Morgunblaðið - 05.01.1997, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 05.01.1997, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 5. JANÚAR 1997 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ TÓMAS Guðmundsson skáld við Lækjargötu árið 1976. stjórnin var ekki fjölmenn í þá daga og það var ekki auðvelt að vera ljósmyndari blaðsins. Oft var enginn annar ljósmynd- ari að leita til og myndirnar þurfti að taka, og þá þýddi ekkert annað en að fara í öll verkefni sem komu uppá; hvort sem það var að taka portrett af erlendum stór- stjörnum, fljúga yfir eldgos eða framkalla filmu sem var að berast utan af landi með fréttamyndum sem lá þessi ósköp á að koma í blaðið. í öll þessi störf gekk Ólafur og þroskaði með sér sérstaklega sterka tilfinningu fyrir fréttnæmum at- burðum og hvað það er sem skiptir máli í myndum. Það hefur iðulega vakið athygli blaða- manna sem hafa farið með Ólafi í verk- efni, að það ber svo lítið á honum á vett- vangi að þeir efast um að hann hafi tek- ið nokkrar myndir. En svo þegar komið er inn á blað og Ólafur fer að framkalla, bregst ekki að hann er með hárréttu augnablikin, og það sem meira er; hann hefur haft sérstaka tilfinningu fyrir því hvar þyrfti að staðsetja sig til að ná rétta sjónarhorninu. Þetta tvennt, augnablik og sjónarhorn, eru einmitt lykilatriði góðra fréttamynda. Gott dæmi um þessa tilfinn- ingu ljósmyndarans og kapp hans við að bjóða lesendum ætíð upp á besta mögu- lega sjónarhornið á atburðina, er mynd hans frá afhendingu handritanna í Há- skólabíói. Þar var ljósmyndurum ætlað að mynda frá hlið salarins og stóðu þar í hnapp. En þegar kennslumálaráðherra Dana, Helge Larsen, bjó sig undir að af- henda Gylfa Þ. Gíslasyni menntamálaráð- herra Flateyjarbók, gerði Ólafur sér grein fyrir því að ljósmyndararnir myndu ekki sjá bókina skipta um eigendur. Hann snar- aði sér því uppfyrir neðri bekkina og í salinn miðjan og náði þar einn ljósmynd- ara hreinu sjónarhorni á þennan merka atburð. Þessir bestu eiginleikar sem fréttaljós- myndari getur haft, sterk tilfinning fyrir augnabliki, aðalatriði og sjónarhorni, hafa nýst Ólafi á hans langa ferli, hvort sem hann hefur verið að mynda hræringar í stjórnmálum, listamenn og áberandi ein- staklinga, eða mannlífsstemmningar á götum Reykjavíkur og annarra byggðar- laga landsins. Þeim myndum sem Ölafur hefur tekið á ferli sínum má auðveldlega skipta í einskonar kafla og eru þeir áber- andi og hvað sterkastir sem fjalla um stjórnmálasögu landsins eftir stríð og svo listamenn sömu áratuga. Annar merkur kafli, sem vert er að geta, er um flugsögu okkar. í þeim kynnum sem ég hef haft af myndum Ólafs K. síðasta áratuginn á Morgunblaðinu, hafa myndir af öllum þessum sviðum vakið athygli mína fyrir innsæi og næmni ljósmyndarans fyrir því sem var fyrir framan linsuna. Sem dæmi má taka allar þær maka- lausu myndir og menningarsögulega fjár- sjóð, sem sýna marga fremstu listamenn þjóðarinnar. Ólafur var góður vinur Kjarv- als, hafði óvenjulega góðan aðgang að málaranum og festi hann á filmu við ótal tækifæri. Ásmund Sveinsson myndaði hann einnig oft, sem og Gunnlaug Scheving, Halldór Laxness, Tómas Guðmundsson - listinn er ærið langur. Það er fyrir löngu