Morgunblaðið - 06.06.1998, Side 8

Morgunblaðið - 06.06.1998, Side 8
8 LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 1998 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ HVAÐ hefur þú gert Jóhanna... ? Samkeppnisráð um gjaldtöku vegna lyíjaskráningar Brýtur ekki í bága við markmið samkeppnislaga SAMKEPPNISRÁÐ telur gjald- töku hins opinbera vegna skráning- ar lyfja ekki brjóta í bága við mark- mið samkeppnislaga og mun þvi ekki aðhafast frekar í máli Farmasíu ehf., sem óskaði í janúar sl. eftir úrskurði samkeppnisráðs á mismunun í gjaldtöku vegna lyfja- skráningar. í erindi Farmasíu kemur fram að hér á landi kosti skráningarumsókn fyrir nýtt sérlyf, nýtt efni, 75.000 kr. Aftur á móti kosti skráningarum- sókn íýrir nýtt sérlyf, sem inniheld- ur nú þegar skráð virkt efni, 50.000 kr. Þá kosti skráningarumsókn fyrir samhliða lyf ekki nema 30.000 kr. Farmasía álítur að gjaldtaka ætti að vera í öfugu hlutfalli Þetta telur Farmasía vera mikla mismunun í gjaldtöku, sem felist í því mati að því meira sem aðili leggi fram til nýsköpunar og frumþróun- ar, þeim mun meira beri að skatt- leggja hann. Farmasía álítur að í þessu tilviku ætti gjaldtakan að vera í öfugu hlutfalli, þannig að sá sem minnst leggi fram eigi að greiða hæst fyrir skráninguna en frum- lyfjaþróandinn lægst. Samkeppnisráð sendi heilbrigðis- ráðuneytinu erindi Farmasíu til um- sagnar og ráðuneytið aflaði umsagn- ar Lyfjanefndar ríkisins. Ráðuneyt- ið tekur í einu og öllu undir umsögn nefndarinnar og hafnar því alfarið að í gjaldtökunni felist mismunun. I umsögn Lyfjanefndar ríkisins er tekið fram að öll framkvæmd skrán- ingarvinnu hér á landi sé í samræmi við þær reglur sem gildi á EES- svæðinu. Jafnframt segir að við um- sókn um nýtt lyf, sem kosti 75.000 kr., þurfí samkvæmt Evrópulöggjöf- inni að leggja fram mjög ítarleg gögn um framleiðslu, eiturefnafræði og klíníska notkun. Vinna við mat á slíkri umsókn sé yfirleitt mjög um- fangsmikil. Þá kemur fram að með skráningarumsóknum um nýtt sér- lyf, þar sem virka efnið er þegar skráð í öðru lyfi á Islandi, sé ekki krafist eins ítarlegra gagna og vinna við mat á slíkum umsóknum sé því umtalsvert minni en þegar um nýtt lyf og nýtt efni er að ræða. Enn- fremur kemur fram að mati á gögn- um vegna umsóknar um skráningu samhliða lyfs fylgi engin vinna. í samræmi við EES-reglur í máli Lyfjanefndar kemur fram að upphæð skráningargjalda sé í samræmi við þann kostnað sem stofna þurfi til áður en mögulegt sé að samþykkja eða synja viðkomandi umsóknum. Að öllu jöfnu sé vinna við mat á lyfjaumsóknum mjög um- fangsmikil og jafnframt sé umrædd gjaldtaka í fullu samræmi við þær reglur sem gilda í nágrannalöndun- um, auk þess sem hún sé í samræmi við reglur EES-samningsins. Samkeppnisráð minnir á að gjald- taka sú sem um ræðir sé samkvæmt reglugerð heilbrigðisráðuneytisins nr. 706 frá 1997 um skráningar-, ár- gjöld og önnur leyfisgjöld vegna lyfja. Einnig er vitnað í ákvæði lyfjalaga nr. 93 frá 1994 um skrán- ingarskyldu, en skráning er for; senda fyrir sölu viðkomandi lyfs. í áttundu grein fyrrnefndrar reglu- gerðar kemur fram að gjöld sam- kvæmt reglugerðinni skuli standa straum af kostnaði við starfsemi Lyfjanefndar ríkisins. I fjórðu grein lyfjalaga stendur ennfremur að kostnaður af starfsemi nefndarinn- ai’, þar með talin laun nefndar- manna og starfsliðs, skuli borinn uppi af skráningar- og árgjöldum sérlyfja, svo og öðrum leyfisgjöld- um, svo sem markaðsleyfum og leyf- um fyrir klínískar prófanir. I ljósi alls þessa telur samkeppnisráð ekki ástæðu til að aðhafast frekar í mál- inu. Hjóla í kringum landið SEX slökkviliðsmenn í Reykja- vík hafa ákveðið að hjóla í kringum landið til styrktar krabbameinssjúkum börnum. Ferðin hefst í dag, laugardag, og er áætlaður ferðatími 12 dagar. Slökkviliðsmennirnir munu safna áheitum meðan á ferðinni stendur. SEX slökkviliðsmenn ætla að hjóla hringinn í kringum landið, Tæknidagar f Perlunni 6. og 7. júní Hægt að fylgjast með dagskránni á fjölnetinu Henrý Þór Gránz Tæknidagar Tæknifræðingafé- lags íslands og Verkfræðingafélags Is- lands verða haldnir í Perlunni í dag og á morgun. Þar verður kynnt hið nýjasta sem í boði er í hugbúnaði, verkefnalausnum, tölvu- kennslu og vélbúnaði. Einnig verða til sýnis verkefni sem efst eru á baugi