Morgunblaðið - 05.01.1997, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 05.01.1997, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. JANÚAR 1997 13 í m Wk L A l' * «* 1 ÞESSIR fengu sér frostpinna í hléinu á milli tíma í heimspeki. í klaustrunum læra þeir tíbetsku, sanskrít, ensku, rökfræði, heim- speki, hugleiðslu og ýmis önnur fræði sem við eigum ekki nöfn á. dómínó eftir Jökul Jakobsson á 100 ára afmœli Leikfélags Reykjavíkur j Leikendur: Eggert Þorleifsson, Hanna María Karlsdóttir, Halldóra Geirharðsdóttir Margrét Ólafsdóttir, Egill Ólafsson, Guðrún Ásmundsdóttir. ur af þjóð sinni. í janúar 1995 setti kínverska stjórnin harðari lög um ástundun trúarbragðanna, en nokkur klaustur höfðu fengið leyfi til að stunda starfsemi sína. Þau eru álitin miðstöðvar uppreisnarmanna og þangað koma útsendarar stjómarinn- ar reglulega til að kenna „hina réttu“ hugmyndafræði kommúnismans. Sá sem krefst opinberlega endurkomu Dalai Lama er dæmdur í 19 ára fangelsi. Sá sem krefst þess að Tíbet fái sjálf- stæði fær skot í höfuð- ið. Margir telja að ef svo heldur fram sem horfir, verði tíbetsk menning útdauð í Tíbet innan 10 ára. Lífíútlegð í Dharamsala á Norður-Indlandi búa þúsundir tíbetskra út- laga, en þar er einnig aðsetur tíbetsku ríkis- stjórnarinnar í útlegð. Hún er lýð- ræðislega kosin af öllum þeim flótta- mönnum sem búa á Indlandi og í Nepal. Reynt er að kynna umheimin- um vanda Tíbeta og stóran hluta ársins er Dalai Lama á faraldsfæti um heiminn til að flytja fyrirlestra annaðhvort um tíbetska heimspeki eða um pólitískt ástand Tíbets. Hann hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1989 fyrir störf sín í þágu friðar og frelsunar Tíbets, og var það mikið áfall fyrir kínversku stjórnina. Það er hinsvegar ekki einfalt vandamálið sem Tíbetar eiga við að etja. Ef eitt- hvert vestrænt ríki er of yfirlýs- ingaglatt um að Tíbet eigi að fá sjálf- stæði eða það gagnrýnir Kínverja fyrir glæpi sína í Tíbet, þá hlýtur það í staðinn mikinn kulda frá kín- verskum stjórnvöldum og oft nálgast það viðskiptaþvinganir. Eitt fyrsta embættisverk Vaclavs Havels þáver- andi forseta Tékkóslóvakíu var að bjóða Dalai Lama í opinbera heim- sókn og fyrir vikið sleit Kína við- skiptasamningum sínum við Tékka. A Vesturlöndum hafa myndast ótal þrýstihópar sem krefjast sjálfstæðis Tíbets og allar helstu mannréttinda- stofnanir hafa verið að vinna í þessu máli í fjölda ára. Hér er hinsvegar um margþættan vanda að ræða. Tíbetar höfðu lítil sem engin viðskipti við önnur lönd fyrir innrás Kínverja, og það eru nánast engin plögg til hjá öðrum ríkjum sem staðfesta að þarna hafi verið sjálfstæð þjóð. Landið var lok- að fyrir útlendingum í fjölda ára. Sérkennileg þróun hefur að und- anförnu orðið í tíbetsku frelsisbar- áttunni. I fyrsta skipti er farið að bera á tíbetskri þjóðernishyggju. Þjóðernishyggja krefst vilja, sjálfs- upphafningar, samsemdar og sjálfs- skilgreiningar til þess að greina sig frá þeirri þjóð sem barist er gegn. Þessi fyrirbæri eru allt hættir sem tíbetskur búddismi og búddismi al- mennt berst gegn. En þrátt fyrir það er tíbetskur búddismi, sem eitt sinn vann gegn þjóðernishyggju, orðinn að tákni Tíbets. Með Dalai Lama sem talsmann trúarinnar og þeirri ofbeld- islausu stefnu sem hann fylgir, og hvetur þjóð sína til að fylgja, hefur tíbetskur búddismi orðið eitt megin- sérkenni Tíbeta og andstaða við þá maóísku hugmyndafræði sem Kín- veijar halda að þeim. Dalai Lama býr í litlu, látlausu húsi nálægt meginmusteri búddista í Dharamsala. Þar tekur hann reglu- lega á móti fólki sínu og Vest- urlandabúum sem vilja hitta hann. Oft koma hópar frá Tíbet yfir fjall- garðinn til að hitta þennan mann sem þau dýrka nánast sem guð. Hann er fyrir þeim tákn