Morgunblaðið - 05.01.1997, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.01.1997, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 5. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR MYNDIN sýnir hitastig á hádegi í gær. „Liggnr við að tárin frjósi“ Heima- bruggaður bjór á veit- ingastað { HINUM íslenska bjórkjallara, nýjum veitingastað í Kringlunni í Reykjavík, þar sem skemmti- staðurinn Amma Lú var eitt sinn til húsa, verður innan tíðar seldur heimabruggaður bjór sem ættaður er frá New York í Bandaríkjunum. Auk þess fást á staðnum allt að 200 tegundir af bjór, m.a. frá Japan og Indó- nesíu, að sögn Benedikts Ólafs- sonar, framkvæmdastjóra bjór- kjallarans. „Bjór hússins mun fást bæði dökkur og ljós en hann er kom- bruggaður, ógerilsneyddur og aðeins beiskari en venjulegur bjór,“ segir Benedikt og bætir við að hálfur lítri af heima- brugginu muni kosta 390 kr. Rými er fyrir 560 manns í Hinum íslenska bjórkallara en opið er frá hádegi alla daga og seldir ýmiss konar smáréttir og aðalréttir. Sams konar matur fæst einnig í Tommakaffi, nýju kaffihúsi á jarðhæð Kringlunn- ar, en báðir staðimir em í eigu Tómasar A. Tómassonar veit- ingamanns. Staðurinn verður formlega opnaður um næstu helgi. • • Oxnadalsheiði Þijú óhöpp á sama stað ÞRÍR jeppar stórskemmdust og em taldir ónýtir eftir að þeim var ekið út af vegi á nokkurra hundraða metra kafla þegar sérstakar og hættulegar akst- ursaðstæður mynduðust á Öxnadalsheiði í fyrrakvöld. Að sögn Ingimars Skjóldal varðstjóra lögreglunnar á Ak- ureyri var ekki talið að um al- varleg meiðsli hefði verið að ræða. Lögregla rekur óhöppin til þess að rignt hafi á heiðinni og síðan hafi frosið á auðum og dimmum veginum sem varð við það eins og gler á kafla milli Norðurár og Fremri-Kota. Lög- regla mundi ekki til þess að aðstæður af þessu tagi hefðu skapast fyrr á vegum þama. Þar fóm þrír jeppar út af á sjöunda og áttunda tímanum á föstudagskvöld, tveir nánast á sama stað og sá þriðji í nokk- urra hundraða metra fjarlægð frá hinum tveimur. Bílamir em taldir stórskemmdir eða ónýtir og er talin mildi að ekki hlut- ust alvarleg slys af. Rólegl hjá lögreglu RÓLEGHEIT einkenndu næt- urvaktir á lögreglustöðvum landsins aðfaranótt laugar- dagsins. Lögreglumenn sögðu að svo virtist sem þeir sem stunduðu næturlífið af mestum dugnaði væra að hvílast eftir áramótin. í Reykjavík var lítið um að vera hjá lögreglu, að sögn Við- ars Waage aðalvarðstjóra. 11 manns gistu fangageymslur, sem þykir fremur lítið aðfara- nótt laugardags og aðeins einn ökumaður hafði verið tekinn vegna gmns um ölvun við akst- ur. Lögreglumenn nýttu sér ró- legheitin til hraðamælinga og voru yfir 20 ökumenn kærðir fyrir glæfralegan akstur. Einn þeirra var sviptur ökuréttindum til bráðabirgða fyrir að hafa ekið á 107 km hraða þar sem hámarkshraði er 60 km/klst. „ÉG Á sextán mánaða gamla dóttur og ef hún tárast þegar ég fer með hana út liggur við að tárin fijósi á kinnunum á henni,“ segir Rósa Erl- ingsdóttir sem búsett er í Berlín með fjölskyldu sinni. Segir hún að frost í Berlín hafi verið 10-15 stig yfir daginn í vetrarhörkunum sem sett hafa mark sitt á Evrópu að undan- förnu. Á sama tima hafa verið hlý- indi á íslandi og til dæmis var 5 stiga hiti á Garðskagavita í gær. Rósa segir kuldann bitna mikið á íbúum Austur-Berlínar og heimil- islausum flóttamönnum. „Margir hita með kolum og em því bara með hita frá ofnum. Við slíkar aðstæður frýs vatn í leiðslum og ekki er hægt að nota salernið. Það frýs allt og varla hægt að rista sér brauð,“ seg- ir Rósa af eigin raun en hún er nú búin að skipta um húsnæði. „Á móti kemur að samstaðan eykst og fólk ber vatn milli húsa.