Morgunblaðið - 05.01.1997, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.01.1997, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 5. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ Vikan 29/12 - 4/1 Fannst látinn ► RANNSÓKNARNEFND flugslysa segir í skýrslu um „alvarlegt flugumferðarat- vik“ sem varð vegna tvveggja flugvéla í brott- og aðflugi um 15 sjómílur suðaustur af Keflavík 15 september sl., að flugum- ferðarstjóri í aðflugsstjórn Keflavíkurflugvallar hafi gripið of seint til aðgerða og að talviðskipti við flug- mann þriðju vélar, erlendr- ar, sem var suðvestur af landinu á leið til Kefla- víkurflugvallar hafi tafið fyrir. ► 9,9% ÞJÓÐARINNAR eða um 27 þúsund manns töldust á liðnu ári undir þeim fátæktarmörkum sem Félagsvísindastofnun mið- ar við í rannsóknum á.Iífs- kjörum þjóðarinnar. Á liðnu ári fækkaði í þessum hópi um um það bil 6 þús- und manns frá árinu á und- an. ► BANDARÍSKA tölvufyr- irtækið Computer Sciences Corporation (CSC) hefur sýnt áhuga á að kaupa 51% hlutafjár í Skýrr hf. sem ríki og Reykjavíkurborg áforma að selja á næsta ári. CSC er eitt af stærstu fyrirtælyum heims á sviði upplýsingatækni og veltir árlega 4,2 milljörðum Bandaríkjadala. ► FRAMLEIÐSLA Járn- blendifélagsins á Grundar- tanga hefur aldrei verið jafn mikil og á nýliðnu ári eða rúm 72 þús. tonn. Framkvæmdastjóri félags- ins segir hagnaðinn eftir árið rúmar 600 mil(jónir kr. með skotsár FIMMTÍU og fimm ára gamall Hafn- firðingur, Hlöðver S. Aðalsteinsson, fannst látinn rétt utan Krýsuvíkurveg- ar að morgni 29. desember og bar maðurinn skotsár eftir haglabyssu og aðra áverka. Einn maður var handtek- inn og yfírheyrður vegna rannsóknar málsins en honum var sleppt úr haldi að kvöldi 30. desember. Að sögn tals- manna Rannsóknarlögreglu hafa all- nokkrar vísbendingar borist í tengsl- um við málið og miðar rannsókn sæmi- lega. Stunginn til bana með hnífi ÞRJÁTÍU og tveggja ára gamall mað- ur, Siguijón Júníusson, í Sandgerði, lést af völdum hnífstungu á nýárs- nótt. Nítján ára piltur, Sigurgeir Bergsson, hefur játað að hafa að hafa orðið manninum að bana með hnífi. Hefur hann verið úrskurðaður í gæslu- varðhald til 2. aprfl og gert að sæta geðrannsókn. Hinn látni var sambýlis- maður móður piltsins til nokkurra ára og höfðu báðir haft áfengi um hönd um kvöldið og nóttina. Tvö önnur hnífstungumál komu til kasta lögreglu um áramótin og hlutu tveir menn á Raufarhöfn og Keflavík alvariega áverka af þeim sökum. Samið um vinnutíma- tilskipun ESB VINNUVEITENDASAMBAND ís- lands og fimm landssambönd innan ASÍ hafa náð samkomulagi um fram- kvæmd vinnutímatilskipunar Evrópu- sambandsins. Samningurinn gerir ráð fyrir þeirri meginreglu að meðalvinnu- tími á sex mánaða tímabili megi ekki vera umfram 48 klst. Þá lengist dag- legur hvfldartími úr 10 í 11 klst. Serbíustjórn viður- kennir ósigur STJÓRNARANDSTAÐAN í Serbíu hét áframhaldandi mótmælum þrátt fyrir að stjómvöld viðurkenndu á föstudag, að stjómarandstöðuflokk- arnir hefðu sigrað I kosningum til níu bæjarstjóma í Belgrad. Það kom fram í bréfí sem serbneski utanríkis- ráðherrann, Milan Milutinovic, sendi Öiyggis- og samvinnustofnun Evr- ópu (ÓSE). Hins vegar treysta serb- nesk stjórnvöld sér ekki til að segja til um úrslitin í öðrum borgum að svo stöddu, þar á meðal næststærstu borg landsins, Nis. ÖSE hvatti Serb- íustjóm í gær að fara að fullu að tilmælum stofnunarinnar um að virða úrslitin og Bandaríkjastjóm sendi stjóminni harðorðt bréf þar sem að henni var lagt að taka lýð- ræðislegri niðurstöðu þjóðarinnar ella sæta alvarlegum afleiðingum. Mestu vetrarhörkur í Evrópu í 30 ár ALLT að 200 manns hafa týnt lífi í Evrópu vegna kuldakastsins