Morgunblaðið - 31.07.1991, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 31.07.1991, Blaðsíða 39
í MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR MIÐVIKUDAGUR 31. JULI 1991 39 GOLF / LANDSMOT íslandsmeistararnir í fyrra; Úlfar Jónsson Keili og Karen Sævarsdóttir GS. Margir veðja á að þau verji titla sína á Hellu. Búist vid bar- áttu Sjguijóns oglllfars Karen Sævarsdóttirtalin líklegust til sigurs í meistaraflokki kvenna HANDKNATTLEIKUR -I KEPPNI í meistaraflokki og 1. flokki á Landsmótinu í golfi hefst á Strandarvelli á Hellu í dag. Flestir virðast búast við mikilli baráttu íslandsmeistar- ans Úlfars Jónssonar úr Keili og Sigurjóns Arnarssonar úr Golfklúbbi Reykjavíkur um ís- landsmeistaratitilinn. í kvenna- flokki veðja margir á að Karen Sævarsdóttir úr Golfklúbbi Suðurnesja fari með sigur af hólmi. Að mati nokkurra kennara sem starfa hjá golfklúbbunum mun baráttan standa á milli Úlfars og Siguijóns og að auki voru nokkrir aðrir nefndir til sögunnar sem líklegir til afreka ef þessir tveir léku ekki eins og þeir geta best. „Breiddin er orðin svo mikil að það má lítið út af bera hjá Úlfari og Siguijóni. Ef þeir leika ekki vel þá eru um tíu kylfingar sem gætu bankað á dyrnar,“ sagði Sigurður Pétursson, kennari hjá GR og fyrr- verandi íslandsmeistari. Hann bætti því við að hann ætti ekki von á óvæntum sigurvegara á Hellu. „Það er erfítt að þurfa að gera upp á milli tveggja frábærra kylf- inga, en ef Siguijón nær að halda haus alla dagana þá held ég að hann hafi það. Ragnar Ólafsson verður ekki langt undan þeim félög- um og Guðmundur Sveinbjörnsson úr Keili mun standa sig vel,“ sagði Sigurður. Arnar Már Ólafsson kennari hjá Keili var sammála Sigurði um að baráttan stæði á milli Úlfars og Siguijóns og að Guðmundur yrði framarlega. „Úlfar hefur þetta á reynslunni," sagði hann og bætti því við að sjö Keilismenn yrðu í tíu efstu sætunum. Phillip Hunter hjá GS sagðist búast við að Úlli hefði sigur í barátt- unni við Siguijón og hann nefndi einnig til leiks Sigurð Sigurðsson úr GS, fyrrum Islandsmeistara. „Sigurður er í góðri æfingu og ef honum gengur þokkalega fyrstu dagana þá er hann til alls líklegur því hann er mikill keppnismaður,“ sagði Hunter. David Barnwell hjá GA var með röð efstu manna á hreinu. „í karla- flokki vinnur Úlfar, Siguijón verður í öðru sæti og Ragnar í þriðja sæti. í kvennaflokki vinnur Karen, Þórdís Geirsdóttir úr Keili verður önnur og Ragnhildur Sigurðardóttir úr GR þriðja," sagði hann. Sigurður Pétursson bjóst við keppni milli Karenar og Ragnhild- ar, þær hefðu báðar leikið vel og hann bjóst einnig við að Ásgerður Sverrisdóttir blandaði sér í barátt- una um efsta sætið. „Karen vinnur og síðan beijast þær Þórdís og Ragnhildur um ann- að sætið. Ég vona líka að Herborg Arnarsdóttir úr GR leiki vel og nái sér á strik,“ sagði Arnar Már. „Karen vinnur og Ragnhildur verður í öðru sæti. Hún hefur leikið vel en Karen er sterkari. Herborg og Svala Óskarsdóttir munu beijast um þriðja sætið,“ sagði Phillip Hunter. Kylfíngarnir hefja leik klukkan 8 í dag og það eru meistaraflokks- menn sem byija. í fyrsta riðli verða Haraldur M. Stefánsson frá Borgar- nesi, Eiríkur Guðmundsson úr GR og Tryggvi Traustason úr Keili. Þátttaka í meistaraflokki er mjög góð og 51 kylfingur mun beijast um íslandsmeistaratitilinn. „Völlur- inn er mjög góður og gerir miklar kröfur. Hann er fljótur að refsa manni og því verða menn að halda haus allan tímann,“ sagði Sigurður Pétursson um völlinn á Hellu. Michal Tonar með HK í vetur? ALLAR líkur eru á að tékknesk- ur landsliðsmaður í handknatt- leik, Michal Tonar, leiki með 1. deildarliði HK úr Kópavogi í vetur. Tonar er örvhentur og öflugur bæði sem skytta og hægri hornamaður. Hann og hinn kunni Sovadina hafa einmitt oft skipst á um að leika þessar tvær stöður í landsliðinu. Tonar, sem verður 22 ára í næsta mánuði, er 190 sentímetrar á hæð og einn besti handknattleiksmaður Tékkóslóvakíu. Hann hóf ferilinn hjá Skoda Plzen, en lék síðar með Dukla Prag um tíma — eins og Michal Tonar bestu handboltamenn landsins gerðu meðan kommúnisminn var og hét í landinu. Hann fór síðan aftur til gamla félagsins eftir bgpt- ingarnar í landinu. Tonar var með tékkneska lands- liðinu á Spánarmótinu sem lauk um sl. helgi og gerði þá m.a. fimm mörk gegn Júgóslavíu. Þjálfari HK í vetur verður sá sami og í fyrra, en hann er einmitt einnig Tékki — Rudolv Havlik, fyrr- um þjálfari Dukla Prag og landsliðs Tékkóslóvakíu. Annar tékkneskur landsliðsmaður leikur sem kunnugt er hér á landi, Petr Baumruk hjá Haukum. luémR FOLK ■ ARNAR Már Ólafsson golf- kennari hjá Keili og þeir John Drummond og Phillip Hunter golfkennari hjá GS halda til Holl- ands á Evrópumeistaramót golf- kennara. Mótið hefst 6. ágúst og leiknar verða 72 holur. ■ TRYGGVI Trausúison, meist- araflokksmaður í Golfklúbbnum Keili, slasaðist á vinstri hendi fyrir skömmu og varð að sauma nokkur spor. Hann hefur því lítið getað æft, en ætlar engu að síður að taka þátt í Landsmótinu á Hellu sem hefst í dag og er í fyrsta riðli, sem fer út kl. 8 árdegis. ■ SIGRÚN Stefánsdóttir frá Sjónvarpinu kom upp í GR á dögun- um til að taka upp hluta í þátt sinn Hristu af þér slenið. Ákveðið var að taka upp á 14. brautinni og þeg- ar allt var klárt, að mati sjónvarps- manna, hófst upptakan. Jens Sig- urðsson, ungur kylfingur úr GR sló annað höggið á par 4 holunni glæsilega og fór boltinn beint ofaní holuna. Flott myndefni, en því mið- ur kom í Ijós að filman var ónýt! ISLAN DSMOTIÐ SAMSKIPADEILD • • SANDGRASVOLLURINN I KÓPAVOGI Breiðablik - Víðir kvöld kl. 20 i BYKO Mætum öll! Aðkoma fyrir óhorfendur að sandqrasvellinum er sú sama og að Kópavogsvelli. Bifreiðastæði eru við Fífuhvamms? veginn og miðasalan er við norðurhlið Kópavogsvallar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.