Morgunblaðið - 06.06.1998, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 06.06.1998, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ JMtargiiiiHiifetfe STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. NÝ FORYSTA í BORGARSTJÓRNAR- FLOKKI SJÁLF- STÆÐISMANNA * ARNI Sigfússon, sem verið hefur oddviti borgar- stjórnarflokks Sjálfstæðismanna sl. fjögur ár og var borgarstjóri Reykjavíkur síðustu mánuði fyrra kjörtíma- bils hefur ákveðið að láta af forystu Sjálfstæðisflokksins í borgarmálum. Þessi ákvörðun Árna Sigfússonar var staðfest á fundi borgarstjórnarflokksins í gær og jafn- framt var Inga Jóna Þórðardóttir kjörin til þess að taka við forystu fyrir Sjálfstæðismönnum í borgarstjórn Reykjavíkur. __ Akvörðun Arna Sigfússonar er tekin í framhaldi af yf- irlýsingum, sem hann gaf, þegar úrslit lágu fyrir á kosn- inganóttina fyrir tveimur vikum. Það gat verið álitamál, hvort hann ætti að láta af forystu borgarstjórnarflokks- ins nú eða síðar á kjörtímabilinu. Að mati Morgunblaðs- ins hefur Arni Sigfússon tekið hárrétta ákvörðun að standa upp nú í byrjun nýs kjörtímabils og gefa eftir- manni sínum færi á að leiða borgarstjórnarflokkinn í andstöðu allt kjörtímabilið og undirbúa kosningar að fjórum árum liðnum. Með því býr hann í haginn fyrir þá samstarfsmenn sína, sem munu leiða baráttuna í borgar- stjórn á næstu árum. Inga Jóna Þórðardóttir, sem nú tekur við forystu borgarstjórnarflokksins, á að baki langt starf á vegum Sjálfstæðisflokksins. Hennar bíður nú það veigamikla verkefni að stokka upp spilin eftir að Sjálfstæðisflokkur- inn hefur tapað tveimur kosningum í röð til borgar- stjórnar. Inga Jóna hefur verið í fremstu röð sinnar kyn- slóðar í Sjálfstæðisflokknum á nokkrum undanförnum árum og má búast við, að hún leiði Sjálfstæðisflokkinn til harðrar andstöðu við meirihluta Reykjavíkurlistans í borgarstjórn. SAGNFRÆÐI í DEIGLU MIKIL gerjun virðist nú eiga sér stað í íslenskri sagnfræði. íslandssagan er nú skoðuð út frá nýjum og áhugaverðum sjónarhornum sem boða nýjan „sann- leika“ um þróun og atburði. Sagnfræðingar sem og aðrir sem leggja stund á húmanísk fræði eru að átta sig á því að fátt verður sagt með fullri vissu um liðinn tíma, ekki einu sinni með fulltingi tölfræðilegra gagna; hver ný túlkun er einungis innlegg í samræðu sem hefur sann- leikann að yfirskini en snýst í raun aðeins um sjálfa sig. Einsagan er ein hinna nýju aðferða sem sagnfræðing- ar hafa beitt á undanförnum árum. Sigurður Gylfi Magn- ússon, sagnfræðingur, er frumkvöðull að einsögurann- sóknum hér á landi en eins og fram kom í viðtali við hann í Lesbókinni 9. maí síðastliðinn hefur einsagan beint sjónum sínum að einstaklingsbundnum heimildum sem ekki hafa átt upp á pallborð sagnfræðinga hingað til, að skrifum alþýðumanna og -kvenna sem hafa fram til þessa einungis verið prik í tölfræðilegum heimildum eða í mesta lagi nöfn í skjölum formlegra stofnana sam- félagsins. Sigurður Gylfi segir í viðtalinu að nauðsynlegt sé fyrir sagnfræði framtíðarinnar að hrista af sér hlekki hefðbundinna aðferða, ganga lengra en gert hefur verið í túlkun heimilda og láta af leit að meðalmanninum. Frétt í Morgunblaðinu í gær sýnir svo annan anga af þessari gerjun sem nú á sér stað í íslenskri sagnfræði en sagt var frá grein Arna Daníels Júlíussonar, sagnfræð- ings, í tímaritinu Sögu þar sem samskipti Islendinga og Dana fyrr á öldum eru skoðuð í nýju ljósi. Arni Daníel heldur því fram að aftaka Jóns Arasonar og einokunar- verslunin hafi ekki verið hluti af kúgun Dana á íslensku þjóðinni, eins og þjóðernissinnaðir sagnfræðingar hér á landi vildu halda fram, heldur hafi þau hugsanlega forð- að íslenskum bændum undan kvaðaánauð svipaðri þeirri sem komst á í Austur-Evrópu. Túlkun Árna Daníels er hnýsileg og rennir stoðum undir hugmyndir annarra sagnfræðinga í þessa átt á undanförnum misserum. Ráðstefna um Nc Sagnfræðingar í 1 á sviði kaldastríði Ráðstefna um Norð- urlöndin og kalda stríðið verður haldin í Reykjavík dagana 24. til 27. júní og verða á henni margir af fremstu fræði- mönnum okkar daga á sviði kaldastríðs- rannsókna. Dr. Valur Ingimundarson sagn- fræðingur hefur unn- ið að skipulagningu ráðstefnunnar og tel- ur að mikill fengur sé að því að hún sé haldin hér á landi. SAGA kalda stríðsins hefur verið í mikilli endurskoðun meðal fræðimanna á síðustu árum eftir því sem skjalasöfn í Rússlandi og Austur-Evrópu hafa verið gerð aðgengileg. Woodrow Wil- son stofnunin