Morgunblaðið - 31.07.1991, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 31.07.1991, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. JULI 1991 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. JÚLÍ 1991 21 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir'Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jóhsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 100 kr. eintakið. Viðræðumar um EES Viðræðum um stofnun hins evrópska efnahagssvæðis milli Evrópubandalagsins og EFTA-ríkjanna, hefur verið frestað fram í september. Þótt ríkisstjórnir EFTA-ríkjanna, ekki sízt íslands og Noregs, hafi lagt ríka áherzlu á að ljúka þessum viðræðum með samn- ingum nú í lok þessa mánaðar, er alls ekki víst, að frestunin sé óhagkvæm fyrir EFTA- ríkin. Hún getur alveg eins orðið til þess, að EFTA-ríkin nái betri samningum en ella, þótt mikil svartsýni ríki þessa stundina meðal EFTA-ríkj- anna. Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra, var mjög svartsýnn, þegar hann kom frá Brussel fyrir viku og taldi, að viðræðurnar væru úr sögunni, ef samningar tækjust ekki nú. Það hefur verið ofmælt hjá ut- anríkisráðherra og ljóst, að aðilar setjast að samningaborði á ný að loknum sumarleyfum í Evrópu. En utanríkisráðherra var ekki einn um að tala á þennan veg. í sama streng tók sá meðlimur framkvæmda- stjórnar EB, sem fer með ut- anríkismál, á ráðherrafundi EB í fyrradag. Því má ekki gleyma, að EFTA-ríkin óskuðu ekki eftir þessum viðræðum. Það var Delor, forseti framkvæmda- stjórnar Evrópubandalagsins, sem lagði til í ársbyijun 1989, að viðræðurnar hæfust. Flestir eru þeirrar skoðunar, að með þessum viðræðum og væntan- lega samningum í kjölfar þeirra, hafi Evrópubandalagið viljað koma í veg fyrir fleiri aðildarumsóknir næstu árin. Hvers vegna vildi EB ekki fleiri umsóknir um aðild? Væntan- lega til þess að fá tíma til að koma hinum sameinaða mark- aði í framkvæmd. __ Styrkur okkar íslendinga í þessum viðræðum er einfald- lega sá, að við getun komizt af án þátttöku í evrópsku efna- hagssvæði. Það ræður engum úrslitum um framtíð okkar og afkomu, hvort samningar tak- ast eða ekki. En vissulega er æskilegt, að við sem lítum á okkur sem Evrópuþjóð og erum hluti evrópskrar menningar og sögu getum orðið þátttakandi í Evrópuþróuninni með skilmál- um, sem hæfa hagsmunum okkar og aðstöðu. Það eru ekki aðeins okkar hagsmunir heldur Evrópuþjóðanna almennt. En við þurfum ekki að koma með betlistaf í hendi til Brussel. Við getum verið án aðildar að EES. Við þurfum ekki að taka við hveiju sem er. Norðmenn hafa teygt sig langt til þess að samningar geti tekizt. Við njótum góðs af Norðmönnum í þessum efn- um og ber að meta þann vilja, sem þeir hafa sýnt í verki til þess að veita okkur stuðning. Á þessu stigi skal ósagt látið, hvort norska ríkisstjórnin hefur gengið skrefi of langt í sam- komulagsátt en það er áreiðan- lega misskilningur hjá EB-ríkj- unum telji þau að hægt sé að fá Norðmenn til þess að fallast á enn frekari veiðiheimildir. Þegar Uffe Elleman-Jensen, utanríkisráðherra Dana, var hér á ferð í síðustu viku, sagði *hann í samtali við Morgunblað- ið, að Danir hefðu í upphafi aðildar sinnar að EB gert þau mistök að horfa fyrst og fremst á þrönga hagsmuni sína en ekki hinar breiðu pólitísku línur í samstarfi