Morgunblaðið - 31.07.1991, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 31.07.1991, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. JÚLÍ 1991 Flugfélag Norðurlands: Góð þátttaka í óbyggð- arferðir til Grænlands FLUGFÉLAG Norðurlands hefur í samvinnu við ferðaskrifstofuna Saga Reisen boðið upp á dagsferðir til Grænlands í sumar, en þess- ar ferðir eru farnar á hverjum miðvikudegi. Fullbókað hefur verið í hverja ferð, en í flugið er notuð skrúfuþota félagsins, Fairchild Metro III. Sigurður Aðalsteinsson fram- . .kvæmdastjóri Flugfélags Norður- lands sagði að um eins konar óbyggðarferðir væri að ræða. Lent er á flugvellinum Constable Point sem er rétt norðan við Skoresby- sund, þar sem boðið er upp á göngu- ferðir með leiðsögumanni og einnig gefst ferðalöngum kostur á að fara í þyrluflug um næsta nágrenni. Þá Tveimur björgunar- bátum stolið TVEIMUR gúmmíbjörgunar- bátum var stolið úr fiskibátum sem lágu við smábátahöfnina við Slippstöðina í gær, en til- kynnt var um stuldinn til lög- reglu fyrir hádegið. Bátarnir fundust báðir nokkru síðar og hafði lögregla ákveðnar grun- semdir um hverjir þarna voru að verki. Bátunum var stolið úr tveimur fiskibátum við smábátahöfnina, annar bátanna var úr Grímsey og hinn frá Þórshöfn. Björgunar- bátarnir fundust báðir, annar maraði í sjónum skammt frá en hinn fannst uppblásinn í Kjama- skógi. „Manni datt fyrst í hug að einhveijir hefðu stolið bátunum í því augnamiði að nota þá sem íverustað yfir verslunarmanna- helgina, þessir bátar eru með tvöföldum botni, vatnsheldir og eflaust miklu hlýrri en tjöld,“ sagði varðstjóri lögreglunnar á Akureyri í gær. Hann sagði ákveðna „góðkunningja" lög- reglunnar liggja undir grun varðandi stuld björgunarbát- anna, en enginn verið yfirheyrð- ur vegna málsins síðdegis. snæða þátttakendur veglegan máls- verð af dönsku hlaðborði. „Fólkið kynnist náttúru og lands- lagi Grænlands í þessum ferðum, en áður en lent er er farið í útsýnis- flug,“ sagði Sigurður. Ferðirnar eru í raun farnar í tengslum við beint flug Saga Reisen til Akureyrar og eru farþegarnir flestir erlendir ferð- amenn. Flugfélag Norðurlands flýgur nær daglega leiguflug til Græn- lands, að lang mestu leyti með vis- indamenn sem þangað eru að fara í leiðangur. Ein af Twin Otter-flug- vélum félagsins er staðsett þar í landi um þessar mundir. Sigurður sagði að vel hefði gengið í sumar í Grænlandsfluginu, enda veður verið heppilegt og engar tafir kom- ið upp af þeim sökum. Morgunblaðið/Guðmundur Hrafn Lager Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri þar sem geymdar eru hjúkrunarvörur er einn sá stærsti á landinu, en út af þessum lager fara vörur að verðmæti um 60 milljónir króna á ári. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri: Lyfjakostnaðurinn minni en kostnaður við hjúkrunarvörur Hægt að spara til dæmis með fleiri útboðum, segir Valgarður Stefánsson innkaupafulltrúi Rekstrarkostnaður vegna kaupa á hjúkrunarvörum á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur- eyri er hærri en kostnaður vegna lyfjakaupa, umræður um þessar vörur hafa hins vegar aldrei ver- ið háværar, öfugt við umræður um lyfjakostnað. Yfir tvö þúsund vörutegundir eru á skrá á lag- ernum og segir innkaupafulltrúi Flugleiðin Akureyri-Keflavík: Gengur betur en við áttum von á - segir Sigurður Aðalsteinsson fram- kvæmdastjóri Flugfélags Norðurlands ÁÆTLUNARFLUG Flugfélags Norðurlands á milli Akureyrar og Keflavíkur gengur eftir vonum, en þó sagði Sigurður Aðalsteinsson framkvæmdastjóri að enn ætti eftir að kynna þennan nýja mögu- jíleika betur, m.a. hjá ferðaskrifstofum og þeim aðilum er annast bókanir. Flugfélag Norðurlands hóf áætl- unarflug milli Akureyrar og Kefla- víkur í vor og sagði Sigurður það ganga að vonum. Ætíð hefði verið reiknað með að nokkurn tíma tæki að kynna það þannig að menn vissu af þessum möguleika. Flug á áætl- unarleiðinni hefði hafist með tiltölu- lega litlum fyrirvara og nokkuð vantaði upp á að það væri komið inn á kortið hjá þeim sem annast bókanir ferðafólks. Frá upphafi -ýiefðu menn samt gengið út frá því að eitt til tvö ár tæki fyrir félagið að sanna sig á þessari leið, þannig að fólk gæti fullkomlega treyst á flugið. „Fólk héðan af svæðinu, sem er að fara til útlanda velur sér ákveð- in þægindi með því að fljúga beint til Keflavíkur, en tekur í leiðinni