“ Rósa segir áberandi að Berlín- arbúar kunni ekki að keyra í hálk- unni og séu argir við stýrið. „Það kemur mikið af flóttamönn- um og ólöglegum innflytjendum, til dæmis frá Póllandi eða annars stað- ar frá. Hópar glæpamanna hafa það að atvinnu sinni að flytja þá ólög- EVRÓPUSAMTÖKIN hafa sent Alexandre Lamfalussy, forseta Peningamálastofnunar Evrópu (EMI), bréf og bent á að ísland sé ekki að finna á Evrópukorti því, sem prýðir tillögu að útliti evrósins, hins væntanlega sam- eiginlega gjaldmiðils Evrópu- sambandsins. Hvetja samtökin til þess að Island verði haft með á kortinu er seðlar verða prentaðir og mynt slegin. Endurspeglar áhugaleysi Islendinga „Island er og hefur alltaf verið hluti af Evrópu, landfræðilega, menningarlega, efnahagslega og pólitískt,“ segir í bréfi Evrópu- samtakanna, sem Aðalsteinn Leifsson formaður undirritar. „Þótt Island eigi ekki aðild að Evrópusambandinu sem stendur er mjög líklegt að landið gangi í sambandið. Við hvetjum því ein- dregið til að Island verði „sett aftur“ á kortið áður en endanlegt útlit verður ákveðið.“ Aðalsteinn Leifsson sagði í Kalda loftið frá Síberíu hefur lagst yfir Skandinavíu lega til landsins, hafa af þeim aleig- una, og skilja síðan eftir. Nýjasta dæmið er 15 13-16 ára strákar frá Bangladesh sem hent var af vöm- bílspalli í 20 stiga frosti. Þeir voru léttídæddir og sumir berfættir og liggja allir á sjúkrahúsi. Flestir hafa misst hluta af fótunum vegna kals. Þetta hefur vakið mikinn óhug hér,“ segir hún. Frostið hefur víða farið í 25 stig í Þýskalandi og ekki hafa Pólveijar farið varhluta af frosthörkum. „Vinafólk okkar fór til Póllands í jólafrí á skíði og lenti í 37 stiga frosti. Það var ekkert hægt að fara út enda eru hótel þar ekki eins og maður á að venjast í Austurríki eða Sviss. Fríið varð að hreinni mar- tröð,“ segir Rósa loks. Einar Sveinbjörnsson veðurfræð- ingur sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær að frostlaust væri orðið á Norður-Ítalíu. „Það má segja að samtali við Morgunblaðið að evróið yrði samsett úr gjaldmiðl um þeirra ríkja, sem Island ætti mest viðskipti við, og yrði fyrir augum íslendinga á hveijum degi í framtíðinni. Áhugaleysi íslendinga á þátttöku í Evrópu- samstarfinu endurspeglaðist sennilega í þvíi að hönnuðir ESB hefðu gleymt íslandi. „Þótt það sé áhyggjuefni að Island sé ekki mesti kuldinn hafí færst norðar og til Skandinavíu og til dæmis var frost 20 stig skammt frá Ósló í morgun [gær],“ segir hann. Einar segir að draga muni úr langvarandi kuldatíð í Mið-Evrópu. „í staðinn verður kaldara í Dan- mörku, Noregi og Svíþjóð og einkum og sér í lagi við Eystrasalt og í Finn- landi. Að ég minnist ekki á Rúss- land. Þar er mikið vetrarríki fram- undan, samkvæmt spám,“ segir