Morgunblaðið - 31.07.1991, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 31.07.1991, Blaðsíða 30
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. JÚLÍ 1991 30 Gunnar Jónsson múrari - Minning Fæddur 31. maí 1938 Dáinn 21. júlí 1991 Gunnar mágur minn, sá öðlings- maður, er allur. Mér fannst sem ský drægi fyrir sól sunnudagsmorgun- inn 21. júlí, þegar mér var sagt frá láti hans. Hann var í sumarleyfi ásamt konu sinni, Þóru systur minni, þau höfðu gist í tjaldi að Búðum á Snæ- fellsnesi nóttina áður en kallið kom, að morgni sunnudagsins. Þau hjón- in höfðu ferðast um nesið daginn áður og notið hinnar dásamlegu náttúru saman, sem Snæfellsnes hafði að bjóða þennan dag, það var þeirra yndi að ferðast um eigið land í sumarleyfum sínum. Kynni okkar Gunnars hófust á bernsku- og æskuárum, þó að ald- ursmunur okkar væri sex ár kom það ekki í veg fyrir að hann, þá átta ára gamall, stundaði fótbolta með okkur eldri strákunum, er voru að alast upp í Kleppsholtinu, sem var að byggjast upp á árunum 1942-50 og ég minninst þess að hann gaf þeim eldri ekki eftir þó yngri væri. Gunnar gekk ekki heill til skóg- ar, hann hafði um nokkur ár átt við hjartasjúkdóm að stríða og ver- ið háður lyfjum við vissar aðstæð- ur, en stundaði iðn sína eigi að síður. Gunnar var fæddur 31. maí 1938 í Reykjavík, sonur hjónanna Jóns Jóhannssonar og Ingvarar Önngu Guðbjömsdóttur sem bjuggu í Efstasundi 31, þau eru látin fyrir all mörgum ámm, hann var einn af sex börnum þeirra hjóna og er sá fyrsti sem fellur frá af þeim systkinum. Gunnar giftist á afmælisdegi sínum 31. maí 1959 Þóm Sigur- björgu, dóttur hjónanna Erlendar Þórðarsonar og Eyrúnar Runólfs- dóttur, sem lengst bjuggu á Lang- holtsvegi 29 og em bæði látin, svo ekki var langt á milli æskuheimil- anna á uppvaxtarámm þeirra. Þau byggðu hús að Glæsibæ 2 í Árbæj- arhverfi í Reykjavík á ámnum 1962-68, efnin vom ekki mikil og Gunnar mátti leggja á sig mikla aukavinnu sem títt var um meðal ungra húsbyggjenda þeirra ára, vinnuskipti vom mjög stunduð á þeim áram og var mörgum efna- minni húsbyggjanda oft eini mögu- leikinn til að eignast þak yfir höfuð- ið og á ég undirritaður margar minningar þeim stundum tengdar er við Gunnar og aðrir vinir og ættingjar okkar unnum að hús- byggingum okkar saman á kvöldum að afloknum vinnudegi og einnig um helgar. Þá var oft glatt í hópn- um í kaffihléum. Alltaf var gott að eiga samskipti við þennan góða og geðprúða mann og leita ráða hans, þeir em margir ættingjar og vinir sem minnast góðs drengs og góðra verka hans á þessari kveðjustund. Hann vann ávallt að því að fegra heimilið og lóðina að Glæsibæ 2 og vann að endurbótum í lóðinni þegar andlát hans bar að. Kærleikar voru miklir með þeim hjónum og gott var að kíkja inn í kaffi á heimili þeirra. Þetta tímabil, ungra hjóna, með- an húsbyggingar standa yfir, reyn- ist oft erfítt eiginkonu og bömum, reynir þá oft á þolrifin varðandi hjónabandið, en að aflokinu basli og fjárhagsáhyggjum sér í bjartari tíma. Á unglingsámm starfaði Gunnar á skipum Eimskipafélags íslands í millilandasiglingum og seinna um nokkurra mánaða skeið