmdastjóri atvinnufyrirtækja og útibússtjóri í banka. Auk þess starfaði hann í fjölda nefnda. Hann fylgdist því vel með þróun þjóðfé- lags okkar, var vel lesinn og hafði sérstakan áhuga á hvers kyns þjóð- legum fróðleik. Hann var skemmti- legur og með gott skopskyn. Valtýi- kvæntist 1934 samsveit- unga_ sínum, Eiínu Þorkelsdóttur frá Álftaá. Hún lést fyrir rúmum fjórum árum. Það var mikið áfall fyrir Valtý og fjölskylduna. Elín var myndarkona til orðs og æðis og minnist ég hennar með hlýhug og virðingu. Við Hólmfríður sendum afkom- endum þessara góðu hjóna hlýjar samúðarkveðjur og biðjum þeim blessunar um alla framtíð. Jón Skaftason. MINNINGAR FRÉTTIR FANNAR ÓSKARSSON + Fannar Óskars- son, verkamað- ur, fæddist í Reykja- vík 21. júní 1939. Hann lést á Sjúkra- húsi Vestmannaeyja 28. maí síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Óskars Jósúasonar, smiðs, og Jakobínu Gríms- dóttur, húsmóður. Flutti í frumbernsku til Vestmannaeyja. Fannar var elstur í hópi sex systkina. Systkini hans eru: Ester, fædd 1941, Hallgrímur, fæddur 1943, Róbert, fæddur 1946, Steinunn Ósk, fædd 1950, og Steinar Jósúa, fæddur 1952. Fannar kvæntist Helgu Sig- tryggsdóttur 12. febrúar 1966. Hún er fædd á Siglufírði 5. júlí 1946, dóttir hjónanna Sigtryggs Sl; föstudag barst sú harmafregn um ísfélagið að Fannar Óskarsson hefði orðið bráðkvaddur kvöldið áð- ur. Fannar hafði starfað hjá ísfélag- inu meira og minna í tæp 20 ár og var sá starfsmaður, sem hafði einna lengsta starfsreynslu í fyrirtækinu. Hann hafði sinnt ýmsum störfum á vegum fyrirtækisins í gegnum árin en aðallega var hann í móttöku á fiski, starfaði sem lyftaramaður og var sérstaklega lipur sem slíkur, hugsaði vel um lyftarana og sinnti hverjum þeim störfum sem þurfti á hverjum tíma af samviskusemi. Fannar var góður starfsmaður, vildi að hagur fyrirtækisins, sem hann vann hjá, væri sem bestur á hverjum tíma. Fannar stundaði sjóinn í mörg ár og þótti mjög góður sjómaður og var eftirsóttur í skipsrúm. Jónatanssonar, sjó- manns, og Snæ- borgar Þorsteins- dóttur, húsmóður. Saman eignuðust Fannar og Helga fjórar dætur, þær eru Jósebína Ösk, fædd 1966, Elísabet Fanney, fædd 1968, Halldóra Steinunn, fædd 1973, og Jó- hanna, fædd 1974. Fyrir átti Helga dótturina Söndru Snæborgu sem Fannar gekk í föð- urstað. Tengdasynir Fannars eru Svavar Valtýr Stefánsson og Stefnir Davíðsson. Barna- börnin eru fimm. Utför Fannars verður gerð frá Landakirkju f Vestmanna- eyjum í dag og hefst athöfnin klukkan 11. Störf manna eins og Fannars, sem hafa starfað við sjávarútveg, hafa aukið og bætt hag þjóðarinnar, oft með mikilli vinnu og fórnfýsi. Fannar var geysilega áhugasam- ur um íþróttir, sérstaklega var hon- um annt um velgengni IBV í fót- boltanum og fylgdist hann með öll- um heimaleikjum liðsins og gladdist innilega með þeim þegar vel gekk. Fannar var góður félagi sam- starfsmanna sinna. Hann var kátur og glaðsinna, þægilegur í umgengni og kom sér mjög vel á vinnustað bæði við yfirmenn sína og félaga og er mikill söknuður í hópi samstarfs- manna við skyndilegt brottfall hans. Ég vil að leiðarlokum senda inni- legar samúðarkveðjur til aðstand- enda Fannars