Morgunblaðið - 31.07.1991, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 31.07.1991, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. JÚLÍ 1991 11 Hvað ertu, líf, nema litur ________Myndlist____________ Bragi Ásgeirsson „Ljósglampar ótal“, segir í upp- hafi kvæðisins „Lífið“ eftir Krist- ján Fjallaskáld. Þótti mér við hæfi að hefja rit- smíð mína um ferð til Austurlands og heimsókn á sýninguna „Kjarval í heimahögum" í Borgarfirði á þessum upphöfnu hendingum. Einkum fyrir það að litaríkidómur Austurlandsins skartaði sínu feg- ursta dagana sem ég var þar. Lit- ir voru mjúkir, þýðir og blíðir í breytilegri veðráttu, þar sem á skiptust smáskúrir, þoku- skýja- slæðingar svo að stundum náði niður í flallsrætur, en á milli var bjart veður og sindraði þá á spegil- sléttan og lognkyrran hafflötinn, sem var þá eins og „ljósglampar ótal“. Formmjúkar og á stundum nær gegnsæar skýjaslæðumar gerðu sér dælt við fjallstoppana og eins og struku þeim ástúðlega. Ökuferð frá Norðfírði til Borg- arfjarðar og aftur til baka á afhal-. landi laugardeginum var ævintýr- aleg fýrir þá sök hve mikil dul- armögn vom í landslaginu, en þannig er það aldrei í mjög þurru og heiðskíru veðri. Grænn litarríki- dómurinn var ævintýralegur og grassvörðurinn lá sums staðar lík- ast flosmjúku teppi yfír landinu. Þetta hijóstmga, stórskorna landsvæði á með sanni sínar mjúku hliðar og stundum er það veðrátt- an sem magnar þær fram, og þannig var það einmitt þessa eftir- minnilegu dagstund. Að manni sóttu skáldlegar hug- leiðingar, saga þessa landshluta og auðskilin var trú fólks á álfa, drauga og hindurvitni. Hér eru vísast höfuðból og hjáleigur yfir- náttúrlegra afla. Svona veðurfar ásamt miklum andstæðum í lands- lagi og hrikalegum fjallsnípum kveikir í hugarfluginu, vekur jafn- framt upp beyg og kenndir til skuggalegra huliðsheima. Flatlendið meðfram Lagarfljóti var með blómlegasta móti og sum- arhús Kjarvals kúrði á sínum stað, einhvern veginn svo lítið , þögult og umkomulaust eftir að hann er horfinn á braut. Áður var lágreist- ur kofinn sem ævintýri eins og sögurnar, sem spruttu upp kring- um meistarann á meðan hann lifði og starfaði, en eftir lifa nú einung- is sögumar og verkin sem hann málaði á staðnum og í nágrenni hans. Allstaðar mátti sjá merki þess, að verið var að gera út á hlýindi sumars og góða uppskeru, svo sem sagt er, hvítir plastbaggar utan um hey lágu nær skipulagslaust á víð og dreif, en formfagrar heysát- ur engar svo sem fýrrum, er Kjarv- al gekk um sveitir, hvað þá flekk- ir eða fólk snúandi þeim í gríð og erg með þróttmiklum tilburðum. Áfram er ekið, og fyrr en varði birtist manni undursamlegur Borgaríjörðurinn og hið fjölbreyti- lega landslag allt um kring. í miðj- um ógnvænlegum Njarðvíkur- skriðum er staðnæmst við hinn helga kross, sem þar hefur staðið frá ómunatíð og verið endurnýjað- ur reglulega. Siður er að vegfar- endur ái hér um stund og geri bæn sína. Fyrir neðan breiðir Njarðvíkin úr sér og hinum megin rís voldugt fjallabelti furðulegrar tilbreytni