undanfama 12 daga sem er hið skæðasta í þijá áratugi. Mest hefur manntjónið orðið í Póllandi og Rúmeníu þar sem útigangsfólk hefur víða frosið í hel. Fljót hefur lagt og er engin skipaumferð á Dóná frá Þýskalandi um Austurríki til Slóvak- íu, og skurðir í Frakklandi em marg- ir ófærir vegna íss. Enn er þó hægt að sigla upp Rín allt til Basel í Sviss. Spáð var 15 stiga frosti í Bretlandi um helgina. Tempsá fraus í fyrsta sinn frá stríðslokum við Marlow, vestan við London. Ákaft er nú veðj- að um það hvort áin muni fijósa í sjálfri miðborginni. ► JAPANSKIR síjórnar- erindrekar sögðu f gær, að líkur á því að gísladeilan í bústað japanska sendiherr- ans í Lima í Perú leystist friðsamlega færu minnk- andi. ►NÍU manns létust og 44 slösuðust þegar sprengja sprakk á strætisvagnastöð í Damaskus í Sýrlandi á gamlársdag. Skelltu Sýr- lendingar skuldinni á „út- sendara ísraelsku leyniþjón- ustunnar Mossad", en því vísuðu ísraelar á bug. ►ÖRYGGISMÁLUM er ábótavant á fjölda flugvalla víða um heim. Eru 8.000 „munaðarlausir" pinklar settir um borð í flugvélar á degi hveijum, samkvæmt niðurstöðum breskrar at- hugunar. ►KOFI Annan hóf á fimmtudag starf sem fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Hann sagði að strax yrði hafinn undirbún- ingur að breytingum á starfsemi SÞ. ►92.000 fíkniefnaneytend- ur og áfengissjúklingar voru sviptir velferðarbótum í Bandaríkjunum á nýárs- dag, á þeirri forsendu að atvinnuleysi þeirra stafaði af fíkn í þessa vfmugjafa. ►OLÍUVERÐ hækkaði í vikunni vegna óvenju mik- illa kulda í mestum hluta Evrópu og sums staðar í Bandarfkjunum. FRÉTTIR Morgunblaðið/Golli HÚS Landssmiðjunnar og Pósts og síma við Sölvhólsgötu gæti orðið framtíðarathvarf Listaháskóla. Öll starfsemi Listaháskóla hugsanlega á Sölvhólsgötuna VERIÐ er að kanna hvort hagkvæmt er að flytja Myndlista- og handíða- skóla íslands í húsnæði Landssmiðj- unnar og Pósts og síma við Sölvhóls- götu í Reykjavík en skólinn er nú í húsnæði tilvonandi Listaháskóla á Laugamesi sem Sláturfélag Suður- lands reisti yfir starfsemi sína. Ætlunin er að Listaháskólinn allur verði til húsa á Sölvhólsgötunni ef það reynist hagkvæmara að breyta húsum Landssmiðjunnar og Pósts og síma fyrir starfsemi hans en núver- andi húsnæði skólans. Að sögn Gunnsteins Gíslasonar, skólastjóra Myndlista- og handíða- skóla Islands, lítur út fyrir að hús- næðið á Söivhólsgötunni myndi henta afar vel undir starfsemi skólans. „Ég tel að húsin, sem voru teiknuð af Guðjóni Samúelssyni, myndu nýtast okkur strax þótt þau þarfnist lagfær- ingar. Þau eru ekki nema um það bil helmingurinn af því rými sem Listaháskólinn allur þyrfti en húsun- um fylgir lóð sem hægt væri að byggja á. Þetta húsnæði hefur það hins vegar ótvírætt fram yfír núver- andi húsnæði að vera staðsett í mið- bænum. í nágrannalöndunum hafa menn verið að gera einmitt þetta, að endumýja gömul hús í miðbæjum fyrir listaskóla. Umhverfí listaskóla skiptir þá miklu máli eins og gefur að skilja en auk þess geta þeir sett skemmtilegan svip á nágrenni sitt.“ Reynslan af Laugarnesinu ekki góð Gunnsteinn segir að reynslan af núverandi húsnæði skólans í Laug- arnesi sé ekki góð. „Kostnaðurinn við að breyta sláturhúsi í listaskóla hlýtur h'ka að vera óheyrilega mikill. Við fengum leyfi frá vinnueftirlitinu til að starfa í þessu húsi í tvö ár en þá átti að vera búið að skipuleggja húsið. Þessi tími er liðinn en áætlan- ir um endurskipulagningu hússins hafa ekki staðist. Heilbrigðiseftirlitið hefur einnig dæmt húsnæði þetta óhæft til að hýsa starfsemi skólans í þeirri mynd sem það er nú.