Morgunblaðið - 31.07.1991, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 31.07.1991, Blaðsíða 31
31 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. JULÍ 1991 Ólafur A. Sigurðs- son — Minning Fæddur 15. febrúar 1928 Dáinn 22. júlí 1991 Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur hug þinn og þú munt sjá að þú grætur vegna þess sem var gleði þín. (Khalil Gibran.) Elskulegur afí okkar Ólafur Al- freð eða Alli eins og hann var yfír- leitt kallaður, er kvaddur í dag, með miklum söknuði og spurn í huga. Því hvernig eigum við að skilja að afi er ekki lengur í sveit- inni. En það er sælureitur sem þau amma byggðu sér sumarbústað á og vildu vera á öllum stundum. Hann hafði yndi af að dunda í kringum bústaðinn sinn enda ber hann merki afa hvar sem litið er. Afi var mikill félagi okkar hvort sem hann sat í sandkassanum með nafna sínum eða sippaði fyrir okkur stelpurnar. Hann var alltaf til í að leika við okkur eða hugga okkur. Eitt af hans síðustu verkum var að búa til svokallaða flatmellu handa okkur, að sjálfsögðu með aðstoð litla smiðsins í fjölskyldunni, og til stóð að fleyta þegar við kæmum næst í sumarbústaðinn. Afí hafði skemmtilegan frásagn- arhæfíleika og aldrei þreyttist hann á að segja sögur frá æskustöðvun- um, Patreksfirði, og/eða þegar hann var í sveit á sumrin á Múla hjá Björgu og Jóhanni. Afí hafði gaman af hestum og naut þess að hafa hesta síðustu árin. Eignaðist hann góða vini í kringum hestana, sem hann mat mikils. Við munum alltaf minnast afa með ást og virðingu og með trú um endurfundi mildast söknuðurinn og minningin verður bjartari. Elsku amma Erla, megi góður Guð styrkja þig og leiða í gegnum þessa erfiðu raun. Erla, Jóna Kristín, Ólafur Fannar, Steinþór, Sonja og Helena. í dag er til moldar borinn Ólafur Alfreð Sigurðsson afgreiðslumaður, sem lést 22. júlí sl. Hann var fæddur á Patreksfirði 15. febrúar 1928, sonur hjónanna Hallfríðar Ólafsdóttur og Sigurðar Sigurðssonar. Hann ólst upp með eldri systur, Idu, og yngri bróður, Arnari, á heimili móðurafa og móð- urömmu. Foreldrar hans slitu sam- vistir, og móðir hans giftist síðar Kristmundi Björnssyni og eignaðist með honum soninn Karl. Æskuár hans mótuðust af kröppum kjörum og fljótlega eftir fermingu þurfti hann að sjá sér farborða með verka- mannavinnu á Patreksfirði. Hinn 1. mars 1952 kvæntist hann eftirlifandi konu sinni, Erlu Jó- hannsdóttur, fæddri 22. mars 1928 í Reykjavík en alin upp í stórum systkinahóp á Patreksfírði þar sem faðir hennar var vélstjóri á togara. Var fyrsta heimili þeirra hjóna á Patreksfirði. Þar fæddust þeim börnin 3; Hallfríður skrifstofumað- ur, fædd 1952, maki Jón F. Ágústs- son afgreiðslumaður; Heimir pípu- lagningameistari, fæddur 1955, maki Kristín Jónsdóttir lyfjatæknir, Anna Ólafsdóttir, fædd 1956, skrif- stofumaður, maki Páll Hermanns- son viðskiptafræðingur. Eru barna- börnin 6. Á árinu 1963 flyst fjölskyldan til Hafnarfjarðar, að Stekkjarkinn 5 þar sem bú þeirra stóð síðan. Alli, eins og hann var alla tíð kallað- ur, hafði síðustu ár sín á Patreks- firði fengist við akstur vörubifreiða á milli Reykjavíkur og Patreksfjarð- ar. Síðan hóf hann störf á Vöru- flutningamiðstöðinni við Borgartún sem afgreiðslumaður. í þá daga var Þuríður Guðjóns dóttir - Kveðja Fædd 19. mars 1908 Dáin 2. júlí 1991 Hún amma í Ljósaklifi er dáin. Það er stórt skarð sem hún skilur eftir sig og einkennileg sú tilfinning að vita ekki lengur af henni meðal okkar. Lífið hefur samt sinn vana- gang og við erum þakklátar fyrir að hafa fengið að hafa hana hjá okkur og fyrir að hafa kynnst henni. Þuríður Guðjónsdóttir fæddist þann 19. mars 1908 í Auðsholti í Biskupstungum, dóttir hjónanna Kristjönu Jónsdóttur og Guðjóns Jónssonar. Þau fluttust síðar að Leiðólfsstöðum í Stokkseyrarhreppi en heimilið leystist upp eftir andlát Kristjönu árið 1921. Ámma gekk