Morgunblaðið - 26.01.1993, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 26.01.1993, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1993 STEINAR WAAGE EININGABRÉF2 Eignarska Raunávöxtun sl. 12 mánuði TTSFRJALS KAUPÞING HF iJjggilt verðbréfafyrirtœki Kringlunni 5, sími 689080 í eigu Húnaðarbanka íslands og sparisjóðanna Góóan daginn! Sýning Tæki frá Marel hf. vekja athygli TÆKI frá Marel hf. vöktu athygli á sýningu fyrir kjúklingaiðnað í Atlanta í Bandaríkjunum í síðustu viku. Geir A. Gunnlaugsson fram- kvæmdastjóri Marels segir að frá sjónarhóli fyrirtækisins hafi sýning- in tekist eins vel og menn þorðu að vona. Sýningin í Atlanta er stærsta sýningin af þessu tagi í Bandaríkj- unum, en hún stóð frá miðvikudegi til föstudags. Marel hf. hefur áður tekið þátt í þessari sýningu, en í þetta skipti sýndi fyrirtækið með Johnson Food Equipment, sem er einn af stærstu tækjaframleiðend- um fyrir kjúklingaiðnað í Banda- ríkjunum og hefur tekið að sér umboð fyrir Marel þar í landi. „Við vorum þama á mjög stórum bás með Johnson Equipment og tækin okkar fengu því mun meiri athygli en ella. Það var mjög mik- ill áhugi á tækjunum sem við sýnd- um og stærsti aðili í kjúklingaiðnað- inum í Bandaríkjunum fær eitt þeirra nú til reynslu,“ sagði Geir. Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra heimsótti sýninguna í Atlanta á föstudaginn og sagði við Morgun- blaðið, að tækin sem Marel sýndi hefðu vakið mikla athygli. „Það er óhætt að segja að þessi tæki séu þau sem lengst eru komin tæknilega af þeim tækjabúnaði sem þar var sýndur. Það boðar gott um að ís- lendingar geti selt þekkingu sína í fiskiðnaði til annarra greina," sagði Jón. Byggist á tölvusjón Tækin sem Marel sýndi voru upphaflega hönnuð fyrir fiskiðnað en hafa verið þróuð til að nýtast kjúklingaiðnaðinum. Þau eru ann- ars vegar myndgreiningarflokkari eða formflokkari sem byggir á tölvusjón. Flokkarinn flokkar kjúkl- ingahluta eða fískhluta eftir lögun þeirra. Hins vegar er hjúpmælir sem einnig byggist á tölvusjón og getur mælt þykkt bökunarefnishjúps á físk- eða kjötstykkjum sem á að djúpsteikja. Bæði þessi tæki eru nánast þau einu sinnar tegundar í heiminum, að sögn Geirs A. Gunn- laugssonar. Hann sagði að nú væri framund- an að vinna úr sýningunni, en mjög mikið hefði borist af fyrirspurnum. „Reynslan verður að skera úr um hvort við náum fótfestu á þessum markaði. Okkur hefur tekist að vekja á okkur góða athygli og nú er að sjá hvort okkur tekst að selja þessi tæki í framhaldi af því,“ sagði Geir. ALFA-LAVAL — Globus hf. hefur tekið við sölu og þjón- ustu á landbúnaðar- tengdum vörum frá sænska fyrirtækinu Alfa-Laval. Hér er um að ræða eitt stærsta fyrirtækið í heiminum í framleiðslu á mjalta- kerfum en það hefur auk þess á boðstólum mikið úrval rekstrar- vara og tækja fyrir landbúnað, að því er fram kemur í frétt frá Globus. Yfír 90% ís- lenskra bænda nota mjaltakerfi þessarar tegundar. Á myndinni eru f.v. Þórður Hilmars- son, forstjóri Globus og Erik Bergseng fulltrúi Alfa-Laval sem gengu nýlega frá samkomulagi milli fyrirtækjanna. FÉLAG VIÐSKIPTAFRÆÐINGA OG HAGFRÆÐINGA Gæðastjórnun í íslenskum fyrirtækjum - breytt hlutverk stjórnenda Morgunverðarfundur Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga fimmtudaginn 28. febrúar nk. kl. 8.00-9.30 á Hótel Holiday Inn. Mörg íslensk fyrirtæki í ýmsum atvinnugreinum hafa þegar náð athyglisverðum árangri með aðferðum gæðastjórnunar. Þrátt fyrir það hefur hugtakið gæðastjórnun verið þokukennt í hugum margra. Magnús Pálsson, viðskiptafræðingur og framkvæmdastjóri verkefnisins Þjóðarsókn í gæðamálum, fjallar um gæðastjórnun með tilliti til íslenskra aðstæðna og breytt hlutverk stjórnenda og miðstjórnenda. Félagar í FVH og aðrir áhugamenn um umræðuefnið eru hvattir til að mæta. Fundir Fundur um gæðasijórnun MORGUNVERÐARFUNDUR Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga um gæðastjórnun í íslenskum fyrirtækjum og breytt hlutverk stjórnenda verð- ur haldinn nk. fimmtudag. Magnús Pálsson, viðskiptafræð- ingur og framkvæmdastjóri verk- efnisins Þjóðarsókn í gæðamálum, flytur erindi og svarar fyrirspum- um. Fundurinn veður haldinn fimmtudaginn 28. febrúar kl. 8.00- 9.30 Hótel Holiday Inn. Möguleikar frísvæðis íReykjavík Hagræðingarnefnd Félags ís- lenskra stórkaupmanna boðar til kynningarfundar um íslenska frí- svæðið í Reykjavík. Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 28. janúar nk. kl. 12 í Skálanum Hót- el Sögu. Á dagskrá verður Markúsar Arnar Antonssonar: Fríhöfn í Reykjavík. Helgi K. Hjálmsson, forstjóri Toll- vörugeymslunnar hf., ræðir um kynningu á möguleikum innflytjenda á notkun íslenska frísvæðisins í Reykjavík. Að lokum verða umræður. VeRKEFNIÐ FrUMKVÆÐi/FrAMKVÆMD AUGLÝSIR EFTIR UPPLÝSINGUM UM STARFANDI RÁÐGJAFA A EFTIRTÖLDUM SVIÐUMi Stefnumótun, Markads- AÐGERÐIR OG VÖRUÞRÓUN, FjÁRHAGSLEG ENDURSKIPULAGNING OG FJÁRMÁLASTJÓRNUN, FrAMLEIÐSLUSKIPULAGNING OG GæÐASTJÓRNUN. ÓSKAÐ ER EFTIRAÐ HAFT SÉ SAMBAND VIÐ KaRL FIíIÐRIKSSON HJÁIDNTÆKNISTOFNUN ÍSLANDS Is/MA 91 - 687000. f rumkvæði Iðntæknistofnun, Keldnoholti, 1 12 Reykjovík, Simi (91) 68 7000

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.