Morgunblaðið - 06.06.1998, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 06.06.1998, Qupperneq 36
36 LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ UTSflLfl ÚTSALA ÚTSALA UTSALA ■ 16mb SDRAM 10nsvinnsluminni ■ 2100mbSeagateUltraDMAdiskur ■ 24xhraða geisladrif ■ 16 bita hljóðkort og 50W hátalarar ■ 33.6 bás mótald m/faxi og símsvara ■ 4 mánaða fri internetáskrift ■ Win'95 lyklaborð og mús stýrikerfi ■ Windows '95 á disk með netvafra 15"TARGA skjár ocfwlWxStar 2D/3D 4MB skjákort Alvöru Ijósmyndaupplausn. Livepix myndaforritið fylgir. Fyrir PC og Macintosh. Besti fótbolta- leikur síðari tíma 200 Mhz • MMX AMD örgjörvi! Saman í pakka móðurborðið og örgjörvinn aðeins kr. 18.900 MARGMIÐLUN TOLVULEIKURINN Des- cent þótti mikil bylting á sín- um tíma; glæsilegur leikur með einstaklega vel heppnaða þrí- víddargrafík á þess tíma mæli- kvarða; ýmist fengu menn svima- köst þegar þeir léku hann í fyrsta sinn eða innilokunarkennd þar sem geimflaug var stýrt inn rangala í iðrum jarðar. Framhaldsgerðum Descent tókst ekki að endurvekja þessa tilfínningu, enda bættu þær ekki svo ýkja miklu við leikinn þó grafíkin hafí batnað í takt við tækniframfarir. Fjölmargir hafa reynt að bæta um betur því hermi- útgáfur eru þónokkrar, en engum tekist eins vel og Acclaim sem sendi frá sér leikinn Forsaken fyrir skemmstu. Margir þekkja eflaust Forsaken af prufuútgáf- unni sem hefur verið fá- anleg á netinu í nokkurn tíma. Þeir hafa þá og séð grafík sem er með því besta sem gerist nú um stundir með frábæra lýsingu, bjarta lifandi liti og eðlilegar hreyfíngar. Forsaken þykir reyndar svo vel heppnaður hvað útlit varðar að tölvu- tímarit eru farin að nota hann til að taka skjákort til kosta. Eins og ráða má af inngangsorðum svipar Forsaken um sumt til Descent; sá sem leikur stýrir svifhjóli um rangala ýmist neðan- jarðar eða í hálfgerðum völundarhúsum. Yfírleitt er leikurinn kapphlaup við tímann um að komst út áður en eitthvað skelfilegt gerist, sprenging, eldgos eða þaðan af verra. A leiðinni skerst oft í odda við ýmisleg vél- menni og flugvélar og víða er að finna gull, vopn og verjur. Miklu getur skipt hvernig farið er í gegn um leikinn, til að mynda verður á stundum að varast að skjóta í tætl- ur rafkerfi, glussaslöngur og stjómbúnað sem getur verið snúið þegar óvinafjöld steðjar að. Fjölskrúðugt vopnasafn Vopnasafnið er fjölskrúðugt; vél- byssur, leysigeisli og eldvarpa eða ýmiskonar sprengiflaugar, aukin- Kapphlaup við tímann ✓ I kjölfar þess fræga leiks Descent komu óteljandi eftirlíkingar. Árni Matthíasson kynnti sér Forsaken, samkynja Descent, sem hann segir nútímalegri og glæsilegri. heldur sem hægt er að strá um sig með jarð- sprengjum og skjótast í skjól á meðan lán- laust illþýðið springur í tætlur. Svifhjólin eru bráð- skemmtileg farartæki því hægt er að fljúga þeim og snúa á alla kanta velta sér á hvolf ef sá gállinn er á, en reyndar er hægt að setja á sjálf- virkan jafnvægisstilli þannig að þau velta í rétta stöðu þegar þörf krefur. Hægt er að velja sér persónu og hefur hver nokkuð til síns ágætis, ýmist hvað varðar vopnabúnað, verjur eða hraða svo dæmi séu tekin. Hægt er að velja sér rödd til að fylgja svifhjólinu, ekki eins margar reynd- ar og persónuranr; þær em sextán en raddirnar sex. Raddirnar koma með meinlegar at- hugasemdir þegar við á, spotta þann sem leikur þegar honum tekst illa upp og geta verið ansi ruddalegar. Mikill kostur er að hægt er að Kaellskápar á ótrúlecyu uerði í miMu úruulil Mál hxbxdx Tegund Vörunúmer Kælirými Lítrar Frystirými Lítrar Frystir Staösetning Staðgreitt B 85x50x60 AEG SANTO 1533TK 140 L 37.570,- 85x51x56 INDESIT RG 1150 134 L 26.900,- 85x55x60 AEG SANTO 1443TK 115 L 19 L Innbyggður 43.191,- 