og bið þeim Guðs blessunar í framtíðinni. Sigurður Einarsson. SNORRIDANÍEL HALLDÓRSSON + Snorri Daníel Halldórsson var fæddur í Reykjavík 30. maí 1910. Hann andaðist á Hrafnistu, Laugarási, 24. niaí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Langholtskirkju 4. júní. Það var alltaf mikil gleðistund þegar ég var lítill, að fara í heimsókn til afa og ömmu í Karfavogi. Þá fékk ég að koma í bíltúra með afa í leigubílnum, fékk að skoða háaloftið þar sem hann málaði myndirnar sínar. Og fyrir svefninn sagði afi mér ævintýrasög- ur sem ég man enn. I Karfavogi var ég alltaf velkominn, þar var alltaf að finna ást og hlýju. Ég man eftir ferðunum á Laugar- vatn í sumarbústaðinn, man meira að segja eftir því þegar við byggðum hann. Við fórum í gufuna og afi stakk sér til sunds í ísköldu Laugarvatni og svamlaði þar um. Ég hélt að hann væri hálfgert ofurmenni að geta þetta. Við fórum saman að veiða í Brúará, uppáhalds ána hans, en ég man þó ekki eftir einu einasta skipti sem við veiddum eitthvað. Það skipti afa engu máli; bara að fara út í nátt- úruna og horfa á flotholtið fljóta hreyfingarlaust í ánni. Hann afí var skemmtilegur maður, með góða kímnigáfu, tónelskur og alltaf flaut- andi sama lagstúfinn. Nú er hann afi allur. Ég sakna hans en veit að hann er kominn á betri stað, þar sem hann og amma eru aftur saman. Ég þakka honum fyrh- þá ást og umhyggju sem hann, og amma, sýndu mér í æsku. Sú ást lifir áfram í hjarta mínu. Róberí Snorrason. Birting afmælis- og minningargreina MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningai-greinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kr- inglunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A- 4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir gi-einunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtai' gi’einar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvu- sett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Auð- veldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu. HAUKUR Jóhannesson, forseti Ferðafélags íslands, og Guðmundur Hauksson, sparisjóðsstjóri SPRON, innisigla samkomulagið. Ásamt þeim eru Kristján Jónsson, stjórnarmaður í ferðafélaginu, og Sigurjón Hjartarson, markaðsstjóri SPRON. Samstarf SPRON og ferðafélagsins FERÐAFÉLAG fslands og Sparisjóður Reykjavíkur og ná- grennis standa fyrir Esjugöngu fyrir alla fjölskylduna sunnu- daginn 7. júní. Þijár leiðir verða í boði í fylgd reyndra Ieið- sögumanna frá ferðafélaginu. Er þetta fyrsti liður í samkomu- lagi sem SPRON og Ferðafélag íslands hafa gerð með sér til fimm ára, segir í fréttatilkynn- ingu. Auk þess að koma upp leiðar- vísum við Esjuna felst í sam- komulaginu að gera umbætur á göngustígum Esjunnar í sam- starfi við Reykjavikurborg. Ferðafélagið tekur að sér að skipuleggja ferðir fyrir starfs- menn og viðskiptavini SPRON og ýmislegt fleira verður á dag- skrá sem tengist þessari sam- vinnu en alls er samstarfssamn- ingurinn í 14 liðum. Sjómanna- dagsblað Austurlands SJÓMANNADAGSBLAÐ Austur- lands er komið út. Blaðið er um 100 síður og inniheldur á þriðja hundrað ljósmyndir. Efnið er fjölbreytt að vanda. Meðal annars __ segja Halldór Ásgi-íms- son, utanríkisráð- herra, og Páll Benediktsson, fréttamaður, frá kynnum sínum af sjómennsku, Magni Kristjánsson, skipstjóri, skrifar um þorskastríðin þrjú og Helgi Hallvarðsson, skipherra, segir sögur úr þorskastríðinu 1958, sagt er frá strandi Egils rauða árið 1955, Þorsteinn Vilhelmsson segir frá því þegar hann var á Barða NK, fyrsta íslenska skuttogaranum, og Sylvía Dögg Halldórsdóttir, 18 ára aust- firsk yngismær, segir frá því þegar hún fór á frystitogara. Einnig er í blaðinu að finna gaml- ar og nýjar sögur, auk fjölbreytts fróðleiks og skemmtiefnis. Ritstjóri Sjómannadagsblaðs Austurlands er Kristján J. Kristjánsson. í Reykja- vík má nálgast blaðið í bókaverslun- um Eymundsson. Andadagur á Tjörninni SJÓVÁ-Almennar efna til andadags við Tjörnina í dag, laugardaginn 6. júní, milli kl. 13 og 15 hjá Iðnó. Boðið verður upp á Emmessís handa börnunum og brauð handa öndunum meðan birgðir endast. Fuglafræðingur heldur fyiirlestur um endurnar á Tjörninni, veltibíll- inn verður á staðnum, börnin fá and- listmálum og „endur-merkt“ barm- merki og félagar úr Landsbjörg sjá um sýningu á tækjum og búnaði. Safna fyrir ferð til Fatíma UNGLINGAFÉLAG kaþólsku kirkjunnar á íslandi, Pfló, stendur um þessar mundir að fjáröflun fyrir pflagrímsferð félagsins í haust. Gerí er ráð fyrir að um 18 unglingar verði með í för og er fórinni að þessu sinni heitið til Fatíma í Portúgal þar sem María mey á að hafa birst 3 börnum í upphafi aldarinnar. Mörg hundruð þúsund pflagrímar koma til Fatíma árlega og er staðurinn einn helgasti pflagrimsstaður í vestrænni kristni, segir í fréttatilkynningu. Skemmst frá að segja hafa viðtök- ur manna við söfnun félagsins verið mjög góðar, jafnt meðal kaþólskra sem annarra. í dag, laugardaginn 6. júní, mun félagið standa fyrir bíla- þvotti og bóni á bflastæðaplaninu við Kristkirkju í Landakoti. Ungling- arnir munu taka að sér að þrífa og bóna bfla frá kl. 10-16 og er framlag hvers ökumanns frjálst. Dansað á Ingólfstorgi BOÐIÐ upp í dans er yfírskrift dansleikja sem samtök áhugafólks um almenna dansþátttöku, Komið og dansið, standa fyrir á Ingólfs- torgi sunnudagana 7. og 14. júní nk. kl. 14-16. Tónlist sem leikin verðm- af geisladiskum mótast fyrst og fremst af léttri sveiflu og línudönsum en jafnframt af almennri danstónlist. Tilgangurinn er að glæða miðborg- arlífið tónlist og dansi stutta stund og jafnframt að vekja athygli á dansi sem heilbrigðum gleðigjafa, segir í fréttatilkynningu. Opið hús á Hrafnistu Á SJÓMANNADAGINN verður op- ið hús á Hrafnistuheimilinu. Til sýn- is verða handunnir munir heimilis- fólksins, Lestardrengirnir syngja og harmonikan ómar um allt hús. Að venju verður í boði glæsilegt kaffihlaðborð í borðsölunum og rennur ágóðinn af kaffisölunni til velferðai-mála heimilisfólksins. Sjómannadagurinn hefur verið haldinn hátíðlegur ár hvert í byrjun júní í 60 ár. Eitt af baráttumálum sjómannasamtakanna varð fljótlega að byggja dvalarheimili fyrir aldr- aða sjómenn sem væru komnir í land. Hrafnista í Reykjavík var opn- uð á sjómannadaginn 1957 og Hrafnista í Hafnarfirði 1977.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.