Morgunblaðið - 05.01.1997, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 05.01.1997, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 5. JANÚAR 1997 29 KATRÍN THEÓDÓRSDÓTTIR + Katrín Theó- dórsdóttir var fædd í Reykjavík 5. júní 1920. Hún lést á Landspítalanum á aðfangadagskvöld, 24. desember 1996. Foreldrar hennar voru: Theódór Jónsson, verkamað- ur í Reykjavík, f. 24. sept. 1884, d. 21. apríl 1963, og kona hans Helga Soffía Bjarnadóttir, f. 13. okt. 1890, d. 21. júní 1979. Ung að árum var Katrín tekin i fóstur að Vorsabæ á Skeiðum, til hjón- anna Eiríks Jónssonar og Kristrúnar Þorsteinsdóttur. Var hún þar þangað til hún giftist. Eftirlifandi eiginmaður Katrínar er Jón Kristinn Ág- ústsson, f. 31. janúar 1912, bif- reiðasljóri, frá Halakoti á Vatnsleysuströnd. Foreldrar hans voru Ágúst Guðmundsson, útvegsbóndi í Halakoti á Vatns- leysuströnd, f. 26. janúar 1869, d. 9. nóvember 1941, og kona hans Þuríður Kristin Halldórs- dóttir, f. 22. maí 1885, d. 11. Kom, huggari, mig hugga þú, kom, hönd, og bind um sárin, kom, dögg, og svala sálu nú, kom, sól, og þerra tárin, kom, hjartans 'neilsulind, ■kom, heilög fyrirmynd, kom, ljós, og lýstu mér, kom, líf, er ævin þver, kom, eilífð, bak við árin. (Vald. Briem.) Mig langar að minnast Katrínar Theódórsdóttur. Hún kvaddi þetta jarðlíf 24. desember sl., nánar til- tekið á aðfangadagskvöld. Eitt sinn, er ég var að tala um jólin við nemendur mína, þá spurði lítil stúlka: „Eru líka jól uppi í himnaríki hjá Guði, þar sem Jesú er, af því hann á afmæli á jólun- um?“ Eg held að mér hafi orðið eitthvað svarafátt við þessari spurn- ingu, en kannski eru líka jól uppi í himnaríki hjá Guði. Kannske hefur hún Katrín horfið til jólafagnaðar, sem er svo eilífur og fagur, að við, mannanna börn, hér niðri á jörð- inni, getum ekki gert okkur það í hugarlund. Ég vona það svo sannar- lega. Ég man vel eftir henni Katrínu, þegar hún var ung kona, en ég barn. Hún var viljug og hjálpsöm. Ég man eftir því, þegar foreldrar mínir bjuggu á Minni-Vatnsleysu. Þá voru vinnubrögðin til sveita, og t.d. við heyskap, öll önnur en þau eru nú til dags. Tæknin var ekki komin á það stig, sem hún er nú. Þar af leiðandi varð hvert handtak svo dýrmætt. Það var oft mikið að gera þegar þurrkur var, og það reið á að nýta daginn sem best við að þurrka heyið. Þá kom það stund- um fyrir, að Katrín kom með mjólk- urbílnum um morguninn, til að hjálpa okkur við heyskapinn. Ég minnist þess hvað ég varð fegin, ef ég sá hana koma. Það munaði líka vel um hana, þegar hún tók hrífuna, því hún dró ekkert af sér. Þessar minningar leita á hugann nú, þegar kveðjustundin er runnin upp. Ég sendi fjölskyldu Katrínar samúðarkveðjur. Fari hún í friði. Ágústa Halldórsdóttir. Lífinu má líkja við ljósið. Ljós er kveikt, þau loga misvel og lengi en slokkna að lokum. Við heilsumst og kveðjumst. í þann mund að jóla- ljósin höfðu verið kveikt á aðfanga- dagskveldi slokknaði lífslogi Katr- ínar Theódórsdóttur á Landspítal- anum og vil ég fyrir hönd okkar maí 1971. Þau Katr- ín og Kristinn voru gefin saman í hjónaband 1. júlí 1946. Bjuggu þau alla tíð i Skipholti, Vatnsleysuströnd. Þau eignuðust sex börn og eru fjögur þeirra á lífi, en tví- burar sem þau eign- uðust dóu nýfæddir. Börn þeirra í ald- ursröð: Ágúst G., f. 18. okt. 1946, bú- settur í Skipholti. Hreinn, f. 5. apríl 1948, d. sama dag. Þuríður, f. 5. apríl 1948, d. sama dag. Hjalti, f. 22. ágúst 1951, búsett- ur í Skipholti. Vilhjálmur, f. 