85x60x60 General Frost C 175 158 L 17 L Innbyggður 25.900,- 117x50x60 INDESIT RG2190 134 L 40 L Uppi 37.900,- 127x54x58 AEG SANTO 2532 KA 241 L 59.990,- 127x54x58 AEG SANTO 2232 DT 167 L 46 L Uppi 62.900,- 127x54x58 AEG SANTO 2332 KA 219 L 18 L Innbyggður 62.900,- 130x60x60 General Frost C 275 222 L 28 L Innbyggður 33.900,- 139x55x59 INDESIT RG 2250 184 L 46 L Uppi 39.900,- 144x54x58 AEG SANTO 2632 DT 204 L 46 L Uppi 64,900,- 147x55x60 INDESIT RG 1285 232 L 27 L Innbyggður 37.900,- 149x55x60 AEG SANTO 2632 KG 161 L 59 L Niðri 65.900,- 150x55x60 General Frost SCD 260 186 L 59 L Uppi 37.900,- 150x55x60 INDESIT CG 1275 175 L 56 L Niðri 53.900,- 155x60x60 AEG SANTO 1555 KS 302 L 72.900,- 162x54x58 AEG SANTO 3032 DT 225 L 61 L Uppi 69.949,- 164x55x60 INDESIT RG 2290 215 L 67 L Uppi 48.900,- 165x55x60 General Frost SCD 290 225 L 62 L Uppi 39.900,- 165x60x60 INDESIT CG 1340 216 L 71 L Niðri 59.900,- 170x60x60 INDESIT RG 2330 258 L 74 L Uppi 49.900,- 170x60x60 AEG SANTO 3232 KG 216 L 79 L Niðri 75.900,- 177x60x60 AEG SANTO 3633 KG 238 L 90 L Niðri 104.900,- 185x60x60 AEG SANTO 1855 KS 354 L 82.900,- 185x60x60 AEG SANTO 1855 KF 178 L 112 L Niðri 89.900,- 186x60x60 General Frost SCB 340 207 L 88 L Niðri 59.900,- 195x60x60 AEG SANTO 4133 KG 293 L 90 L Niðri 110.974,- AEG ^índesíl- Jp B R Æ Ð U R N I R 'ENERAL FROST Lágmúla 8 • Sími 533 2800 laga lyklaborðið að vild, setja inn á ákveðinn lykil hvaða skipun sem er eða jafnvel skipanaröð. Best er að þræla sér í gegnum leikinn með bæði mús og lyklaborð, því mun auðveldara er að stýra svifhjólinu með músinni en lyklaborði og þá er hægt að nota lyklaborðið til að mynda fyrir vissar sérhreyfingar og til að skipta um vopn. Forsaken gerir ekki kröfu um þrívíddarhraðal, en eðlilega munar veralega á útliti og frammistöðu eftir því hvernig kort er í tölvunni. Ég reyndi hann á 266 MHz Penti- um II tölvu með 64 MB minni og 8 Mb Creative Voodoo II korti: I þeirri uppsetningu keyrði hann með um 70 ramma á sekúndu með alla upplausn í botni, en hægt er að velja hvaða gerð af leiknum á að keyra, til að mynda má einnig velja venjulega Voodoo útgáfu hans. Samkvæmt upplýsing- um frá framleiðanda þarf 133 MHz Pentium tölvu hið minnsta ef ekki er í henni þrívíddarkort, en 100 MHz annars. Viðkomandi þrívíddar- kort þarf að styðja Direct3D. títlitið er ekki allt Eins og getið er er Forsaken glæsilegur leikur ásýndar, svo glæsilegur reyndar að slær flest út þegar mest gengur á. Útlitið er þó ekki allt, það þarf einnig að vera eitthvað á bak við leikinn og þar bjátar nokkuð á. Víða örlar á söguþræði en hann er ekki ýkja merkilegur og lítt til þess fallinn að auka áhuga á leiknum. Það gerir aftur á móti netleiks- möguleiki, því þar er Forsaken í essinu sínu. I netleik má til að mynda fara í póstaleik, allir a móti öllum, fjár- sjóðsleit og svo má telja. Hægt er að fínstilla eftir tengingunni, en sá hængur á að ekki geta fleirí en fimm til sex verið í sama leiknum yfir netið. I vændum er viðbót sem bætir úr þessu, en kemur ekki svo að sök því kappnóg er að hafa fimm í einu, að minnsta kosti til að byrja með. Reyndar er það og galli á netleik að erfitt er að finna leik til að taka þátt í; þeir eru ekki margir. Hljóðrásin er vel til þess fallin að auka ánægjuna af leiknum, ekki síst þegar búið er að skrúfa fyrir tónlistina og umhverfishljóðin eru allsráðandi. I sem stystu máli er Forsaken mikið augnayndi og skemmtilegur þegar best lætur. Hann verður þó ekki framúrskarandi nema með góðum þrívíddarhraðli og helst í netleik. Þakrennur og rör úr Plastisol- vörðu stáli Heildarlausn á þakrennuvörum í mörgum litum Símar 557 2000 og 557 7100 Skemmuvegi 36 Bleik gata KÓPAVOGI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.