Morgunblaðið - 31.07.1991, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 31.07.1991, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. JÚLÍ 1991 UPP Á HLUT eftir Benjamín H.J. Eiríksson Alþingi hefír með löggjöf innleitt þá skipan fiskveiðanna, að menn geta því aðeins róið til fískjar, að þeir hafí til þess leyfí yfírvaldanna. Allir sem fengust við veiðarnar fengu leyfíð endurgjaldslaust, en magnið sem þeir mega veiða, er takmarkað og minna en þeir myndu vilja veiða væru veiðamar fijálsar. Aðstæður á fískmörkuðum er- lendis hafa gert það að verkum, að fískverðið hefir farið hækkandi, og það mikið. Takmörkun veiðanna, og það ekki aðeins á miðunum við ísland, og hið háa fískverð, hafa leitt til myndunar mikils gróða af veiðunum. Þessi gróði er ein tegund einokunargróða, þar sem hann byggist á takmörkunum og þar með einskonar einokunaraðstöðu. Veiði- leyfin, hinir svokölluðu kvótar, ganga kaupum og sölum, ekki að- eins fyrir milljarða, heldur eru þeir tuga milljarða virði. Þar sem þessi mikli gróði er skapaður með löggjöf Aiþingis og fikistofnanir þjóðar- eign, þá er ekki óeðlilegt að hinn almenni borgari, skattgreiðandinn, vilji vita hvað um einokunargróðann verði. Um kvótann er það að segja, að eins og er, þá er hann ein mikil óvissa. Þetta er slæmt, vegna þess að með kvótanum má vinna tvennt, hvorttveggja mikilvægt: annars- vegar vemdun fískistofnanna, hins- vegar aukin hagræðing sem myndi draga úr hinni óþolandi sóun, sem fólgin er í alltof stórum fískiflota. Það rekur því óðum að þvf, að menn verða nauðugir viljugir að gera kvótann að varanlegri eign. Þetta yrði „landnám" að nýju. Kvót- „Útgerðarmaðurinn fær hlut eftir skipið, veiðarfæri og annan útgerðarkostnað, og fyrir stjórnun, sjómað- urinn fyrir vinnu sína og fyrirhöfn. Eins á þjóðin að fá hlut eftir sitt framlag: fiskistofn- ana og gæzlu þeirra með löggjöf og eftirliti. Þjóðin á að vera upp á hlut, þjóðarhlutinn.“ amir myndu þá fá þá ábyrgu með- ferð sem aðrar eignir borgaranna fá, til dæmis í sambandi við veð og skattlagningu. Hagræðingin myndi fá traustan og varanlegan grundvöll, vemdun fískimiðanna sömuleiðis, þar sem heilbrigt ástand fiskistofnanna yrði framtíðarhags- munir eigenda veiðiréttarins. Það var sóknarmarkið sem fyrst og fremst olli hinni miklu þenslu fiskiflotans. En aflið á bakvið þá þróun var einokunargróðinn, hann því ein orsök sóunarinnar. Auðvitað er fásinna að kalla tak- markanir á einokunargróðann álög- ur á sjávarútveginn. Þetta er ekk- ert betra en hið fáránlega tal um „lyfjaskattinn". Maður leggur ekki skatt á betlarann þótt maður hætti að gefa honum. í fyrri grein hefí ég gert tillögu um aflaskatt. Frá rökrænu sjónar- miði er sú málnotkun ekki til fyrir- myndar. Réttar er að tala um hlut ríkisins, eða öllu heldur um þjóðar- hlutinn. Um er að ræða að þjóðin fái hlut með útgerðarmönnum og sjómönnum, sem hvorirtveggju eru upp á hlut. Þeir fá sitt fyrst þegar útgerðarkostnaðurinn hefír verið dreginn frá aflaverðmætinu. Þeir eru ekki upp á fast kaup. Þessi þjóðarhlutur myndi að sumu leyti verða hliðstæður „royalty", sem greitt er stundum, til dæmis af námum og öðrum náttúrugæðum. Þjóðin á fiskistofnana í samein- ingu. Löggjafínn hefír skapað gróða sjávarútvegsins með löggjöf sinni. Utgerðarmaðurinn fær hlut eftir skipið, veiðarfæri og annan útgerð- arkostnað, og fyrir stjórnun , sjó- maðurinn fyrir vinnu sína og fyrir- höfn. Eins á þjóðin að fá hlut eftir sitt framlag: fískistofnana og gæzlu þeirra með löggjöf og eftirliti. Þjóð- in á að vera upp á hlut, þjóðarhlut- inn. Nú, þegar sjóamenn eru tekju- hæsta