Morgunblaðið - 26.01.1993, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 26.01.1993, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1993 45 VELVAKANDI ÞEKKIR EINHYER ARMBANDH)? Armbandið sem myndin er af er búið að liggja langan tíma á Morgunblaðinu, líklega tvö til þijú ár. Það hefúr verið reynt að auglýsa það en án árangurs og er nú brugðið á það ráð að birta mynd af því þar sem trú- lega er um mjög persónulegan hlut að ræða. Á skildinum, sem er búið að lita yfir, eru upphafs- stafir og tölur sem trúlega eru ártal og dagsetning. Ef einhver telur sig þeklq'a gripinn er hann beðinn hafa samband við Morg- unblaðið í sima 691100. GÆLUDÝR KÖTTUR í ÓSKILUM Svartur, ómerktur, stór högni hefur verið á flækingi á Reynimel sl. vikur. Farið var með hann upp í Kattholt sl. fimmtudag þar sem eigandinn getur vitjað hans. TAPAÐ/FUNDIÐ Svðrt ITC-mappa Hinn 5. febrúar sl. tapaðist á leiðinni ftá Hverafold 1-3 í Grafarvogi að Neðra-Breiðholi, svört mappa með gögnum frá ITC-deildinni Irpu. Mappan er ekki merkt, en í henni eru m.a. dagskrá og félagalistar ásamt símanúmerum. Skilvís finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í eitthvert þessara núm- era. Týnt gnllhálsmen I september sl. tapaðist gull- hálsmen með periu og demönt- um. Sennilega á leiðinni frá Suðurlandsbraut með viðkomu í matvöruversluninni á Grens- ásvegi 46 og í Dalalandi, í Mjóddina í Breiðholti. Finnandi vinsamlega hringi í síma 11071. Fundarlaun. ITC og við Frá Hafdísi Engilbertsdóttur. MIKIL spenna og óöryggi fylgja ýmsum þeim hræringum sem eiga sér stað í okkar þjóðfélagi og í kringum okkur. Auk bágs efna- hagsástands og aukins atvinnu- leysis eru það afdrifaríkar ákvarð- anir sem við sem þjóð þurfum að taka varðandi framtíð okkar. Við þetta verðum við að lifa í bráð og takast á við þá erfiðleika sem að okkur steðja þannig að við sjáum sem fyrst fram á betri tíð með blóm í haga. Um leið höfum við flest mögu- leika á að líta okkur nær og aldrei er of seint að takast á við þro- skandi verkefni. Sjálfsstyrking hvers konar kem- ur öllum vel, ef hún er ekki beinlín- is nauðsynleg, ekki síst nú á tímum aukinna krafna, tímaskorts og óör- ýggis. Sjálfsstyrking er eins og orðið gefur til kynna styrking ein- staklingins, þar sem einstaklingur- •nn nær með einum eða öðrum hætti að auka hæfni sína og mögu- ieika til að takast betur á við þau fjölbreyttu verkefni, sem hann eða hún stendur frammi fyrir. ITC er leið til sjálfsstyrkingar. Þjálfunin sem þar fæst eykur sjálfstraust og virkar á marga sem vítamínsprauta. Einstaklingar fara að takast á við verkefni sem áður voru þeim Qarlæg eða hafa öðlast kjark og þor til að hrinda gömlum draumum í framkvæmd. Tíminn er mikilvægur í nútíma þjóðfélagi og margir kvarta yfir tímaskorti, það er því mikils um vert að við kunnum að meta þann tíma sem við höfum og slripu- leggja hann sem best. I ITC er lögð mikil áhersla á þennan þátt. Þjálfunin leiðir ekki einungis af sér betri skipulagningu okkar eigin tíma heldur lærist okkur einnig að virða tíma annarra og að hlusta betur á aðra, sem ekki er alltaf jafn sjálfsagt og ætti að vera. Aukið sjálfctraust, fijálsleg tjá- °g skoðanaskipti, virk þátttaka í eigin lífi, og virkari þátttaka í sam- félaginu í kringum okkur. Viljum við ekki flest sjá slíkt einkenna okkar líf? ITC samtökin veita okk- ur þjálfun sem nýtist vel í daglegu lífi og getur jafiiframt verið skref yfir þröskuldinn sem áður hamlaði okkur að vera það sem hugur okk- ar stóð til. HAFDÍS ENGILBERTSDÓTTIR, Vesturási 52, Reykjavík. Pennavinir Frá borginni Sunderland á norð- austurströnd Englands skrifar 43 ára einhleyp kona með áhuga á hannyrðum, matargerð, tónlist og bréfaskriftum. Vill skrifast á við konun Christine Bell, 21 Lake Court, Doxford Park, Sunderland SR3 2JX, England. Frá Ghana skrifar 23 ára stúlka með áhuga á ljósmyndun, íþróttum, dansi og bréfaskriftum: Elizabeth Lizzy Basten, ' c/o Blasters, Box 1236, Oguaa Lane, Ghana. LEIÐRÉTTING Seðlaveski fundust í fórum Rússanna Vegna fréttar í Morgunblaðinu föstudaginn 22. janúar, um þijá Rússa sem stöðvaðir voru í verslun við Skólavörðustíg, grunaðir um þjófnað, er rétt af fram komi, að þijú seðlaveski fundust í fórum rnannanna. í fréttinni var sagt, að ekkert þýfi hafi fundist á mönnunum. Hið rétta er, að daginn eftir að lögregl- an hafði afskipti af mönnunum skil- aði skipstjóri togarans, sem þeir eru skipveijar á, þremur seðlaveskjum til lögreglunnar. Leiðrétting á ljóði Frá Auðuni Braga Sveinssyni: í SAFNI ljóða föður míns, Andstæð- um, er út kom á vegum Setbergs 1988, hefi ég rekist á villu, sem ég vil biðja eigendur ritsins ~M uppi, á bls. 118 — og lei ta. Þar stendur: Vaxa hretin, hagur þrengist, hljóðir strengir bærast ei. í staðinn komi: Vaxa hretin, hagur þrengist hljóðnar allt, sem gleðja má. AUÐUNN BRAGI SVEINSSON, Hjarðarhaga 28, Reykjavík. NIKON F4 Til sölu er mjög vel með farin Nikon F4s myndavél. Verð aðeins kr. 85.000,- Upplýsingar í síma 23411 kl. 9-18. Mínúta til stefnn! Minolta til taks! VTNNJNGAR FJÖLDI VHSNNGSHAFA UPPHÆÐÁHVERN VWNWGSHAFA 1. 5aí5 1 6.157.430 2. 162.383 3. 4aí5 169 6.629 4. 3af 5 5.035 519 Heildarvinningsupphæðþessaviku: 10.540.428 kr. UPPLYSWGAR SUISV»Hl91 -681511 LUKKUUNA991002 Vhvúngsíöur Minolta Ijósritunarvélar uppfylla allar óskir Einföld. Klár.- Einfaldlega klár! -------- SPARIÐ - SETJIÐ SAMAN SJÁLF i — 6 jöminn býður upp á gott og fjölbreytt úrval efnivi&r til smíði á eldhús- og baðinnréttingum og fataskápum. Fagmenn okkar sníða efhið eftirþínumþörfum. Þú setur innréttinguna saman sjálf(ur) og sparar þannig peninga. Komdu með þína hugmynd til okkar - fagmenn aðstoða þig við að útfæra hana. BJORNINN B0RGARTÚNI28 S. 6215 66 Afflt MMtJiágs

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.