í Alþýðuskólann á Laugarvatni og lauk seinna prófi frá Kennaraskó- lanum í Reykjavík. Hún veitti for- stöðu fyrsta dagheimilinu í Hafnar- firði og kenndi í Bamaskóla Hafn- arfjarðar þangað til hún giftist Benedikt Guðnasyni sjómanni þann 21. desember 1935. Þau eignuðust þijú börn; Droplaugu, f. 17. október 1937, húsmóður í Hafnarfirði, Gunnar, f. 10. mars 1941, tann- lækni í Reykjavík, og Örlyg, f. 28. janúar 1943, vélvirkja í Reykjavík. Amma og afi bjuggu sér heimili í Ljósaklifi í útjaðri Hafnarfjarðar. Fyrir okkur litlu bamabörnin var þetta heill ævintýraheimur og þeir voru ófáir kofamir og „búin“ sem voru reist í hrauninu allt í kring. Það var spennandi að leika sér uppi á háalofti og klæða sig í gamla kjóla og oftar en ekki spásseruðu þijár litlar hnátur, uppáklæddar um bæinn, í gömlu fötunum sem hafði tekist að grafa upp heima hjá ömmu og afa. Það lýsir ömmu best hvað hún var alltaf tilbúin að taka á móti okkur yfír helgi, oftast með litlum fyrirvara. Hún vildi allt fyrir okkur gera og sinnti duttlungum okkar og uppátækjum með mikilli þolinmæði, allt frá því að búa til hina ýmsu muni úr trölladeigi með okkur, sem suma hveija má ennþá sjá uppi á hillum, til þess að að- stoða okkur við kofagerð. Við feng- um aldrei nóg af því að leika okkur í Ljósaklifi hjá ömmu og afa því verkefnin voru óþijótandi og við gátum stanslaust verið að frá morgni til kvölds. Það urðu því engin fagnaðarlæti þegar foreldrar okkar renndu í hlað til að sækja okkur, og oft þurfti að beita litlar dömur fortölum til að fá þær heim að nýju. Okkur eru sérstaklega minnisstæð jólaboðin sem voru allt- af í Ljósaklifí og öll fjölskyldan kom saman. Fyrir okkur voru þessi boð ómissandi þáttur í jólahaldinu sem og þréttándabrennan úti í hrauni, þegar öll dagblöð og annað dót frá árinu áður varð að ösku. í bland við leiki miðlaði amma okkur ýms- um fróðleik um allt milli himins og jarðar sem við búum ennþá að. Stundir sem þessar hverfa aldrei úr huga manns því þær eru svo stór hluti af bernsku okkar. Við áttum okkur ævintýraheim sem fjölmargir jafnaldrar okkar höfðu ekki tækifæri til að kynnast. Árið 1986 fékk amma skyndilega heilablóðfall og lá rúmföst allar götur síðan. Okkur fannst einkenni- legt að hún, sem aldrei hafði kennt sér meins, var ekki lengur á sínum stað. Það var líka skrýtið- að vita til þess að eiga líklegast ekki eftir að sjá hana aftur í Ljósaklifí — nú voru bernskuárin að baki, en ljúfar minningar áttum við þó. Aldrei heyrðum við hana kvarta eða kveinka sér. Hún var hógværð- in og fórnfýsin uppmáluð og eftir- sjáin er mikil. Við megum þó gleðj- ast yfir því að eiga alltaf minning- una um hana í hjarta okkar og það er gott að vita af henni á góðum stað. Með þessum orðum kveðjum við hana ömmu okkar í hinsta sinn, megi hún hvíla í friði og minningin um góða sál lifa að eilffu. Guðbjörg Þuríður Örlygsdótt- ir, Fríða Ólöf og Ragnheiður Gunnarsdætur t Systir okkar, ELÍN ÁSTMARSDÓTTIR, lést á elliheimilinu Grund 30. júlí. Maria Ástmarsdóttir, Ingólfur Ástmarsson. t Móðir mín, NANNA GUÐRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR, andaðist á heimili sínu, Ljósvallagötu 28, aðfaranótt 29. júlí. Jarðarförin verður auglýst síðar. Guðmundur Sverrisson. færð yfír vetrarmánuði mun verri en síðar varð, svo að Alli var fyrstu veturna eini afgreiðslumaðurinn á stöðinni. Örfáa mánuði reyndi hann fyrir sér í öðrum störfum en sneri aftur til Vöruflutningamiðstöðvar- innar þar sem hann starfaði til dán- ardags. Undirritaður kynntist Alla fyrir hálfu sjötta ári og bar engan skugga á þau kynni. Var nærvera hans ætíð þægileg. Hann hafði ríka réttlætiskennd og ákveðnar skoðan- ir, en valdi friðsama lausn á ágrein- ingsmálum væri þess nokkur kost- ur. Tæpri viku fyrir andlát sitt heimsóttu þau Erla okkur hjónin Önnu og börnin í orlofsbústað í Stykkishólmi. Þar kom enn fram