Morgunblaðið - 06.06.1998, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 06.06.1998, Qupperneq 26
26 LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 1998 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Starfsemi Dounreay-kjarnorkuendurvinnslustöðvarinnar verður hætt Segja stöðina ekki efna- hagslega hagkvæma London. Reuters. STJÓRNVÖLD í Bretlandi til- kynntu í gær að þau hygðust loka hinni umdeildu kjamorkuendur- vinnslustöð í Dounreay í Skotlandi. Segjast þau taka þessa ákvörðun á efnahagsforsendum, stöðin eigi enga fjárhagslega framtíð. Lagði talsmaður Tonys Blairs, forsætis- ráðherra Bretlands, á það áherslu í gær að ákvörðunin væri ekki tekin vegna efasemda um öryggi stöðvar- innar. Munu Bretar framvegis ein- ungis starfrækja eina kjamorku- endurvinnslustöð, Sellafield í norð- vesturhluta Englands. Kjamorkuendurvinnslustöðin í Dounreay var mjög í fréttum í apríl síðastliðnum vegna ákvörðunar breskra stjómvalda að taka við 5 kg af auðguðu úrani frá Georgíu til eyð- ingar í Dounreay. Vom íslensk stjómvöld meðal þeirra fjölmörgu aðila sem gagnrýndu ákvörðunina og sagði Halldór Asgrímsson, utanríkis- ráðherra, þá að flutningur úransins væri óviðunandi fyrir hagsmuni ís- lendinga. Sagði Halldór að þótt mik- ilvægt væri að koma úrani frá óvissu- svæðum eins og Georgíu einhvers staðar fyrir gætu Islendingar ekki sætt sig við að vandinn væri fluttur í næsta nágrenni sitt. Lífríki hafsins væri mjög viðkvæmt og þegar væri búið að taka of mikla áhættu í því sambandi. A sínum tíma varð að auki að samkomulagi milli Norðurland- anna að beita sér sameiginlega gegn aukinni starfsemi í Dounreay sem samþykkt var 1994. Ákvörðun stjórnvaida fagnað Kjarnorkuandstæðingar í Bret- landi fögnuðu í gær ákvörðun breskra stjórnvalda og sagði Ken Dunion, talsmaður samtakanna Vin- ir jarðar, að hún sannaði hversu óskynsamlegur flutningur úransins frá Georgíu hefði verið. Alex Salmond, formaður Skoska þjóðar- flokksins fagnaði ákvörðuninni en sagði hana „ótrúleg sinnaskipti hjá ríkisstjórninni." 1.600 manns starfa í Dounreay en Salmond taldi at- vinnu fólks í nágrenni stöðvarinnar ekki vera í hættu að svo stöddu því taka myndi tugi ára að binda endi á starfsemi stöðvarinnar. Dounreay-stöðin var byggð á sjötta áratugnum en hefur ekki framleitt rafmagn síðan 1994 þegar slökkt var á kjarnorkuofni stöðvar- innar. John Battle, ráðherra orku- mála í bresku ríkisstjórninni, sagði í gær að stöðin hefði skipt sköpum fyrir þróun kjarnorkuiðnaðar í Bretlandi en komið væri í ljós að hún gæti ekki uppfyllt efnahagsleg- ar væntingar sem til hennar voru gerðar þótt rekstur hennar hefði tæknilega séð gengið eins vel og til var ætlast. Battle tilkynnti ákvörðunina um lokun Dounreay ásamt Donald Dewar, ráðherra Skotlandsmála, á fundi í Edinborg. Sagði hann ráð- gjafa sína hafa tjáð sér að engar efnahagslegar forsendur væru fyrir áframhaldandi rekstri stöðvarinnar. Hann sagði að samkvæmt áætlun myndi endurvinnslu í stöðinni ljúka fyrir árið 2006, þegar lokið væri við að endurvinna eldsneyti stöðvarinn- ar sjálfrar, úranið frá Georgíu og þegar staðið hefði verið við alla nú- gildandi samninga. „Nú skiptir öllu að tryggja að okkur takist að skila umhverfínu heilu og höldnu í hend- ur komandi kynslóða." Ríkislögmaður Fil- ippseyja rekinn Vildi sýkna Imeldu Manila. Reuters. FIDEL Ramos, forseti Filipps- eyja, rak í gær ríkislögmanninn fyrir að hvetja hæstarétt landsins til að sýkna Imeldu Marcos, fyrr- verandi forsetafrú, af öllum ákær- um um spillingu. Romeo de la Cruz ríkislögmaður ætlaði að láta af embætti 30. þ.m. um leið og ný stjóm tæki við en Ramos ákvað, að hann skyldi hætta 8. júní eða á mánudag. Var de la Cruz skipaður í embættið í febrúar sl. en hann hefur verið fíl- ippeyskum stjómvöldum innan handar allt frá árinu 1974. Ramos reiddist mjög er de la Cmz skoraði á hæstarétt að sýkna Imeldu en hún hefur verið dæmd í 12 ára fangelsi. Svo var einnig um ýmsa þá, sem urðu fyrir barðinu á einræðisstjóm eiginmanns hennar, Ferdinands Marcosar. Óttast þeir, að hugsanleg sýknun Imeldu sé hluti af samningi, sem hún hafi gert við Joseph Estrada, væntan- legan forseta, en Imelda dró for- setaframboð sitt il baka og lýsti yf- ir stuðningi við Estrada. Reuters Indverjar gagnrýna kj arnorku veldin Nýju-Delhi, Islamabad, Genf. Reuters. INDLANDSSTJÓRN sakaði í gær kínversk stjórnvöld um að hafa veitt Pakistönum tæknilega