Morgunblaðið - 26.01.1993, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.01.1993, Blaðsíða 12
mr HAimAi miDmjwtm hkiajh'/jj.'kk.ií - MORGtHVBLADHLÞRiÐJUDAGUR- 26: JANUAR-1993 - Reuter Bestu leikararmr Emma Thompson heldur á Golden Globe-styttu, sem hún fékk fyrir leik sinn í myndinni „Howards End“. Með henni á myndinni er A1 Pacino, sem varð fyrir valinu sem besti leikarinn í dramatískri mynd. Golden Globe kvikmyndaverðlaunin Þijár viðurkenning- ar fyrir Konuilm Los Angeles. Reuter. KVIKMYNDIN „Scent of a Woman“, Konuilmur, með A1 Pacino i aðalhlutverki, hlaut þrenn af tíu helstu Golden Globe-verðlaununum, sem voru afhent á laugardagskvöld. „Scent of a Woman“ fjallar um samband blinds manns og há- skólanema og varð fyrir valinu sem besta dramatíska myndin, auk þess sem A1 Pacino fékk verð- laun fyrir bestan leik í drama og Bo Goldman fyrir besta handritið. „A Few Good Men“ (Heiðurs- menn) var tilnefnd til fimm verð- launa en fékk engin og kom það mörgum á óvart. „The Player“ (Leikmaðurinn) var valin besta gamanmyndin og aðalleikarinn í myndinni, Tim Robbins, fékk verðlaunin fyrir bestan leik í gamanmynd. Clint Eastwood varð fyrir val- inu sem besti leikstjórinn fyrir myndina „Unforgiven“ (Hinir vægðarlausu), kúrekamynd sem fordæmir ofbeldi. Samtök erlendra fréttaritara í Hollywood veitir Golden Globe- verðlaunin. Brosandi Deneauve Franska kvikmyndin „Indókína" fékk Golden Globe-verðlaunin sem besta erlenda myndin. Leikkonan Catherine Deneauve brosir hér óvenju breitt þegar hún tók við verðlaununum á laugardag. Hamingjuleit og losti á bensínstöð Morgunblaðið/Sverrir Frá sýningu Nemendaleikhússins á Bensínstöðinni eftir franska leikskáldið og leikstjórann Gildas Bourdet. _________Leiklist_____________ Jóhann Hjálmarsson Nemendaleikhúsið: Bensínstöð- in eftir Gildas Bourdet. Þýð- andi: Friðrik Rafnsson. Leik- stjóri: Þórhallur Sigurðsson. Leikmynd: Gretar Reynisson. Búningar: Helga Stefánsdóttir. Tæknimaður: Egill Ingibergs- son. Tónlist eftir ýmsa. í skrifum um Bensínstöðina eftir Gildas Bourdet hefur verið lögð áhersla á á nýstárleik verksins jafn- framt því sem höfundinum hefur verið líkt við ýmsa gamla meistara leikritunar og einnig bent á tengsl hans við samtímahöfunda og franska kvikmyndagerð. Sé leitað fyrirmynda koma nokk- ur harðsoðin bandarísk verk upp í hugann, m. a. eftir Sam Shephard. Leikritið gerist á bensínstöð eins og nafnið gefur til kynna, eða öllu heldur fyrrverandi bensínstöð úti á landi. Framkvæmdir við flugvöll í nágrenninu hafa girt fyrir við- skipti. Ekkert bensín er að fá, en aftur á móti er nóg af heitum til- finningum og draumum á stöðinni. Fjölskylda bensínstöðvarinnar er illilega minnt á fortíðina þegar heimilisfaðirinn, Húmbert, sem stungið hafði af fyrir löngu, birtist skyndilega. Fáir fagna honum nema helst vangefið barnabarn hans, Tútút. Eiginkonan Magdalena og syst- urnar þrjár, Teresa, Mód og Doris, börn þeirra Húmberts, eru á þeim vegamótum þegar eitthvað hlýtur og verður að fara að gerast í líf- inu. Mód er að því komin að ganga í hjónaband, Teresa er ástsjúk og Magdalena sjálf virðist skotin í bif- vélavirkjanum Samson sem dundar við að gera bíl fjölskyldunnar öku- hæfan. Bíllinn leikur líka sitt hlut- verk á sviðinu. Eins og góðri franskri afþrey- ingu sæmir eru losti og tilfínninga- flækjur (tvær systranna eiga sama elskhuga) áberandi og ríkur þáttur verksins sem er þó í eðli sínu eða undir niðri alvörugefið. Hamingju- leitin er þemað eins og í óteljandi nútímaleikritum. Að mínu mati tekst Gildas Bo- urdet með Bensínstöðinni að skapa leikrænt verk sem reynist þó of langdregið á köflum. Hvað það varðar þarf sökin ekki að vera hans heldur getur hún verið leik- stjómarleg. Það er ákaflega mikill vandi að halda ákjósanlegri spennu í verkinu þegar samtöl eru löng og að því virðist innihaldslítil, en eiga að spegla ævi ólíkra persóna. Til bóta hefði verið að stytta verk- ið, að minnsta kosti fyrir þessa sýningu. Leikarar Nemendaleikhússins og nokkrir gestaleikarar fást við að blása lífi í persónur verksins og er leikur þeirra í góðu jafnvægi þann- ig að sýningin hefur gott svipmót í heild sinni. Ekki gefst tækifæri til mikilla tilþrifa nema helst í lok- in þegar höfundurinn velur á milli þess að láta leikritið enda í óvissu eða breytast í óhugnað. Hann velur fyrri kostinn sem er að mínu mati betri. Áhorfendur geta með því móti sjálfir ráðið í örlög persón- anna, hvort þær verði um kyrrt á hinni óvirku bensínstöð, týnist í skóginum í kring eða komi sér fyr- ir alvöru burt. Þar sem hér er um nemendasýn- ingu að ræða verður ekki gerð til- raun til að gera upp á milli leik- ara. Annað verður ekki sagt en nám þeirra hafi eftir sýningunni að dæma tekist með ágætum. Leik- ararnir eru þau Björk Jakobsdóttir, Dofri Hermannsson, Gunnar Gunn- steinsson, Hinrik Ólafsson, Jóna Guðrún Jónsdóttir, Kristina Sundar Hansen og Vigdís Gunnarsdóttir. Erling Jóhannesson, Hilmar Jóns- son og Þröstur Guðbjartsson leika sem gestaleikarar. Nemendaleikhúsið er þekkt fyrir áræðni og segja má að Bensínstöð- in geri miklar kröfur, en sé að mörgu leyti hentugt verkefni fyrir hóp sem þennan. Sviðsmynd verks- ins er fábreytileg og einföld og hin sama út alla sýninguna. Höfundur- inn vill ekki skrifa neitt stofudrama heldur lætur hann leikritið gerast úti. Þar er meira frelsi. Þau Gretar Reynisson og Helga Stefánsdóttir hafa unnið í þessum anda við gerð leikmyndar og búninga, það er fyrst og fremst leikarinn sem er miðpunkturinn (og vitanlega bíllinn franski). Þýðandinn, Friðrik Rafnsson, hefur komið franska textanum yfir á venjulegt íslenskt mál sem hæfir hversdagsraunsæi verksins. Því má ekki gleyma að eitt helsta vopn höfundarins er gamansemin og það að setja boðskapnum ekki of þröngar skorður. Léttleiki er styrkur Bensínstöðvarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.