Morgunblaðið - 31.07.1991, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 31.07.1991, Blaðsíða 1
48 SIÐUR B 171. tbl. 79. árg._________________________________MIÐVIKUDAGUR 31. JÚLÍ 1991________________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins Eingöngu rætt um efnahagsmál á fyrri degi leiðtogafundarins í Moskvu: Reuter Bush lofar Sovétmönnum Reuter Míkhaíl Gorbatsjov Sovétforseti og George Bush Bandaríkjaforseti fá sér göngutúr á Rauða toginu í Moskvu í gær í stuttu hléi frá viðræðum sinum. Á bak við þá gnæfir turn St. Basils dómkirkjunnar. Júgóslavía: Herþotur gera árás áþorpí Króatíu Belgrad, Zagreb. Reuter. HERÞOTUR sambandshers Júgó- slavíu gerðu í gær árás á kró- atiska þorpið Kostajnica. Einn lögreglumaður féll og að minnsta kosti sex manns særðust. í höfuð- borg landsins, Belgrad, fóru til- raunir ráðamanna til að binda enda á blóðbaðið í Króatíu út um þúfur þegar Stipe Mesic, forseti Króatíu, strunsaði út af neyðar- fundi. Djuro Brodarac, sem er lögreglu- stjóri í bænum Sisak, sagði Reuters- fréttastofunni í gær að tvær orrustu- þotur hefðu skotið á heilsugæslustöð og skóla í þorpinu Kostajnica og að serbneskir skæruliðar væru óðum að nálgast þorpið. Hann sagði að þoturnar hefðu einnig varpað sprengjum. Stipe Mesic yfirgaf í gær neyðar- fund leiðtoga Júgóslavíu í mótmæla- skyni, þar sem hann var andvigur því að Branko Kostic, varaforseti Júgóslavíu, yrði formaður í sérstakri nefnd sem stofna átti til að koma á vopnahléi í Júgóslavíu. í nefndinni áttu að sitja ráðherrar vamarmála, innanríkismála og dómsmála ásamt varaforsetanum, að sögn fjölmiðla í Jugóslavíu. Mesic var mótfallinn for- mennsku Brankos vegna þess að hann hefur verið hliðhollur Serbum allt frá því að átökin í landinu byij- uðu. Svíar velta fyr- ir sér EES án ís- lands o g Noregs BÆÐI stjórn og stjórnarandstaða í Svíþjóð velta fyrir sér þeim mögu- leika að gera samning um Evrópskt efnahagssvæði (EES) án þátttöku íslendinga og Norðmanna eftir að upp úr viðræðum um EES slitnaði í fyrrakvöld. Vonbrigði stjómmálamanna í Nor- egi em mikil yfir því að viðræðurnar sigldu í strand og saka stjómarand- stæðingar norska ráðherra um að hafa í opinberum yfirlýsingum i júní sl. verið með allt of mikla bjartsýni á árangur samningaviðræðnanna. Kjell Magne Bondevik formaður Kristilega þjóðarflokksins ber Gro Harlem Brundtland forsætisráðherra á brýn að hafa látið i ljós mikinn fögnuð yfir pólitísku samkomulagi áður en það var í höfn og þannig gefið Evrópubandalaginu til kynna að Norðmenn hefðu meira að bjóða. Bmndtland segir hins vegar að það eigi nú hug sinn allan að ná samning- um í haust. í Sviss hefur snurðan sem hljóp á þráðinn í Bmssel hins vegar vakið minni athygli og eru menn þar vongóðir um samkomulag í haust. í frétt frá Kristófer M. Kristins- syni, fréttaritara Morgunblaðsins í Brussel, segin Yfirsamninganefnd EFTA kom saman til fundar í gær- morgun til að ræða stöðuna í samn- ingunum um Evrópska efnahags- svæðið eftir að slitnaði upg úr þeim aðfaranótt þriðjudagsins. Á fundin- um varð samkomulag um að helja viðræðumar að nýju í byijun sept- ember og samkomulag hefur.verið gert um dagsetningar samninga- funda í þeim mánuði. Utanríkisráðherrar Evrópubanda- lagsins munu halda fund 30. sept- ember í Brussel og gert er ráð fyrir að samningarnir verði þá teknir fyrir. Framtíð viðræðnanna eftir fund- inn á mánudag er óljós. Staðfest ér að allnokkur atriði eru enn óútkljáð auk stóru atriðanna, sjávarútvegs og þróunarsjóðs. Fátt þykir benda til þess að krafa Norðmanna og Islend- inga um fullt tollfrelsi á sjávarafurð- um nái nokkum tímann fram að ganga en á henni strönduðu viðræð- urnar á mánudagskvöld. Þeir aðilar innan EFTA og EB sem fréttaritarar Morgunblaðsins ræddu við í Brassel í gær töldu að samningsaðilar yrðu að nota ágústmánuð til að fara ofan í saumana á þeim atriðum sem ósam- ið er um þannig að tíminn í byijun september nýtist vel. Samkvæmt heimildum í Brassel eru ekki fyrir- hugaðir neinir fundir, hvorki tvíhliða á milli einstakra þátttökuríkja né á milli bandalaganna í ágúst. Sjá fréttir á bls. 16-17 Pavarottiá tónleikum Italski óperasöngvarinn Luciano Pavarotti þenur hér raddböndin á tónleikum sem hann hélt í Hyde Park í Lundúnum í gær- kvöldi í tilefni þess að hann á 30 ára