vinnandi stétt þjóðarinnar, hljóta skattfríðindi þeirra að fá annan svip en áður, og því full ástæða til þess að taka lagaákvæð- in sem lúta að þeim til endurskoðun- ar. Með því að miða fískverðið innan- lands við fiskverðið sem gildir á hinum erlendu fískmörkuðum, er hinni íslenzku fískvinnslu þokað niður á sama samkeppnissviðið og annar íslenzkur atvinnurekstur, einkum iðnaðurinn, býr við, sem er aðstaðan- á hinum erlendu mörkuð- um. Það þýðir samkeppni á þeirra skilmálum. Það er þetta sem gerir að íslenzkt atvinnulíf er sífellt í þrengingum, þar sem gengið mið- ast langtímum saman við hinar af- kastamiklu fískveiðar. Hingað til hafa þær lagt fískiðn- aðinum til ódýrt hráefni og hann því blómstrað löngum stundum. Nú íltsalan hef§t á morgun Benjamín H.J. Eiríksson virðist þetta liðin tíð. Hvað verður þá um hann og hvað um fiskiþorp- in kringum landið? Það virðist liggja beint við, að frystingin flytjist að miklu leyti um borð í fískiskipin, og þá um leið mjölvinnslan. Allur afli á að koma til skiptanna, flök og mjöl jafnt og lýsi, hrogn og lifur. Það er hin breytta aðstaða fyrst- ingarinnar sem gerir, ásamt fleiru, að ég er ekki hrifínn af hugmynd- inni um gjald fyrir veiðileyfin. Ég óttast að aðstaða sveitarfélaganna leiði fljótti til spillingar í sambandi við úthlutun og verzlun með veiði- leyfín. Sendinefndum og úbýtingar- sjóðum myndi fljótlega fjölga til muna. Smjörþefínn geta menn fundið í Tímanum í dag (20.7). Forsíðan er tekin undir 17 sm háa mynd af sjávarútvegsráðherranum og 21 sm háa fyrirsögn: Asættan- legt að Rolf, Hekla eða Eimskip kaupi allan kvóta? Þannig er spurt nú þegar. Byggðakvótinn myndi verða pól- itísk stjómun atvinnulífsins, fram- leiðslufyrirtækjanna, miðstýring, sem nú er orðið ljótt orð, jafnvel í Þjóðviljanum. Byggðakvóti myndi verka beinlínis gegn aukinni hag- kvæmni í útgerð og fækkun skipa. Þjóðarhlutinn yrði minni. Sjálfsagt á kór þeirra manna eftir að stækka sem ekki mega heyra að neinu verði breytt í þessum efnum. En útgerðarmenn og sjó- menn eiga ekki að taka upp pólitík bændanna, að streitast gegn sann- gjörnum umbótum í rauninni óhjá- kvæmilegri þróun, sem ómómælan- lega horfír til framfara með þjóð- inni. Auk þess virðist hugsunarhátt- ur bændanna vera farinn að breyt- Höfundur er fyrrverandi bankastjóri Framkvæmdabankans og efnahagsriðunautur ríkisstjórna. Stjóm Landssamtaka ITC á íslandi starfsárið 1991-1992. F.v.: Ingi- munda Loftsdóttir, Kristín Hraundal, Sigríður Jóhannsdóttir og Rósa Kristjánsdóttir. Einnig situr í stjórn Ólöf Gísladóttir. Ný landsstj órn ITC á íslandi Á SJÖTTA landsþingi ITC á Islandi sem var haldið á Hótel Loftleið- um 24.-26. maí síðastliðinn, var ný stiórn landssamtakanna kjörin fyrir starfsárið 1991-1992. Stjórnina skipa: Forseti Sigríður Jóhannesdóttir, 1. varaforseti Krist- ín Hraundal, 2. varaforseti Ingi- munda Loftsdóttir, ritari Rósa Hall- dórsdóttir og gjaldkeri Ólöf Gísla- dóttir. Nyja stjómin tekur til starfa 1. ágúst næstkomandi. Fráfarandi forseti er Halldóra Guðmundsdóttir. Regluleg starfsemi hefst í byijun september og stendur til loka maí. ITC er kjörinn vettvangur fyrir þá sem vilja auka sjálfstraust sitt, læra fundarsköp og öðlast fæmi í að vinna í samvinnu við aðra. Margir fyrrverandi aðilar í ITC hafa verið kjömir til forystu og trúnaðarstarfa í öðram félögum svo og á vinnumarkaðinum. Þeir sem era enn að hugsa um í hvað hægt verði að eyða frístundum sínum næsta vetur ættu að athuga þennan kost. ★ 'k STÓRÍTSALA f KVOSIIWfl k gj Hafnarstræti. & k^g. -ýc M ■¥ M M M M M

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.