Morgunblaðið - 06.06.1998, Page 1

Morgunblaðið - 06.06.1998, Page 1
132 SIÐUR B/C/D/E STOFNAÐ 1913 125. TBL. 86. ÁRG. LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Tugir óbreyttra borgara falla í loftárásum á Eþíópíu Mekele í Eþíópíu, Asmara í Eritreu. Reuters. ÞRJÁTÍU óbreyttir borgarar að minnsta kosti féllu og rúmlega hundrað særðust þegar eritrískar herþotur gerðu sprengjuárás á borgina Mekele í Eþíópíu öðru sinni síðdegis í gær, að því er sjón- arvottar greindu frá. Fyrr um dag- inn höfðu Eþíópíumenn gert loft- árásir á flugvöllinn í Asmara, höf- uðborg Eritreu, í hefndarskyni fyr- ir fyrri árás Eritreumanna á Mekele, að því er sagði í yfirlýs- ingu frá stjómvöldum í Addis Ababa, höfuðborg Eþíópíu. Fréttamaður Reuters í Mekele, sem er um 300.000 manna borg 160 km norður af Addis Ababa, sagði að seinni árásin hefði verið gerð um klukkan 18 að staðartíma (kl. 15 að íslenskum tíma) og einungis beinst að íbúðahverfum. Mikill fjöldi fólks hefði komið hinum særðu til hjálpar og flutt þá á sjúkrahús á pallbílum. Að minnsta kosti 15 lík hafi legið á götum úti en fleiri verið sagðir hafa látið lífið á heimilum sínum. Vonir höfðu verið bundnar við að tekist hefði að koma á sáttum í deilu ríkjanna, sem eru ein þau fá- tækustu í Afríku, og höfðu Eþíóp- íumenn lýst því yfir í fyrradag að þeir væru reiðubúnir að samþykkja bandarísk/rúandíska friðartillögu. I gær, áður en árásimar voru gerð- ar, höfðu Eritreumenn einnig látið í veðri vaka að þeir kynnu að sam- þykkja tillögurnar. Deila Eþíópíu og Eritreu stend- ur um 400 ferkílómetra grýtt land- svæði sem báðir gera tilkall til, en auk þess hafa hersveitir Eritreu farið inn á landsvæði sem er óum- deilanlega eþíópískt. Eritrea var lýst sjálfstæð frá Eþíópíu í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslu 1993, og hafði landamæradeilan milli ríkj- anna verið friðsamleg um árabil. En 6. maí sl. skarst í odda og sökuðu ríkin hvort annað um að hafa lagt fyrst til atlögu. Loftárás á flugvöll í höfuðborg Eritreu Eþíópíumenn svöruðu fyrstu árás Eritreumanna á Mekele í gær með því að gera loftárás á flugvöll- inn í Asmara og sagði fréttamaður Reuters í borginni að einn hefði fallið og fjórir særst. Ein MiG 23- þotnanna fjögurra, er gerðu árás- ina, hafi verið skotin niður af loft- varnaskyttum Eritreumanna. Hefði árásin beinst bæði að hern- aðarhluta flugvallarins og þeim hluta sem notaður væri fyrir borg- aralega umferð. Eþíópíumenn hafa fyrirskipað Eritreumönnum að kalla heim flesta starfsmenn sendiráðs þeirra í Addis Ababa, og fá einungis þrír að verða þar eftir, að því er utan- ríkisráðherra Eritreu greindi frá í gær. Hafa allir aðrir stjórnarer- indrekar fengið viku frest til að verða á brott. Bresk stjórnvöld hvöttu í gær alla breska ríkisborgara í Eritreu til þess að yfirgefa landið hið fyrsta. Á fimmtudag fyrirskipuðu Bandaríkjamenn að allt starfsfólk sendiráðs þeirra í landinu, sem ekki þyrfti bráðnauðsynlega að vera áfram, skyldi flutt á brott. Reuters EINN þeirra fjölmörgu sem særðust í árásinni á íbúðahverfi í Mekele borinn í bfl sem flutti hann á sjúkrahús. Orðum aukið Lo^ Angeles. Reuters. DOTTIR bandan'ska gamanleik- arans Bob Hopes bar í gær til baka fullyrðingu um andlát fóð- ur síns, sem er 95 ára, og sagði hann vera „sprelllifandi“. Bob Stump, þingmaður frá Arizona, tilkynnti um „andlát“ Hopes í ræðu, samkvæmt andlátsfregn um Hope sem fréttastofan AP birti fyrir mistök. Linda Hope sagði að Stump hefði síðan hringt og útskýrt mistökin og beðist innilega afsökunar. Frakkland Viðræðum frestað París. Reuters. SAMNINGAVIÐRÆÐUM flug- manna hjá franska flugfélaginu Ah' France og framkvæmdastjórnar þess var frestað upp úr klukkan hálf níu í gærkvöldi til þess að deiluaðilar gætu kynnt sér nýjar tillögur hvor annars. Verkfall flugmanna hefur nú staðið í fimm daga. Þá voru lestarstjórar um allt land- ið einnig í verkfalli í gær til að leggja áherslu á kröfur um hærri laun. Air France tilkynnti að vegna verkfalls- ins yrði líklega að aflýsa þrem af hverjum fjórum ferðum félagsins fram á mánudag. Air France vill lækka útgjöld félagsins um 36 