í Washington hefur með svonefndu Kaldastríðssöguverk- efni, The Cold War International Hi- story Project, verið í fararbroddi við að styðja vestræna og austur-evr- ópska fræðimenn við rannsóknir á þessum heimildum og jafnframt stað- ið fyrir útgáfu þeirra og fjölda ráð- stefna um niðurstöður rannsóknanna. Stofnun- in stendur að ráðstefn- unni í Reykjavík ásamt The London School of Economics og Sagn- fræðistofnun Háskóla íslands. „Eg tel, að það sé mikill fengur í að halda þessa ráðstefnu á Is- landi,“ segir Valur Ingi- mundarsson sagnfræð- ingur, sem á sæti í þriggja manna ráð- stefnunefnd fyrir hönd Sagnfræðistofnunar Háskóla íslands. „Við höfum reynt að gera ráðstefnuna sem alþjóð- legasta. Þótt fjallað verði um ísland og Norðurlöndin takmarkast umfjöll- unin ekki við það. Það, sem mér finnst einmitt einna mest spennandi, er að við skulum fá sagnfræðinga sem eru í fremstu röð í heiminum á sviði kaldastríðsrannsókna." Valur segir að það sé ekki síst fyrir stuðning Woodrow Wilson stofnunar- innar, að þekktir sagnfræðingar á borð við John Lewis Gaddis, prófess- or við Yale-háskóla og Geir Lundestad frá norsku Nóbelsstofn- uninni og áhrifamaður frá dögum kalda stríðsins eins og Georgí Ar- batov, ráðgjafi Sovétleiðtoga um langt skeið, fáist til að koma. Gaddis og Lundestad hafa deilt um hvaða stefnu kaldastríðssagnfræðin eigi að taka og munu báðir taka ásamt fleir- um þátt í málstofu á ráðstefnunni um nýjar stefnur á þessu sviði. Setur Island á kortið í kaldastríðsrannsóknum Niðurstöður ráðstefnunnar munu fara víða. Um tíu þúsund manns víðs vegar úr heiminum fá að jafnaði þau rit, sem Kaldastríðssöguverkefni Woodrow Wilson stofnunarinnar gef- ur út, og efni er dreift bæði í prent- uðu formi og á alnetinu. Stofnunin hefur ákveðið að gera ráðstefnunni vegleg skil í útgáfustarf- semi sinni. Þótt ráðstefnan hafi alþjóðlega áherslu telur Valur að hún geti hjálp- að til við að setja Island á kortið í rannsóknun- um. „Það hefur mjög lít- ið verið fjallað um Island í erlendum rítum um sögu kalda stríðsins. Þar sem erlendir fræðimenn minnast á landið er það yfírleitt lítið og byggt á meira eða minna 20 ára gömlum ritum því að annað stendur þeim ekki til boða á erlendum mál- um.“ Valur hefur dreift út- drætti á ensku af bók sinni ísland í eldlínu kalda stríðsins, sem fjallar um samskipti Islands og Bandaríkjanna 1945-1960, til ýmissa erlendra fræði- manna. Auk þess mun birtast eftir hann grein um svipað efni í fagtíma- riti innan skamms. Valur bendir einnig á rannsóknir Jóns Ólafssonar á rússneskum heimildum um ísland í kalda stríðinu og segist bíða spenntur eftir niðurstöðum hans. Jón verður meðal íslenskra fyrirlesara á þinginu. íslendingar leituðu til Dana og Norðmanna um ráð Valur segist vona, að Island verði sýnilegra í söguritun framtíðarinnar. „Ég held, að eftir því sem meira verð- ur vitað um ísland á þessum tíma átti menn sig á mikilvægi þess. Það er þegar þekkt að hernaðarlega var landið mikilvægt fyrir Bandaríkja- menn og að Islendingar hafi gert þeim og NATO lífið erfitt vegna þeirra átaka, sem hér voru um utan- ríkismál. En það eru mun fleiri fletir á sögu kalda stríðsins á íslandi, sem vert er fjalla nánar um.“ Höfðafu opnac till kalda s GEORGÍ Arbatov, ráðgjafi Sovét- leiðtoga um áratuga skeið, er að koma til Islands í annað sinn. Hann mun tala um efnið Sovétríkin og Norðurlönd á ráðstefnunni um Norð- urlöndin og kalda stríðið. Hann sat alla fundi leiðtoga Bandaríkjamanna og Sovétmanna á tímabilinu 1961-1991, meðal annars þegar Mik- haíl Gorbatsjov Sovétleiðtogi og Ronald Reagan Bandaríkjaforseti hittust í Höfða árið 1986. „Fundurinn í Reykjavík var einn sá mikilvægasti, ef ekki sá allra mik- ilvægasti. Þá var komið að krossgöt- um og leið opnaðist til að Ijúka kalda stríðinu. Mönnum varð ljóst að raun- verulegar breytingar hefðu orðið á sovéskum stjórnmálum.“ Arbatov segir að Bandaríkja- mönnum hafí sennilega komið á óvart róttækar tillögur Gorbaijovs á fundinum. „Reagan tók fyrst tillög- unum vel, en fór síðan úr fundarlier- berginu ásamt ráðgjöfum sínum. Þegar hann kom aftur var afstaðan gjörbreytt og við þurftum að byija á byijuninni aftur.“ Var viss um árangur af Höfðafundinum Að sögn Arbatovs var Gorbatsjov í fyrstu óviss um hvort nokkur árang- ur hefði orðið í Höfða. Arbatov seg- ist sjálfur alltaf hafa verið viss um að tímamót hefðu orðið. Valur Ingimundarson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.