söngferil að baki. Talið er að um 125.000 áhorfendur hafi sótt tónleikana þrátt fyrir rigningu, en það er langmesti fjöldi sem komið hefur á tónleika á Bretlandseyjum. Bandaríkin: beztu viðskiptakjörum Moskvu. Frá Ólafi Þ. Stephensen, blaðamanni Morgpmblaðsins. GEORGE Bush, forseti Banda- ríkjanna, lýsti því yfir í ræðu í Moskvu í gær að hann myndi Ieggja til við Bandaríkjaþing að það samþykkti viðskiptasamning við Sovétríkin, sem tryggja mun Sovétmönnum svokölluð beztu Hei'stöðvar lagðar niður Washington. Reuter. BANDARÍKJAHER ætlar að yfirgefa 72 herstöðvar utan Banda- ríkjanna innan skamms, að sögn Pete Williams, talsmanns varnarmála- ráðuneytisins. Sagði hann að stefnt væri að því að Bandaríkjamenn yrðu búnir að yfirgefa um þriðjung hinna 1.600 herstöðva sinna utan Bandaríkjanna árið 1995. Williams sagði að 38 stöðvar yrðu lagðar niður í Þýskalandi, 13 í Bret- landi, 8 á Ítalíu, 7 í Tyrklandi, 5 á Spáni og ein í Hollandi. Yrði fjöldi bandarískra hermanna í Evrópu, sem nú er um 300.000, um 150 þúsund árið 1995 en stefnt er að því að þeim verði búið að fækka í 219 þúsund þegar í lok þessa árs. Þær skýringar sem gefnar vora á þessum áformum vora annars vegar hinar breyttu aðstæður í samskiptum austurs og vesturs og hins vegar að hart væri nú lagt að Dick Cheney, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, að draga úr útgjöldum til hermála. viðskiptakjör. Litið er á yfirlýs- ingpi Bush sem mikilvægt skref í þá átt að koma samskiptum ríkjanna á nýjan grunn samstarfs og vináttu. Ándrúmsloftið á leið- togafundi Bush og Míkhaíls Gorb- atsjovs, forseta Sovétrikjanna, sem hófst hér í Moskvu í gær, ein- kennist af samstarfsviya og bjart- sýni. Bush talaði um „nýja öid, sem lofar góðu“, í samskiptum risa- veldanna. Míkhail Gorbatsjov not- aði orðin „nýtt skeið í sögunni". Marlin Fitzwater, talsmaður Hvíta hússins, tjáði blaðamönnum í Moskvu að á fyrsta fundi leiðtoganna í gær- morgun hefði eingöngu verið rætt um efnahagsmál. Þeir hefðu talað um tengsl Sovétríkjanna við Alþjóða- gjaldeyrissjóðinn og Alþjóðabank- ann, niðurstöður fundar Gorbatsjov með leiðtogum sjö helstu iðnríkja heims í Lundúnum og efnahagsum- bætur í Sovétríkjunum. Leiðtogarnir munu í dag funda ásamt nánustu aðstoðarmönnum sínum á sveitasetri Gorbatsjovs fyrir utan Moskvu, Novo Ogaríjevo. Að sögn Fitzwaters munu forsetarnir ræða þar um framhald á afvopnunar- samningum eftir undirritun START- sáttmálans, sem fram fer í dag. Vítalíj Ignatenkó, talsmaður Gorb- atsjovs, sagði á blaðamannafundi að á Novo Ogaríjevo, yrði líklega rætt um afvopnun á höfunum, skamm- dræg kjarnavopn í Evrópu, geimvopn og efnavopn. Fitzwater sagði að sennilega kæmi til nýrra viðræðna um afvopnunarmál með haustinu, þar sem farið yrði yfír þau mál, sem Ignatenkó nefndi, en ekki væri tíma- bært að segja til um hvert þær við- ræður myndu leiða. Athygli hefur vakið að þrátt fyrir jákvætt andrúmsloft og fjölda yfir- lýsinga um að kalda stríðinu sé lokið og nýtt skeið í sögunni sé að hefj- ast, vakti George Bush tvisvar sinn- um máls á deiluefnum risaveldanna í gær. Bush minntist þar á framtíð Eystrasaltsríkjanna, aðstoð Sovét- manna við Kúbu og deilu Japana og Sovétmanna um Kúril-eyjar. Forset- inn sagði sumar þessara deilna geta staðið í vegi fyrir bættum samskipt- um og þátttöku Sovétmanna í heims- markaðnum yrðu þær ekki leystar. Fitzwater var spurður hvort Banda- ríkjamenn litu á lausn þessara ágreiningsefna sem skilyrði fyrir aðstoð við Sovétríkin. „Þetta er ekki skilyrði, heldur sýnir þetta að eðli sambands ríkjanna er að vaxa og þroskast," sagði Fitzwater. Viðbrögð Sovétmanna við þessum yfirlýsingum Bush hefðu þótt með ólíkindum fyrir fáeinum áram. Vítalíj ígnatenkó sagði að Sovétmenn skildu mikilvægi þessara vandamála, og þau yrðu áreiðanlega rædd á fundi leiðtoganna í dag ásamt öðrum svæð- isbundnum deilum. Hann hafði einn- ig eftir Gorbatsjov forseta að „ef áhugi Bandaríkjanna á að þróa góð tengsl milli Sovétríkjanna og Banda- ríkjanna dvínar einhverra hluta vegna, eram við tilbúnir að gera átak til að koma í veg fyrir það. Þetta sagði hann, af því að þetta er í þágu langtímahagsmuna Sovétríkjanna", sagði Ignatenkó. Sjá nánari fréttir af leiðtoga- fundinum á miðopnu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.