Morgunblaðið - 31.07.1991, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 31.07.1991, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. JÚLÍ 1991 19 Viðræðunum um Evrópskt efnahag-ssvæði frestað Ræða Andriessens í ráðherraráði EB: Hætta á að EES renni út í sandinn Frans Andriessen sem fer með utanríkismál í framkvæmda- stjórn Evrópubandalagsins sagði í ræðu í ráðherraráði EB á mánu- dagsmorgun að ef fresta þyrfti viðræðum um Evrópskt efna- Svíþjóð: SÆNSKA sljórnarandstaðan er þeirrar skoðunar að ef Norð- menn og Islendingar ná ekki samkomulagi við Evrópubanda- lagið (EB) þegar samningavið- ræðurnar um Evrópska efna- hagssvæðið (EES) hefjast á ný í haust eigi Svíar að stefna að tví- hliða EES-samningi við EB. Kem- ur þetta fram í frétt í Svenska Dagbladet í dag, miðvikudag. Þá komi einnig til greina að Frí- verslunarbandalag Evrópu (EFTA) geri samning við EB án Islendinga og Norðmanna. hagssvæði (EES) fram í septemb- er væri hætta á að ekkert sam- komulag næðist. Hann Iagði fram málamiðlunartillögu sem kom verulega til móts við hugmyndir ríkja Fríverslunarbandalagssins in geti öll sætt sig við en útilokar ekki samning án íslands og Noregs. Félag sænskra iðnrekenda segist óttast að EES-viðræðurnar séu að sigla endanlega í strand. Því beri ríkisstjórninni að ná sérstökum samningi við Evrópubandalagið. Svíum er mjög í mun að samkom- ulag náist í EES-viðræðunum til að þeir fái aðgang að innra mark- aði EB árið 1993. Ef EES fer út um þúfur gæti það tafist að minnsta kosti til ársins 1995 að Svíþjóð fái óhindraðan aðgang að markaðin- og fyrir hönd framkvæmda- stjórnarinnar lagði hann í grein- argerð sinni hart að ráðherrum EB að freista þess að ná pólitísku samkomulagi við EFTA-ríkin en án árangurs eins og kunnugt er. I ræðu sinni fór Andriessen yfír stöðu samningaviðræðnanna um EES og gerði grein fyrir helstu ágreiningsefnum. Þar kom fram að viðræðum um flutninga yfír Alpana hefði verið frestað fram á haust. Síðan sagði hann að ef tækist á mánudeginum að ná samningum um sjávarútvegsmál og þróunarsjóð þá væri þar með kominn lykill að endanlegu EES-samkomulagi. Hann varaði við því að lausn þess- ara mála yrði frestað fram á haust- ið. Þá gæti farið svo að los kæmist á þá hnúta sem bundnir hefðu ver- ið fyrir sumarhlé. „Að mínu mati myndi slíkt þýða að möguleikar á Evrópsku efnahagssvæði ,yrðu úr sögunni. Við verðum því í dag — jafnhliða samningi um hin mikil- vægu atriði, sjávarútvegsmál og sjóð — að ná samkomulagi í grund- vallaratriðum okkar í millum um meginsamningsniðurstöðumar á Andriessen grundvelli samantektarinnar sem framkvæmdastjórnin hefur afhent ráðherraráðinu." Andriessen lagði síðan áherslu á pólitískt mikilvægi samningavið- ræðnanna um EES. „Sá ásetningur okkár að ná árangri hefur verið staðfestur af æðstu valdamönnum og tími er kominn til að komast að lokaniðurstöðu. Þetta á við um báða aðila sem standa nú frammi fyrir tímamótaákvörðunum. Ef hvorum- tveggju tekst ekki að skila árangri nú í dag er trúverðugleikinn fyrir bí og það sem verra er: EES kann að renna út í sandinn. Til þess að afstýra svo hörmulegri niðurstöðu verðum við í dag að öðlast heildar- sýn og horfa hærra en hinir ein- stöku aðilar í samningaviðræðunum en þar tekur hver tillit til sinna sérstöku hagsmuna." Telja sérviðræður við EB vænlegan kost Noregur: Niðurstaðan talin mikill ósigur fyrir Brundtland Ósló. Frá Jan Gunnar Furuly, fréttaritara ’Mórgunblaðsins NORÐMENN voru of fljótir að hrósa happi í viðræðunum við Evrópu- bandalagið (EB) um Evrópskt efnahagssvæði (EES). Þetta virðist vera almenn skoðun norskra stjórnmálamanna eftir að erfiðum samn- ingaviðræðum lauk í Brussel. Niðurstaða viðræðnanna er álitin mesti pólitíski ósigur Gro Harlem Brundtland, forsætisráherra Nor- egs, á stjórnmálaferli hennar. í frétt Svenska Dagbladet segir að Ingvar Carlsson, forsætisráð- herra Svíþjóðar, geti einnig hugsað sér EES-samning án íslands og Noregs og ef allt annað þrýtur tví- hliða samning Svíþjóðar og EB. Utanríkisviðskiptaráðherrann An- ita Gradin hafði ekki tekið afstöðu til tvíhliða samnings þegar haft var samband við hana í gær. Carl Bildt, formaður Hægri- flokksins, vill að framtíð EES-við- ræðnanna verði rædd eins fljótt og unnt er á aukafundi í utanríkismál- anefnd þingsins. Þó að það verði líklega verkefni nýrrar ríkisstjórnar að sigla málinu í höfn beri flokkarn- ir sameiginlega ábyrgð á að lausn finnist, segir Bildt. I fréttatilkyn- ingu sem Bildt sendi frá sér segir hann það vera skoðun sína að Aust- urríki og Svíþjóð, EFTA-ríkin sem búin eru að sækja um aðild að EB, eigi sækjast eftir tvíhliða samning- um. Jan Erik Wikström, talsmaður Þjóðarflokksins, segir tvíhliða samning vel koma til greina en einnig beri að athuga hvort EB geti ekki náð samning við ríkin sem láta ekki sjávarútvegsmálin flækj- ast fyrir. Miðflokkurinn segir æskilegt að samkomulag náist sem Norðurlönd- Brundtland og viðskiptaráðherra Noregs, Eldrid Nordbo, munu aldrei gleyma dögunum 18.-20. júní. Þessa daga fögnuðu þær óspart í þeirri trú að samkomulag hefði náðst um tollfijálsan aðgang sjáv- arafurða á markað EB. „Norðmenn voru hafðir að fífl- um,“ mátti lesa á forsíðum norsku blaðanna í gær. Viðbrögð norskra stjórnmálamanna sýna að vonbrigð- in yfír að samkomulag náðist ekki í Brussel eru mikil. Að sama skapi er mikil samstaða um það í Noregi að viðræðunum um EES verði að halda áfram. Leiðarahöfundar Aft- enposten telja sig hafa fullvissu fyrir því að stjórnin hafí áfram mikinn meirihluta á bak við sig þegar EES-viðræðurnar verða aftur teknar upp í september. Það er fyrst og fremst Framfara- flokkur Carls I. Hagens, sem heldur uppi harðri gagnrýni á ríkisstjórn- ina vegna niðurstöðunnar frá Brussel. Hagen segir að stjórnin hafí spilað djarft og tapað. Hann skoraði á Nordbo að taka afleiðing- unum af því að það sem hún full- yrti á stórþinginu stæðist ekki. Hann er sérstaklega sár út í Nord- bo fyrir að hafa í ræðu sinni á þing- inu þann 20. júní ekki slegið neinn varnagla við því að sigur í viðræð- unum væri í höfn. Kjell Magne Bondevik, fyrrver- andi utanríkisráðherra, sem er úr Kristilega þjóðarflokknum, tjáði sig einnig um niðurstöðuna: „Það var ekki skynsamlegt af forsætisráð- herranum að ganga út frá ein- hveiju sem ekki var fest á blað. Það hefur e.t.v. haft það í för með sér að EB-löndin fóru að hafa eftir- þanka. Fagnaðarlætin í júní voru mistök og gáfu í skyn að Noregur gæti látið meira af hendi í sjávarút- vegsmálum,“ sagði hann við Aften- posten. Líkamsleifar pólskra herfor- ingja finnast í fjöldagröfum Vursjá. Reuter. LÍKAMSLEIFAR pólskra herforingja, sem öryggislögregla Stalíns, NKVD, myrti árið 1940, hafa fundist í fjöldagröfum í Ukraínu í Sovétríkjunum. Opinbera fréttastofan PAP greindi frá þessu á föstu- dag í síðustu viku. Að sögn fréttastofunnar hóf samstarfshópur pólskra og sovéskra sérfræðinga rannsókn á fjöldagröfunum á sl. fimmtudag. Þeir hafa þegar grafið upp bein, leifar pólskra herbún- inga, hnappa og aðra hluti sem þykja óyggjandi sönnun þess að herforingjarnir voru grafnir þar. Stefan