millj- arða ísl. kr. á þremur árum og er launalækkunin helmingur af þeirri upphæð. Nýtur fyrirtækið stuðnings ríkisstjórnar sósíalista í þessu efni. Heimsmeistarakeppnin í knatt- spyrnu hefst í Frakklandi nk. mið- vikudag og hefur Air France tekið að sér að flytja áhorfendur og öll keppnisliðin 32 á milli borga. Reuters Orsök slyssins rakin til brotins hjóls Eschede. Reuters. Islensk stjórn- völd fagna lokun Dounreay 20 þúsund hafa flúið Kosovo Pristína, Yalta, Rúm. Reuters. UTANRÍKISRÁÐHERRA Alban- íu greindi frá því í gær að um 20 þúsund Kosovo-Albanir hefðu flúið frá héraðinu og yfir landamærin til Albaníu. Þetta era tvöfalt fleiri en flóttamannahjálp Sameinuðu þjóð- anna hafði áætlað. Forsætisráð- herra Albaníu sagði að um 50 þús- und Albanir í Kosovo hefðu hrakist frá heimilum sínum. Ibúar af albönsku bergi brotnfr í Kosovo eru um 90% af þeim 1,8 milljónum manna sem búa í hérað- inu, og krefjast sjálfstæðis. Serbar hafa boðið þeim fullveldisstöðu. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sagði að ástandið í Kosovo yrði ekki látið fara úr bönd- unum líkt og gerðist í Bosníu. Var- aði hann þá sem stæðu að ofbeldis- verkum í héraðinu við því að van- meta festu alþjóðasamfélagsins. Bretar eru nú í forsæti Evrópusam- bandsins. Leiðtogar Kosovo-Albana frest- uðu í gær viðræðum við serbnesk yfirvöld og kváðust ekki mæta til þeirra aftur fyrr en lögregla Serba léti af árásum og hyrfi á brott frá héraðinu. BJORGUNARMENN, sem hafa unnið að því að bjarga líkamsleif- um fólks úr braki þýzku hraðlest- arinnar, sem á miðvikudaginn fór á um 200 km hraða út af sporinu og lenti á vegarbrú sem lá yfir teinana, höfðu í gær fundið 96 lík. Hér skoðar verkamaður í við- gerðaskýli þýzku járnbrautanna í Hamborg hjólabúnað hraðlestar af sömu gerð og ógæfulestin, Inter- City Express (ICE), en í gær greindu rannsakendur slyssins frá því að lfldegast væri hægt að rekja orsök þess til brotins hjóls. Þetta er í fyrsta sinn sem lest af þessari gerð lendir í alvarlegu slysi, en þær hafa verið í umferð frá 1991. Þetta slys er það alvarlegasta í sögu Þýzkalands eftir stríð og það mannskæðasta í Evrópu frá því 1974. Eftir að hafa unnið þrotlaust að björgun fórnarlamba úr braki lest- arinnar í tvo sólarhringa töldu björgunarmennirnir síðdegis í gær óhætt að fullyrða að þeir hefðu fundið alla sem látizt hefðu í slys- inu. Síðasta fórnarlambið fannst í gær í gróðri utan við teinana, og meðfram þeim fundust fleiri lík- amshlutar fórnarlamba. DAVÍÐ Oddsson, forsætisráðherra, fagnaði í gær fregnum þess efnis að starfsemi endurvinnslustöðvarinnar í Dounreay í Skotlandi yrði hætt. Sagði hann mikilvægt og jákvætt skref hafa verið stigið af breskum stjórnvöldum en þau tilkynntu í gær að starfseminni yrði hætt þar sem stöðin hefði ekki reynst efna- hagslega hagkvæm þrátt fyrir væntingar í þá vera. Umhverfíssamtök í Bretlandi fógnuðu einnig fréttunum en ákvörðun breskra stjómvalda í apríl síðastliðnum um að leyfa flutning auðugs úrans frá Tiblisi í Georgíu til Dounreay var á sínum tíma mót- mælt harðlega af slíkum samtökum sem og íslenskum stjórnvöldum. Kom fram við það tækifæri að ís- lensk stjórnvöld teldu það í and- stöðu við samþykktir Ríó-ráðstefn- unnar um umhverfismál að kjarn- orkuúrgangi væri komið fyrir ná- lægt hafinu. Jafnframt voru uppi áhyggjur um hversu nærri íslands- miðum stöðin í Dounreay væri. Davíð Oddsson sagði í samtali við Morgunblaðið að þótt vissulega væri lokun Dounreay jákvætt skref þá væri framhaldið einnig mikil- vægt. „Þýðingarmikið er að ekki verði aukning neins staðar annars staðar eins og t.d. í Sellafield-end- umnnslustöðinni. En að öðra leyti hljótum við að fagna þessari ákvörðun mjög.“ Davíð sagðist gera ráð fyrir að ríkisstjómin eða umhverfisráðherra myndu með einhverjum hætti koma sjónarmiðum íslendinga í þessa veru á framfæri. Jafnframt mætti segja að það skipti íslendinga ekki öllu máli af hvaða ástæðum Bretar lokuðu stöðinni í Dounreay, efna- hagslegum eða vegna öryggismála, „að því gefnu að ekki verði aukning annars staðar". ■ Segja stöðina/26

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.