í formum, sem minna fyrir sumt á barrok- og æskustílinn í húsagerð- arlist og á ég þá við mýkt og fjöl- breytni en ekki skraut. Austast er svo Kögur. í Borgarfirðinum sér vitt til lit- auðugra fjalla, sem eru bæði í lípa- rít og bágrýti, og sem margur veit, þá er á þessum slóðum mikið um fagra og fágæta steina og bergkristalla. Jafnframt er hér um grösuga og búsældarlega sveit að ræða eins og svo víða á Austfjörð- um. Hér voru heimahagar Kjarvals frá fímmta ári og fram að ferm- ingu og þessi litríka sveit kom til með að hafa varanleg áhrif á list hans, sem engan skyldi furða, og hingað sótti hann um árabil hug- myndir í mörg nafnkennd mynd- verk. Sum þeirra eru á sýningunni „Kjarval í heimahögum" í Félags- heimilinu Fjarðarborg um þessar mundir og fram til föstudagsins 2. ágúst. Hér er um að ræða myndir úr eigu Kjarvalssafns í Reykjavík, sem hann gerði á þessum slóðum og eru þetta mest kunnar myndir, sem ég hef áður fjallað um. Ástæða er þó til að vekja athygli á sýningunni, sem er þarft fram- tak og fyrir margt vel að henni staðið. En fram kemur enn einu sinni, hve félagsheimili í sveitum eru oft óhentug fyrir myndlistar- sýningar, og er sem húsameistar- amir hafí ekki vitað af þeirri list- grein, er þeir teiknuðu þau. Margar myndanna njóta sín alls ekki á veggjunum, þótt henni sé þokkalega fyrir komið, og má um sumt kenna hráu umhverfí og slakri lýsingu. í krirkju staðarins er altaristafla eftir Kjarval, sem enginn ætti að láta óskoðaða er á annað borð hefur áhuga á list hans, því að hún er um margt óvenjuleg, m.a. mótar fyrir landslagi úr sveitinni, í bakgrunninum, sem uppmnalega þótti ekki par fínt og féll ekki í kramið hjá geistlegu valdi tím- anna, þótt hún svo rataði á sinn stað. Ég kannaðist við ýmislegt úr landslaginu frá myndverkum Kjarvals og hafði ánægju og gagn af, jafnfram þótti mér athyglisvert hve formin og litirnir í umhverfínu eru skyld og samofín list hans og vinnubrögðum. Það hlýtur að dýpka tilfínningu hvers manns fyrir list Kjarvals, að skoða heimahaga hans, einkum ef hann er jafn heppinn og ég með fjölbreytileg og- dulúðug veðra- brigði. Hann var með sanni niðji uppruna síns og jafnframt Islands alls. Það sem mér kom mjög á óvart á staðnum, svo ég get ekki orða bundist, er hve húsin stinga í stúf við landslagið og þó er það mun lakara að sjá bílhræ þar sem þau ættu alls ekki að sjást og jafnfram ýmislegt drasl annað, og áberandi hirðuleysi í umhverfinu. Ég veit nefnilega að víða varðar þetta við ströngustu lög erlendis, enda stór- spillir það umhverfinu og áliti ferð- alanga á viðkomandi stöðum. Ég tók ekki aðeins eftir þessu í Borgarfirðinum, heldur of víða á leiðinni, því mjög sker það í augu, að sjá ryðguð bíla- og vélahræ í undursamlega fallegu umhverfí svo_ og ömurleg útihús. Ég kemst í hátíðarkskap er ég sæki heim mikilsháttar sýningar á ferðalögum mínum og fæ mér gjaman hressingu að lokinni skoð- un þeirra og svo var einnig að þessu sinni, en hér má einnig koma fram, að hressingin sem við feng- um á Fjarðarborg er ekki neinu