starfaði Gunnar á togaranum Geir. Gunnar nam iðn sína við Iðnskólann í Reykjavík, iðnmeistari hans var Hjálmar Jóhannsson föðurbróðir hans, Gunnar lauk iðnnámi árið 1962 og starfaði hann við iðn sína síðan, að frátöldum þeim tíma, sem hann starfaði við sjósókn. Þóra og Gunnar eignuðust saman íjögur böm, áður átti Þóra eina dóttur, Ellen Sveinbjörgu Óladóttur húsmóður, gifta Siguijóni Sigur- jónssyni flugvirkja, eiga þau tvær dætur, börn Þóru og Gunnars era: Jón Ingvar, múrari, giftur Guðfínnu Jónsdóttur húsmóður, þau eiga þijú börn, Gunnar Þórir, múrari, giftur Marcia Gunnarsson skrifstofu- stúlku, Agnes, húsmóðir, gift Svan Elíssyni iðnverkamanni, eiga tvo syni, þau em búsett í Svíþjóð, og Inga Ánna, gift Andrési Frey Gísla- syni, húsasmíðameistara, og eiga þau tvær dætur, fjölskyldur barn- anna búa á Reykjavíkursvæðinu að undanskilinni fjölskyldu Agnesar. Á síðastliðnu ári gerðist Gunnar ásamt yngri bróður sínum Gísla einn af 27 stofnendum Lionsklúbbs- ins Fjörgyn í Grafarvogi, hann hafði áhuga á að vinna vel í þeim félags- skap og styðja með því starfi ýmis góð málefni. Ég get ei minnst Gunna Jóns, eins og við vinir hans kölluðum hann alltaf okkar á milli, án þess að minnast á ánægju hans af því að renna færi fyrir físk. Ánægjulegt er að minnast veiðiferða okkar frá fyrri árum í góðra vina hópi að fjallavötnunum Hítarvatni, Langa- vatni og Arnarvatni hinu stóra. Með Gunnari Jónssyni er genginn góður heimilisfaðir, sem ætíð hugs- aði um hag fjölskyldu sinnar. Megi góður guð gefa Þóru og fjölskyldu styrk í sorg þeirra. Að leiðarlokum kveð ég kæran mág, vin og félaga. Friður sé með sálu hans, friðhelg veri minning hans. Eg stend til brautar búinn, mín bæn til þín og trúin er einkaathvarf mitt, ó, Guð, mín stoð og styrkur, ég stari beint í myrkur, ef mér ei lýsir ljósið þitt. Að sama borði bar oss fyrst, á bijósti móður líf nærðist hvert bam í heiminn borið; oss skorti auð og allan styrk og öllum jafnt var leiðin myrk við fyrsta ferðasporið. Og sama brunni ber oss að, þótt búi hver á sínum stað og mörg sé mannsins ævi; að lokum verður leiðin jöfn, vér lendum brátt í sömu höfn hjá breiðum banasævi. (Matthías Jochumsson) Hafsteinn Erlendsson Á undanfömum missemm hafa mörg ný félög og klúbbar séð dags- ins ljós í hinni nýju byggð í Grafar- vogi. Ungir menn og konur hafa tekið sig saman og stofnað félög sem vilja bæta allt mannlíf, fegra umhverfíð og aðstoða þá sem minna mega sín. Einn þessara klúbba er Lionsklúbburinn Fjörgyn í Grafar- vogi. 14. maí síðastliðinn var hann stofnaður af áhugasömum og bjart- sýnum mönnum. í þeim hópi var Gunnar Jónsson sem var kvaddur burt úr heimi fyrirvaralaust 21. júlí síðastliðinn er hann dvaldi í sumarleyfí ásamt eiginkonu sinni vestur á Snæfellsnesi. Það er erfítt að sætta sig við slíka staðreynd, erfítt að sætta sig við að Gunnar sem var fullur af eldmóði, starfsam- ur og duglegur, skuli ekki lengur vera á meðal okkar. Við Lionsfélag- ar vomm þó lánsamir að hafa hann á meðal okkar hvar hann virtist njóta sín í góðra vina hópi, þó að kynnin urðu allt of stutt. Við sjáum á eftir stofnfélaga, sem