Evrópuþjóða. Aðildarríki EFTA hljóta að vænta þess af EB, þegar kemur fram í september, að forráða- menn bandalagsins horfi á hin- ar breiðu pólitísku línur en ekki þrönga sérhagsmuni og í raun og veru minni háttar hags- muni, þegar bandalagið tekur endanlega afstöðu til samninga við EFTA-ríkin. Þessar viðræður hafa nú þegar orðið til þess, að við höf- um kynnzt Evrópubandalaginu betur en ella. Hér er ekki á ferðinni bandalag, sem kemur fram, sem ein heild, heldur samtök tólf ríkja, þar sem hver otar sínum tota og hagsmuna- baráttan er harðari en við höf- um áður kynnzt. Hugsjónir víkja fyrir hagsmunum. Þrátt fyrir það hefur aðildarríkjum Evrópubandalagsins tekizt að koma smátt og smátt í fram- kvæmd stórkostlegum hug- sjónum framsýnna evrópskra stjórnmálamanna, sem uppi voru á árunum eftir heimsstyij- öldina síðari. Þess vegna skul- um við heldur ekki láta harka- lega hagsmunabaráttu EB-ríkj- anna villa okkur sýn. Þrátt fyr- ir allt hefur samningaþófið síðustu daga og vikur fært aðildarríki EB og EFTA nær því marki að ná samkomulagi. Og þótt alvarlegur afturkippur hafi komið í þessar viðræður í fyrradag er ekki ástæða til að afskrifa þær með öllu nú þeg- ar, eins og stjórnmálamenn og fjölmiðlar í EFTA-löndunum hafa tilhneigingu til að gera. Míkhaíl Gorbatsjov forseti Sovétríkjanna: Heimurinn þarfnast samvinnu risaveldanna Ekki verður aftur snúið á braut breytinga Moskvu. Frá Ólafi I1. Stephensen, blaðamanni Morgunblaðsins. MIKHAIL Gorbatsjov, forseti Sovétríkjanna og aðalritari kommúnista- flokksins, tók á móti George Bush Bandaríkjaforseta í Kremlarhöll í gær. Hann sagði við það tækifæri að það væru ekki aðeins þjóðir Bandaríkjanna og Sovétríkjanna, sem nytu góðs af jákvæðum sam- skiptum risaveldanna. Allur heimurinn þarfnaðist jákvæðra sam- skipta og styddi því sameiginlegt átak risaveldanna til breytinga. Reuter. Vel hefur farið á með þeim Bush og Gorbatsjov í Moskvu. Leiðtogarnir mestu mátar Moskvu. Frá Ólafi I’. Stephensen, blaða- manni Morgunblaðsins. „Rúmlega ár er liðið frá því ég heimsótti Bandaríkin. Þetta hefur verið ár gífurlega mikilvægra at- burða, bæði í löndum okkar tveimur og í heiminum öllum,“ sagði Gorb- atsjov. Hann sagði að hvern einasta dag hefði reynt á getu Sovétmanna til að takast á við viðsjárverða tíma, lýðræðislega umbreytingu og um- bætur. Forsetinn sagði að þetta hefði einnig verið átakaár í heimsmálum. „Byijun nýs skeiðs í sögunni hefur reynt á þolrifin í leiðtogum ríkja heimsins og krafist gífurlegrar vinnu, ríkrar ábyrgðartilfinningar, kalds raunsæis og skýrrar fram- tíðarsýnar," sagði Sovétleiðtoginn. „í heimsstjómmálunum mun áfram margt velta á því hvernig samskiptum Bandaríkjanna og Sov- étríkjanna er háttað. í fyrsta sinn I sögunni hafa lönd okkar tvö ný tækifæri til að byggja samskipti sín á eðlilegum grunni algildra mann- legra gilda og hagsmuna þjóðanna. Við erum að byija að gera okkur grein fyrir að við þörfnumst hvort annars; að öryggi, innri stöðugleiki og öflug framþróun í hvoru landi um sig kemur báðum til góða. Ekki aðeins þjóðir okkar, heldur gjörvall- ur heimurinn, þarfnast þess að sam- skipti Bandaríkjanna og Sovétríkj- anna séu með þessum hætti. Heim- urinn hefur skilið þetta og veitt okkur stuðning." Gorbatsjov sagði að á undanförn- um mánuðum og vikum hefði Kremlvirki, tákn