Morgunblaðið - 31.07.1991, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 31.07.1991, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. JÚLÍ 1991 N*H> Tölvumynd af húsi því sem Ingimundur Sveinsson arkitekt hefur hannað og Álftárós hyggst byggja í 2. áfanga miðbæjar Garðabæj- ar. f turninum fremst á myndinni verður ráðhús Garðabæjar. Miðbær Garðabæjar: Á hinu yfirbyggða torgi sem tengja mun álmurnar þijár. Úthlutað lóð undir 12 þús. m2 hús Bæjarstjórn kaupir 800 fermetra undir ráðhús BÆJARRAÐ Garðabæjar samþykkti í gær að úthluta Álftárósi hf. lóð undir 12.000 m hús fyrir verslanir, skrifstofur og allt að 28 íbúðir í 2. áfanga miðbæjar Garðabæjar, norðan Vífilsstaðaveg- ar og austan þess miðbæjarkjarna sem þegar er risinn. Arkitekt hússins er Ingimundur Sveinsson. Garðabær mun kaupa um 800 m í húsinu undir ráðhús bæjarins, að sögn Ingimundar Sigurpáls- sonar bæjarstjóra, og einnig 25% af 1.200 m yfirbyggðu torgi sem sameinar hinar þijár álmur byggingarinnar. Að sögn Ingimundar er lóðarúthlutunin bundin því skilyrði að samþykkt verði breyting sú á deiliskipulagi sem af henni leiðir. Að sögn bæjarstjórans er kaup- verð eigna þeirra sem Garðabær hyggst kaupa í húsinu um 70 milljónir króna en gjöld þau sem greidd eru í bæjarsjóð vegna framkvæmdanna nema um 56 milljónum króna. Að sögn Arnar Kæmested, framkvæmdastjóra Álftáróss er ráðgert að framkvæmdum við húsið ljúki í október 1993 og verði það þá tilbúið undir tréverk. Örn sagði að þegar væra nokkrir aðil- ar, þar á meðal bankastofnanir, í viðræðum við fyrirtækið um kaup á hluta í húsinu. Örn sagði að Álftárós hefði haft frumkvæði að tillögum til bæjarstjórnarinnar um breytingar á fyrri skipulagshug- myndum og síðan unnið að málinu og lagt loks fram þá tillögu sem samþykkt var í bæjarráði í gær. Ingimundur Sigurpálsson bæj- arstjóri sagði að bæjaryfirvöld gerðu sér vonir um að bygging þessa húss yrði einnig til að greiða fyrir því að ríkið kæmi upp lög- reglustöð í Garðabæ og einnig fógetaskrifstofu en hann sagði bæjaryfirvöld mjög áhugasöm um að sérstakt fógetaembætti yrði stofnað í bænum. Utanríkisráðherra um stjórnmálatengsl íslands og Litháens: Ekkert að vanbúnaði að taka pólitíska ákvörðun Eyjólfur K. Jónsson formaður utanríksimálanefndar segist vænta endanlegrar afgreiðslu málsins í vikunni Viðskiptasamningur milli íslands og Litháens verður undirritaður í Vilnius 6. ágúst, og að sögn utanríkisráðherra er slíkur samningur eitt form viðurkenningar á fullvalda ríki. Ráðherra segist telja að Eystrasaltsþjóðirnar hafi fallið frá þeirri hugmynd að ísland hafi milli- göngu um samninga þeirra við Sovétríkin og þá sé ekkert að vanbún- aði að taka pólitíska ákvörðun varðandi formleg stjórnmálatengsl við Litháen. Eyjólfur Konráð Jónsson formaður utanríkismálánefndar al- þingis segist hafa skilið utanríkisráðherra svo á fundi utanríkismála- nefndar í gærmorgun að unnt yrði að ljúka málinu á næstu dögum, fyrir lok þessarar viku, með upptöku formlegs sljórnmálasambands Árekstur á • • Oxnadalsheiði EIN kona var flutt á slysadeild eftir árekstur tveggja fólksbíla á Öxnadalsheiði um hálfsex leytið í gær. Tvær manneskjur voru í öðrum bílnum en þijár í hinum. Konan sem var flutt á slysadeildina var ekki talin alvarlega slösuð. 