Morgunblaðið - 31.07.1991, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 31.07.1991, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3l. JÚLÍ 1991 Hvassafell á leið í viðgerð Hvassafell, er lenti í árekstri við bílaflutningaskip á vestanverðu Miðjarðarhafi aðfaranótt 20. júlí sl., er nú á leið til viðgerðar í Norður-Evrópu. Bráðbirgðaviðgerð var gerð á skipinu í Cartag- ena á Spáni en það skemmdist töluvert fyrir ofan sjólínu í árekstrinum. Þær upplýsingar fengust hjá Óttari Karlssyni hjá Samskipum hf. að ekki væri búið að ákveða hvar lokaviðgerð yrði framkvæmd í Norður-Evrópu. Myndin var tekin af skipinu á Spáni. Ákvörðuh heildarafla næsta veiðitímabils: Sambærilegt við að loka Vestmamiae^jahöfn í heilt ár SKERÐINGIN á heildaraflanum nemur 12 prósentum og er sambæri- leg við það að stærstu löndunarhöfn Iandsins, Vestmannaeyjahöfn, væri lokað í heilt ár að sögn Kristjáns Ragnarssonar formanns Lands- sambands íslenskra útvegsmanna. Kristján kveðst harma það að sjáv- arútvegsráðherra skuli ekki hafa nálgast tillögur Landssambandsins meira í reglugerðinni. „Við mæltum með verulegum niðurskurði á sókn í fiskistofnana frá yfirstandandi ári“, segir Kristján. „Það er misskilningur að við viljum bara lifa fyrir daginn í dag og gefum ekki gaum að við- haldi fískistofnanna. Áhyggjur okkar beinast einkum að þorskstofninum, þar sem við teljum að síðustu árgang- ar hans séu undir meðalstærð. Hins vegar fínnst okkur við hafa setið undir ómaklegri gagnrýni af hálfu Hafrannsóknastofnunar, og það er spurning hvort ekki þarf að taka upp breytt fyrirkomulag á samskiptum okkar við stofnunina. Þess eru dæmi erlendis að samtök á borð við okkar hafí fískifræðinga í vinnu. Ef til vill væri rétt af okkur að ráða fískifræð- ing til þess að við töluðum að minnsta kosti sama tungumálið og Hafrann- sóknastofnun." Um sókn í einstaka fískistofna segir Kristján að Landssambandið sé mjög óánægt með að ekki skuli vera leyfð meiri sókn í ufsastofninn. Að sögn hans er mjög mikið um ufsa við landið og auk þess sé ufsinn meiri flökkufískur en flestir aðrir nytjastofnar okkar. Eins segir Krist- ján að furðulegt sé að leyfa ekki aukna skarkolaveiði, einkum með til- liti til þess að fískifræðingar viður- kenni að þeir hafí ekki gert neinar rannsóknir á skarkolastofninum. Staðreyndin er sú að sögn Kristjáns að svo mikill skarkoli er í afla físki- skipa hér við land, að verði ekki leyfðar auknar veiðar á honum munu sjómenn lenda í vandræðum með hann. Þá segir Kristján það vera hreinar öfgar hjá forstöðumanni Hafrann- sóknastofnunar að ekki megi veiða 150 þúsund tonn af síld. Að sögn hans er alls óvíst hversu mikið verð- ur leyft að veiða af loðnu í vetur og höfðu útvegsmenn í hyggju að nota loðnuflotann til síldveiða. Þá tók Kristján fram að tækifæri gæfíst til að endurskoða þorskkvót- ann fyrir 15. apríl í vetur, þegar í ljós læmi hvernig vertíðin hefði geng- ið og hve mikill þorskur væri á mið- unum. Benedikt Valsson framkvæmdastjórí FFSI: Taka hefði átt meira VEÐUR VEÐURHORFUR í DAG, 31. JÚLÍ YFIRLIT: Skammt suðaustur af Hvarfi er 985 mb lægð, sem þok- ast suðsuðaustur, en austur við Noreg er 1.027 mb hæð frá henni hæðarhryggur vestur um til ísiands. SPÁ: Austan og suðaustan kaldi eða stinningskaldi um allt land, víða léttskýjað vestan- og norðanlands, en bjartviðri um allt land. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FIMMTUDAG OG FÖSTUDAG:Fremur hæg suðaustan átt um allt land. Lítilsháttar súld við suðurströndina, en skýjað austaniands. Á Norður- og Vesturlandi verður bjartviðri. Hiti 11 til 17 stig. Svarsími Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 990600. TÁKN: Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað s, Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / ■JO Hitastig: 10 gráður á Celsfus ý Skúrir * V El = Þoka = Þokumóða * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma ’, ’ Súld OO Mistur —|- Skafrenningur Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma Akureyri Reykjavík hiti 17 13 veður léttskýjað úrkoma í grennd Bergen 19 þokumófta Helsinki 26 léttskýjað Kaupmannahöfn 24 léttskýjaft Narssarssuaq 8 skýjaft Nuuk vantar Ósló 24 léttskýjað Stokkhólmur 26 léttskýjað Þórshöfn 12 súld Algarve 23 léttskýjað Amsterdam 28 léttskýjað Barcelona 28 léttskýjað