aldalangrar sögu rússnesku þjóðarinnar, verið vett- vangur atburða, se_m móta myndu framtíð landsins. „Á morgun gerist ekki síður sögulegur atburður í Kreml, undirritun samnings um fækkun langdrægra kjarnavopna. Samningurinn er meira en stórt skref í afvopnunarmálum. Hann ber vott um að æ erfiðara verður að snúa aftur á braut grundvallar- breytinga til hins betra í þróun heimsins," sagði Gorbatsjov. Hann lét svo um mælt að niður- staða fundar síns með leiðtogum sjö helstu iðnríkja heims í Lundún- um fyrr í mánuðinum hefði innsigl- að enn frekar að ekki yrði aftur snúið. „Fundurinn var upphaf nýrr- ar tegundar alþjóðlegra efnahags- tengsla, sem munu móta efnislegan grundvöll heimsstjórnmálanna á 21. öldinni," sagði forsetinn. VEL HEFUR fanð a með tveimur valdamestu mönnum heims, Míkhaíl Gorbatsjov og George Bush, á fundi þeirra hér í Moskvu. Margir fréttamenn hafa á orði að annað andrúmsloft sé á þessum fundi en til dæmis á fundi Ron- alds Reagans og Gorbatsjovs í Moskvu 1988. Líklega hafi aldrei verið eins gott og persónulegt samband milli leiðtoga Banda- rikjanna og Sovétríkjanna og nú. Upphaf forsetatíðar Bush þótti ekki lofa góðu í þessum efnum, þar sem hann var mjög tortrygg- inn í garð Sovétforsetans. Nú virðast þeir hins vegar mestu mátar og lýsa því yfir í hverri ræðu hversu mjög þeir dái og virði hvor annan. í gærmorgun tóku Gorbatsjov- hjónin Míkhaíi og Raísa á móti Ge- orge og Barböru Bush í Kremlar- höll, innan múra hins gamla virkis og valdamiðstöðvar Sovétríkjanna, Kremlar. „Fallegur dagur, falleg borg,“ sagði Bush um leið og hann steig út úr bifreið sinni við höllina. Bandarísku forsetahjónin gengu langar leiðir eftir rauðum dregli áður en þau komm til salar heilags Ge- orgs, þar sem móttökuathöfnin fór fram. Forsetarnir tókust í hendur og konur þeirra föðmuðust og kysstust eins og gamlar vinkonur. Barbara var klædd í eldrauða dragt og var í bláröndóttri blússu við. Raísa var hins vegar í gráköflóttri dragt með hvítum kraga. Að lokinni móttökuathöfninni og stuttum ræðum leiðtoganna gengu þeir í sal kenndan við Katrínu miklu til einkaviðræðna. Aðeins einn að- stoðarmaður var með hvorum, Brent Scowcroft þjóðaröryggisráðgjafi með Bush og Anatólíj Tsjernjajev með Gorbatsjov. Meðan á fundi for- setanna stóð skoðuðu eiginkonurnar sig um í Kreml og dáðust að lista- verkum og gömlum byggingum. Eftir tveggja klukkustunda einka- fund settust forsetarnir að vinnu- málsverði með ráðgjöfum sínum. í sendinefnd Gorbatsjovs var Nursult- an Nazerbayez, forseti Kazakhstan, en Borís Jeltsín, sem hafði' verið boðinn, lét sig hins vegar vanta. Að vinnumálsverðinum loknum fóru leiðtogarnir í fimmtán mínútna gönguferð um Kreml og Rauða torg- ið. Gorbatsjov krafðist þess að fá að vera leiðsögumaður, þótt atvinnu- maður í faginu væri með í för. Hann sýndi Bush það markverðasta og tjáði honum meðal annars að Rauða torg þýddi fallegt torg — „rautt og fallegt eru sama orðið,“ sagði hann. Að lokinni skoðunarferðinni hélt bílalest Bush til byggingar Alþjóða- stofnun Moskvuháskóla, þar sem forsetinn flutti ræðu. Því næst hitti Bush forsætsnefnd Æðsta ráðs Sov- étríkjanna. Eftir þá heimsókn hitti hann Borís Jeltsín Rússlandsforseta á tíu mínútna einkafundi. Bush og Gorbatsjov, ásamt konum sínum, heimsóttu vinnustofu georgíska