Morgunblaðið - 06.06.1998, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 06.06.1998, Qupperneq 16
16 LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 1998 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Björn Gíslason Bæjarstjórinn kvaddur STARSFÓLK á bæjarskrifstof- unni á Akureyri kvaddi Jakob Björnsson bæjarstjóra með form- Iegum hætti í kaffisamsæti í sal bæjarstjórnar í gær. Jakob lætur nú af störfum eftir fjögur ár í stól bæjarstjóra. Við starfí hans tekur Kristján Þór Júliusson, oddviti sjálfstæðismanna. Á myndinni takast í hendur Jakob og Valgarður Baldvinsson, bæjarritari en Valgarður er einnig að hætta störfum lijá Akureyrarbæ vegna aldurs, eftir 34 ár í starfí bæjarritara. Honum vom færðar sérstakar þakkir á síðasta fundi bæjarráðs á kjör- tímabilinu sl. fimmtudag. Skoðanakönnun um sameiningu fjög- urra hreppa í Eyjafírði Meirihluti íbúa vill sameiningu MEIRIHLUTI íbúa í fjórum hrepp- um í Eyjafirði, í Arnames-, Skriðu-, Öxnadals- og Glæsibæjarhreppum, er hlynntur sameiningu þeirra, sam- kvæmt skoðanakönnun sem gerð var samfara sveitarstjórnarkosning- unum í síðasta mánuði. Mestur var áhuginn fyrir sameiningu hrepp- anna fjögurra í Öxnadalshreppi en minnstur í Amarneshreppi. I könnuninni gafst kjósendum kostur á að velja um fímm tillögur og þeir beðnir að forgangsraða þeim kostum sem spurt var um. Til- lögumar voru: að sameina öll sveit- arfélög við Eyjafjörð, sameina þau sveitarfélög við Eyjafjörð sem ekki hafa þegar sameinast, sameina áð- urnefnda fjóra hreppa, önnur minni sameining innan þessara fjögurra sveitarfélaga, engin sameining og óbreytt mörk sveitarfélagsins. I Glæsibæjarhreppi vom kjós- endur 110, einn seðill auður og vildi 71% sameiningu hreppanna fjög- urra. í Arnarneshreppi voru 100 kjósendur, 5 seðlar auðir og vildi 51% sameiningu. I Skriðuhreppi vora kjósendur 48 og vildu 59% sameiningu. í Öxnadalshreppi vora kjósendur 24 og vildu 84% samein- ingu. Könnunin var gerð að tilstuðlan hreppanna fjögurra en úrvinnsla hennar var í höndum Rannsóknar- stofnunar Háskólans á Akureyri. Morgunblaðið/Kristján FYRIRTÆKIÐ Art-X mun hefja starfsemi í Vararhúsinu innan tíðar. Fimm til sex ný störf á Akureyri Plastframleiðsla í Vararhúsið FYRIRTÆKIÐ Art-X hefur keypt Vararhúsið við Óseyri á Akureyri af Kaupfélagi Eyfirðinga. Art-X, sem er í eigu Flutningamiðstöðvar Norðurlands, KEA og fleiri, sér- hæfír sig í plasti og framleiðir flutn- ingakassa á bíla. Vararhúsið er um 1.450 fermetrar að stærð og er stefnt að því að hefja framleiðslu í húsinu í þessum mánuði. Art-X er flutt úr Reykjavík og koma þrír starfsmenn með fyrir- tækinu norður og þá er stefnt að því bæta við tveimur til þremur starfs- mönnum til viðbótar fljótlega, að sögn Óskars Óskarssonar, fram- kvæmdastjóra Flutningamiðstöðvar Norðurlands, FMN. „Við erum með góða starfsmenn, með allt að 20 ára reynslu í plasti og hafa m.a. unnið í bátaviðgerðum." Ný íslensk hönnun Óskar sagði að fyrirtækið hafí verið stofnað til að framleiða flutn- ingakassa úr plasti og að hér væri um nýja íslenska hönnun að ræða. Fyrirtækið, sem þarf húsnæði með mikilli lofthæð, hóf starfsemi í allt of litlu húsnæði í Mosfellsbæ. Þaðan var það flutt í Bílaborgarhús- ið