Berlfn 27 léttskýjað Chicago 16 léttskýjað Feneyjar 26 léttskýjað Frankfurt 28 léttskýjað Glasgow 19 mlstur Hamborg 26 iéttskýjað London 18 rigning Los Angeles 18 mlstur Lúxemborg 26 skýjað Madríd 24 hálfskýjað Malaga 28 léttskýjað Mailorca 29 skýjað Montreal 20 skýjað NewYork 21 skýjað Orlando vantar París 16 rigning Madeira 22 skýjað Róm 28 léttskýjað Vln 28 léttskýjað Washington 22 alskýjað Winnlpeg 16 hálfskýjað mið af okkar tillögnm „TELLÖGUR okkar um sókn í fiskistofnana voru vandaðar og vel studd- ar rökum, sem byggð voru á langri reynslu skipstjórnarmanna", segir Benedikt Valsson, framkvæmdastjóri Farmanna- og fiskimannasam- bandsins. „Við hörmum þess vegna að sjávarútvegsráðherra skuli ekki hafa tekið meira mið af tillögum okkar við úthlutun fiskveiðiheimilda fyrir næsta fiskveiðiár." Benedikt segir að þetta eigi eink- um við um þorskveiðina, þar sem Farmanna- og fískimannasambandið lagði til 290 þúsund tonna afla en heimild ráðuneytisins er 265 þúsund tonn. Þá segir Benedikt að Far- manna- og fískimannasambandið sé ósátt við þá varfæmi sem sjávarút- vegsráðherra sýni í úthlutun ufsa- veiðileyfa. Þar lagði sambandið til 90 þúsund tonna veiði en ráðuneytið heimilar 75 þúsund tonna veiði. Hins vegar segir Benedikt að Far- manna- og fískimannasambandið hafí stutt tillögur Hafrannsókna- stofnunar um sókn í grálúðu, enda hafi skipstjómarmenn bent á að mjög varlega bæri að fara í grálúðuveiði á næsta fiskveiðiári. Sjávarútvegsráðherra heimilar 10 þúsund tonnum minni síldveiði en Farmanna- og fískimannasambandið lagði til og segir Benedikt að það komi sjómönnum illa. Miðað við óbreytta sókn í aðra stofna, svo sem loðnu, rækju, hörpudisk og humar þá þýði úthlutun sjávarútvegsráðu- neytisins samdrátt í tekjum sjó- manna sem nemi 10 til 11 prósent. í því sambandi nefnir Benedikt að kjarasamningar sjómanna séu lausir 15. september næstkomandi og að þessi samdráttur í tekjum hljóti að verða ofarlega á baugi í samninga- viðræðum þeirra. Eins segir Benedikt að alls óvíst sé hvemig loðnuveiðar muni ganga í vetur og að Farmanna- og fiski- mannasambandið hvetji til að þegar í september verði gerður út leiðangur til að rannsaka loðnustofninn. Óskar Vigl'ússon formaður Sjómannasambandsins: Inngreiðslum í verðjöfn- unarsjóð verði hætt STÓRFELLD kjaraskerðing sjómanna kemur óhjákvæmilega í kjölfar fiskveiðiúthlutunar fyrir næsta fiskveiðiár að mati Óskars Vigfússonar formanns Sjómannasambandsins. Eigi að síður kveðst Óskar álíta að sú ákvörðun sjávarútvegsráðherra að fara mjög eftir tillögum Hafrann- sóknastofnunar við úthlutun físk- veiðiheimilda sé rétt. „Það er sann- færing mín að niðurstaða fískifræð- inganna um ástand fískistofnanna sé rétt,“ segir Óskar, „og samvisku minnar vegna get ég ekki tekið und- ir með þeim sem vilja ekki taka neitt mark á fískifræðingum og bara físka meira.“ Óskar segir að þessi sannfæring hans breyti því ekki að hann sé mjög uggandi vegna versnandi afkomu sjómannastéttarinnar. Hann segir að Sjómannasambandið hljóti að meta þessa nýju aðstöðu og segir að fyrsta krafa þess verði að inngreiðslum í verðjöfnunarsjóð verði hætt um leið og nýja reglugerðin taki gildi. Jakob Jakobsson fiskifræðingur: Mjög iiálægt tillögum Hafrannsóknastofnunar JAKOB Jakobsson forstöðumaður Hafrannsóknastofnunar segir að sjaldan ef nokkurn tímann hafi verið farið jafn nærri tillögum stofnun- arinnar við úthlutun fiskveiðihcimilda og nú. Jakob tekur fram að hvað varðar sókn í ýsu, karfa, grálúðu, og rækju sé farið nákvæmlega eftir tillögum stofnunarinnar, og að frávikin hvað varðar veiði á ufsa og þorski séu ekki stórvægileg. Jakob segir að þetta sé ánægjulegt, ekki síst með það í huga að nú verði auðveldara að framfylgja eftirliti með sókninni, þar sem sóknarmark hafí verið fellt niður og afli smábáta sé talinn með í veiðiheimildunum. Jakob segir að Hafrannsókna- stofnun hafí lagt það til við Sjávarút- vegsráðuneytið að síldveiðiskip verði búin búnaði til að dæla afla milli skipa. Með því myndi aflinn nýtast betur og óvíst að dráp á síld ykist neitt verulega þó að meira yrði land- að af síldinni en undanfarið. Áhrifín af 30 þúsund tonna aukningu á síld- veiði frá tillögum Hafrannsóknar- stofnunar þyrftu því ekki að verða stórvægileg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.