“ LISTAHÁSKÓLANUM var ætlað að vera í þessu húsi sem Sláturfélag Suðurlands reisti upphaflega. Ráðherra segir þörf á eflingn utanríkisþjónustunnar Flestar EES-reglur varða almannahag HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra segir að álag á utanríkis- þjónustuna hafí aukizt mjög á síðast- liðnum ámm vegna margs konar alþjóðlegs samstarfs, ekki eingöngu vegna aðildar íslands að Evrópska efnahagssvæðinu. Þörf sé fyrir efl- ingu utanríkisþjónustunnar og fleiri sendiráð. EES-reglur, sem hér taki gildi, séu sumar hveijar ekki sniðnar að íslenzkum aðstæðum, en flestar varði þær almannahag. Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði í áramótagrein sinni í Morgun- blaðinu að þátttaka í alþjóðlegum stofnunum reyndi æ meir á hið fá- menna íslenzka embættismannakerfi. EES-samningurinn hefði t.d. kallað á fleiri starfskrafta en búizt var við og væri það starfslið þó enn undir- mannað. Forsætisráðherra ræddi einnig um „tilskipunar- og reglugerð- afargan, sem útungunarstofnanir í Brussel spýta frá sér með ógnar- hraða“ og sagði að flestar þessar til- skipanir væru viðteknar hér án þess að nægileg innlend athugun hefði átt sér stað, til þess skorti mannskap. Mikil aukning samstarfs á skömmum tíma „Það hefur alltaf verið erfítt fyrir fámenna þjóð að reka öfluga utan- ríkisþjónustu. Við verðum mjög var- ir við það í utanríkisráðuneytinu með vaxandi alþjóðlegu samstarfí, ekki bara að því er varðar Evrópusam- starfið," segir Halldór. Hann bendir á að á stuttum tíma hafi ísland ekki aðeins gerzt aðili að EES, heldur einnig að Eystrasaltsráðinu, Bar- entsráðinu, Vestur-Evrópusamband- inu og Norðurheimskautsráðinu. Þá hafí starf innan Evrópuráðsins, Ör- yggis- og samvinnustofnunar Evr- ópu, OECD og fleiri stofnana aukizt mjög. ísland hafí tekið sæti í efna- hags- og félagsmálanefnd Samein- uðu þjóðanna og málefni Alþjóða- bankans hafi nýlega flutzt til utan- ríkisráðuneytisins. „Það er engin launung að við eig- um erfitt með að sinna öllu þessu starfi með þeim hætti sem við vildum gera. Það er rétt hjá forsætisráð- herra að það krefst auðvitað mikils mannafla að fylgjast með því, sem gerist á vettvangi Evrópusambands- ins. Þar verðum við að forgangsraða og byggja að hluta til á samstarfsað- ilum okkar, ekki sízt á þeirri vinnu, sem fer fram á vegum EFTA,“ seg- ir Halldór. „Ég tel hins vegar þrátt fyrir allt að okkar fólki takist mjög vel að halda utan um þessi mál þótt auðvitað komi upp vandræði eins og gengur. Því er heldur ekki að neita að útgáfa á ýmsum reglum krefst mik- illar vinnu. Þar með er ekki sagt að megnið af reglunum, sem verið er að gefa út, sé óþarft. Þær snerta almannahag, bæði hjá okkur og í öðrum löndum. Þetta eru oft og tíð- um reglur, sem varða t.d. neytenda- vemd og réttarstöðu almennings á ýmsum öðrum sviðum. Því er heldur ekki að neita að aðstæður hér á landi eru stundum ekki þær sömu og ann- ars staðar í Evrópu, meðal annars vegna fámennis. I stómm dráttum búum við þó við svipuð skilyrði," segir Halldór. Ráðherrann segir að það sé höfuð- atriði innri markaðar Evrópusam- bandsins að þar ríki sambærilegar samkeppnisreglur. „Við töldum okk- ur nauðsynlegt að vera aðilar að þessum innri markaði og því fylgja bæði kostir og gallar. Það hefur aldr- ei verið hægt að taka þátt í sam- starfí og tína eingöngu upp kostina." Sendiráð í Japan mikilvægt Halldór segist telja mikilvægt að opna sendiráð í Japan og undirbún- ingur að því sé hafínn. Jafnframt sé æskilegt að hafa sendiráð t.d. í Kanada og Finnlandi, mikilvægum viðskiptaríkjum á borð við Ítalíu, Spán og Portúgal og á vaxandi mörkuðum í Suður-Ameríku og Austur-Evrópu. „Sem fámenn þjóð verðum við þó að forgangsraða verk- efnum,“ segir hann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.