Sniezko, aðstoðarríkis- saksóknari í Póllandi, sagði að búist væri við að rannsóknin myndi leiða í ljós að um 4.000 stríðsfang- ar hefðu verið myrtir af NKVD og grafnir í gröfunum, sem eru ná- lægt Kharkov í Austur-Úkraínu. Alls hurfu 15.000 pólskir herfor- ingjar í upphafí síðari heimsstyij- aldarinnar eftir innrás Sovétmanna í Pólland. Þýskir hermenn fundu lík 4.341 þeirra, öll skotin í höfuð- . ið, árið 1943 í fjöldagröf í Katyn- skógi nálægt Smolensk í Hvíta- Rússlandi. Örlög hinna voru ókunn þar til á síðasta ári að fjöldagrafir fundust nálægt Kharkov og í Mednoye, um 150 km fyrir norðan Moskvu. Fjöldgrafirnar í Mednoye verða opnaðar í næsta mánuði. Sovétmenn héldu því fram í 50 ár að nasistar hefðu myrt pólsku herforingjana, en viðurkenndu loks á síðasta ári að NKVD bæri ábyrgð á dauða þeirra. Herforingjamir voru allir hátt- settir í hernum og margir þeirra vel menntaðir. Sagnfræðingar telja að Stalín hafi fyrirskipað aftökur þeirra til að koma í veg fyrir hugs- anlega andspymu gegn kommún- isma í Póllandi. Fjöldamorðin hafa löngum vald- ið andúð Pólveija á Sovétmönnum og telja margir þeirra að þau séu einu stríðsglæpirnir sem framdir voru í síðari heimsstyijöldinni sem enn eigi eftir að refsa fyrir. Sviss: Láta seink- un viðræðna ekki á sig fá Zíirich. Frá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. SVISSLENDINGAR láta seinkun samningaviðræðna um Evrópskt efnahagssvæði (EES) fram í sept- ember ekki á sig fá. Franz Blank- art, helsti samningamaður þeirra, sagði eftir fundinn í Briissel á mánudagskvöld að myndun frjáls viðskiptasvæðis í Vestur-Evrópu myndi varla stranda á þremur fisktegundum. Svisslendingar hafa fyrst og fremst áhyggjur af ákvarðana- tökum innan EES, ef af því verð- ur, viðskiptum með vefnaðarvör- ur og umferð 40 tonna vöruflutn- ingabíla. Ekkert þessara mála er leyst og meiri tími getur aðeins komið að gagni. Blankart segir að samningaviðræður þokist smátt og smátt í rétta átt. Svissnesku dagblöðin voru komin í vinnslu þegar niðurstaða ráðherra- fundarins í Briissel lá fyrir. Neue Ziircher Zeitung spáði því að samn- ingaviðræðunum yrði frestað þar sem skjót niðurstaða var ólíkleg og endanleg uppgjöf enn ólíklegri. Út- varp og sjónvarp hófu fréttasend- ingar í gær með frásögnum af leið- togafundinum í Moskvu og sögðu frá seinkun EES-viðræðnanna inni í miðjum fréttatíma. Brundtland Erik Solheim, formaður Sósíal- íska vinstiflokksins, segir þessa nið- urstöðu sýna að EB hafí haft Norð- menn að fíflum. „Það er mjög lítill skilningur innan EB á sérstöðu Norðmanna. Fiskurinn er undir- staða búsetu eftir allri strandlengju Noregs. Þessu hefur EB ekki sýnt áhuga,“ sagði hann. Anne Enger Lahnstein frá Mið- flokknum telur að síðustu daga hafi hið rétta andlit EB komið í ljós. „Við vorum búin að ná pólitísku samkomulagi en síðan gerast hlutir innan bandalagsins sem verða til þess að klúðra málinu." Er hún þeirrar skoðunar að mikilvægi EES- samnings sé mjög ofmetið í Noregi. Forsætisráðherrann lætur hins vegar engan vafa leika á því að hún sé ekki enn búin að gefa upp von- ina um að samkomulag náist. Vill Brundtland ekki viðurkenna að hún hafí beðið pólitískan ósigur. „EES- viðræðurnar snúast einvörðungu um að ná hagstæðum samningi milli EB og EFTA. Þeirri vinnu er ekki enn lokið. Nu verðum við að Ieggja áherslu á að komast að niður- stöðu í september eða október. Það er það eina sem ég legg áherslu á nú,“ sagði Brundtland vígreif í sam- tali við Aftenposten í gær. ÍÉttt : -' í s *; í Jfi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.