Morgunblaðið - 26.01.1993, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 26.01.1993, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1993 19 Lyndiseiiikunnir forsætisráðherra Danmerkur Poul Nyrup Rasmussen forsætisráðherra Danmerkur. Ferill hans innan Jafnaðarmannaflokksins er mjög óvenjulegur, því venjulega hafa leiðtogarnir byrjað innan ungmennasamtakanna og síðan fetað sig áfram hægt og bítandi. Eínstök vinnusemi en djúpt á kímnigáfunni Viö smypjwn bílinn á meðan Þú (ærö þér kaffi ng meö því, kikir (blöðin - eða sknöar nrvaliö í versluninni. Smurstöö fyrir allar tegundir bíla - ng fnlk! Kaupmannahöfn. Fra Sigrunu Davídsdóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. POUL Nyrup Rasmussen sest í stól forsætisráðaherra með gei- slabaug um höfuðið. Þótt danskir blaðamenn hafi leitað með logandi ljósi að einhverju misjöfnu um nýorðinn forsætisráð- herra, þá hefur varla annað fundist en að hann sé óstundvís. Að öðru leyti virðist allt gott um hann að segja. En það var ekki að ástæðulausu sem hann sagði við Poul Schluter, fráfar- andi forsætisráðherra, þegar þeir kvöddust í forsætisráðuneyt- inu í gær að hann dáðist framar öðru að skopskyni hans og vildi gjarnan geta tileinkað sér það. Nyrup á langt í Iand með að ná forvera sínum að því leyti. Einstök vinnusemi og úthald hefur alla tíð einkennt hann, rétt eins og Bill Clinton, sem Danir bera Nyrup saman við, úr því þeir taka við emb- ætti nokkurn veginn samtímis. Hann fæddist 15. júní 1943 í Esbjerg á Jótlandi. Rétt eins og Clinton ólst hann upp við kröpp kjör, en gekk menntaveginn. Móðirin var hrein- gerningarkona og faðirinn ferðaðist um og sýndi kvikmyndir. Eftir- menntaskóla lá leiðin til Kaupmanna- hafnar, þar sem hann byijaði í verk- fræði, en skipti fljótlega yfir í hag- fræði, og prófí í því fagi lauk hann 1971. Hann fór strax að vinna hjá danska alþýðusambandinu, fyrst í Brussel. Hann var þá kvæntur og átti dóttur, sem er hans eina barn. í sautján ár vann hann hjá samband- inu, var einn fárra háskólamenntaðra manna sem þar unnu. Þá lá leiðin í enn annað vígi jafnaðarmanna, er hann varð forstjóri Dýrtíðarsjóðs launþega. Undir hans stjórn breyttist sjóðurinn úr rykfallinni stofnun í áhrifavald í dönsku fjármálalífi, því sjóðurinn er vellauðugur. Með um- svifum sínum hafði sjóðurinn mikil áhrif á fjárfestingar annarra laun- þegasjóða, til dæmis lífeyrissjóða, sem fóru út í arðbærari og djarfari fjárfestingar, en áður hafði þekkst. Nyrup hafði aldrei gegnt ábyrgð- arstöðum innan Jafnaðarmanna- flokksins þegar hann varð varafor- maður 1987. Árið eftir var hann kjör- inn á þing og 1992 varð hann for- maður flokksins. Ferill hans innan flokksins er mjög óvenjulegur, því venjulega hafa leiðtogarnir byijað innan ungmennasamtakanna og síð- an fetað sig áfram hægt og bítandi. Þegar stjómmálamenn eru annars vegar spyija Danir einatt hvort við- komandi sé alþýðlegur eða hifí á sér háskóla- og gáfumannasvip. Hvað Nyrup viðvíkur hefur hann fengið orð á sig fyrir að hafa alþýðlegan smekk, þó vinir hans segi að í bóka skápnum séu líka bækur eftir höí- unda eins og