ljúf frásagnargáfa hans þegar hann rifjaði upp ferð úr verstöð fyrr sunn- an til Patreksfjarðar um Stykkis- hólm og Flatey. Tók ferðin sem átti að ljúka heima fyrir jói rúma viku með bið eftir veðri í Flatey og á Barðaströnd. Komust þeir við illan leik heim rétt fyrir áramót. Þessi ferð í verstu vetrarveðrum var rifjuð upp í einhverju besta veðri sem komið hefur í Breiðafírði. Var ganga með Alla frá bryggjunni og upp að bústað eins og gengið væri með þingmanni eða öðru fyrirmenni því svo margir köstuðu kveðju á hann, bæði viðskiptamenn og gaml- ir bílstjórar á stöðinni svo og eldri Barðstrendingar. Var þetta svo eft- irtektarvert því ekkert var fjarri honum en framhleypni eða manna- læti. í æsku var hann kenndur við bernskuheimili sitt og var kallaður Alli í Krók. Síðastliðið vor festi hann upp skilti sem stóð á Krókur á sumarbúðstaðinn sem þau Erla byggðu í Grímsnesinu fyrir 10 árum. Þar undu þau hjónin sér flest- ar helgar og í sumarleyfum. Gest- kvæmt var hjá þeim bæði í Gríms- nesinu og í Stekkjarkinninni, enda þau hjón höfðingjar heim að sækja. Var mikill samgangur við systkini þeirra beggja og afkomendur þeirra. Fyrir fáum árum kenndi hann sér þess meins er varð honum að aldurtila. í fyrstu var mataræði breytt og lagaði hann líkamsþyngd á skömmum tíma að fyrirmælum lækna. Hann var þá staðráðinn í að sigrast á sjúkdómnum. í vetur gekkst hann undir mikla aðgerð og var batinn vel á veg kominn. Alli hafði frá æsku haft yndi af hestum og hafði áður átt hesta. Á sextugsafmæli sínu keypti hann sér tvo reiðhesta, sem hann hafði í húsi í Hafnarfirði á vetuma, en í haga í Grímsnesinu á sumrin. Hafði hann mikla ánægju af að stússast í hestunum og fór eins oft og við var komið á bak. Var hann innan um hestana í Grímsnesinu þegar kallið kom. Hans verður minnst af fjölskyld- unni sem góðs heimilisföður. Fáir voru þeir dagarnir sem hann hringdi ekki eða leit inn stutta stund bara til að vita hvernig fólkið hans hefði það. Þegar á þurfti að halda lá hann hvergi á liði sínu og báru öll hans handtök vitni um mikla snyrti- mennsku. Þar sem við störfum innan sömu atvinnugreinar umgengumst við oft sama fólkið. Kom fyrir að á hann var minnst við vöruflutningabíl- stjóra og þá sem áttu erindi við Vöruflutningamiðstöðina. Var það einróma álit viðmælenda minna að þar sem Alli færi væri vel liðinn og vandaður heiðursmaður. Blessuð sé minning hans. Páll Hermannsson t Sendum öllum settingjum og vinum hjartans þakkir fyrir hlýhug og vináttu við andlát og útför ástkærrar eiginkonu, móður, tengda- móður, ömmu og systur, SÓLVEIGAR SIGURÐARDÓTTUR, Barðaströnd 3, Seltjarnarnesi. Finnbogi Gfslason, Kristín Finnbogadóttir, Axel Þórir Friðriksson, Sigurður Finnbogason, Herdís Finnbogadóttir, Ólafur G. Guðlaugsson, barnabörn og systkini. t Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÁSMUNDAR SIGGEIRSSONAR, Grænumörk 3, Selfossi. Vilborg Bjarnfreðsdóttir, Kristinn Ásmundsson, Bryndís Sumarliðadóttir, Hansina Ósk Lárusdóttir, Ingjaldur Sigurðsson, Guðrún Helga Bjarnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför sonar míns, föður okkar, tengdaföð- ur, afa, bróður og mágs, RÖGNVALDAR SIGURÐSSONAR, Sæviðarsundi 33. Guðný Jónsdóttir, Sigríður Guðný Rögnvaldsdóttir, Úlfar Árnason Bjarni Þór Guðjónsson, Bryndís E. Hauksdóttir, Sigurborg Sigurðardóttir, Jóhann Kristmundsson, Jóhanna Sigurðardóttir og barnabörn. t Þökkum innilega öllum þeim, er sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, KRISTJÁNS G. JENSSONAR, Bolungarvík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Sjúkrahúss Bolungarvíkur fyrir frábæra umönnun og hlýhug. BjarneyJ. Kristjánsdóttir, Sævar Guðmundsson, Erling Kristjánsson, Lilja Árnadóttir, Halldóra H. Kristjánsdóttir, Sigurður V. Bernódusson, Flosi Kristjánsson, Kristín Ásgeirsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.