5 milljónir til aðstoðar Kínveijum RÍKISSTJÓRNIN samþykkti í gær að leggja fram fimm milljón krónur til neyðarhjálpar til Kínveija vegna mikilla flóða þar í landi, sem hafa valdið allt að eitthundrað og sextíu milljónum manna miklum búsifjum að und- anförnu. Að sögn Jóns Baldvins Hanni- balssonar utanríkisráðherra var Rauða krossi íslands falið að koma þessu framlagi til skila, en Rauði krossinn hefur einnig lagt sitt af mörkum til að aðstoða Kínveija. Bílvelta í Öræfum: ítalimir ekki illa slasaðir ÍTALIRNIR tveir er veltu bíla- leigubíl á Breiðamerkursandi í fyrrakvöld slösuðust ekki lífshættulega. Þeir verða líklega útskrifaðir af Borgarspítalanum fyrir næstu helgi. ítalimir voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Borgarspít- alann eftir slysið á mánudagskvöld en við rannsókn kom í ljós að meiðsli þeirra voru minni en talið var í fyrstu. Hvorugur mannanna er í lífshættu. Þær upplýsingar fengust á Borg- arspítalanum í gær að líðan þeirra væri góð eftir atvikum og þeir yrðu að öllum líkindum útskrifaðir fyrir helgi. Seltjarnarnes: Mjög harður árekstur ENGINN meiddist í hörðum árekstri á mótum Norður- strandar og Suðurstrandar á Seltjarnamesi um klukkan 10 í gærkvöldi. Við áreksturinn valt annar bíllinn og var óttast að fólk hefði slasast. Tækjabíll slökkviliðs og sjúkrabíll voru sendir á staðinn en þegar til kom reyndist ekki vera um meiðsli að ræða. Formenn nefndarinnar verða Magnús Gunnarsson framkvæmda- stjóri Sölusambands íslenskra físk- framleiðenda, og Þröstur Ólafsson aðstoðarmaður utanríkisráðherra. Stjórnarflokkarnir munu síðan skipa sína þijá mennina hvor til viðbótar í nefndina. Samkomulagið var staðfest eftir fund Þorsteins Pálssonar sjávarút- vegsráðherra og Jóns Baldvins Jón Baldvin Hannibalsson sagði f gær við Morgunblaðið, að í sumar hefði verið unnið að undirbúningi þessa viðskiptasamnings og væri honum nú lokið. Jafnframt hefðu Rússar og Litháar nú undirritað sam- starfssamning sem væri mjög þýð- ingarmikill og merkilegt innlegg í þetta mál. Jón sagðist hafa falið sendiherra íslands í Moskvu að út- vega texta þessara samninga, svo Hannibalssonar utanríkisráðherra í gær, og er á grundvelli málamiðlun- artillögu sem Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra lagði fram eftir að Aiþýðuflokkurinn hafnaði tveimur formannsefnum Þorsteins. Báðir þessir ráðherrar lýstu í gær yfir ánægju sinni með þessa lausn og létu í ljós von um að starf nefnd- arinnar yrði árangursríkt. hægt væri að rannsaka hvað í þeim fælist. í raun væri um þijá samninga að ræða og einn þeirra væri um gagnkvæm skipti á fulltrúum ríkis- stjóma landanna. „Er samningurinn ótvíræð viður- kenning af hálfu Rússlands á full- veldi Litháens nú, eða er hann viður- kenning á rétti Litháens til sjálfstæð- is, eins og talsmaður rússneska ut- anríkisráðuneytisins túlkaði það við okkur þegar við leituðum eftir upp- lýsingum þar um málið fyrir helgina? Á þessu er talsverður munur. í ann- an stað er óljóst hvort þama hafi verið samið um skipti á diplómatísk- um fulltrúum eða hvort átt er við svokallaðar upplýsingaskrifstofur. Þetta verður að liggja fyrir áður en málið verður rætt frekar í rfkisstjóm- inni,“ sagði Jón Baldvin. „Við lítum á Eystrasaltsríkin sem sjálfstæð fullvalda ríki. Litháen hefur hins vegar þá sérstöðu að það eitt Eystrasaltsríkjanna þriggja hefur að eigin frumkvæði endurreist það ríki og við viðurkennum það. í þeim skiln- ingi er okkur ekkert að vanbúnaði