hann. Ekki breytinga að vænta hérlendis Einar segir ekki miklar breytingar væntanlegar á veðri hérlendis næstu daga. „Þetta snýst allt um það að hlýtt og rakt loft af hafi eigi greiðan aðgang að landi. Það hefur sýnt sig að ef hlýtt loft leikur um íslendinga og íbúa Suður-Grænlands nær það ekki til Evrópu. Kalt loft sígur þá hægt og rólega í vesturátt frá Síber- íu og Rússlandi yfir Evrópu því að hlýja loftið heldur ekki aftur af því. Ef hlýtt loft leikur um Evrópu vegna háþrýstisvæðis norður af landinu og yfir Grænlandi á kalda loftið af ís- hafi greiðan aðgang að okkur,“ seg- ir hann að lokum. á Evrópukortinu á seðlunum, er enn meira áhyggjuefni að ísland skuli ekki íhuga af meiri alvöru að taka þátt í Efnahags- og mynt- bandalagi Evrópu og að ekki skuli í það minnsta vera athugað af meiri alvöru en gert hefur verið hvaða áhrif EMU muni hafa á íslenskt efnahagslíf og hvernig skynsamlegast sé að bregðast við,“ segir Aðalsteinn. Skilningur eykst á arf- gengri heilablæðingu ►Eiríkur Benedikz hefur síðustu árin unnið að rannsóknum á arf- gengri heilablæðingu, sjúkdómi sem er svo að segja óþekktur utan íslands. /10 Undiroki rauða risans ►í tæp 50 ár hafa Tíbetar lotið yfirráðum Kínveija og nú er svo komið að margir telja ástæðu til að óttast að tíbetsk menning líði undirlok. /12 HótelskoAun og hvala- rekstur á Húsavík ►í Viðskipti/atvinnulíf er rætt við Páll Þór Jónsson, hótelstjóra Hót- els Húsavíkur. /18 Lifandi brýr ►Lifandi brýr er heiti einnar vin- sælustu sýningar sem haldin hefur verið um byggingarlist í Konung- legu listaakademíunni í London.. /20 1_________________________ ► l-32 Gyðjan — móðir heimsins ►Þrír íslenskir félagar í Lands- björgu freista þess að klífa hæsta fjall heims, Everest, næsta vor. í þessari fyrstu grein er rakin saga fjallgangna í Himalaya. /1 og 2-4 Líf ið sér um sína ►Rithöfundurinn Þorgrímur Þrá- insson var nýlega ráðinn fram- kvæmdastjóri Tóbaksvarnanefnd- ar. /8 Gaudí ► „Hugvitsamastur allra arki- tekta" var á sínum tíma sagt um spánska arkitektinn Antoni Gaudí. Þeir fjöl- mörgu íslendingar sem lagt hafa leið sína til Barcelona undanfarið, hafa fengið smjörþefinn af verkum hans. /16 FERÐALÖG ► 1-4 Florö ►Boðið er upp á sfldarævintýri og jöklaferðir frá vinalegri eyju í Vestur-Noregi. /2 Sýna steypireyði næsta sumar ►Nýir möguleikar hjá Eyjaferðum með stærra skemmtiferðaskipi. /4 BÍLAR______________ ► D4 Dísilvélar í einkabílum ►Ýmislegt bendir til endurkomu dísil einkabíla á Bandaríkjamark- að./l Reynsluakstur ►Sprettharður Honda Civic með góðum búnaði. /4 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir 1/2/4/8/bak Skák 36 Leiðari 24 Fólk í fréttum 38 Helgispjall 24 Bíó/dans 39 Reykjavíkurbréf 24 íþróttir 44 Minningar 27 Utvarp/sjónvarp 45 Myndasögur 34 Dagbók/veður 47 Bréf til blaðsins 34 Gárur 6b ídag 36 Mannlífsstr. 6b Brids 36 Dægurtónl. 12b Stjömuspá 36 Kvikmyndir 14b INNLENDAR FRÉTTIR: 2-4-8-BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1&6 Evrópusamtökin skrifa Lamfalussy vegna evró-seðla * ________________ Island verði á Evrópukortinu MYND af fyrirhuguðu útliti 500-evróa seðils. ísland vantar á Evrópukortið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.