Jean-Paul Sartre og Albert Camus. Hann sést sjaldan á sinfóníutónleikum, utan þegar hann mætti á Pavarotti-tónleika síðastliðið sumar með Lone Dybkjær, einum af forsvarsmönnum Róttæka vinstri- flokksins, en þann dag opinberuðu þau trúlofun sína. Vinir hans og samstarfsmenn segja hann lifa eins og hann tali, hann sé hjálpfús og megi ekkert aumt sjá. En hann þykir líka bera þess merki að leið hans inn í stjórn- málin lá úr háskóla með viðkomu á skrifstofu alþýðusambandsins. Hann ber ekki utan á sér eldlegar hugsjón- ir, hann hrífur ekki fólk með inn- blásnum ræðum, heldur er varkár, stilltur og orðvar. Maður málamiðl- ana og sátta. Sérgrein hans er að segja það sem hann ætlar sér, ekki að svara spurningum. Ráðlagt að gifta sig Ráðið, sem Poul Schluter gaf eftir- manni sínum í sjónvarpinu á sunnu- dagskvöldið var að drífa sig nú í hjónaband með Lone Dybkjær. Hann myndi örugglega fljótt fínna fyrir því að í þessu starfí væri gott að eiga góðan bakhjarl. Schliiter lét þess þó ógetið að þau búa þegar saman, svo hjónabandið gerir kannski hvorki til né frá. Hins vegar spillir rómantíkin varla fyrir vinsæld- um Nyrups, því fjölmiðlar vaka yfír hjónaleysunum. En tíminn einn leiðir í þós hvort mikið breytist við það að einn Poul kveður og annar tekur við. KíWíblöðiníveitingastofu. Lykketoft Jelved Sjursen Ráðherralisti dönsku rí kisstj órnarinnar RAÐHERRAR í nýrri ríkisstjórn Danmerkur eru sem hér segir: • Forsætisráðherra: Poul Nyrup Rasmussen, Jafnaðarrnannaflokknum • Utanríkisráðherra: Niels Helveg Petersen, Róttæka vinstriflokknum •Ráðherra þróunaraðstoðar: Helle Degn, Jafnaðarmannaflokknum • Fjármálaráðherra: Mogens Lykketoft, Jafnaðarmannaflokknum •Atvinnumálaráðherra: Jytte Andersen, Jafnaðarmannaflokknum • Orkumálaráðherra: Jan Sjursen, Kristilega þjóðarflokknum •Ráðherra húsnæðismála, norrænnar samvinnu og samskipta við A-Evrópu: Flemming Kofoed-Hansen, Kristilega þjóðarflokknum •Landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra: Bjorn Westh, Jafnaðarm.fl. •Varnarmálaráðherra: Hans Hækkerup, Jafnaðarmannaflokknum •Innanríkisráðherra: Birthe Weiss, Jafnaðarmannaflokknum • Dómsmálaráðherra: Pia Gjellerup, Jafnaðarmannaflokknum • Iðnaðarráðherra: Jan Trojborg, Jafnaðarmannaflokknum • Umhverfisráðherra: Svend Auken, Jafnaðarmannaflokknum •Efnahagsráðherra: Marianne Jelved, Róttæka vinstriflokknum • Menningarmálaráðherra: Jytte Hilden, Jafnaðarmannaflokknum • Samgönguráðherra: Helge Mortensen, Jafnaðarmannaflokknum •Ráðherra fjarskiptamála: Arne Melchior, Miðdemókrötum • Skattamálaráðherra: Ole Stavad, Jafnaðarmannnaflokknum • Félagsmálaráðherra: Karen Jespersen, Jafnaðarmannaflokknum • Menntamálaráðherra: Ole Vig Jensen, Róttæka vinstriflokknum •Kirkjumálaráðherra: A. D. Andersen, Miðdemókrötum •Ráðherra tæknimála og vísindarannsókna: Svend Bergstein, Miðd. •Viðskiptaráðherra: Mimi Jakobsen, Miðdemókrötum •Heilbrigðisráðherra: Torben Lund, Jafnaðarmannaflokknum Skeljungur hf. Einkaumboö fyrir Shell-vörur á íslandi HEKLA SMURSTÖÐ LAUGAVEGI 174 SÍMI695500 SÍMI 695670

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.