hér á landi í hönn- un og framkvæmdum. Sýningin verður opin sérstaklega fyrir hádegi milli 10 og 12 fyrir tæknimenn, hönnuði og aðra þá sem koma að töluvstuddri hönnun. Hún er síðan opin al- menningi frá 12-19. Þátttakendur verða 30 talsins og verða 28 á sýningar á tölvustuddri hönnun frá sýnendum á stórtjaldi með reglulegu millibili. Þeir sem vilja geta fylgst með dagskránni í beinni útsendingu á fjölnetinu allt frá opnun. Leiðin að sýning- unni liggur gegnum heimasíður TFÍ og VFÍ: www.vor- tex.is/vfi/tfi með því að velja lið sem nefnist tæknidagur. Tæknidagar voru haldnir í fyrra í fyrsta skipti og er mark- miðið að þeir verði árviss við- burður. Með þessu móti vilja TFÍ og VFÍ kynna starfsum- hverfi og menntunarleiðir tækni- manna í nútímanum. - Hver er yfirskrift sýningar- innar að þessu sinni? „Yfirskriftin er tölvustudd hönnun en sýningin er almenn kynning á starfsumhverfi tækni- manna. Þetta þema er valið því tölvunotkun snertir allt starfs- umhverfi tæknimanna og hönn- uða dagsins í dag.“ - Hvað verður á döfínni á sýningunni? „Það verður almenn kynning á verkum sem hafa verið útfærð í tölvustuddrí hönnun og kynnt á básum hjá einstökum fyrirtækjum. Þar verður sýnt í tölvu, með teikningum og öllum tilheyrandi gögnum hvernig verk þróast í vinnslu og hvemig tölvan er nýtt til útfærslu. Jafnframt verð- ur hvert fyrirtæki með frátekinn tíma á stórtjaldi þar sem sýnd er tilurð valinna verka. Svona vinnubrögð eru orðin mjög al- menn í dag því tölvan er notuð í alla úrvinnslu og teikningar. Kynnt verða sérstaklega verk- efni á borð við Sundabrautina og Hvalfjarðargöng þar sem þau þykja gott dæmi um tölvustudda hönnun dagsins í dag, era í vinnslu og fólk hefur áhuga á. Fólk getur skoðað þessi verk og fengið útskýringar á hugmynda- fræðinni sem liggur að baki.“ - Hverjir verða með fyrir- lestra á sýningunni? „Til viðbótar við sýnendur höf- um við boðið íslenska fyrirtæk- inu Oz að vera með erindi. Þeir munu koma til með að kynna tölvustudda hönnun á tilteknu verkefni einu sinni hvom sýning- ardaginn. Einnig höfum við boð- ið til okkar tveimur dönskum gestum, Nils Lykke og Peter Scheutz, sem báðir eru í fremstu röð í Evrópu í tölvustuddri hönn- un og atvinnumenn í sínu fagi. Þeir munu kynna það nýjasta í ► Henrý Þór Granz fæddist í Vestmannaeyjum árið 1948. Hann lauk BS-prófi í bygginga- tæknifræði frá Tækniskólanum í Óðinsvéum árið 1978, og námi í markaðshagfræði frá NMH í Ósló árið 1988. Henrý gegndi starfi umdæmistæknifræðings hjá Fasteignamati ríkisins 1979-1991 og starfaði 1991- 1998 hjá Vegagerð ríkisins. Hann starfar sjálfstætt í dag. Henrý er kvæntur Ingibjörgu Sigurðardóttur kennara í Snælandsskóla í Kópavogi og eiga þau þrjú börn. Hann er varaformaður TFI og fram- kvæmdastjóri Tæknidaga TFI og VFÍ. heiminum í dag, ekki síst hvað varðar þrívíddarhönnun, og eru báðir að vinna að rannsókna- verkefni sem verður kynnt. Þeir verða síðan með fyrirlestur á vegum TFÍ og VFÍ hinn 9. júní. A sýningunni verða um 16 stofur sem vinna í tölvuvæddu umhverfi, fjögur fyrirtæki með tölvukennslu á sínum vegum og eitt fyrirtæki sem sinnir öryggis- gæslu og eftirliti kynnir tölvustýrt eft- irlitskerfi. Tölvu- tæknifélagið, sem samræmir staðla og teiknivinnu, verður einnig til staðar og loks má nefna MIDAS-NET, evrópska upplýs- ingaskrifstofu, sem óskaði eftir því að vera með og mun kynna margmiðlunaráætlun Evrópu- sambandsins." - Hefur starf tæknimanna þróastmjög ört? „Þróunin hefur bæði verið gíf- urlega hröð og samfelld í allri tölvuvinnslu. Þeir sem eru með nýjustu og bestu tækni í tvívídd- ar- og þrívíddarhönnun hafa mesta möguleika til þess að .setja fram efni sitt og kjmna það. Is- lensk fyrirtæki eru í fremstu röð hvað tækni varðar og þau sem eiga aðild að sýningunni eru í fremstu röð á íslandi. Kostnað- urinn sem fylgir því að vera með öflugasta og besta hugbúnaðinn og vélbúnaðinn á hverjum tíma er auðvitað umtalsverður. Fyrir- tækin vilja hins vegar fylgjast með og nýta tímann betur með þessum hætti. Annar kostur er sá að hugbúnaður í dag verður sífellt aðgengilegri fyrir notand- ann og því sífellt léttara að vinna með hann, þótt það krefjist gíf- urlegi-ar sérþekkingar eftir sem áður.“ MIDAS-NET kynnir marg- miðlunaráætl- un ESB

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.