Morgunblaðið - 31.07.1991, Page 5

Morgunblaðið - 31.07.1991, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. JÚLÍ 1991 5 Linda Paulin Malaví: Fórst í í bílslysi STÚLKAN sem lést í bílslysi í Malaví föstudaginn 19. júlí hét Linda Paulin, til heimilis í Eski- hlíð 16 í Reykjavík. Faðir stúlk- unnar slasaðist alvarlega sem og yngri systir hennar. Faðir stúlkunnar, Frank Paulin, er þýskur og nam hann læknis- fræði hér á Jandi. Hann starfaði eitt sinn á Islandi sem læknir í Vestmannaeyjum og á Akureyri. Hann giftist íslenskri konu og átti með henni tvær dætur en þau slitu samvistir fyrir mörgum árum, að sögn Hilmars Kristjánssonar, ræð- ismanns íslands í Suður-Afríku. Frank giftist aftur og var fjöl- skylda hans af seinna hjónaband- inu einnig í bílnum þegar slysið varð, þ.e. eiginkona hans og tvær dætur. Linda, elsta dóttir Franks, lést samstundis og er Edda, yngri dóttir hans af íslenska hjónaband- inu, mikið slösuð, m.a. þríbrotin á fæti og axlarbrotin. Hún er þó á batavegi, að sögn Hilmars. Flogið var með aðra af slysstað á einka- sjúkrahús í Jóhannesarborg. Þrír menn voru í hinum bílnum og lét- ust tveir þeirra strax og er sá þriðji mikið slasaður. Hvolsvöllur: Fórst í vinnuslysi MAÐURINN sem lést í vinnuslys- inu á Hvolsvelli síðastliðinn föstudag hét Stefán Kristjánsson til heimilis að Ysta-Koti Austur- Landeyjum. Stefán var fæddur 4. ágúst 1949. Hann lætur eftir sig eiginkonu, fjögur börn og tvö stjúpbörn. Fíkniefnadeild lögreglunnar fann amfetamín o g LSD í fimm húsum Fíkniefnadeild lögreglunnar gerði fimm húsleitir í síðustu viku og gerði upptækt nokkurt magn af fíkniefnum og áhöldum. Einn maður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 3. ágúst vegna gruns um fikniefnasölu. Tveir menn voru handteknir sl. miðvikudag í bíl og fannst við handtökuna neysluáhöld fyrir fíkniefni. I kjölfar þess gerði fíkni- efnadeild lögi-eglunnar húsleit í borginni og voru handteknir þar átta menn. Lagt var hald á neyslu- áhöld og eitthvert magn af amfet- amíni. Sama dag var 'önnur hús- leitin gerð og þar var handtekinn maður um þrítugt sem var úr- skurðaður í gæsluvarðhald til 3. ágúst, grunaður um sölu á fíkni- efnum. Þar var lagt hald á mikið magn af neysluáhöldum og um 25 grömm af amfetamíni. í þriðju húsleitinni var lagt hald á 8 grömm af amfetamíni og eitthvað af hassi. Tólf málsaðilar tengdust þessum málum. í fjórðu húsleitinni, sem var ótengd þeim fyrri, var lagt hald á lítilræði af hassi auk áhalda. Aðfaranótt sunnudags var gerð fimmta húsleitin í borginni og lagt hald á þijú grömm af amfetamíni og fimm skammta af LSD. Málið er að fullu upplýst. Bjöm Halldórsson, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar, sagði þá aðila sem tengdust þess- um málum, neytendur. Hins vegar væri einn maður í varðhaldi og yfirheyrslum yfir honum ekki lok- ið. Alvörubiór áii alkóhóls Bruggmeisturum Löwenbráu í Miinchen hefxir tekist að brugga alkóhóllausan alvörubjór, sem fer sigurför um Evrópu. Hann ei einnig framleiddur á Akureyri úr íslensku vatni. tær í hyað sem er, ef þú drekl óhóliaesa biói æiiferan. við þá miklu heiisuhreyfingu, sem njóta þess að < um Vesturlönd, i hafi áhrif á Nýi alkóhóllausi bjórinn ífá Löwenbráu inniheldur minna magn af alkóhóli en finnst í matvælum, sem við neytum dags daglega án þess að detta ; Það er innan við 0,5%. Samt er þetta alvömbjór með ósvikne Löwenbráu-bragði. Fáðu þér alkóhóllausan alvörubjór og vertu áhyggjulaus við leik og störf. 3 § LOWENB Alkóhóllaus r I M A fi A

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.