var alltaf reiðubúinn að taka að sér verkefni sem honum vom falin. Hann var góður félagi, sem nú þegar hafði lagt heilmikið af mörkum til okkar unga klúbbs. Fyrir það framlag hans viljum við þakka um leið og við biðjum góðan Guð að blessa minninguna um góðan dreng. Við biðjum góðan Guð að styrkja eigin- konuna Þóru og fjölskyldu í erfiðri raun. Sigurjón Þ. Árnason for- maður Lionsklúbbsins Fjörg- yn. t Elskulegur sonur okkar og bróðir, HILMAR ÓLAFSSON, Safamýri 44, áður Bólstaðarhlíð 12, sem lést af slysförum 24. þessa mánaðar, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 1. ágúst kl. 13.30. Halldóra Hilmarsdóttir, Ólafur H. Jónsson og systkini hins látna. + Sonur minn og bróðir okkar, GUÐMUNDUR SIGURJÓNSSON, Háaleitisbraut 15, verður jarðsunginn frá kapellunni í Fossvogi fimmtudaginn 1. ágúst kl. 15.00. Ingibjörg Guðmundsdóttir, Viggó Sigurjónsson, Magnús Sigurjónsson. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og út- för móður okkar, SIGURLÍNAR BJARNADÓTTUR. Sérstakar þakkir færum við starfsfólkinu á Hrafnistu, Hafnarfirði, fyrir góða umönnun. Anna María Hallsdóttir, Signa Hallsdóttir, Sigurður V. Hallsson, Helgi Hallsson, Olga Anderson. + Hjartkær eiginmaður minn og faðir, GUNNAR ÓLASON efnaverkfræðingur, Sólheimum 24, lést 29. júlí. Helga Guðmundsdóttir, Þóra G. Gunnarsdóttir. + GUÐRÍÐUR ÁSMUNDSDÓTTIR fyrrverandi forstöðukona, dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, andaðist í sjúkrahúsi Akraness 29. júlí sl. Jarðarförin auglýst síðar. Aðstandendur. + Ástkær afi okkar, SIGURJÓN JÓHANNESSON, Fálkagötu 10a, Reykjavík, sem lést 24. júlí, verður jarðsunginn í Nýju kapellunni í Fossvogi fimmtudaginn 1. ágúst kl. 13.30. Matthildur Kristmannsdóttir, Helena Kristmannsdóttir. + Konan mín, BALDVINA H. HAFLIÐADÓTTIR, Miklubraut9, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 1. ágúst kl. 15.00. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Barnauppeldissjóð Thorvaldsensfélagsins. Haraldur Ágústsson og aðstandendur. + Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð og vináttu vegna andláts og útfarar móður minnar, tengdamóður og ömmu, GUÐRÚNAR SIGURÞÓRSDÓTTUR, Vífilsgötu 21. Gunnlaugur Kristjánsson, Hrefna Guðmundsóttir og synir. + Þökkum öllum þeim, sem sýndu okkur vinarhug og stuðning við andlát og útför ástkærrar eiginkonu, móður, tengdamóður og ömmu, SOFFÍU ALFREÐSDÓTTUR, Vallarbraut 15, Akranesi. Skúli Þórðarson, börn, tengdabörn og barnabörn. + Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, ÞORGERÐAR JÓNSDÓTTUR frá Vík. Erlendur Einarsson, Margrét Helgadóttir, Steinunn Einarsdóttir Fink, Albert Fink, Erla Einarsdóttir, Gísli Felixson og fjölskyldur. + Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eigin- manns míns, föður, tengdaföður og afa, KARLS BJÖRNSSONAR seglasaumara, Faxabraut 69, Keflavik. Sérstakar þakkir til kvennaklúþbs og Karlakórs Keflavíkur. Ingunn Sigrfður Sigurjónsdóttir, Sigþór Borgar Karlsson, Guðrún Sigurjónsdóttir, Vilberg Karlsson, Sigrfður Olsen, Vigdfs Karlsdóttir, Oddur Guðni Friðriksson og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.