29. okt. 1957, búsettur í Njarðvík- um. Sambýliskona hans er Linda Kristín Leifsdóttir og eiga þau þijú börn. Auður, f. 16. nóv. 1961, búsett í Kópa- vogi. Er hún fósturdóttir Hall- dórs Ágústssonar, föðurbróður síns, og konu hans Eyþóru Þórðardóttur. Sambýlismaður hennar er Sverrir Heiðar Sig- urðsson. Eiga þau þrjár dætur. Útför Katrínar fór fram í kyrrþey 3. janúar. systkinanna í Vorsabæ minnast hennar hér. Kata, eins og við kölluðum hana alltaf, kom hingað að Vorsabæ árið 1932, þá 12 ára gömul, og er því uppeldissystir okkar. Hún var ein af 12 systkinum frá fátæku heim- ili. Theódór, faðir hennar, var dug- legur maður, sjómaður á togurum og víðar, og reyndi að bjarga sér og sínum en ómegðin var mikil og kreppan í algleymingi. Því varð að ráði að foreldrar okkar, Eiríkur Jónsson og Kristrún Þorsteinsdótt- ir, tóku hana í fóstur og ólu upp. Kata sýndi fljótt að hún var sam- viskusöm og barngóð. Hún gætti yngstu barnanna á bænum og yngstu systurinni varð að orði, þeg- ar hún frétti látið hennar: „Mikið var hún Kata alltaf góð við mig.“ Kata lauk barnaskólanámi í Brautarholtsskóla hjá hinum ágæta skólastjóra, Klemensi Þorleifssyni, vorið 1934, og þá um vorið fermdi sr. Gunnar Jóhannesson hana í Ól- afsvallakirkju. Veturinn 1943- 1944 stundaði hún nám á Húsmæð- raskólanum á Laugarvatni. Kata sýndi snemma að hún var viljug og rösk til verka við öll sveita- störf, hvort sem það var við smala- mennsku og fjárrag á vorin, fjósa- verkin eða rakstur á túni og engj- um. Kata var lífsglöð, hrein og bein og setti ekki fýrir sig hlutina. Hún var mikið náttúrubarn og dýravin- ur, lét sér annt um öll dýr og hugs- aði um þau af stakri umhyggju, hvort sem það voru lömbin á vorin, heimilishundurinn eða kýrnar í fjós- inu. Kýrnar voru sérstakir vinir hennar og var hún oft lengi í fjós- inu við að stijúka þeim og klóra, svo að á þær gljáði. Og það var stór stund hjá Kötu, þegar Jón Pálsson dýralæknir kom í sína ár- legu kúaskoðun og hrósaði hirðing- unni á kúnum. Kata stundaði vinnu í Reykjavík og víðar, utan heimilis um skeið en árið 1945 urðu kaflaskipti í lífi hennar. Þá kom hingað á Skeiðin ungur og vaskur maður sunnan af Vatnsleysströnd á vörubíl í vega- vinnu hjá Brynjólfi Melsteð vega- verkstjóra. Þetta var Kristinn Ágústsson frá Halakoti og fékk uppihald hér á bænum og þá var ekki að sökum að spyija. Þau Kata og hann felldu hugi saman og giftust 1. júlí 1946. Kristinn byggði íbúðarhús á ættar- jörð sinni sem hann nefndi Skip- holt. Þar bjuggu þau síðan, Kristinn stundaði vörubílaakstur og sjó- mennsku en Kata bjó manni og börnum heimili. Átti hún við heilsu- leysi að stríða síðari árin. Kata var trygglynd, en tengslin við hana minnkuðu eftir að hún flutti á Ströndina þótt þau slitnuðu aldrei alveg. Þegar við Vorsabæjar- systkinin kveðjum hana að lokum koma upp í hugann margar góðar minningar frá því í gamla daga. Eiginmanni, börnum, tengda- bömum og barnabörnum sendum við samúðarkveðjur. Jón Eiríksson. Núna er hún Kata amma dáin. Við systkinin vorum farin að hlakka svo mikið til jólanna. En svo í byrj- un desember er amma send á spít- ala í Reykjavík mikið lasin. Við heimsóttum hana þangað eins oft og við gátum. En svo fór ömmu að versna og við sáum hana síðast á Þorláksmessukvöld og þá var hún svo veik og svo þegar við vorum að taka á móti jólahátíðinni og ham- ast við að opna pakkana hringdi síminn og pabbi sagði okkur að amma væri dáin. Þá var ekkert gaman lengur, jólin