við Fossháls í Reykjavík, en þar var ekki hægt að hefja framleiðslu þar sem matvælavinnsla var fyrir í því húsi. Óskar sagði að eftir mikla húsnæðisleit í Reykjavík hafí verið ákveðið að flytja fyrirtækið til Akureyrar og Vararhúsið keypt. Samstarfssamningur framhaldsskólanna á Norðurlandi Ætlað að efla kennslu á framhaldsskólastigi Morgunblaðið/Björn Gíslason SKÓLAMEISTARARNIR fímm og fulltrúi menntamálaráðuneytisins, Kristrún Isaksdóttir deildarsérfræðingur, fyrir framan húsnæði Menntaskólans á Akureyri. F.v. Bernharð Haraldsson, skólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri, Jón F. Hjartarson, skólameistari Fjöl- brautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki, Hjalti Jón Sveinsson, skólameistari Framhaldsskólans á Laugum, Guðmundur Birkir Þor- kelsson, skólameistari Framhaldsskólans á Húsavík, Kristrún og Tryggvi Gíslason, skólameistari Menntaskólans á Akureyri. FRAMHALDSSKÓLARNIR fímm á Norðurlandi hafa gert með sér sam- starfssamning, sem undii’ritaður var af skólameisturum skólánna í gær. Athöfnin fór fram í húsnæði Mennta- skólans á Akureyri að viðstöddum fulltrúa frá menntamálaráðuneytinu. Skólamir eru; Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra á Sauðárkróki, Framhaldsskólinn á Húsavík, Fram- haldsskólinn á Laugum, Menntaskól- inn á Akureyri og Verkmenntaskól- inn á Akureyri. Markmið samnings- ins er m.a. að bjóða nemendum á Norðurlandi eins fjölbreytt nám á framhaldsskólastigi og kostur er svo unnt sé að tryggja þeim sem bestan undii'búning undir frekai’a nám og störf. Einnig að stuðla að því að draga úr vanda sem stafað getur af fámenni eða vanbúnaði í einstökum skólum og nýta aðstöðu og kennsiukrafta á Norðurlandi í sem flestra þágu. Samstarf við enn fleiri Tryggvi Gíslason, skólameistari Menntaskólans á Akureyri, var að vonum ánægður með samninginn og sagðist binda miklai- vonir við hann. „Samningnum er ætlað að efla kennslu á framhaldsskólastigi á Norðurlandi. Við ætlum auk þess að leita samstarfs við aðra skóla og menntastofnanir á Norðurlandi. Samráð um áfangalýsingar verður milli skólanna, námsbrautir, náms- mat og fleiri þætti.“ Tryggvi sagði aðdraganda þessa samnings nokkuð langan og að þessir skólar hefðu haft samstarf frá árinu 1979. „Þetta er nú bæði fastmótaðra og viðtækara og við tökum mið af nýrri skólastefnu menntamálaráðherra og nýrri aðal- námskrá fyrir framhaldsskólana sem kemur út í haust.“ Skólarnir munu hafa með sér sam- ráð um gerð skólanámskráa, sam- starf um aðferðir til að meta innra starf skólanna, þeir standa fyrir sam- eiginlegri kynningu á námsframboði á Norðurlandi og hafa samstarf um innritun. Samningurinn gildir til þriggja ára og verður þá endurskoð- aður í ljósi fenginnar reynslu. Menntamálaráðherra skipar Sam- starfsnefnd framhaldsskóla á Norð- ui'landi, sem skólameistarar alh’a framhaldsskólanna eiga sæti í. Hjalti Jón Sveinsson, skólameistari Fram- haldsskólans á Laugum, var kjörinn fyrsti formaður nefndarinnar og Guð- mundur Birkir Þorkelsson, skóla- meistari Framhaldsskólans á Húsa- vík ritari. Samstarfsnefndin ræður verkefnisstjóra til starfa. Kostnaður af samstarfinu er áætlaður 3,9 millj- ónii’ ki'óna á ári á samningstímanum og skiptist milli