kominn tími til að bókaútgefendur landsins átti sig á þeim gífurlegu verðmætum sem fólgin eru í filmusafni Ólafs K. Magnússonar; það mætti auð- veldlega vinna upp úr því röð bóka sem hver hefði sitt afmark- aða efni, væri hver annarri for- vitnilegri og sýndu ljósmyndirn- ar í betri prentun og varanlegri en dagblað getur boðið upp á. Þessi „Nestor“ íslenskrar blaða- ljósmyndunar hefur nefnilega verið að skrá íslandssöguna um leið og hún hefur átt sér stað. Fyrir hönd vinnufélaga og arftaka á ljósmyndadeildinni færi ég Ólafi K. Magnússyni þakkir fyrir samstarfið nú er hann lætur af störfum eftir lang- an og farsælan feril á Morgun- blaðinu. Morgunblaðið/Ölafur K. Magnússon. „Ljósmyndari þjóðarinnar“ ÞEGAR ég komst á unglingsár fór ég að þekkja Ólaf K. Magn- ússon, rétt eins og aðrir lesendur Morg- unblaðsins, af nafn- inu undir ótal snjöll- um ljósmyndum. Manninum kynntist ég hinsvegar fyrst þegar ég kom í nokk- urra daga starfs- kynningu á blaðið vorið 1979. Þá var verið að halda upp á sumardaginn fyrsta og mér var fengin fílma og sagt að taka myndir eins og hinir ljósmyndararnir. Ég fór upp í Breiðholt, myndaði þar barnmargar fjölskyldur marserandi í kalsaslyddu með kerrur og fána, og svo var kominn laugardagur og ég opnaði blaðið og neðst á síðu sem helg- uð var hátíðarhöldunum, var prentuð mynd frá mér. Stoltið var að sjálfsögðu mikið, fyrsta ljósmyndin mín sem birtist opinberlega, en eitt skyggði verulega á ánægjuna: Myndin mín af konunni með kerruna var merkt Ól.K.M.! Þá voru þetta mikil vonbrigði en með árunum hef ég orðið stoltur af þessum mistökum blaðamannsins sem merkti að- alljósmyndara Morgunblaðsins mynd starfskynningarstráks- ins. En ég veit líka að Ólafi var enginn greiði gerður með því - þessi mynd mín samræmdist á engan hátt þeim kröfum sem hann gerði til fréttamynda sem hann tók. Nú um áramótin lét Ólafur K. af störfum hjá Morgunblað- inu sökum aldurs, eftir gifturík- an feril sem spannaði rétt tæpa hálfa öld. Á þessum tíma hefur hann verið helsti fréttaljós- myndari landsins og frekar en nokkur annar einstaklingur skrásett sögu íslensku þjóðar- innar á filmur sínar; filmur sem Ólafur K. Magnússon ljós- myndari hefur látið af störfum eftir tæplega hálfrar aldar gifturíkan feril á Morffunblað- inu. Á þessum tíma hefur hann öðrum fremur skrásett sögu þjóðarinnar á filmur sínar. Einar Falur Ingólfsson, myndstjóri Morgunblaðsins, velti sérstöðu Ólafs fyrir sér. skipta þúsundum. Það er ekki að ástæðulausu að Ól- afur hefur oft verið kallaður „Ijósmynd- ari þjóðarinnar!" En Ólafur mynd- aði ekki bara fyrir þjóðina, heldur hef- ur hann ætíð gefið sér góðan tíma í að kenna starfsmönn- um ljósmyndadeild- ar blaðsins - en þeim fór fjölgandi með árunum - galdurinn bak við góðar blaða- og fréttaljósmyndir. Þannig hefur hann með myndum sínum og fræðslu haft ómæld áhrif á íslenska ljósmyndun og íslenska blaðaljósmyndara. Þegar Ólafur kom frá námi í Holly- wood, ekki löngu eftir að Heimsstyijöld- inni síðari lauk, var hann fljótlega ráðinn sem ljósmyndari að Morgunblaðinu. Rit- ÁSMUNDUR Sveinsson myndhöggvari. ÓLAFUR Thors. FLATEYJARBÓK afhent í Háskólabíói 21. apríl 1971.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.