metnaðarfullu félagsheimili sam- boðin. Hún kom okkur næstum úr jafnvægi, en það mildaði þó skapið að ágætt málverk eftir Kjarval hangir á kaffístofunni, sem er gjöf Þorsteins Jónssonar til Borgfírðinga. í þorpum og einnig víða um sveitir, sem ekið var framhjá, er það áberandi hve gömlu húsin eru miklu fallegri og listrænni, en staðlaðir, kuldalegir og andlausir steinkassar eftirstríðsáranna, og þá einkum ef þeim er vel við haldið. Og þótt búið sé í sveit, jafnvel afskekktri sveit, er ekki nauðsyn- legt að afdalabragur sé á öllu og það' sannaðist í Egilsbúð á Nes- kaupstað, þar sem við að ferðalag- inu loknu fengum viðurgjörning og þjónustu, sem sómir bestu veit- ingahúsum á höfuðborgarsvæð- inu. Þetta má gjama fljóta með þessum pistli um meistara Kjarv- al, sem var mikill fagurkeri og viðkvæmur fyrir slíkum hlutum og öllum náttúruspjöllum, svo að hér er ekki alveg farið út fyrir rammann. Eins og sjá má í upphafinu leit- aði kvæði hins orðhaga Kristjáns Fjallaskálds á listrýninn við þessa samantekt og vil ég ljúka henni með því að birta það í heild sinni. Hvað em líf, nema litur/ljósglamp- ar ótal,/er dauða-sæ lygnum á leiptra/í lífs-sólar skini?/ Hví ertu, lífröðull ljósi,/svo ljúfur og fagur?/ Hví ertu, helsærinn kyrri/ svo hulinn og djúpur? KAMBASEL - RAÐHUS Mjög gott ca 190 fm endaraðhús á tveimur hæðum. Innb. bílskúr. Arinn í stofu. Suðursvalir. Mögul. að taka 4ra herb. íbúð uppí. Áhv. ca 1100 þús. Verð 12,8 millj. DUNHAGI - BÍLSKÚR Góð íbúð á 2. hæð. Parket á hluta. Góð staðsetning. Verð 7,8 millj. STELKSHÓLAR - 4RA Falleg rúmgóð íbúð á 1. hæð. Búr innaf eldhúsi. Sér- lóð. Verð 6,6 millj. ÁLFAHEIÐI - BÍLSKÚR Falleg „penthouse“-íbúð í fjölbýlishúsi. 2 svefnherb. Glæsileg íbúð. Áhv. 4,8 millj. veðdeild. Verð 9,5 millj. EIÐISTORG - 3JA Glæsileg 110 fm íbúð á tveimur hæðum. Getur losnað eftir þrjár vikur. Verð 8,5 millj. LAUG ARN ESVEGU R - 3JA-4RA Góð íbúð á 3. hæð. Góðar stofur. Stórar svalir. Verð 6,6 millj. NEÐSTALEITI - 2JA - LAUS Mjög góð íbúð á 1. hæð í litlu fjölbýli. Þvhús í íbúð. Sérverönd. Bílgeymsla. Verð 7 millj. Áhv. 1,2 millj. ÞlMiIlOLT Suðurlandsbraut 4A, sími 680666 Álfheimar Mjög falleg sérhæð 123 fm nettó á annari og efstu hæð. Allt sér. Ákv. sala. Verð 9,6 millj. 28 404 HðSEIGNIR ™ ™ VELTUSUNDI 1 Q SIMI 28444 WL 9W%MW Daníel Ámason, lögg. fast., HelgiSteingrímsson.sölustióri. 11 o C0 Helluborð „Moon“ keramik yfirborð, snertirofar, svartur rammi eða stálrammi, fjórar hellur, þar af tvær halógen og ein stækkanleg, hitaljós, tímastilling á hellum. TH2010 Helluborð Keramik yfirborð, svartur eða hvltur rammi, fjórar hellur, þaraftværhalógen og ein stækkanleg, sjálfvirkur hitastillir og hitaljós. TH490 tf*"1* Helluborð „Moon“ kermik yfirborð, </) stálrammi, fjórar hellur, þar af tvær halógen, sjálfvirkur hitastillir og hitaljós. Helluborð TH483B Keramik yfirborð, svartur eða hvítur rammi, fjórar hellur, þar af tvær halógen, sjálfvirkur hitastillir og hitaljós. Funahöfða 19 sími685680 s

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.