menntamálai'áðu- neytis og skólanna fímm. Morgunblaðið/Björn Gíslason Harðfískurinn vinsæll Messur GLERÁRKIRKJA: Guðsþjónusta í kirkjunni sunnudaginn 7. júní kl. 11.00. Sjómenn taka þátt í athöfn- inni og lesa ritningarlestra og Haukur Ásgeirsson flytur hugleið- ingu. ^ HVITASUNNUKIRKJAN: Bænastund laugardaginn 6. júní kl. 20-21. Sunnudagur 7. júní kl. 11.30, sunnudagaskóli fjölskyldunnar. Aldurskipt biblíukennsla fyrir alla fjölskylduna. Mike og Sheila Fitz- gerald prédika. Samkoma kl. 20.00, mikill og líflegur söngur. Bamapössun fyrir böm frá eins til fímm ára. Miðvikudagur 10. júní kl. 17.15, Skrefíð, félagsmiðstöð fyrir krakka 9 til 12 ára. Unglingasam- koma föstudaginn 12. júní kl. 20.30. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Messa laugai-daginn 6. júní kl. 18.00 og sunnudaginn 7. júní kl. 11.00 í kirkjunni við Eyrarlandsveg 26. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sam- koma sunnudaginn 7. júní kl. 20.00. Athugið breyttan samkomutíma í sumar. Allir eru hjartanlega vel- komnir. HRÍSEYJARKIRKJA: Guðs- þjónusta í kirkjunni á sjómanna- dag kl. 14.00. Ræðumaður verður Guðbrandur Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri UA og organisti Ólafur Tryggvason. Sjómenn verða heiðraðir í athöfninni. AKSJÓN Laugardagur 6. júní 21:00 ►Sumarlandið Þáttur ætlaður ferðafólki á Akureyri og Akureyringum í ferðahug. Sunnudagii• 7. júní 21:00 ►Sumarlandið Þáttur ætlaður ferðafólki á Akureyri og Akureyringum í ferðahug. Mánudagur 8. júní 21:00 ►Sumarlandið Þáttur ætlaður ferðafólki á Akureyi-i og Akureyringum í ferðahug. HÁTÍÐARHÖLD vegna sjó- mannadagsins á Akureyri hófust strax í gær en í dag og á morg- un, sunnudag, verður mikið um dýrðir í bænum. Upphitunin fór fram á Ráðhústorgi, þar sem boðið var upp á tónlist, dans, tískusýningu og götuleikhús. Þá var gestum og gangandi í TILEFNI 50 ára lýðveldisafmælis Indlands koma þarlendir listamenn í heimsókn á Listahátíð í Reykjavík og sýna þar 6. og 7. júní en koma síðan til Akureyrar og sýna í Sam- komuhúsinu mánudagskvöldið 8. júní kl. 20.30. Ein virtasta dansmær Indlands Arcana Joglekar, dansar hinn óvið- jafnarlega Kathak frá Norður-Ind- landi, en sá dans er upprunnin með- al farandskálda sem miðluðu sögum og ljóðum á ferðum sínum. Bak við danshefðina liggur mikil þjálfun, allt frá fínum augnhreyfíngum til boðið að bragða á sjávarfangi og framleiðslu norðlenskra mat- vælafyrirtækja og var Ráðhús- torgið skreytt sérstaklega í til- efni sjómannadagsins. Harðfísk- urinn frá Grenivík, sem Heimir Ásgeirsson bauð upp á, vakti hvað mesta athygli gesta og rann hann ljúflega niður. stórra og hraðra hringja, nákvæmni er mikilvæg og ekki má augngota eða handarhreyfmg fara úrskeiðis því þá getur túlkun sögunnar mis- skilist. Archana hefur hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga fyrir túlkun sína og nýtur virðingar og vinsælda. Hópur úrvals tónlistarmanna tek- ur einnig þátt í sýningunni í Sam- komuhúsinu, m.a. Pandit D.K Dat- ar, fíðluleikari, D.K. Datar tanpura- leikari og Mukund Deo tablaleikari. Miðaverð er 1.200 krónur og er for- sala aðgöngumiða í Bókval. Indverskir listamenn í Samkomuhúsinu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.