Morgunblaðið - 06.06.1998, Síða 37

Morgunblaðið - 06.06.1998, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 1998 37 MARGMIÐLUN Velkomin heim! Þjónusta fyrir áskrifendur Hringdu í áskriftardeildina áöur en þú ferö í fríið og láttu okkur vita hvenær þú kemur aftur. Við söfnum saman blööunum sem koma út á meðan og sendum þér þegar þú kemur aftur heim. Gripdeildir og dráp LEIKIR Grand Theft Auto, leikur frá BMG Interactive. Leikurinn krefst 75 MHz Pentium tölvu með 16 MB minni, tveggja hraða geisladrifi og 80 MB pláss á hörðum diski að minnsta kosti. Hann styður 3Dfx- þrívíddarskjákort. FYRIR nokkru gaf BMG Inter- active út leikinn Grand Theft Auto, sem náði gífurlegum vinsældum á stuttum tíma og fór vísast langt fram úr vonum framleiðenda. Grand Theft Auto eða GTA eins og hann er yfírleitt kallaður hefur ekki þetta klassíska leikja- þema heldur er leikandinn „vondi kallinn“. Leikir af svipuðum toga hafa reyndar átt miklum vinsæld- um að fagna að undanförnu sem er hið besta mál, nóg var komið af leikjum þar sem þemað var alltaf hið sama, að bjarga góðu fólki frá vondum köll- um eða drepa vondu kallana. Mun skemmti- legra er að fá að gera til tilbreyt- ingar alla þessa hluti sem þeir vondu fá, stela bflum, drepa sak- laust fólk og sprengja hluti. í GTA ert þú einfaldur smákrimmi og átt að vinna verk fyrir stórlaxana. I leikn- um eru mismunandi verkefni, allt frá því að ræna einum eða tveim bílum fyrir bankarán til þess að sækja skjalatösku með dópi og fara og drepa nokkra gengismeðlimi. Verkefnin verða þó flóknari og erf- iðari eftir því sem menn komast lengra í leiknum og úrvalið af bílum sem hægt er að stela einnig meira. Áður en byrjað er á verkefnun- um fara flestir og fínna sér vopn eða stela bíl og drepa nokkra veg- farendur, það verður hins vegar fljótt þreytandi og er þá best að byrja á verkefnunum. Ef maður þreytist hins vegar á þeim (ekki lík- legt) er hægt að fara aftur að drepa vegfarendur. Fyrir vikið fær maður ekki leið á leiknum í bráð og enda heldur hann manni hugföngnum í marga mánuði. Með lögguna á hælunum Þegar lögreglan eltir þig byrjar GTA svindl sem nafn persónunnar og sláið á Enter-hnapp. Ef tekst að slá inn svindlið heyrist vélarhljóð: ITSGALLUS gefur öll borð og borgir. NINEINAROW gefur líka öll borð og borgir. IAMTHELAW engin lögregla í borginni. ITCOULDBEYOU 999.999.999 aukastig. SUCKMYROCKET gefur biynju, öll vopn og lykil að fangelsinu. ITSTANTRUM gefur ótak- mörkuð líf. hún á að senda einn til tvo lögreglu- bfla á eftir þér en eftir því sem þú drepur fleiri eða sprengir fleiri hús fjölgar lögregluþjónum meira og fljótlega byrja þeir að setja upp vegatálma og fleira til að stöðva þig. Einnig byrja þeir að skjóta á þig þegar þeir koma auga á þig. Ef þú ert handtekinn í miðju verkefni tapar þú verkefninu öllu en verður fljótt sleppt aftur. Til er önnur leið til að komast hjá handtöku en að drepa þá sem elta þig, því til eru búðir þar sem þú getur látið breyta númerinu á bfln- um og tapar þá lögreglan slóðinni. Einnig eru til búðir sem setja sprengjur í bílinn eða mótorhjólið og þá springur bíllinn, akir þú of oft á. Vopnin í leikn- um eru ansi fá- breytt, aðeins fjögur: skamm- byssa, hríðskota- byssa, eldvarpa og sprengju- varpa. Einnig er hægt að fá skot- held vesti, auka- líf, mútur til að losna við lögregl- una og spjald sem minnir ansi mikið á Matador, en með það í höndunum losnar þú strax úr fang- elsi ef þú ert tek- inn. Ef þú drepur mann eða kveikir koma lögreglu-, SLÁIÐ á Del- ete-lykil í persónuval- myndinni, sláið síðan inn eftirfarandi svindltexta sjúkra- og slökkvibflar fljótt á staðinn og getur þú einnig rænt þeim. Þegar þú kemst lengra i leiknum getur þú einnig rænt skriðdreka og sért þú með netið getur þú fengið viðbót þar sem þú getur einnig rænt þyrl- um. Grand Theft Auto er ekki ætlað- ur fyrir yngri en 14-16 ára og ekki skrýtið í ljósi inntaksins. Ingvi M. Árnason Gular Alltaf fertkt... Select Einfalt og þægilegt 115

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.