hættu bara. Þá hugsuðum við til afa sem var orðinn einn á jólunum, engin amma hjá honum lengur, bara Hámur hundur- inn þeirra sem þagði, eins og hann vissi að amma kæmi aldrei aftur heim. Hún sem alltaf var svo blíð og góð við okkur er dáin og við sjáum hana aldrei aftur. Alltaf þegar við komum til henn- ar og afa, tók afí upp harmonikuna og spilaði fyrir okkur systkinin „Það var um kvöld eitt að Kötu ég mætti“ og „Óli skans“ og fleiri lög, þá hýrnaði yfir ömmu því þetta voru lögin þeirra. Þegar við vorum að gramsa í skúrnum hjá Hjalta, kom hún alltaf að gá að okkur og at- huga hvort við værum nokkuð að meiða okkur á varahlutunum. Og alltaf varð amma svo glöð þegar Lovísa litla kom til þeirra og brosti svo mikið til ömmu þá leið ömmu svo vel. En nú er amma dáin og við sjáum hana aldrei aftur í Skip- holti, en núna líður ömmu líka vel, hún er ekki lengur veik. Góði Guð, viltu blessa, styrkja og styðja afa í hans miklu sorg, því núna á afi svo bágt og viltu líka styrkja Hjalta og Gústa, því þeim líður líka illa í sinni sorg. Vertu sæl, amma mín, og blessuð sé minning þín. Kertin brunnu bjart í lágum snúð. Bræður þrir áttu ljósin prúð. Mamma settist sjálf við okkar borð. Sjáið, ennþá man ég hennar orð. Þessa hátíð gefur okkur Guð. Guð hann skapar allan lífsfógnuð. Án hans gæsku aldrei sprytti rós. Án hans náðar dæi sérhvert ljós. Þessi ljós gleðja okkar geð. Guð hefur kveikt svo dýrð hans gætu séð. Jólagleðin ljúfa lausnarans leiðir okkar nú að jötu Hans. Vilhjálmur, Valdimar og Lovísa Lind. + Móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, RUT GUÐMUNDSDÓTTIR frá Helgavatni, verður jarðsungin frá Grensáskirkju þriðjudaginn 7. janúar kl. 15.00. Sigurður R. Halldórsson, Kristín Sigurbjarnardóttir, Sigríður Auðunsdóttir, barnabörn og langömmubörn. STEFANA GUÐMUNDSDÓTTIR frá Lýtingsstöðum f Skagafirði, fyrrum kaupkona f Reykjavfk, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 8. janúar kl. 13.30. Með vinsemd er þeim, sem vilja minn- ast hennar, bent á líknarstarf Thor- valdsensfélagsins, Austurstræti 4. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Þórunn Sólveig Ólafsdóttir, Gylfi Eldjárn Sigurlinnason. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSTA ÞÓRA VALDIMARSDÓTIR, Bólstaðarhlíð 66, Reykjavík, sem lést 28. desember sl., verður jarð- sungin frá Fossvogskirkju miðvikudag- inn 8. janúar kl. 13.30. Brynjólfur Gíslason, Áslaug Pálsdóttir, Valdimar Gíslason, Sigríður Tómasdóttir, Sverrir Gfslason, Sigrún M. Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Viljum þakka auðsýnda samúð við frá- fall ástkærs eiginmanns míns, föður og tengdaföður, INGÓLFS HUGO BENDER. Júlíana Guðmundsdóttir Bender og fjölskylda. + Þökkum auðsýnda samúð vegna fráfalls eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, MARÍU MAGNÚSDÓTTUR, Ásbraut 21, Kópavogi. Eirfkur Thorarensen, Rafn Thorarensen, Bryndís Þorsteinsdóttir, Elín Thorarensen, IngveldurThorarensen, Ragnar Eysteinsson, Guðmundur Magnús Thorarensen, Jón Thorarensen, Inga Dóra A. Gunnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. + Hjartans þakkir til allra, sem veittu okk- ur hjálp í veikindum og við fráfall ODDS DANÍELSSONAR, Kársnesbraut 65. Sérstakar þakkir til heimahlynningar Krabbameinsfélagsins. Bára Sigurjónsdóttir, Sigdís Oddsdóttir, Jón Hartmannsson, Unnsteinn Oddsson, Þórdfs Hannesdóttir. Linda Oddsdóttir, Sigmar Eðvaldsson og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.