óneitanlega nokkra áhættu. Við teljum þá áhættu þó hverfandi litla, en það tekur vissulega nokkurn tíma að sanna að svo sé,“ sagði Sigurður. Hann sagði að nú væri meira um farþega á leiðinni frá Keflavík til Akureyrar, þ.e. þégar fólk er á leið heim frá útlöndum, heldur en er það er á leið utan. Mikið væri þó um farþega sem ekki tengdust utanlandsflugi, heldur væru á leið milli Suðurnesja og Akureyrar. „Við erum ánægðir með viðtök- urnar, þær eru jafnvel betri en við áttum von á. Við vinnum nú að ákveðnum þáttum með það að markmiði að bæta okkur ennfrekar og m.a. erum við að athuga með fjölgun ferða fyrir næsta sumar," sagði Sigurður, en nú eru farnar ljórar ferðir á milli í viku, á mánu- dögum, fimmtudögum, föstudögum og laugardögum og svo verður einn- ig í vetur. sjúkrahússins að þó svo vilji sé fyrir hendi að kaupa ódýrar og góðar vörur geti verið erfitt að finna hana, enda fátt um ábend- ingar þar um. Möguleiki sé á að hagræða og spara á þessum vett- vangi. Valgarður Stefánsson innkaupa- fulltrúi á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri, FSA, sagði að mánaðar- lega væru seldar vörur af lagernum fyrir um 4-5 milljónir króna, en það gerir um 50-60 milljónir króna á ári. Auk þess að sjá deildum FSA fyrir hjúkrunarvörum, eru vörur einnig seldar Dvalarheimilinu Hlíð, Heilsugæslustöðinni, til sjúkrahúss- ins á Húsavík og víðar. Kostnaður við rekstur hjúkrunarvörulagersins er meiri en apóteks sjúkrahússins. „Ég hef starfað við þetta í 17 ár og allan þann tíma hafa öðru hvoru verið miklar umræður um lyfjakostnað, en það er aldrei minnst á hjúkrunarvörur, þó svo kostnaður vegna þeirra sé meiri en lyfjanna. Það eru ekki haldnir fund- ir um kostnað vegna kaupa á hjúkr- unarvörum, né gerður samanburður á verði þeirra,“ sagði Valgarður, en á lager FSA eru á skrá 2.100 vörutegundir, en auk þeirra eru ýmsar sérvörur pantaðar beint á deildir sjúkrahússins. „Mér finnst tími til kominn að menn hætti að einblína eingöngu á lyfjaverð þegar rætt er um sparnað í rekstri heilbrigðiskerfisins. Þar er víðar hægt að bera niður og spara. Valgarður sagði að á þessu sviði væri eflaust hægt að spara umtals- verðar upphæðir, m.a. með því að Tjölga útboðum, en nú væru um 20 vörutegundir keyptar samkvæmt útboði og það hefði skilað sér í lægri kostnaði. Þá nefndi hann sem dæmi að á lagernum væru til 230 tegundir af eyðublöðum, sem án efa væri unnt að fækka eitthvað og einnig sagði hann að með því að flytja vörur inn beint væri hægt að spara fé. Seldi Lyfjaverslun ríkisins fleiri vörutegundir mætti líka ná fram hagstæðari innkaupum. „Vissulega er leitað leiða til að kaupa ódýra og góða vöru, en það er ekki þar með sagt að maður finni þá sem hagkvæmast er að kaupa né heldur að ábendingar þar um fáist.“ Hann sagði að fólk sem unnið hefði á sjúkrahúsum á Norðurlönd- unum hefði oft haft á orði að því þætti það hafa fínar vörur og jafn- vel nefnt að á stundum væri um bruðl að ræða hvað vörukaupin varðar í samanþurði við hin Norður- löndin. Valgarður sagði að á stóru ' sjúkrahúsi þar sem fram færi flókin starfsemi mætti ef til vill alltaf finna eitthvað sem betur mætti fara, vinnuandinn á FSA væri góð- ur og starfsfólk reiðubúið að leggja sig fram um að ná sem hagstæð- ustum rekstri, en á deildum þar sem jafnvel vinnur aðeins einn maður væri lítið um hvatningu til að gera vel. Hlutavelta íHrísey Tvær ungar blómarósir úr Hrísey héldu fyrir skömmu hlutaveltu í eynni. Þær söfnuðu ýmsum munum á meðal íbúanna, fengu að láni þar til gert tjald og efndu til tombólunnar. Stúlkurnar sem heita Rakel Heimisdóttir og Birna Rún Arnadóttir og eru fyrir miðri mynd söfnuðu 3.500 krónum sem þær gáfu Ungmennafélaginu Narfa í Hrísey. Stúlka á reiðhjóli fyrir bíl TÓLF ÁRA gömul stúlka á reið- hjóli varð fyrir bifreið á Drottn- ingarbraut á móts við Höepfner eftir hádegi í gær. Hún slapp án teljandi meiðsla, að sögn lög- reglu. Bæði stúlkan og bifreiðin voru á leið norður Drottningarbraut er slysið varð og sagði varðstjóri að talið væri að stúlkan hefði óvart hjólað of langt inn á götuna í veg fyrir bílinn með þeim afleiðingum að hún skall á honum og féll í göt- una. Stúlkan var flutt á Fjórðungs- sjúkrahúsið á Akureyri, en var að sögn varðstjóra ekki talin mikið slösuð, en hún mun hafa handleggs- brotnað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.