myndlistarmannsins Zurab Tsereteli, en hann er meðal annars höfundur höggmyndarinnar „Heilagur Georg eyðileggur Persh- ing- og SS-20-eldflaugar,“ sem stendur framan við byggingu Sam- einuðu þjóðanna í New York. Tseret- eli gaf leiðtogunum kyrralífsmyndir eftir sjálfan sig og bauð gestunum upp á georgískan mat. Bandarísku forsetahjónin hvíldu sig góða stund á Spaso-setri, bústað bandaríska sendiherrans, áður en þau héldu til hátíðakvöldverðar, sem Gorbatsjov hélt þeim í Kremlarhöli. Þar var Borís Jeltsín mættur og sat Barböru Bush á hægri hönd, en Gorbatsjov var henni á vinstri hönd. George Bush og Raísa Gorbatsjova sátu saman. Leiðtogarnir héldu skálaræður og töluðu báðir um bjarta framtíðarsýn varðandi samstarf landanna, lögðu áherzlu á sameiginlega hagsmuni þeirra og gildi. „Við þurfum að vinna bug á þröngsýnum og eigingjörnum þjóðernisviðhorfum í leit okkar að nýrri heimsskipan," sagði Gorbatsj- ov. Bush talaði hins vegar um að „friðsamleg bylting" hefði átt sér stað í Sovétríkjunum. Reuter. Jeltsín mætti ekki Borís Jeitsín, forseti Rússlands, mætti ekki í vinnumálsverð Bush og Gorbatsjovs í gær, þar sem forsetarnir ræddust við ásamt aðstoðar- mönnum sínum. Gorbatsjov hafði boðið Jeltsín að vera í viðræðunefnd sinni, og ekki var annað vitað en að Jeltsín hefði þekkzt boðið. Ekki fengust skýringar á því í gær hvers vegna forsetinn lét ekki sjá sig. Blaðamaður Morgunblaðsins fékk aðeins „njet“ fyrir svar þegar hann hringdi í skrifstofu Rússlandsforseta og spurði hvort menn vissu þar hvernig á fjarvistunum stæði. CAW-sjónvarpsstöðin sagði að skrifstofa forsetans hefði skýrt frá því að boðið um þátttöku í fundinum hefði borizt honum of seint. Bush og Jeltsín hittust á einkafundi síðar um daginn. Á myndinni má sjá þá Jeltsín og Bush heilsast við upphaf fundar síns. Ný bylting hafin - sagði George Bush í ávarpi sínu til sovésks almennings Moskvu. Frá Ólafi I’. Stephensen, blaða- manni Morgunblaðsins. BOÐ GEORGE Bush Bandaríkja- forseta í Alþjóðastofnun Moskvu- háskóla var hápunktur fyrri dags leiðtogafundarins í Moskvu. Bush tilkynnti tilheyrendum sínum, sem voru úr ýmsum þjóðfélags- hópum, að hann hefði ákveðið að leggja til við Bandaríkjaþing að Sovétríkin fengju svokölluð beztu viðskiptakjör í Bandaríkjunum. Hann lét svo um mælt að ný sovézk bylting væri hafin, sem sjá mætti af því að fjöldi nýrra radda heyrðist nú, bæði utan og innan Sovétstjóruarinnar. Forsetinn gagnrýndi hins vegar einnig Sov- étstjórnina og sagði að enn væru ýmis ljón í vegi bættra samskipta risaveldanna. „Þessi leiðtogafundur markar nýtt upphaf. Nú eru horfur á að við get- um bundið enda á langt skeið sem andstæðingar, skrifað nýjan kafla í sögu þjóða okkar, komið á nýju sam- starfi á óhagganlegum friði,“ sagði Bush. Hann sagði að minni spenna í samskiptum risaveldanna hefði gert að verkum að viðskiptatengsl þeirra væru nú að komast á eðlilegan grunn. „Mér er ánægja að skýra frá því í dag að eðlileg tengsl eru nú nánast komin á,“ sagði forsetinn. „í maí ruddi Æðsta ráð Sovétríkj- anna úr vegi helztu hindruninni fyr- ir auknum viðskiptum; hömlum á ferðafrelsi. Nýju lögin um ferðafrelsi sovétborgara eru meiriháttar skref fram á við - sigur fyrir alla, sem telja mannréttindi einhvers virði.