Morgunblaðið - 05.01.1997, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 05.01.1997, Blaðsíða 44
44 SUNNUDAGUR 5. JANÚAR 1997 HANDKNATTLEIKUR MORGUNBLAÐIÐ Hitar upp í hálfa klukku stund fyrir kappleik „Það er auðvelt að vera efnilegur, en erfið- ara að komast yfir það, segir elsti leikmað- ur 1. deildar í handknattleik, Guðmundur Þórðarson, í viðtali við Sigmund O. Stein- arsson. „Það koma alltaf fram margir efni- legir leikmenn í íslenskum handknattleik. Margir þeirra verða aðeins efnilegir, fáir afburða leikmenn.“ GUÐMUNDUR Þórðarson er elsti leikmaðurinn sem leikur í 1. deildarkeppninni í handknattleik, 38 ára, og hefur hann verið í sviðsljós- inu með ÍR og Stjörnunni í 21 ár. Þegar Guðmundur hóf að leika með ■ IR-liðinu 17 ára, lék hann þar með gamalkunnum köppum eins og As- geiri Elíassyni, Vilhjálmi Sigurgeirs- syni, Ólafí Tómassyni, Brynjólfi Markússyni, Þórarni Tyrfingssyni, Sigurði Svavarssyni og Jens Einars- syni, svo einhveijir séu nefndir. „Ég get ekki neitað því að ég hef sjóast mikið síðan ég byijaði að leika. Þá var maður ungur og ör, nú afslapp- aðri. Aldurinn hefur færst jafnt og þétt yfir mann og það tekur mig nú hálfa klukkustund að hita líkamann ,upp fyrir kappleik, en á árum áður var maður klár í slaginn um leið og maður var kominn í keppnisbúning- inn,“ sagði Guðmundur, sem leikur ekki lengur i sókn, heldur nýtist reynsla hans í vörninni. „Ungu strák- arnir sjá um sóknarleikinn." ÍR-liðið hefur ekki náð að skipa sér á bekk með „stóru“ liðunum, þrátt fyrir að mikill efniviður hafi alltaf verið fyrir hendi í herbúðum ÍR-inga í Breiðhoiti. „Það hefur ekki vantað, að við höfum alltaf haft stór- an hóp af ungum og efnilegum leik- mönnum. Það sem okkur hefur vant- að er fjármagn, stuðningur frá fyrir- tækjum í Breiðholti, til að komast í hóp þeirra bestu. Við höfum ekki haft ráð á að fá öfluga landsliðsmenn •.til liðs við okkur, til að styrkja og styðja við bakið á ungu strákunum okkar. Aftur á móti höfum við verið að missa góða leikmenn frá okkur í gegnum tíðina, til liða sem hafa get- að boðið betur en við. „Ungmennafé- lagsandinn" ríkir ekki lengur. Það er að segja að leikmenn haldi tryggð við félög sín. Menn flakka hiklaust á milli liða, eftir því hvaða lið býður best hveiju sinni. Það er fyrir Iöngu búið að sprengja alla taxta. Það eru alltaf fleiri og fleiri sem fara fram á að fá laun. Hér áður fyrr voru kannski einn til tveir leikmenn sem fengu einhveija umbun og fór það eftir styrk þeirra og þýðingu fyrir liðin. Nú fá flestir greiðslur. Þó svo að peningar séu ekki til staðar, hafa félög verið að lokka leikmenn til sín, lofað greiðsl- um, en ekki getað staðið við þau loforð. Leikurinn er byijaður að snú- ast of mikið um peninga. Þjálfarar hafa getað „keypt sér“ nafnbótina „góður þjálfari,1' með því að safna að sér góðum leikmönnum - náð þannig árangri. Þegar sami þjálfar- inn hefur ekki nægilega sterkan leik- mannahóp til að spila úr, er hann talinn lélegur þjálfari. Það er ekki alltaf vænlegast til árangurs að safna mörgum góðum • Ieikmönnum í eitt lið. Við munum hvemig fór