aðstoð við framleiðslu kjamorkuvopna og að hafa flutt þangað geislavirk efni er nýta mætti til slíkrar fram- leiðslu. Þá gagnrýndu Indverjar kjamorkuveldin fimm fyrir að líta fram hjá brotum á NPT-samningn- um um bann við útbreiðslu kjam- orkuvopna. Utanríkisráðherrar kjarnorku- veldanna fimm, Bandaríkjanna, Bretlands, Rússlands, Frakklands og Kína, samþykktu á fundi í Genf í fyrradag að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir að kjarnorkutil- raunir Indverja og Pakistana myndu leiða til vígbúnaðarkapp- hlaups í Suður-Asíu. í yfirlýsingu frá indverska utan- ríkisráðuneytinu í gær em kjarn- orkuveldin gagnrýnd harðlega og því haldið fram að þau hafi haft vit- neskju um að verið væri að brjóta NPT-samninginn og að þau brot hafi grafið undan öryggi Indvérja. Kjarnorkutilraunir Indverja beindust ekki gegn neinu tilteknu ríki og Indverjar litu ekki svo á að þeir hefðu valdið aukinni spennu í Suður-Asíu með þeim. Þá er tekið fram í yfirlýsingunni að Indverjar telji ekkert svigrúm til utanaðkomandi afskipta af deilu þeirra og Pakistana. I yfirlýsingu frá ríkisstjórn Pakistans, sem gefin var út í gær í kjölfar fundar kjamorkuveldanna, segir að Pakistanar hafi engan áhuga á vígbúnaðarkapphlaupi og að þeir hafi ávallt reynt að halda aftur af sér í þeim efnum. Pakistanar muni áfram reyna að sýna ábyrgð og stillingu en geti þó ekki sætt sig við að hafa herfræði- lega lakari stöðu en nágrannaríkin. Kamal Kharazzi, utanríkisráð- herra írans, sem nýlega átti við- ræður við stjórnvöld í Nýju-Delhi og Islamabad hvatt í gær til að Indverjar og Pakistanar tækju upp viðræður um helstu deilumál sín. Gagnrýndi hann jafnframt ísraela fyrir að eiga ekki aðild að alþjóð- legum afvopnunarsáttmálum og sagðist vilja ítreka þá afstöðu Irana að koma ætti upp kjarnorku- vopnalausu svæði í Mið-Austur- löndum. ETA-liði fellur í skot- bardaga ÞRÍTUG kona, sem grunuð var um að vera í aðskilnaðarhreyf- ingu Baska, ETA, beið bana í skotbardaga við lögreglumenn, sem réðust inn f hús aðskilnaðar- sinna f bænum Guernica í Baska- landi í gærmorgun. Að sögn lög- reglunnar hóf konan skothríð á lögreglumennina. Annar meintur ETA-liði meiddist þegar hann stökk út um glugga á annarri hæð hússins og Iögreglumaður fékk skot í höndina. Lögreglan handtók alls 14 Baska í árásum á nokkrum stöð- um í Baskalandi í gær. ETA hefur orðið 800 manns að bana í 30 ára baráttu sinni fyrir sjálfstæðu ríki Baska. UUP og SDLP með 60% fylgi STÆRSTU flokkar sambands- sinna og þjóðernissinna á Norður-írlandi, UUP og SDLP, njóta stuðnings 60% kjósendanna, ef marka má skoðanakönnun sem The Irísh Times birti í gær. 33% að- spurðra sögðust styðja UUP, stærsta flokk mótmælenda, og 27% SDLP, flokk kaþólikka. Fylgi Lýðræðislega sambands- flokksins, sem lagðist gegn friðarsamkomulaginu í Belfast, er 13% og aðeins 8% styðja Sinn Féin, flokk írska lýðveld- ishersins (IRA). * Oveður haml- ar aðstoð SLÆMT veður hindraði í gær flutninga á hjálpargögnum til þúsunda manna sem lifðu af öflugan landskjálfta í Afganist- an á laugardag. Afgönsk yfir- völd segja að 3-5.000 manns hafi farist í skjálftanum og að minnsta kosti 1.500 slasast. Erfiðlega hefur gengið að flytja matvæli á svæðið vegna skorts á þyrlum. GEIMFERJUSTJÓRINN Charlie Precourt heilsar geimförunum í Mír. Discovery tengist Mír BANDARÍSKA geimferjan Discovery tengdist rússnesku geimstöðinni Mír í níunda og síðasta sinn í fyrradag og ráð- gert er að hún haldi aftur til jarðar á mánudag. Þar með lýkur dvöl bandaríska geimfar- ans Andrews Thomas í Mír, en hann er sjöundi og síðasti Bandaríkjamaðurinn sem dvel- ur í geimstöðinni. Klæðskipting- ar myrtir SJÖ samkynhneigðir klæð- skiptingar hafa verið myrtir í E1 Salvador á síðustu sex vik- um og samtök homma sögðu í gær að lögreglan virtist ekki hafa mikinn hug á að rannsaka málið. Lögreglan sagði að raðmorðingi kynni að hafa ver- ið að verki en bætti við að rannsókn málsins væri ekki lokið. Greftrun keis- arabeina rædd BORÍS Jeltsín, forseti Rúss- lands, ræddi í gær við Alexei II patríarka, yfinnann rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar, til áð reyna að fá hann til að sam- þykkja að taka þátt í greftrun beina Nikulásar II, síðasta keisara Rússlands, í Péturs- borg 17. júlí. Beinin fundust árið 1991 og kirkjan hefur dregið í efa að þetta séu örugg- lega bein keisarans.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.