“ Bandaríkjaforseti sagði að af ákvörðun Æðsta ráðsins leiddi að „þegar ég sný aftur til Washington mun ég leggja fyrir bandaríska þing- ið viðskiptasamning Sovétríkjanna og Bandaríkjanna, sem við skrifuð- um undir fyrir ári. Þá getum við veitt Sovétríkjunum bestu viðskipta- kjör.“ Forsetinn sagðist myndu leggja til við þingið að það felldi úr gildi Byrd- og Stevenson-ákvæðin svo- kölluðu, sem takmarka lánveitingar til Sovétríkjanna og leggja hömlur á viðskipti. Að auki yrði lagt kapp á að ljúka samningi um skattlagn- ingu bandarískra fyrirtækja í Sov- étríkjunum og tvíhliða samningi um fjárfestingar. Bush forseti sagði að mestan hluta þessarar aldar hefðu Sovétrík- in staðið utan heimsmarkaðarins, á meðan markaðsöflin hefðu leitt til áður óþekktrar velsældar á Vestur- löndum. Nú væri þetta að breytast, eins og Gorbatsjov forseti hefði gef- ið í skyn á fundi með leiðtogum helztu iðnríkja í Lundúnum. Bush sagði að Bandaríkjamenn teldu að Sovétríkin ættu að taka fullan þátt í hinu alþjóðlega efnahagskerfi og myndu styðja þá í því. í þessu sam- bandi minnti hann á tillögur Banda- Reuter. Bush flytur ræðu sína í Moskvu- háskóla í gær. ríkjamanna um aukaaðild Sovét- manna að GATT, Alþjóðagjaldeyris- sjóðnum og Alþjóðabankanum. Efnahagsuinbætur verða að koma innan frá Þrátt fyrir loforð sín um efnahags- aðstoð tók Bush fram að efnahags- legar umbætur í Sovétríkjunum yrðu að koma innan frá. „Skortur á er- lendu fjármagni er ekki það, sem steypti efnahag ykkar í kreppu. Efnahagsvandi ykkar verður heldur ekki læknaður með því að dæla inn reiðufé. Aðeins með raunverulegum umbótum geta Sovétríkin aflagt til- skipanakerfið, sem staðið hefur í vegi fyrir framleiðni. Aðeins með raunveruiegum umbótum geta Sov- étríkin leyst úr læðingi hugvit, starfskrafta og framtakssemi þjóðar sinnar.“ Bush sagði að samstarf þjóðanna yrði að ná langt út fyrir saii ríkis- stjórna í Moskvu eða Washington. Koma yrði á samskiptum kaupsýslu- manna, vísindamanna, skólanem- enda og sérfræðinga. „Hið nýja sam- starf okkar verður að brúa þúsund mílna haf milli smábæja Banda- ríkjanna og stórborga Sovétríkj- anna,“ sagði hann. „Helzta sönnun þess að við erum að komast yfir Q'andskap kalda stríðsins er samvinna okkar við Persaflóa," sagði Bush. „Þegar kalda stríðið stóð sem hæst hefði árásarstefna íraka gagnvart hinu litla nágrannaríki vel getað leitt þjóðir okkar - og jafnvel allan heim- inn - út á hengiflug átaka. Þess í stað tryggði samstarf okkar að Saddam Hussein var einangraður á alþjóðavettvangi." Forsetinn minnti á að þrátt fyrir bætt samskipti á öllum sviðum væru enn ljón í veginum. „Hæfileikar okk- ar til að vinna bug á þeim eru mælikvarði á styrk okkar nýja sam- starfs,“ sagði hann. Forsetinn tiltók fyrst kröfu Japana um endurheimt Kúrileyja, sem Sovétmenn tóku af þeim í síðari heimsstyijöld, og sagði Bandaríkin styðja þessar kröfur. „Þessi deila gæti staðið í vegi fyrir samruna sovézks efnahagslífs við heimsmarkaðinn, og við viljum gera allt sem við getum til að hjálpa báð- um aðilum að leysa hana,“ sagði hann. Myrkasta arfleifð Stalínstímans Forsetinn sagði að spurningin um framtíð Eystrasaltsríkjanna væri ekki síður erfið. „Ný kynslóð leiðtoga Eystrasaltsríkjanna - lýðræðislega kjörin, sem endurspeglar vilja þjóð- anna - biður nú nýja kynslóð leið- toga Sovétríkjanna um að bæta fyr- ir eina myrkustu arfleifð