Morgunblaðið - 06.06.1998, Síða 38

Morgunblaðið - 06.06.1998, Síða 38
38 LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ JMtargiiiiHiifetfe STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. NÝ FORYSTA í BORGARSTJÓRNAR- FLOKKI SJÁLF- STÆÐISMANNA * ARNI Sigfússon, sem verið hefur oddviti borgar- stjórnarflokks Sjálfstæðismanna sl. fjögur ár og var borgarstjóri Reykjavíkur síðustu mánuði fyrra kjörtíma- bils hefur ákveðið að láta af forystu Sjálfstæðisflokksins í borgarmálum. Þessi ákvörðun Árna Sigfússonar var staðfest á fundi borgarstjórnarflokksins í gær og jafn- framt var Inga Jóna Þórðardóttir kjörin til þess að taka við forystu fyrir Sjálfstæðismönnum í borgarstjórn Reykjavíkur. __ Akvörðun Arna Sigfússonar er tekin í framhaldi af yf- irlýsingum, sem hann gaf, þegar úrslit lágu fyrir á kosn- inganóttina fyrir tveimur vikum. Það gat verið álitamál, hvort hann ætti að láta af forystu borgarstjórnarflokks- ins nú eða síðar á kjörtímabilinu. Að mati Morgunblaðs- ins hefur Arni Sigfússon tekið hárrétta ákvörðun að standa upp nú í byrjun nýs kjörtímabils og gefa eftir- manni sínum færi á að leiða borgarstjórnarflokkinn í andstöðu allt kjörtímabilið og undirbúa kosningar að fjórum árum liðnum. Með því býr hann í haginn fyrir þá samstarfsmenn sína, sem munu leiða baráttuna í borgar- stjórn á næstu árum. Inga Jóna Þórðardóttir, sem nú tekur við forystu borgarstjórnarflokksins, á að baki langt starf á vegum Sjálfstæðisflokksins. Hennar bíður nú það veigamikla verkefni að stokka upp spilin eftir að Sjálfstæðisflokkur- inn hefur tapað tveimur kosningum í röð til borgar- stjórnar. Inga Jóna hefur verið í fremstu röð sinnar kyn- slóðar í Sjálfstæðisflokknum á nokkrum undanförnum árum og má búast við, að hún leiði Sjálfstæðisflokkinn til harðrar andstöðu við meirihluta Reykjavíkurlistans í borgarstjórn. SAGNFRÆÐI í DEIGLU MIKIL gerjun virðist nú eiga sér stað í íslenskri sagnfræði. íslandssagan er nú skoðuð út frá nýjum og áhugaverðum sjónarhornum sem boða nýjan „sann- leika“ um þróun og atburði. Sagnfræðingar sem og aðrir sem leggja stund á húmanísk fræði eru að átta sig á því að fátt verður sagt með fullri vissu um liðinn tíma, ekki einu sinni með fulltingi tölfræðilegra gagna; hver ný túlkun er einungis innlegg í samræðu sem hefur sann- leikann að yfirskini en snýst í raun aðeins um sjálfa sig. Einsagan er ein hinna nýju aðferða sem sagnfræðing- ar hafa beitt á undanförnum árum. Sigurður Gylfi Magn- ússon, sagnfræðingur, er frumkvöðull að einsögurann- sóknum hér á landi en eins og fram kom í viðtali við hann í Lesbókinni 9. maí síðastliðinn hefur einsagan beint sjónum sínum að einstaklingsbundnum heimildum sem ekki hafa átt upp á pallborð sagnfræðinga hingað til, að skrifum alþýðumanna og -kvenna sem hafa fram til þessa einungis verið prik í tölfræðilegum heimildum eða í mesta lagi nöfn í skjölum formlegra stofnana sam- félagsins. Sigurður Gylfi segir í viðtalinu að nauðsynlegt sé fyrir sagnfræði framtíðarinnar að hrista af sér hlekki hefðbundinna aðferða, ganga lengra en gert hefur verið í túlkun heimilda og láta af leit að meðalmanninum. Frétt í Morgunblaðinu í gær sýnir svo annan anga af þessari gerjun sem nú á sér stað í íslenskri sagnfræði en sagt var frá grein Arna Daníels Júlíussonar, sagnfræð- ings, í tímaritinu Sögu þar sem samskipti Islendinga og Dana fyrr á öldum eru skoðuð í nýju ljósi. Arni Daníel heldur því fram að aftaka Jóns Arasonar og einokunar- verslunin hafi ekki verið hluti af kúgun Dana á íslensku þjóðinni, eins og þjóðernissinnaðir sagnfræðingar hér á landi vildu halda fram, heldur hafi þau hugsanlega forð- að íslenskum bændum undan kvaðaánauð svipaðri þeirri sem komst á í Austur-Evrópu. Túlkun Árna Daníels er hnýsileg og rennir stoðum undir hugmyndir annarra sagnfræðinga í þessa átt á undanförnum misserum. Ráðstefna um Nc Sagnfræðingar í 1 á sviði kaldastríði Ráðstefna um Norð- urlöndin og kalda stríðið verður haldin í Reykjavík dagana 24. til 27. júní og verða á henni margir af fremstu fræði- mönnum okkar daga á sviði kaldastríðs- rannsókna. Dr. Valur Ingimundarson sagn- fræðingur hefur unn- ið að skipulagningu ráðstefnunnar og tel- ur að mikill fengur sé að því að hún sé haldin hér á landi. SAGA kalda stríðsins hefur verið í mikilli endurskoðun meðal fræðimanna á síðustu árum eftir því sem skjalasöfn í Rússlandi og Austur-Evrópu hafa verið gerð aðgengileg. Woodrow Wil- son stofnunin í