fyrir KR, þegar KR-ingar sóttu Jóhann Inga Gunnarsson, Alfreð Gíslason og Pál Ólafsson til Þýska- lands um árið. Það skilaði KR engu. Ég tel að besta leiðin sé að byggja á þeim grunni sem liðin hafa sjálf verið að byggja, fá síðan einn til tvo sterka leikmenn til að styrkja þann grunn, þannig að úr verði sterk liðsheild. Það er ljóst að ef lið ætlar að ná árangri, verður fjármagn að vera til staðar. Það besta er að geta rekið liðin eins og hvert annað fyrirtæki. Gott dæmi um það er KA á Akur- eyri - liðið er rekið með gróða. KA-iiðið er vel skipulagt og rekið," sagði Guðmundur. „Auðvelt að vera efnilegur“ Á undanförnum árum hafa margir ungir og efnilegur handknattleiks- menn komið fram í sviðsljósið, sem hafa lofað góðu. Margir af þessum leikmönnum hafa síðan horfið í leik meðalmennskunnar. „Það er rétt, ungir menn hafa oft skotið upp koll- inum og miklar vonir hafa verið bundnar við þá. Það er auðvelt að vera efnilegur, en erfíðara að kom- ast yfir það. Það koma alltaf fram margir efnilegir leikmenn í íslenskum handknattleik. Margir þeirra verða aðeins efnilegir, fáir afburða leik- menn. Það skemmir fyrir að það fá ekki allir sömu tækifærin. Það er auðveldara fyrir leikmenn að vera efnilegir með góðum liðum, því það er frekar tekið eftir þeim og þeir fá jafnvel tækifæri til að leika með landsliði. Já, þó svo að það séu betri og efnilegri leikmenn sem leika með liðunum sem eru í neðri hlutanum - miklu betri leikmenn. Ungir leik- menn geta gert góða hluti þegar þeir leika með mörgum landsliðs- mönnum, sem búa yfir mikilli reynslu. Þegar reynslumestu leik- mennirnir fara, eru efnilegu leik- mennirnir ekki nægilega góðir og sterkir til að taka við. Þá vantar þann stuðning sem þeir höfðu - eru hreinlega ekki tilbúnir í slaginn. Við höfum séð mörg þannig dæmi. Ung- ir leikmenn sitja því ekki við sama borð. Margir leikmenn sem eru betri en ungu mennirnir hjá sterkari liðun- um, fá ekki sömu tækifærin. Það er mjög slæmt og skaðar handknatt- Ieikinn þegar upp er staðið," sagði Guðmundur. Japansferðin er stóri happ- drættisvinningurinn - Margir hafa haldið því fram að handknattleikurinn, eins og hann hefur verið leikinn í vetur, sé ekki eins gðður og áður. Hvað segir þú um það? „Ég get tekið undir það, að vissu leyti. Stór hópur af landsliðsmönnum hefur farið til Þýskalands til að leika. Það er alltaf slæmt að missa bestu leikmennina úr liðum til útlanda. Við höfum að vísu fengið erlenda leik- menn í staðinn, en þeir hafa ekki náð að fylla skörðin sem hafa mynd- ast. Þá verður að hafa í huga, að það eru kynslóðaskipti í íslenskum handknattleik. Ég tel að það sé bjart framundan. Ástæðan fyrir því er að landsliðinu tókst að tryggja sér farseðilinn til Japans, þar sem liðið leikur með þeim stóru í heimsmeistarakeppninni í maí. Með Japansferðinni kemur upp- sveifla, því þá fá yngri leikmennimir fyrirmyndir. Þegar landsliðið stendur sig ekki vel, á handknattleikurinn á íslandi í vök að veijast. „Strákamir okkar" eins og almenningur kallar Morgunblaðið/Arni Sæberg Með „kjúklmgum" GUÐMUNDUR Þórðarson er hér með þremur ,,kjúklingum“ ÍR-llðsins, eins og hann kallar þá, Ingimundi Ingimundarsyni, 16 ára, Ragnari Oskarssyni, 17 ára, og Ólafi Sigurjónssyni, 18 ára, sem voru landsliðsmennina, era þeir handknatt- leiksmenn sem eru mest í umræðunni hér á landi. Ungir handknattleiks- menn geta ekki leitað fyrirmynda til útlanda í eins ríkum mæli og ungvið- urinn í knattspymu og körfuknattleik, sem hafa knattspymuleikmenn í Eng- landi, á Ítalíu, Spáni og í Þýskalandi, eða þá körfuknattleiksmenn í NBA- deildinni sem fyrirmyndir. Það era leikmenn sem eru á sjónvarpsskjánum í hverri viku." Fleiri eiga eftir að fara út - Þrettán íslenskir handknatt- leiksmenn leika með liðum í útlönd- um. Telur þú að sá hópur eigi eftir að stækka á næstu árum? „Ég er viss um það. Leikmenn eins og Patrekur Jóhannesson, Ólaf- ur Stefánsson og Dagur Sigurðsson hafa verið að gera það gott í Þýska- landi á sínu fyrsta keppnistímabili þar. Framganga þeirra opnar augu liða fyrir leikmönnum á íslandi. Vík- ingablóðið er til staðar í æðum Is- lendinga. Handknattleiksmenn eru tilbúnir að reyna eitthvað nýtt, vilja breyta til og fara til útlanda. Það ekki fæddir er hann hóf að leika skemmir ekki að þeir geta stundað framhaldsnám með því að leika hand- knattleik. Til þess að tækifærið gef- ist, verða menn að standa sig vel hér heima." Spenna framundan - 1. deildarkeppnin er hálfnuð. Hvernig sérð þú fyrir þér að fram- haldið þróist? „Það er nokkuð Ijóst að þrjú félög koma til með að beijast um toppsæt- in - Afturelding, KA og Haukar. Það er spurningin hvort Afturelding haldi út. Liðið hefur mannskap til að fara langt, en hefur ekki verið að leika vel. Heppnin hefur verið með leikmönnum Aftureldingar. KA-liðið er sterkt og Haukar era með góðan leikmannahóp til að ná árangri. Ég sé fyrir mér mikla spennu í neðri hlutanum - hart verð- ur barist um sæti í úrslitakeppninni. Það er einkennilegt að sjá lið eins og Val og FH í neðri hlutanum. Valsmenn hafa misst marga góða leikmenn, eins og Dag Sigurðsson, Ólaf Stefánsson, Sigfús Sigurðsson, Frosta Guðlaugsson og Júlíus Gunn- með IR-iiðinu. arsson. FH-ingar hafa á undanföm- um árum verið að missa leikmenn, en ekki fengið öfluga leikmenn upp í staðinn." - Þjálfari ÍR-liðsins hefur ekki verið ánægður með dómgæsluna í leikjum ykkar - hefur bent á að óreyndir dómarar séu settir á leiki liðanna í neðri hlutanum. Ertu sam- mála? „Já, við höfum verið óhressir með að óreyndir dómarar séu nær undan- tekningarlaust látnir dæma leiki okk- ar. Ég var síðan vægast sagt undr- andi, þegar ég las ummæli manns í dómaranefndinni, er hann sagði að það væri fyrirfram ákveðið - já, fyr- ir keppnistímabilið, að óreyndir dóm- arar væru settir á leiki liða sem era í neðri hlutanum. Það er einkennilegt að dómarar geti sett upp „Dómara- dómstól" fyrir 1. deildarkeppnina, þar sem þeir flokka lið. Það vakna upp margar spurningar - hefur þessi flokkadráttur áhrif á dómara og dómgæslu þeirra? Dæma þeir ósjálf- rátt með liðunum sem eru fyrirfram talin sterkari? Ég er sannfærður um það,“ sagði Guðmundur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.