Stalín- tímans. Menn geta með góðum vilja áreiðanlega fundið leið til þess að Eystrasaltsríkin fái notið frelsis." sagði forsetinn. Bush gagnrýndi stefnu Sovétríkj- anna gagnvart Kúbu. „Bandaríkin ógna Kúbu á engan hátt. Þess vegna er engin ástæða tii þess fyrir Sov- étríkin að veita Kúbu milljónir doll- ara í hernaðaraðstoð - sérstaklega þar sem hinn herskái Kastró - ein- angraður fyrir sakir alræðishyggju sinnar - neitar þjóð sinni um nokkr- ar lýðræðisumbætur. Kastró trúir ekki á glasnost og perestrojku með ykkur,“ sagði hann. Fjórða atriðið, sem forsetinn gagnrýndi Sovétmenn fyrir, var eyðsla þeirra í herinn. „Það er kom- inn tími til að draga saman hernað- arutgjöldin. Heimurinn hefur breytzt. Um leið og þið beijist við að verða hluti af heimsmarkaðnum, munum við bjóða ykkur hjálp við að umbreyta liergagnaiðnaði ykkar til friðsamlegra nota,“ sagði forseti Bandaríkjanna. Mikið var klappað fyrir Bush að lokinni ræðu hans. Áheyrendurnir voru einkum stúdentar, vísindamenn og fulltrúar ýmissa félagasamtaka og fjöldahreyfinga. Ræðunni var sjónvarpað beint til blaðamanna í Mezdúna Rodnaja-hótelinu, en hún var hins vegar ekki sýnd í sovézka sjónvarpinu samtímis. Útgerðarmenn og fiskveiðistj órnun „Útgerðarmenn mega ekki berja hausnum við steininn og ríghalda í vonlaust og óréttlátt kerfi, heldur verða þeir að vera virkir þátttak- endur í að móta það sem við tekur.“ eftir Pétur Bjarnason Sverrir Leósson útgerðarmaður, formaður Útvegsbændafélags Norð- urlands og Útgerðarfélags Akur- eyringahf., hefur í tveimur blaðavið- tölum (í Mbi. og Sjávarfréttum) vik- ið að ummælum mínum á aðalfundi Útgerðarfélagsins í maí sl. Kynning hans á ummælum mínum er á þann hátt, að ég vil gjarnan bæta nokkru við ef það mætti til þess örva skiln- ig á þeim orðum sem féllu á aðal- fundinum og því sem að baki þeirra lá. Núverandi kvótakerfi - áfangi á réttri leið Það er alkunna að núverandi kvótakerfi hefur allt frá upphafi verið afar umdeilt. Talsverð sam- staða hefur náðst meðal sjómanna og útgerðarmanna um þær hug- myndir sem að baki því liggja, þótt í þeim hópum deili menn um ýmis framkvæmdaatriði. Sjálfur held ég að þegar kvótakerfið var tekið upp á sínum tíma hafi verið stigið spor í rétta átt. Það leysti af hólmi von- laust og skaðlegt skrapdagakerfi, sem þó var eðlilegt skref á sínum tíma. En rétt eins og eðlilegt var að leysa skrapdagakerfið af hólmi, er tími kvótakerfisins í núverandi mynd að líða undir lok. Ástæður þess eru augljósar. Hvað felst í kvótakerfinu Hvað felst í kvótakerfinu? í stuttu máli að ákveðnum hópi einstaklinga er veittur einkaréttur til þess. að nýta mikilvægustu auðlind þjóðar- innar - fiskistofnana umhverfis landið. Réttur, sem allir Islendingar höfðu til þess að nýta sameiginlega auðlind, var frá þeim tekinn og færð- ur nokkrum útvöldum, sem fyrir til- viljun gerðu út á ákveðnu árabili. Og þessir útvöldu fengu þennan einkarétt án nokkurra skilyrða. Við veiðar og ráðstöfun afla þarf útgerð- Pétur Bjarnason armaðurinn ekkert að taka tillit til þess hvað þjóðinni kemur best, hann þarf ekkert að taka tillit til hags- muna byggðarlagsins, sem hann hefur starfað í og hagsmunir land- verkafólksins, sem þó lagði mikil- vægan skerf til þess að útgerðar- maðurinn fékk kvótann úthlutaðan, koma honum ekki við. Einu