að fullnægja öllum formsatriðum því til staðfestingar annað en að í millitíðinni bárust okkur óskir frá ríkisstjómum Eystrasaltslandanna að gegna sérstöku milligönguhlut- verki í samningum við Sovétríkin og í tíð fyrri ríkisstjómar var það beinlínis samþykkt. Við höfum lagt nokkra vinnu í þetta en síðan hefur ekkert fmmkvæði verið frá ríkis- stjórnum einstakra ríkja að fylgja þessu eftir. Ég lít svo á að með þögn og aðgerðaleysi hafi þeir fallið frá þeirri hugmynd. Ég tel því að mínum undirbúningi sé lokið. Nú þarf aðeins að taka pólitíska ákvörðun. Fyrsta umræða um það fór fram í utanríkismála- nefnd á mánudag. En það þarf frek- ari umræðu auk þess sem skoða þarf hvað felst í þessari nýju þróun varðandi samskipti Rússlands og Litháens," sagði Jón Baldvin Hanni- balsson. Eyjólfur Konráð Jónsson formaður utanríkismálanefndar sagði að í fjórðu ályktun alþingis um málefni Sameining ísvers og Rækjustöðv- arinnar hf. á ísafirði hefur verið til umræðu um skeið og í skýrslu sem Hallur Viggósson sjávarútvegsfræð- ingur samdi kemur fram að sam- rekstur fyrirtækjanna myndi spara allt að 50 milljónir króna á ári. Magn- ús Reynir segir að nýlega hafí verið rætt um þann möguleika að þriðja verksmiðjan á ísafírði, Niðursuðu- verksmiðjan hf., verði með í viðræð- unum. Verði af slíkri sameiningu Litháens frá í febrúar síðastliðinn hefði alþingi falið ríkisstjóminni að taka upp stjórnmálasamband við Litháen svo fljótt sem verða mætti. Sá tími væri löngu kominn og eftir gangkvæma fullveldisviðurkenningu Russlands og Litháen væri öllum hugsanlegum hindmnum úr vegi mtt fyrir því að framkvæma þessa álykt- un alþingis. Eyjólfur Konráð kvaðst hafa skilið utanríkisráðherra svo á fundi utanríkismálanefndar í gær að málinu yrði lokið á næstu dögum og sagði Eyjólfur Konráð að í sínum huga væri ljóst að óþarft væri að draga þetta til næstu viku. Utanríkis- ráðherra hefði sagst mundu ræða malið við ríkisstjórn í gær og fundað yrði um það að nýju í utanríkismála- nefnd á morgun fimmtudag eða föstudag. yrði nýja fyrirtækið hið langstærsta sinnar tegundar hérlendis. Gunnar Þórðarson framkvæmda- stjóri ísvers á ísafirði segir að um- ræðan um sameiningu sé í biðstöðu og beðið sé niðurstöðu stjórnar Byggðastofnunar. Að sögn Bjarka Bragasonar, hjá Byggðastofnun, hef- ur enn engin ákvörðun verið tekin um að veita rækjustöðvunum 200 milljón króna lán frá Byggðastofnun. Samkomulag um forustu í nefnd um fiskveiðilög Stjórnarflokkarnir hafa náð samkomulagi um forustu endurskoð- unarnefndar um fiskveiðilöggjöfina, þannig að tveir menn, einn frá hvorum flokki, verði í forustu fyrir nefndinni. Jafnframt var ákveð- ið að sömu menn verði verkstjórar samráðshóps hagsmunaaðila og fulltrúa þingflokka um breytingar á fiskveiðilöggjöfinni, sem sjávar- útvegsráðherra skipar lögum samkvæmt. A Isafjörður: Þríðja rækjustöðin í sameiningarumræðuna „HVER vika sem líður án þess að aðhafst sé í málefnum rækjuvinnslunn- ar eykur vanda fyrirtækjanna,“ segir Magnús Reynir Guðmundsson starfandi bæjarsljóri á ísafirði. Vandi rækjustöðva verður ræddur í stjórn Byggðastofnunar í dag. Ríkisstjórnin hefur hafnað ríkisábyrgð á 200 millj. kr. lánum til rækjustöðvanna. Isfirskir rækjuverkendur íhuga hvernig bregðast skuli við vanda stöðvanna sem þeir telja stafa af viðvarandi ástandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.