Washington hefur með svonefndu Kaldastríðssöguverk- efni, The Cold War International Hi- story Project, verið í fararbroddi við að styðja vestræna og austur-evr- ópska fræðimenn við rannsóknir á þessum heimildum og jafnframt stað- ið fyrir útgáfu þeirra og fjölda ráð- stefna um niðurstöður rannsóknanna. Stofnun- in stendur að ráðstefn- unni í Reykjavík ásamt The London School of Economics og Sagn- fræðistofnun Háskóla íslands. „Eg tel, að það sé mikill fengur í að halda þessa ráðstefnu á Is- landi,“ segir Valur Ingi- mundarsson sagnfræð- ingur, sem á sæti í þriggja manna ráð- stefnunefnd fyrir hönd Sagnfræðistofnunar Háskóla íslands. „Við höfum reynt að gera ráðstefnuna sem alþjóð- legasta. Þótt fjallað verði um ísland og Norðurlöndin takmarkast umfjöll- unin ekki við það. Það, sem mér finnst einmitt einna mest spennandi, er að við skulum fá sagnfræðinga sem eru í fremstu röð í heiminum á sviði kaldastríðsrannsókna." Valur segir að það sé ekki síst fyrir stuðning Woodrow Wilson stofnunar- innar, að þekktir sagnfræðingar á borð við John Lewis Gaddis, prófess- or við Yale-háskóla og Geir Lundestad frá norsku Nóbelsstofn- uninni og áhrifamaður frá dögum kalda stríðsins eins og Georgí Ar- batov, ráðgjafi Sovétleiðtoga um langt skeið, fáist til að koma. Gaddis og Lundestad hafa deilt um hvaða stefnu kaldastríðssagnfræðin eigi að taka og munu báðir taka ásamt fleir- um þátt í málstofu á ráðstefnunni um nýjar stefnur á þessu sviði. Setur Island á kortið í kaldastríðsrannsóknum Niðurstöður ráðstefnunnar munu fara víða. Um tíu þúsund manns víðs vegar úr heiminum fá að jafnaði þau rit, sem Kaldastríðssöguverkefni Woodrow Wilson stofnunarinnar gef- ur út, og efni er dreift bæði í prent- uðu formi og á alnetinu. Stofnunin hefur ákveðið að gera ráðstefnunni vegleg skil í útgáfustarf- semi sinni. Þótt ráðstefnan hafi alþjóðlega áherslu telur Valur að hún geti hjálp- að til við að setja Island á kortið í rannsóknun- um. „Það hefur mjög lít- ið verið fjallað um Island í erlendum rítum um sögu kalda stríðsins. Þar sem erlendir fræðimenn minnast á landið er það yfírleitt lítið og byggt á meira eða minna 20 ára gömlum ritum því að annað stendur þeim ekki til boða á erlendum mál- um.“ Valur hefur dreift út- drætti á ensku af bók sinni ísland í eldlínu kalda stríðsins, sem fjallar um samskipti Islands og Bandaríkjanna 1945-1960, til ýmissa erlendra fræði- manna. Auk þess mun birtast eftir hann grein um svipað efni í fagtíma- riti innan skamms. Valur bendir einnig á rannsóknir Jóns Ólafssonar á rússneskum heimildum um ísland í kalda stríðinu og segist bíða spenntur eftir niðurstöðum hans. Jón verður meðal íslenskra fyrirlesara á þinginu. íslendingar leituðu til Dana og Norðmanna um ráð Valur segist vona, að Island verði sýnilegra í söguritun framtíðarinnar. „Ég held, að eftir því sem meira verð- ur vitað um ísland á þessum tíma átti menn sig á mikilvægi þess. Það er þegar þekkt að hernaðarlega var landið mikilvægt fyrir Bandaríkja- menn og að Islendingar hafi gert þeim og NATO lífið erfitt vegna þeirra átaka, sem hér voru um utan- ríkismál. En það eru mun fleiri fletir á sögu kalda stríðsins á íslandi, sem vert er fjalla nánar um.“ Höfðafu opnac till kalda s GEORGÍ Arbatov, ráðgjafi Sovét- leiðtoga um áratuga skeið, er að koma til Islands í annað sinn. Hann mun tala um efnið Sovétríkin og Norðurlönd á ráðstefnunni um Norð- urlöndin og kalda stríðið. Hann sat alla fundi leiðtoga Bandaríkjamanna og Sovétmanna á tímabilinu 1961-1991, meðal annars þegar Mik- haíl Gorbatsjov Sovétleiðtogi og Ronald Reagan Bandaríkjaforseti hittust í Höfða árið 1986. „Fundurinn í Reykjavík var einn sá mikilvægasti, ef ekki sá allra mik- ilvægasti. Þá var komið að krossgöt- um og leið opnaðist til að Ijúka kalda stríðinu. Mönnum varð ljóst að raun- verulegar breytingar hefðu orðið á sovéskum stjórnmálum.“ Arbatov segir að Bandaríkja- mönnum hafí sennilega komið á óvart róttækar tillögur Gorbaijovs á fundinum. „Reagan tók fyrst tillög- unum vel, en fór síðan úr fundarlier- berginu ásamt ráðgjöfum sínum. Þegar hann kom aftur var afstaðan gjörbreytt og við þurftum að byija á byijuninni aftur.“ Var viss um árangur af Höfðafundinum Að sögn Arbatovs var Gorbatsjov í fyrstu óviss um hvort nokkur árang- ur hefði orðið í Höfða. Arbatov seg- ist sjálfur alltaf hafa verið viss um að tímamót hefðu orðið. Valur Ingimundarson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.