hags- munirnir, sem útgerðarmaðurinn þarf að taka tillit tií, fyrir utan sína eigin, eru hagsmunir sjómanna, sem í krafti lykil stöðusinnar geta knúið útgerðarmanninn tii þess að ráðstafa afla í samræmi við sína hagsmuni (les: sigla með aflai). Um það vitna ýmis uppþot víða um land á undan- förnum misserum. En útgerðarmaðurinn á annan kost en að veiða. Hann getur selt kvótann sinn, sem yfirvöld voru svo elskuleg að færa honum en ekki Jóni Jónassyni út í bæ. Og ef hann vill ekki selja þessa mjólkurbú sína getur hann leigt kvótann og hirt af henni arð árlega án þess að hafa nokkuð til þess unnið nema að hafa gert út á réttu árabili. Sá sem hefur fengi úthlutað kvóta, -ávísun á sameiginlega auð- lind okkar allra — þarf aðeins að taka tillit til eigin hagsmuna og hann hefur stórefnast vegna úthlut- unarinnar. Vonlaust um sátt Ég hef enga trú á að um kerfi, sem byggir á svo augljósu óréttlæti, náist nokkurn tímann sú sátt sem tryggir nauðsyniegan stöðugleika í rekstrarumhverfi sjávarútvegsfyrir- tækja. Þessi trú mín hefur verið stað- fest í skoðanakönnun félagsvísinda- stofnunar, sem Mbl. hefur rækilega kynnt. Ég held að það sé sama hvað Sverrir Leósson segir, og ég held að það sé sama hvort sjávarútvegs- ráðherrann heitir Þorsteinn Pálsson, Halldór Ásgrímsson eða eitthvað annað, íslendingar, eigendur auð- lindarinnar, láta ekki bjóða sér slíkt óréttlæti til langframa. Ummæli á aðalfundi Hvatningarorð mín til útgerðar- manna á aðalfundi Útgerðarfélags Akureyringa hf., sem farið liafa fyr- ir brjóstið á Sverri Leóssyni voru eftirfarandi: „Umræður í þjóðfélag- inu um óréttlæti (kvóta)kerfisins og ábendingar um að ekki sé tekið til- lit til hagsmuna annarra þegna þjóð- félagsins en aðila í sjávarútvegi hafa farið vaxandi. Mörgum þykir rétt að skilyrða úthlutun veiðileyfa þann- ig að við veiðar og ráðstöfun afla sé tekið tillit til heildarhagsmuna og/eða að þeir sem úthlutun hljóta greiði fyrir þa_u réttindi á einhvern hátt. Stjórn Útgerðarfélags Akur- eyringa hf hefur ekki tekið efnislega afstöðu til þessara mála. Ég leyfi mér að setja það fram sem mína eigin skoðun, að mér finnst rangt af útgerðarmönnum að hafna alfarið liugmyndum um leigugjald fyrir aflaheimildir eða hugmyndum um önnur þau skilyrði, sem hugsanlega mætti nást víðtæk sátt um, án þes að skoða slíkar hugniyndir til fulln- ustu.“ Svo sem sjá má, og ætti raunar að vera tiltölulega auðskiljanlegt, er þarna verið að hvetja útgerðarmenn til að hafna ekki hugsunarlaust hug- myndum, sem gætu tryggt betri og almennan sátt en núverandi kvóta- kerfi. Útgerðarmenn mega ekki beija hausnum við steininn og ríghalda í vonlaust og óréttlátt kerfi, heldur verða þeir að vera virkir þátt- takendur í að móta það sem við tek- ur. Að horfa til framtíðar Það fylgir vandi vegsemd hverri. Þeir sem veljast til trúnaðarstarfa innan sjávarútvegs geta haft mikil áhrif á þróun sjávarútvegs og þar með mótun þjóðfélagsins. Því fylgir mikil ábyrgð og á þá menn eru lagð- ar ríkar skyldur til þess að kynna sér mál til hlítar og horfa fram á veginn. Það er ekki nóg að leggja það eitt til málanna að fallast á tekn- ar ákvarðanir, eftir tveggja til fjög- urra ára umhugsun. Ilöfundur er í stjórn Utgerðarfélags Akureyringa og fyrrum formaður stjórnar þess.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.