um frelsið; í honum birtist von þeirra um betra líf í eigin iandi. Það er átakanlegt að sjá þetta fólk eftir samfundinn við leiðtoga sinn. í sínu besta pússi standa þau og gráta af gleði yfir að hafa hitt Dalai Lama, þennan HINN sex ára gamli Panchen Lama er líklega yngsti pólitíski fanginn í Kína. Er Dalai Lama til- kynnti að hann væri endurholdgun síðasta Panchen Lama, þá hvarf hinn ungi lama ásamt fjölskyldu sinni og ekkert hefur til þeirra spurst síðan i maí 1995. hógværa munk, sem á einhveija sorglegustu sögu þjóðarleiðtoga sem uppi er í dag. Vonlítil barátta? Tíbetskir útlagar á Indlandi og í Nepal gera sitt besta til að varðveita menningu sína. Handiðn er stunduð á hefðbundinn hátt, ekki svo ólík ullarvinnu íslendinga fyrr á öldum, og stofnaðar hafa verið útflutnings- skrifstofur þar sem teppi, peysur, myndlist og aðrar vörur eru fluttar út. Reknar eru stofnanir sem kenna tónlist, dans og myndlist og má nefna í því sambandi Norbulinka í Dharamsala, sem er listaháskóli, settur á fót fyrir veglega peningag- jöf frá Japönum. Sérkenni Tíbeta, búddisminn, er þó miðlægur í lífi þessa fólks. Hver fjölskylda sendir, eins og áður sagði, einhvern af son- um sínum í kiaustur. Ef gengið er um Dharamsala, á hvaða tíma dags- ins sem er, má alltaf heyra úr húsum bænasöngl munka þar sem þeir koma saman og biðja fyrir mannkyn- inu. Mörg klaustur eru starfrækt um allt Indland og í Nepal, og það eru litlar líkur á að trúarbrögðin sem slík deyji út. Um tungumálið, sið- venjur og listir Tíbeta gegnir öðru máli. Þar virðist raunveruleg hætta vera á ferðinni. Fámenn og dreifð þjóð útlaga á Indlandi er ekki fær um að halda uppi þessari ævafornu menningu, og ef mál þróast með sama hætti og nú lítur út fyrir að í upphafi næstu aldar verði tíbetsk menning liðin undir lok. Horfurnar eru ekki góðar fyrir Tíbeta. Kínversk stjórnvöld bjóða sérstök kjör þeim Kínverjum sem kjósa að flytjast til Tíbet. í Kína eru um 120 milljónir atvinnuleysingja sem flakka um á milli borga í leit að vinnu. Loftslagið í Tíbet hentar Kínveijum mjög illa, en þau réttindi sem eru í boði þar freista margra og er nú svo komið að fleiri Kínveij- ar en Tíbetar eru í Tíbet. Því hefur verið spáð að kommúnisminn muni hrynja í Kína eins og annarstaðar þar sem hann hefur ríkt. Aðrir telja litlar líkur á að sú spá rætist. Kín- versk þjóðarsál er ólík þeirri rúss- nesku eða austur-evrópsku. Að auki virðist engin ástæða til að binda vonir við hin voldugu ríki vestursins, því að þau forðast að styggja Kín- vetja, þessa þjóð sem nú er í hvað mestri efnahagsuppsveiflu og mun verða eitt af voldugustu ríkjum heims á næstu öld. Höfundur stundar heimspekinám á írlnndi. Leikhljóð: Ólafur Öm Thoroddsen. Lýsing: Ögmundur Þór Jóhannesson 5 Leikmynd og búningar: SU'gur Steinþórsson. Leikstjórn: KrisU'n JóhannesdótUr. Frumsýning á Litla sviðinu fimmtudaginn 9. janúar kl. 20.00. llppselt. < 2. sýning löstudaginn 10. ianúar. g vim ómwíiszfc FnummLUMMwetÞ 1 Mjög mikið og bœtt aðhald \l Árangursríkfitubrennslu leikfimi 3-6 sinnum í viku 1 Vigtun vikulega 1 cm. mœlingar \i Persónuleg rdðgjöf um matarœði 1 Matardagbœkur 1 Mappa meðfiróðlegum upplýsingum 1 Ný uppskriftarbók 1 Verðlaun vikulega fyrir ástundun 1 Tahmarkaðurfjöldi ( hvern hóp Eygló Ásmundsdóttir fór á Átaksnámskeið ( mars 1996. Hún gifti sig (júlí, þá 12 kg léttari. Eygló hélt áfram reglulegri ástundun og hefur nií náð að missa 16 kg. NóMmm hefjasi n. oq i(f. m. Skráning og nánari upplýsingar í síma 565-2212. Fax 565-2358 Morgun- dag- og kvöldhópar. Frí barnagæsla fyrir morgun- og daghópa . Verð: 10.900,-. 10% stgr.afsláttur. IÍKAMSRÆKT OG LJÓS BÆJARHRAUNI 4 /VIÐ KEFLAVÍKURVEGINN /SÍMI 565 2212

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.