Morgunblaðið - 05.01.1997, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.01.1997, Blaðsíða 1
88 SÍÐUR B/C/D 3.TBL.85.ÁRG. SUNNUDAGUR 5. JANÚAR 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Heitir að herða lýð- ræðisbaráttu Rangoon. Reuter. AUNG San Suu Kyi, leiðtog'i stjórnar- andstöðunnar í Búrma, hét því að herða baráttu sína fyrir lýðræði í landinu í gær, en þá var þess minnst að 49 ár voru liðin frá því að landið losnaði undan breskum yfirráðum. A óvart kom að herforingjastjórnin skyldi leyfa henni og samtökum henn- ar, Lýðræðisbandalaginu, að halda upp á daginn með fundi á heimili hennar í gær en þar voru um 1.500 manns samankomin. Er það fyrsti fundur samtakanna sem leyfður er frá því í maí í fyrra. Erlendir sljórnar- erindrekar, sem sóttu fundinn, létu í ljós undrun yfir að hann skyldi leyfð- ur og töldu það hugsanlega einhveija vísbendingu þess að herforingjarnir vildu komast að málamiðlun við Suu Kyi. Undanfarinn mánuð hafði her- foringjastjórnin hert eftirlit með henni, takmarkað ferðir hennar út fyrir heimili sitt og fylgst grannt með gestum vegna vaxandi aðgerða stúd- enta á götum úti í Rangoon. Suu Kyi sagðist þakklát fyrir að fá að efna til fundarins en sagðist harma hversu tjáningar- og ferða- frelsi hennar hefði að öðru leyti verið skert. Gagnrýndi hún herforingja- stjórnina harðlega fyrir kúgun í land- inu og valdbeitingu gegn lýðræðis- sinnum. Sagðist hún hafa lista yfir á annað hundrað manns sem hnepptir hefðu verið í pólitískt fangelsi undan- farna tvo mánuði og lengdist listinn með degi hverjum. Reuter AUNG San Suu Kyi á fundi Lýð- ræðisbandalagsins í gær. > > > Morgunblaðið/RAX MOT NYJU ARI Christopher sendir Milose vic „harðorða“ aðvörun Washington. Reuter. WARREN Christopher, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sendi Slobodan Milosevic, for- seta Serbíu, „mjög harðort" mótmælabréf í gær í framhaldi af því hvernig Serbíustjórn brást í fyrradag við skýrslu Öryggis- og sam- vinnustofnunar Evrópu (ÖSE) um niðurstöður bæjarstjórnarkosninga 17. nóvember sl., sem yfirvöld létu ógilda. Viðurkenndi stjórnin kosn- ingaósigur í níu borgarhverfum Belgrad á föstudag, en að öðru leyti var bréf Milans Milutinovics utanríkisráðherra til ÖSE á þann veg að það kallaði einungis á hörð mótmæli heima fyrir og á alþjóðavettvangi. Bandaríkjastjóm birti Milosevic nýjar aðvar- anir og sagði að stjórn hans kallaði yfir sig frekari einangrun skirrtist hún frekar við að viðurkenna kosningasigur stjórnarandstæð- inga. „Málin þróast í öfuga átt,“ sagði í bréfi Christophers til Milosevics, sem var á ný hvatt- ur til að taka úrslitunum og taka lýðræðis- legri niðurstöðu serbnesku þjóðarinnar, efna til raunverulegra viðræðna við stjórnarandstöð- una. Bætti hann ekki fyrir rangar gjörðir stjórnar sinnar gagnvart andstæðingum sínum yrði hann „_að sæta afleiðingum vaxandi ein- angrunar." í því sambandi ítrekaði Bandaríkja- stjórn þann ásetning sinn að beita áfram neit- unarvaldi gagnvart lánveitingum Alþjóðagjald- eyrissjóðsins (IMF) og annarra alþjóðlegra fjár- málastofnana til Serbíu. Serbneska stjórnarandstaðan tók bréfi Mil- utinovics sem kaldri vatnsgusu og hélt áfram mótmælum sínum í gær. Gagnrýni andstæð- inga Milosevics beinist einnig gegn ríkisfjölm- iðlunum sem tæpast hafa minnst á mótmæli undanfarinna sjö vikna. Þegar aðalfréttatími ríkissjónvarpsins stendur yfir á kvöldin beija menn pönnur og bauka í íbúðum sínum til að yfirgnæfa fréttamennina, svo að tæpast er vært í mörgum byggingum. Nicholas Burns, talsmaður bandaríska ut- anríkisráðuneytisins, sagði að serbnesk stjórn- völd virtust ekki hafa gert áætlanir um að bijóta stjórnarandstæðinga á bak aftur. Hefði hörð afstaða Bandaríkjanna og Evrópuríkja gegn ógildingu kosningaúrslitanna líklega ráð- ið þar úrslitum. „Valdbeiting yrði alvarleg skyssa af hálfu Milosevics," sagði Burns. Leikfimi fyrir heilahvelin GLAS af vatni, bijóstnudd og bolteygjur; vinstri olnbogi að hægra hné og öfugt, hafa reynst auðvelda finnskum börnum að einbeita sér, að sögn kennara þeirra. Hafa þeir farið að ráðum sérfræðinga sem telja að einfaldar æfingar sem örva starf- semi heilahvelanna auki einbeitingar- hæfni barnanna. Tilraunir með þetta hafa verið í borg- inni Lahti í Finnlandi. Hafa þær orðið til þess að ró kemst á í tilraunabekkjunum eftir fimm mínútur en það tekur að jafn- aði fimmtán mínútur. Dæmi um einfalda æfingu er eftirfar- andi: Stattu upp. Krossleggðu hendur og dragðu að bijóstinu, krossleggðu fót- leggi, horfðu beint upp í loft og stattu grafkyrr. OKIRAUÐA nTC a \Tn Hótelrekstur KIuAJN O og hvalaskoðun LIFANDI BRÝR / KONUNGLEGU USTA- AKADEMÍUNNI í LONDON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.